Morgunblaðið - 08.01.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.01.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 11 ÚR VERINU Það er hlutverk og skyldastjórnenda fyrirtækja, íhvaða atvinnugrein sem er,að reka fyrirtækið eins vel og unnt er í þágu eigenda þess. Þetta vita allir. Sé það ekki gert fer fyr- irtækið á hausinn með tilheyrandi skaða fyrir alla, jafnt starfsfólk sem eigendur. Þeirrar vitleysu gætti hins vegar í ríkum mæli í sjávarútvegi fyrir um tveimur til þremur áratug- um að afkoma fyrirtækjanna skipti ekki öllu máli. Þau ætti að reka sem félagsmálastofnanir og engu máli skipti hvort reksturinn skilaði hagn- aði eða ekki. Ríkið ætti bara að koma til hjálpar og borga brúsann með gengisfellingu og niðurfellingu skulda. Það var gert í mörgum til- fellum og í mörgum þeirra fóru fyr- irtækin á hausinn og fólkið missti vinnuna. Bryggjuspjallari hélt að þessari vitleysu væri lokið. En það er öðru nær. Nú verður allt vitlaust yfir því að HB Grandi flytur frysti- skipið Engey til annarra verkefna. Það verður líka allt vitlaust yfir því að Þormóður rammi Sæberg ákveður að endurnýja fertug skip sín. Engeyin var keypt til landsins á vordögum árið 2005, stærsta og glæsilegasta fiskiskip flotans. Hún var keypt til þess að veiða og vinna uppsjávarfisk, síld, loðnu og kol- munna. Frysting um borð var þá mjög hagkvæm og gert var ráð fyrir „eðlilegum“ loðnuvertíðum. Mjög góður árangur náðist með skipið það hálfa ár sem það var gert út þá og á síðasta ári. En skjótt skipast veður í lofti. Verð á sjófrystum uppsjáv- arfiski er lágt og salan treg, en verð á fiskimjöli og lýsi í hæstu hæðum. Forsendur hafa gjörbreytzt. Stjórn- endur HB Granda bregðast við með því að finna flaggskipinu önnur verkefni erlendis. Ekkert er eðli- legra. Nú fer uppsjávarfiskur HB Granda til bræðslu í meiri mæli en áður en jafnframt er gert ráð fyrir því að meira af þessum fiski verði fryst í landi á Vopnafirði en áður, en þar hefur verið byggð upp afkasta- mikil vinnsla. Það sem stjórnendur HB Granda eru að gera er að auka umsvif fyrirtækisins og mögulega arðsemi þess. Þeir eru að taka réttar ákvarðanir. Það gerðu þeir líka þeg- ar þeir ákváðu að hætta útgerð togarans Brettings. Hann var gam- all og hans ekki þörf við hráefn- isöflun fyrirtækisins. Þegar stjórn- endur Þormóðs ramma Sæbergs ákváðu að endurnýja togaraflota sinn og færa útgerðina til nútímans voru þeir einnig að taka rétta ákvörðun. Þegar ákvarðanir um breytingar eru teknar geta þær ýmist leitt til aukinna atvinnutækifæra eða öfugt. Þegar Engeyin kom til landsins sköpuðust ríflega 50 ný störf. Nú tapast flest þeirra aftur. Á móti skapast fleiri störf í landi. Er eitt- hvað að því? Það er á vissan hátt eðlilegt að sjómönnum þyki þetta miður. Það þykir vafalítið stjórn- endum HB Granda líka. Stjórn- endum HB Granda hefur ábyggilega líka þótt það leitt þegar sjómenn á skipum þeirra flykktust í land á árinu 2005 þegar ofurgengi íslenzku krónunnar lækkaði tekjur þeirra um allt að 30%. Trygglyndi þeirra var takmarkað þá. Nú ríkir gósentíð í sjávarútvegi. Þá vilja allir vera á sjó. Það eina, sem eðlilegt er að gera, er að krefjast þess að fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er séu vel rekin. Þannig stuðla þau að hagvexti og tryggja atvinnu fjölda fólks. Það er næg atvinna á Íslandi í dag og ekki er að sjá annað en svo verði í nánustu framtíð. Ef menn ætla að falla í sama gamla fúla pyttinn, að heimta að fyrirtækin séu rekin sem félagmálastofnanir, er eitthvað mik- ið að. Starfsfólkið er að stórum hluta til auðlind fyrirtækjanna. Það er al- kunn staðreynd. Á sama hátt má segja að fyrirtækin séu auðlind starfsfólksins. Stundum fiskast og stundum ekki. Vertíðin gengur ekki alltaf upp. Það er gangur lífsins. Rétt ákvörðun HB Granda » Félagsmálastofnanirí sjávarútvegi heyra sögunni til. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is Vestmannaeyjar | Guðmundur VE 29, uppsjávarvinnsluskip í eigu Ís- félags Vestmannaeyja hf., er komið til heimahafnar í Eyjum eftir gagn- gerar endurbætur í Póllandi. Þær tóku bæði lengri tíma og voru um- fangsmeiri en upphaflega var ætlað. Kom það ekki til af góðu því að fljót- lega eftir að framkvæmdir hófust í mars sl. kviknaði í Guðmundi þar sem hann var í skipasmíðastöðinni í Póllandi. Það tókst að verja brúna og afturskipið en allt þar fyrir fram- an var nánast ónýtt. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, segir að allur vinnslu- búnaður sé nýr. „Skipið var lengt um 12,6 metra, úr 65 m í 77,6, klárað að yfirbyggja dekkið sem var opið aftast. Auk þess þurfti að gera ýms- ar breytingar samfara lengingunni. Vinnslubúnaður er algjörlega nýr, frystitæki, dælubúnaður og flökun- arvélar sem eru búnar mun meiri sjálfvirkni en áður var. Nú er hægt að frysta 150 til 160 tonn af síld og loðnu á sólarhring en afköstin voru áður um 80 til 90 tonn. Einnig var bætt við öflugri ljósavél þar sem ný og afkastameiri frystitæki þurfa meiri orku. Svo var eldhúsið tekið í gegn í skipinu og öll tæki þar end- urnýjuð,“ sagði Eyþór. Bruninn setti strik í reikninginn Hann segir að bruninn hafi sett strik í reikninginn, ákveðið var að endurskoða fyrri áætlanir. „Við ákváðum að gera miklar breytingar á skipinu úr því svona fór, og var nánast allt hreinsað út. Guðmundur átti upphaflega að koma til baka í júní en eins og gefur að skilja tók þetta allt mun lengri tíma. En í stað- inn erum við með mjög öflugt vinnsluskip í höndunum og Guð- mundur er í dag mun betra fram- leiðslutæki en hann var fyrir brun- ann.“ Breytingarnar fóru fram undir stjórn starfsmanna Ísfélagsins sem skiptu með sér verkum í Póllandi. „Skipasmíðastöðin og starfsmenn hennar fá mjög góða einkunn frá okkur. Þetta var erfitt og krefjandi verkefni fyrir alla og við vonum að við uppskerum samkvæmt því. Eftir er að setja upp nokkur færibönd við vinnslulínuna og vonandi verður skipið komið á veiðar eftir tvær vik- ur,“ sagði Eyþór. Aukin sjóhæfni Sturla Einarsson er skipstjóri á Guðmundi og hann segir skipið hafa reynst vel á heimsiglingunni. „Það er auðvitað mikill munur á skipinu og sjóhæfnin hefur aukist gríðar- lega. Fyrst og fremst er það út af lengingunni. Með nýju ljósavélinni má eiginlega segja að við séum með lítið orkuver um borð enda krefjast vinnslubúnaðurinn og frystitæki mikillar orku. Við fengum slæmt veður á heimsiglingunni og reyndi virkilega á skipið sem stóðst prófið. Við vorum rúma fimm sólarhringa á leiðinni, vorum ekkert að flýta okkur enda var stílað inn á það að koma inn til heimahafnar í björtu svo að fólkið gæti séð skipið.“ Sturla var einn þeirra sem fylgd- ust með framkvæmdum og hann var mjög ánægður með vinnuna um borð. „Í heildina sýnist mér verkið hafa heppnast mjög vel og mér sýn- ist að í dag séum við með eitt öfl- ugasta uppsjávarfiskiskip landsins í höndunum. Þrátt fyrir stækkunina verður sami fjöldi í áhöfn, 18 manns.“ Vonandi klárt 20. janúar Sturla segir að sjálfvirknin verði mun meiri en áður var, bæði í vinnslu og frystingu og það væri frekar þannig að það þyrfti færri hendur en áður þrátt fyrir að afköst- in hafi nærri tvöfaldast. Og nú bíður áhöfnin eftir því að komast til veiða að reyna búnaðinn. „Við förum á veiðar um leið og skipið er tilbúið, hvort sem það verð- ur loðna, síld eða kolmunni. Skipið verður vonandi klárt um 20. janúar og þá förum við í prufutúr til að sjá hvernig búnaðurinn virkar. Við er- um búnir að vera stopp í rúma tíu mánuði þannig að okkur er farið að kitla í puttana að fiska,“ sagði Sturla. Með eitt öflugasta upp- sjávarfiskiskip landsins Velkominn Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, af- hendir Sturlu skipstjóra blómvönd við komuna til Eyja. Sturla segir skipið hafa reynst mjög vel á heimleiðinni, það sé mun betra í sjó en áður vegna lengingar þess. Blessun Prestarnir í Eyjum, Guðmundur Örn Jónsson og Kristján Björnsson fluttu blessunarorð þegar Guðmundur kom til heimahafnar eftir breytingarnar. Hér eru þeir með Guðbjörgu Matthíasdóttur, stjórnarmanni í Ísfélaginu, en hún ásamt fjöl- skyldu sinni á mikinn meirihluta í félaginu. Morgunblaðið/Sigurgeir Skip Guðmundur VE er eitthvert afkastamesta uppsjávarfiskiskip íslenzka flotans eftir breytingarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.