Morgunblaðið - 08.01.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.01.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 13 ERLENT Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is Hentugir geymslukassar af öllum stær›um og ger›um sem passa vel undir jólaskrauti› e›a anna› dót sem flarf a› geyma. * Tilbo› gildir til 30. janúar e›a á me›an birg›ir endast. SETTU ALLT Í KASSANA Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STANISLAW Wielgus uppskar klapp jafnt sem hróp þegar hann til- kynnti söfnuði sínum í gær að hann myndi láta af embætti erkibiskups- ins af Varsjá vegna samvinnu sinnar við leynilögreglu pólska kommún- istaflokksins, SB, á yngri árum. Mál- ið hefur vakið gríðarlega athygli í Póllandi en það hefur minnt pólsku þjóðina á hversu stutt er síðan hún varpaði af sér oki kommúnismans. Stemningin í dómkirkjunni í Varsjá var sögð einkar dramatísk. Wielgus varð mjög hrærður þegar tugir stuðningsmanna hans hrópuðu: „Vertu með okkur“ í nokkrar mín- útur og varir hans titruðu þegar for- veri hans, kardínálinn Jozef Glemp, flutti varnarræðu fyrir hann, þvert á þá niðurstöðu dómstóls götunnar að hann gæti ekki gegnt embættinu. „Hann var dæmdur og fundinn sekur án lögfræðinga eða vitna,“ sagði Glemp, sem gagnrýndi komm- únista opinberlega árum saman. „Þetta var ekki réttlátur dómur.“ Benedikt XVI. páfi samþykkti af- sögn Wielgus, sem átti formlega að hefja embættistíð sína í gær, og bað Glemp um að taka stöðu hans þar til eftirmaður hefði verið fundinn. Federico Lombardi, talsmaður Vatíkansins, tók upp hanskann fyrir Wielgus í gær er hann sakaði fyrrum andstæðinga kaþólsku kirkjunnar, úr röðum fyrrum kommúnista, um að hafa lekið upplýsingum um fortíð hans til pólskra fjölmiðla, í hefndar- skyni fyrir þátt kirkjunnar í falli kommúnismans. Lombardi lagði þó áherslu á að fortíð Wielgus hefði gert honum erfitt að gegna stöðu erki- biskups enda fundu kenningasmiðir kommúnista trúnni ekki stað í sælu- ríki áætlunarbúskapsins. Á mála hjá SB í tvo áratugi Ásakanirnar á hendur Wielgus voru fyrst settar fram í grein í pólska dagblaðinu Gazeta Polska, sem þyk- ir til hægri, í desember. Það birti svo á vefsíðu sinni á fimmtudag 68 blað- síðna skýrslu um fortíð hans, sem samin var af sérstakri stofnun, IPN, sem sett var á laggirnar árið 1998 til að ákæra fyrir glæpi nasista og kommúnista í Póllandi. Þar kemur fram að leynilögreglan réð Wielgus til starfa árið 1967 þeg- ar hann var 28 ára heimspekinemi, samvinna sem átti eftir að vara í um tvo áratugi. Wielgus viðurkenndi svo á föstudag, rétt áður en hann var settur í embættið, að hann hefði starfað fyrir SB en ekki sem upp- ljóstrari með mikilvægt hlutverk. Samstarfið við SB var ekkert eins- dæmi, hún hafði á sínum snærum þéttriðið net útsendara sem héldu uppi stöðugu eftirliti með borgurun- um. Þeir urðu stöðugt fjölmennari á árunum eftir stofnun SB við lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar, 1945, og urðu táknrænir fyrir hið andlýðræð- islega stjórnarfar í landinu. Málið hefur eins og fyrr segir vak- ið mikla athygli og bendir ný könnun til, að tveir af hverjum þremur Pól- verjum hafi viljað sjá Wielgus víkja úr stóli erkibiskupsins. Staða kaþólsku kirkjunnar í pólsku þjóðlífi er talin geysilega sterk en hún hefur á síðustu árum unnið að rannsókn á því hverjir fjöl- margra liðsmanna hennar voru sam- verkamenn kommúnista, í heima- landi Jóhannesar Páls II. páfa. Erkibiskupinn af Varsjá segir af sér vegna þrýstings Vatíkanið sakar fyrrum kommúnista um hefndaraðgerðir vegna þáttar í falli þeirra Reuters Örlagastund Erkibiskupinn Stanislaw Wielgus mætir til messu í Varsjá í gær, skömmu áður en hann tilkynnti um að hann myndi láta af embætti. Í HNOTSKURN »Wielgus starfaði sem pró-fessor við heimspekideild þegar honum bauðst að vera erkibiskup í Varsjá. »Yfir 90% Pólverja tilheyrakaþólsku kirkjunni sem gegndi mikilvægu hlutverki í falli kommúnismans. »Benedikt XVI. páfi skipaðihann erkibiskup 6. janúar. Í GAMANMYNDINNI „Coming to America“ leikur James Earl Jones konung Afríkuríkis sem hreiðrar um sig ásamt fjölmennu fylgdarliði í New York við geysimikinn íburð í leit að syni sínum prinsinum sem býr við heldur ókonunglegar að- stæður í fátækrahverfinu Queens honum til mikillar hrellingar. Stundum hermir lífið eftir sjón- varpinu, því að breska blaðið Times hefur komist að því, að forseti Kon- gós skildi eftir sig rúmlega 28 millj- óna króna hótelreikning í heimsókn til Stóra eplisins fyrir skömmu. Forsetinn, sem heitir Denis Sassou-Nguesso, er jafnframt for- maður Afríkusambandsins, en hann verður seint sakaður um að gera illa við aðstoðarmenn sína. Hóp- urinn svamlaði þannig um í Cristal- kampavíni á Waldorf Astoria- hótelinu, því sama og Jones hafði aðsetur á í myndinni forðum, og skrifaði himinháan reikninginn á starfshóp Kongós hjá Sameinuðu þjóðunum. Dýrari en fjárhagsaðstoðin Um tvö skipti var að ræða, í því seinna var með honum í för fjöl- mennur hópur, þar með talið fjöl- skylda hans, sem eyddi umtalsvert meira í hótelgistinguna og herberg- isþjónustuna en sem nam fjárhags- aðstoð Breta til Kongós á liðnu ári. Uppljóstrunin hefur sem vænta má vakið mikla reiði og sú spurning verið borin upp hvernig forseti lands, þar sem meirihluti íbúa hef- ur hvorki aðgang að rafmagni né drykkjarvatni, getur leyft sér og sínum slíkt óhófslíferni. Leiðtogi Kongós lifir greifalífi London. AFP. | Ísraelsstjórn hefur gert áætlun um hvernig megi eyðileggja úranauðgunaráætlun Írana í einu vet- fangi með kjarnorkuárás, að því er haldið var fram í breska blaðinu The Sunday Times í gær. Hafði blaðið eft- ir heimildarmönnum úr Ísraelsher, að tvær deildir flughersins ynnu nú að þjálfun í notkun kjarnorkusprengna sem gætu lagt neðanjarðarbyrgi Ír- ana í rúst og þannig komið í veg fyrir að þeir smíði kjarnavopn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, vísaði þessu á bug og sagði fréttina ranga. Írönsk stjórnvöld sáu hins vegar ástæðu til að svara þessum orðrómi, með þeim orðum að árás á landið yrði svarað af fullri hörku. Að sögn The Sunday Times, sem fyrst skýrði frá kjarnorkuvopnum Ísraels árið 1986, gerir áætlunin ráð fyrir að leysigeislastýrðum sprengj- um yrði varpað á mannvirkin til að mynda eins konar „göng“, áður en litlum kjarnorkusprengjum yrði stýrt á áfangastað. „Um leið og græna ljósið hefur ver- ið gefið verður þetta ein aðgerð, í einni árás sem leggur írönsku kjarn- orkuáætlunina í rúst,“ hefur Times eftir einum viðmælanda sínum. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, virtist missa út úr sér að stjórn sín hefði yfir kjarnavopnum að ráða en hún hefur þrýst á um harðar aðgerðir gegn tilraunum Írana með úranauðgun. Barak boðar framboð í maí Ehud Barak, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísraels, skýrði frá því í gær að hann hygðist bjóða sig fram til embættis formanns Verkamanna- flokksins í maí og þannig gera tilraun til að fella núverandi formann, Amir Peretz varnarmálaráðherra, sem nýt- ur sífellt minna trausts og vinsælda. Þess má geta að aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Barak sagði að- spurður í viðtali við Morgunblaðið, um möguleika á endurkomu í ísraelsk stjórnmál, að hann yrði jafn gamall og Shimon Peres, fyrrverandi forsætis- ráðherra, árið 2025. Ísraelar vísa á bug orðrómi um kjarn- orkuárás á Íran TALSMENN íraskra stjórnvalda staðfestu í gær, að ekki yrði hætt við fyrirhugaðar aftökur á tveimur sam- verkamönnum Saddams Husseins, fyrrverandi forseta, þrátt fyrir mik- inn þrýsting þar um. Verða þær lík- lega framkvæmdar í þessari viku. Nýr framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hefur hvatt til að hætt verði við þær en íraska stjórnin ætlar ekki að gefa sig heldur framfylgja dauðadómnum yf- ir mönnunum. Aftakan á Saddam hefur eins og kunnugt er verið fordæmd af mörg- um leiðtogum og í gær bættist Gord- on Brown, fjármálaráðherra Bret- lands og líklegur arftaki Tonys Blairs forsætisráðherra, í þann fjöl- menna hóp þegar hann sagði hana hafa verið mistök af hálfu Íraka. Ekkert hefur heyrst frá Blair vegna málsins en í gær virtist ætla að verða breyting þar á, þegar bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hafði eftir skrifstofu forsætis- ráðherrans, að hann myndi gagn- rýna aftökurnar í ræðu á næstunni. Ekki hætt við aftökurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.