Morgunblaðið - 08.01.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.01.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 21 UNDIRRITAÐUR hefur ítrek- að orðið fyrir því að undanförnu í umræðuþáttum, eða rökræðum um efnahagsmál, að vera sakaður um að segja að allt sé að fara til fjandans af þeim sökum einum að hafa bent á nokkrar staðreyndir. Ef nefndur er met við- skiptahalli (upp á 20% af vergri lands- framleiðslu á árinu sem leið) vissulega ískyggileg staðreynd en staðreynd engu að síður, er reynt að af- greiða málið sem kaldakolstal. Ef minnst er á ört vax- andi hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins (sem voru að nálgast 170% af VLF um mitt síðasta ár) er viðkom- andi sakaður um að halda því fram að allt sé að fara til fjand- ans. Augljóst er að formenn stjórn- arflokkanna valda því ekki að ræða mál- efnalega um stöðu efnahagsmála og eig- in hagstjórnarafglöp. Þeir grípa þess í stað til þess ódýra úrræðis að saka gagnrýnendur og alla þá sem mæla varnaðarorð, stjórnarand- stæðinga jafnt sem innlenda eða erlenda sérfræðiaðila, um mis- skilning eða vera með svarta- gallsraus, heimsendaspár, mála myndina allt of dökkum litum o.s.frv. En ráðherrar ríkisstjórn- arinnar eru því miður ekki einir um þetta. Satt best að segja gæt- ir ótrúlegra tilhneiginga til með- virkni með ríkisstjórninni, svo ekki sé talað um þagnarsamsæri, víða í efnahags- og atvinnulífinu og jafnvel inn á fjölmiðlum líka. Og hverju skyldi það nú sæta? Jú, það hafa vissulega margir hag af óbreyttu ástandi, af því að áfram sé látið vaða á súðum og það flýtur náttúrlega á meðan ekki sekkur. Enginn vill vera veisluspillir. Það er ekki til vin- sælda fallið í partíinu að standa upp og benda á að langt sé liðið á nóttu og mönnum e.t.v. hollast að láta af gleðskap um sinn og und- irbúa að horfast í augu við „dag- inn eftir“. Það er svo ansi freist- andi að slá fyrir meiri veisluföngum og halda gleðinni áfram, sérstaklega ef þú ert vel staðsettur og getur valið úr rétt- um og veigum jafnóðum og að berst. Og svo verður reikning- urinn að lokum sendur annað (al- menningi því miður) eða berst að minnsta kosti ekki fyrr en þú ert sjálfur löngu farinn úr veislunni með úttroðinn magann. Hver er nú í fílabeinsturni? Hér áður var það sagt um Seðlabankann að þar væru menn einangraðir í sínum fílabeinsturni og nöguðu helst blýanta sér til dægradvalar. Nú er orðið mikið álitamál hver er í fílabeinsturni þegar að umræðum um raunveru- lega stöðu efnahagsmála kemur og hver ekki. Hefur þetta kannski snúist við? Er það rík- isstjórnin sem þar situr veru- leikafirrt og á fullkomnu og hættulegu afneitunarstigi meðan Seðlabankinn reynir þó að benda á hætturnar og lækka sótthita hagkerfisins þó vissulega megi deila um virkni úrræðanna eða úrræðisins sem hann hefur, þ.e. vaxtahækkana. Er skútan að sökkva? En er þá allt að fara til fjand- ans í efnahagsmálum á Íslandi? Svarið er nei. Er allt í kaldakoli? Svarið er nei? Er brotlending óum- flýjanleg? Svarið er nei. Styrkleiki ís- lenska hagkerfisins felst í sterkri stöðu ríkissjóðs, kraft- miklum vaxt- argreinum, því að aðlögunarhæfni og viðbragðsflýtir okk- ar fyrirtækja og þjóðarbúskapar al- mennt hefur yf- irleitt reynst mikill, þjóðin er ung og vinnusöm og fleira í þessum dúr má nefna. Hitt er jafnfráleitt að horf- ast ekki í augu við veikleikana, sjálfan veruleikann. Vanda- málin eru einkum fólgin í miklu ójafn- vægi, heimatilbúinni þenslu í hagkerfinu og á vinnumarkaði, sveiflum á gengi krónunnar, gríð- arlegum og viðvarandi við- skiptahalla, ört vaxandi erlendum skuldum þjóðarbúsins, afglöpum í hagstjórn og margvíslegum harkalegum aukaverkunum hins háa vaxtastigs. Eitt er víst og það er að vand- inn nú hverfur ekki með því að hrópa niður krónuna eða þvæla um upptöku evru sem aldrei gæti komið til fyrr en að mörgum ár- um liðnum. Krónan er ekki söku- dólgurinn sem slík. Krónan tók ekki ákvörðun um hinar ofvöxnu, þensluhvetjandi stóriðjufram- kvæmdir, ekki um húsnæð- islánavitleysuna, ekki um vitlaust tímasettar og illa útfærðar skattalækkanir. Það er vissulega krefjandi hagstjórnarverkefni að nota sjálfstæðan gjaldmiðil í örsmá hagkerfi á tímum hnatt- væðingarviðskipta, en það hefur sína kosti líka. Krónan er hins vegar greinilega nærtækur blóra- böggull fyrir rökþrota ráðherra, jafnvel þann sem fer með utan- ríkisviðskipti sem allajafnan ætti nú ekki að vera í fararbroddi við að hrópa hana niður, finnst manni. Hitt er einnig morgunljóst að vandinn hverfur ekki með því að afneita honum, forðast rökræður um málið, með því að afgreiða alla sem mæla varnaðarorð sem ómarktæka bölsýnismenn eða heimsendaspámenn. Svo mikið er víst að undirritaður verður ekki hrakinn frá umræðunni með slík- um aðferðum. Ég mun hér eftir sem undanfarin misseri halda áfram að mæla þau varnaðarorð sem að mínu mati verða að heyr- ast. Það getur einfaldlega ekki gengið endalaust að reka þjóð- arbúið, fyrirtækið okkar allra, með bullanda halla í viðskiptum út á við, halla sem að 2/3 hlutum er vegna umframeyðslu en ekki fjárfestinga. Ekki frekar en það gengur til lengdar að reka fyr- irtæki eða heimili ef 10–20% vantar upp á það á ári hverju að endar nái saman. Þetta sér allt hugsandi fólk og þarf ekki annað til þess en setja sjálft sig og sinn heimilis- eða fyrirtækjarekstur í staðinn fyrir þjóðarbúið. Þýða staðreyndir um íslensk efna- hagsmál að allt sé að fara til fjandans? Eftir Steingrím J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon »Eitt er vístog það er að vandinn nú hverfur ekki með því að hrópa niður krónuna eða þvæla um upptöku evru … Höfundur er formaður VG. sann- ands og agnrýni n hefur lum eitir trú- r um að áttum við Hússein. Í ng for- til þess rnmálum ur vand- súnníta Saddams til að u, að George rann sé y for afa átt man í yrir að dir þá veru í Amm- ans í við- nn tæp- kkingu á é nú all- ið ráða- ama fram ýtur sú na sökum erkum ður rugðið fnvel m þá að koma 2003 uni í nir dala á hinn ns Rahdi tað er að Saddam Hússein lét gera samninga við erlend fyr- irtæki um olíusölu á grundvelli samkomulags á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna þess efnis að Írökum skyldi heimiluð slík sala til að fá keypt matvæli frá öðrum löndum. Vitað er að samningar þessir voru til- búningur að því leyti að hærri upphæð var greidd fyr- ir olíuna en fram kom í opinberum skjölum og mis- muninn hirtu Írakar. Saddam lét einnig greiða erlendum fyrirtækjum fyrirfram fyrir aðkeypta þjón- ustu. Að sögn Hamza Rahdi hafa tilraunir til að bregða ljósi á þessi viðskipti og meintar mútur þeim tengdar litlu sem engu skilað. Fyrirtækin neita að veita umbeðnar upplýsingar og eftir næstum því þriggja ára rannsókn hefur aðeins tekist að rekja ör- lítinn hluta þessara greiðslna. Hamza Rahdi telur að Saddam Hússein hefði getað veitt mikilvægar upplýs- ingar í tengslum við þessa rannsókn frammi fyrir rétti. Anfal-herferðin og uppreisnin 1991 Hið sama gildir um fjöldamorð og önnur glæpaverk sem framin voru í stjórnartíð Saddams. Enn er fjölda- grafa leitað í Írak og ekki hefur tekist að gera grein fyrir örlögum þúsunda manna sem hurfu. Margir tals- menn Kúrda harma það mjög að Saddam skyldi ekki vera dæmdur vegna Anfal-herferðarinnar svonefndu á níunda áratugnum. Mannréttindasamtök telja að Anfal-herferðin gegn Kúrdum hafi kostað 182.000 al- menna borgara lífið á árunum 1987–88. Árið 1988 var eiturgasi dreift yfir bæinn Halabja með þeim afleið- ingum að um 5.000 manns týndu lífi, aðallega konur og börn. Myndir sem teknar voru í Halabja vöktu hrylling um allan heim. Fulltrúar sjíta nefna að Saddam hefði getað veitt upplýsingar um blóðbaðið árið 1991 þegar uppreisn þessa trúflokks, sem um 60% þjóðarinnar tilheyra, var brotin á bak aftur eftir að innrásarsveitir Íraka höfðu verið hraktar frá Kúveit. Hið sama á við um þá ákvörðun hans að uppræta byggðir svonefndra Fenja- Araba í suðurhluta landsins og aftökur á pólitískum andstæðingum. Fullvíst þykir að framburður forset- ans hefði getað reynst mikilvægur í þessu tilliti. Samskiptin við Bandaríkjamenn Og ekki má gleyma samskiptum við Bandaríkja- menn og önnur vestræn ríki og fyrirtæki. Skjöl sem létt hefur verið leynd af í Bandaríkjunum sýna að ráðamönnum vestra var umhugað um að Írakar færu með sigur af hólmi í stríðinu blóðuga við Írani. Banda- rískir stjórnmálaleiðtogar gagnrýndu að vísu að Írak- ar skyldu beita efnavopnum í þeim átökum en jafn- framt var því komið til skila að Bandaríkjastjórn teldi mikilvægt að koma í veg fyrir sigur Írana. Í forsetatíð Ronalds Reagans fóru nokkrar sendinefndir til Bag- dad til að færa Saddam Hússein þessi boð. Enn er flestum óskiljanlegt hvers vegna Saddam ákvað árið 1980 að hefja stríð við Írani og kalla efna- hagslegt hrun yfir þjóð sína. Hið sama gildir um þá ákvörðun hans að ráðast inn í Kúveit árið 1990. Eftir byltinguna í Íran árið 1979 var Bandaríkjamönnum umhugað um að hún breiddist ekki út og hefur það vafalaust ráðið mestu um stuðninginn við Saddam. Hvað innrásina í Kúveit varðar hefur verið fullyrt að Saddam Hússein hafi tekið boðum Bandaríkjamanna á þann veg að þeir myndu sýna slíkri aðgerð skilning. Því hefur verið haldið fram að April Glaspie, þáver- andi sendiherra Bandaríkjastjórnar í Írak, hafi í júlí- mánuði árið 1990 átt fund með Saddam í Bagdad og greint honum frá því að Bandaríkjamenn hefðu „enga skoðun“ á landamæradeilu hans og stjórnvalda í Kúv- eit. Þessu hefur Glaspie neitað og til munu vera tvær ósamhljóða útgáfur af fundargerðinni. Fleira mætti nefna. Hvers vegna kaus Saddam að blekkja heimsbyggðina með því að halda því fram að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum? David Key, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður á vegum Sameinuðu þjóðanna, sagði í skýrslu sinni til Bandaríkjaþings að æðstu herforingjum Íraka hefði ekki verið kunnugt um að Saddam hefði lagt til hliðar áætlun sína um þróun gereyðingarvopna. Fullvíst má telja að menn leiti áfram svara við þeim spurningum sem hér hafa verið raktar stuttlega. Í Írak telja þó margir að alvarleg mistök hafi verið gerð og aftaka Saddams Hússeins verði í senn til þess að auka á klofning meðal þjóðarinnar og spilla fyrir því að allur sannleikurinn um ógnarstjórnina verði leidd- ur í ljós. einræðisherrans Reuters í Amman í Jórdaníu. Mikil reiði ríkir í röðum súnníta. »Hafi ekki beinlínis verið stefnt aðþví að niðurlægja forsetann fyrr- verandi áður en snaran var bundin um háls honum velta margir því fyr- ir sér hvernig komið sé fyrir stjórn- völdum sem megni ekki að koma í veg fyrir skrílslæti, ringulreið og óleyfilegar myndatökur þegar slíkur atburður er skipulagður. erið tekinn af lífi þar eð rannsókn á gjörðum og eðli ógnarstjórn- afa afhjúpað veikleika stjórnar Nouri al-Maliki forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.