Morgunblaðið - 08.01.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 08.01.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 27 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HERMANN FINNBOGASON, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudag- inn 11. janúar kl. 13.00. Brynhildur Bjarnadóttir, Guðmundur B. Aðalsteinsson, Ólafur Kr. Hermannsson, Ragnheiður B. Brynjólfsdóttir, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Anna Sigrún Hermannsdóttir, Kristjana M. Hermannsd. Bjordal, Jan Arild Bjordal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, AÐALSTEINN SIGURÐSSON fiskifræðingur, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju í dag, mánudaginn 8. janúar kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Rótarý- sjóðinn, Rótarýumdæminu á Íslandi, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ástrún Valdimarsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Magnús Þór Aðalsteinsson, Steinunn Brynjarsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson, Brynjar Steinn Magnússon og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS STEINDÓRSSONAR, Hraunbraut 26, Kópavogi. Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. ✝ Lilja Jónsdóttirfæddist í Holti í Álftaveri hinn 5. maí 1907. Hún lést á heimili sínu, hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð, Garðabæ, fimmtu- daginn 28. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Lilju voru Jón Sverr- isson bóndi, f. á Nýjabæ í Með- allandi 1871, d. 1968, og Sólveig Jónína Magnúsdóttir húsfreyja, f. í Fagradal í Mýrdal 1879, d. 1955. Systkini Lilju eru: Sig- urður, f. 1898, d. 1962, Sverrir Magnús, f. 1900, d. 1927, Elías Theodór, f. 1901, d. 1959, Einar, f. 1903, d. 1927, Sólveig Magn- ea, f. 1904, d. 1984, Sigurjón, f. 1906, d. 1979, Ingibjörg, f. 1908, d. 1993, Aðalheiður Svanhvít, f. 1910, d. 1946, Böðvar, f. 1911, d. 1997, Kjartan, f. 1914, d. 2004, Rannveig, f. 1915, d. 2002, Svanhildur, f. 1915, d. 2006, Karl, f. 1919, og Matthildur, f. 1921, d. 2002. Árið 1908 var Lilja var tekin í fóstur af hjónunum Sigurveigu Sigurðardóttur, f. 1863, d. 1946, og Jóni Brynjólfssyni bónda á Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri, f. 1861, d. 1948. Lilja flutti til Reykjavíkur 1918 og bjó lengst af á Laufásvegi 34 hjá uppeldissystur sinni Rannveigu Jónsdóttur og eig- inmanni hennar Eiríki Ormssyni. Árið 1974 fluttist Lilja á Ásvallagötu 40 þar sem hún bjó til 1995 er hún flutti á hjúkrunarheimilið Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Þar bjó hún til ársins 2000 er hún flutti á hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ þar sem hún lést. Lilja hóf nám í hárgreiðslu hjá frú Kristólínu Kragh 1934 og lauk sveinsprófi þaðan 1937. Starfaði hún hjá frú Kragh til 1942, en starfrækti síðan hár- greiðslustofu undir því nafni, ásamt Helgu Sigurðardóttur til 1953. Útför Lilju verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Um Lilju segir á bls. 51 í bók Björns Magnússonar, Vestur Skaftfellingar 1703–1966, að hún hafi verið „tökubarn á Þykkvabæj- arklaustri“. Þá bjuggu þar hjónin Sigurveig Sigurðardóttir og Jón Brynjólfsson, amma og afi und- irritaðs. Amma, sem tók á móti Lilju vorið 1907, var aftur kölluð til rúmu ári síðar, en þá fæddist hjónunum á Holti annað meybarn. Þegar Sigurveig reið frá Holti að Þykkvabæjarklaustri hafði hún Lilju með sér, 16 mánaða gamla. Amma Sigurveig reið ávallt í söðli og tel ég að vel hafi farið um Lilju litlu í þessari fyrstu ferð hennar liggjandi í kjöltu ljósu sinnar. Alla tíð síðar var Þykkvabæjarklaustrið heimili hennar og Sigurveig og Jón gengu henni í móður- og föðurstað. Kötlugosið 1918 var Lilju ávallt mjög minnistætt, eins og öllum sem það lifðu, þá var hún 11 ára og stödd hjá Hildi uppeldissystur sinni að Hlíð í Skaftártungu. Til viðbótar við þá ógn sem að steðjaði vegna mikils öskufalls voru bæirn- ir umflotnir og myrkur á miðjum degi. Þá bættist við óvissa og ótti um afdrif rekstrarmanna, sem vit- að var að voru á Mýrdalssandi með sláturfé á leið til Víkur. Einn þess- ara manna, sem ráku fé úr Álfta- veri, var Sigurður Jónsson, bónda- sonur á Klaustri og uppeldisbróðir Lilju. Leið langur tími þar til vitn- eskja barst um að þeir hefðu náð upp í Hjörleifshöfða, heilir á húfi. Barnæskan á Klaustri í hópi samvalins fólks hefur liðið í starfi og leik, þó örugglega frekar í starfi. Lífið á Klaustri hafði víst ekki tekið neinum stórum breyt- ingum frá æskuárum Lilju til þess er ég upplifði, ungur drengur í sumarleyfum, sem liðu alltof fljótt. Staðið var við slátt frá morgni til kvölds, en Jón afi var þó óspar á að setja undir okkur unglingana hesta til að fara á niður á fjörur – ef tími gafst til. En menn komu ekki nema einu sinni með skjálf- andi og kófsveitta hesta úr slíkri ferð! Að lokinni hefðbundinni skólagöngu lauk Lilja námi í hár- greiðslu hjá Kristólínu Kragh. Í náminu hjá frú Kragh kynntist hún Helgu Sigurðardóttur, sem varð vinkona hennar alla ævi. Þeg- ar frú Kragh lauk starfsferli sínum keyptu þær stöllur snyrtistofu hennar og ráku hana saman í óað- finnanlegu samstarfi. Þórhildi dóttir Helgu, sem fylgdist með Lilju til hinsta dags, færi ég sér- stakar þakkir. Ennfremur vil ég þakka starfsfólki hjúkrunarheim- ilanna Klausturhóla á Kirkjubæj- arklaustri og Holtsbúðar í Garða- bæ einstaklega hlýja og nærgætna umönnun. Lilja var góð kona með sérstak- lega stórt hjarta. Hún trúlofaðist ung að árum unnusta sínum, Raf- nkeli Bjarnasyni loftskeytamanni, sem var tveimur árum eldri en Lilja. Það átti þó ekki að liggja fyrir Lilju að njóta samverunnar og lífsins með unnusta sínum. Hann andaðist á sviplegan hátt 8. júní 1931. Hennar stóra hjarta tók í staðinn mig og aðra óbeina ætt- menn að sér, spillti okkur með ör- læti sínu, fórnfýsi og góðvilja. Þeg- ar amma mín og afi fluttust í hárri elli að Skeggjastöðum í Mosfells- sveit, ásamt Hildi dóttur sinni og Sveini tengdasyni, voru þau um- vafin umhyggju dætra sinna og lét Lilja sannarlega ekki sinn hlut eft- ir liggja. Lilja hefur allt mitt líf verið óaðskiljanlegur hluti fjöl- skyldunnar og mun svo vera um ókomna tíð í minningunni. Að lok- um þakka ég henni samfylgdina og þær fögru bænir, sem fylgdu mér hvar sem ég var staddur. Blessuð sé minning hennar. Karl Eiríksson. Lilja, uppeldissystir hennar ömmu, hefur fylgt mér lengur en ég man. Hún bjó lengst af hjá ömmu og afa á Laufásvegi og skammaðist svolítið í pabba þegar ég fæddist þar í kjallaranum – að hann skyldi hafa gert konunni sinni þetta. Lilja tengdi mig meira en nokkur annar við stórfjölskyldu mína, gengnar kynslóðir og liðna atburði. Hún bar endalaust um- hyggju fyrir mér og mínum. Hún sagði mér frá lífinu í Álftaverinu, frá langömmu, langafa, ömmu og ömmusystrum mínum og líka litlu systkinum mínum, sem dóu svo ung. Það er næstum ótrúlegt að hafa átt svo nána vinkonu sem þekkti svo vel fólkið mitt frá því á þarsíðustu öld, en hún hafði mjög gott minni fram á síðasta dag. Hún hjálpaði ömmu og afa að gæta bús, barna og barnabarna þeirra langt fram yfir sjötugt. Á jólum var Lilja alltaf fastur punktur í tilverunni, fyrst hjá ömmu og afa, svo hjá mömmu og pabba, síðan hjá mér á Klaustri og svo aftur í Reykjavík. Ég man hvað það var gaman að fá að gramsa í hárgreiðsludótinu hennar uppi á lofti hjá ömmu og afa. Ég man líka vel eftir lyktinni af sviðnu hári þegar ég var búin að hafa krullujárnið aðeins of lengi á eldavélinni. Og hvað mér brá þeg- ar ég sá Lilju vera að fá sér kók og sígarettu inni í sjoppu á Óðin- storgi, en þá var ég smástelpa að skottast í Þingholtunum og hefði aldrei trúað slíkum syndum upp á Lilju. Gott dæmi um kraftinn og dugn- aðinn í Lilju er þegar við skrupp- um eitt sinn í bíltúr heim að Þykkvabæjarklaustri. Þá var hún komin vel yfir nírætt. Hún talaði um hvað sér fyndist fjallasýnin fal- legri úr Álftaveri en af Síðunni. Hana langaði til að fara inn í kirkj- una á Þykkvabæjarklaustri, en til þess þurftum við að klofa snjó- skafla langt upp á læri og við lét- um bara slag standa – stelpurnar. Lilja var svolítið eins og amman í skáldsögunni „Hús andanna“ eftir Isabel Allende, sveimandi yfir og allt um kring í ruggustólnum sín- um og vissi miklu meira um menn og málefni en mann grunaði, hvernig sem stóð nú á því. Ég reyndi oftast að láta hana vita strax þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni því mig langaði að hún fengi slík tíðindi frá „fyrstu hendi“ en það var nú ekki alltaf þörf á því. Það hvarflaði oft að mér þegar ég var í einhverju basli að það væri fullmikið að leggja á hana Lilju, en hún var bara meira fyrir aðra en sig. Ótrúleg kona sem upp- lifði ótrúlegar breytingar og vann úr öllu með sjálfri sér – óhögguð. Það er ómetanlegt að hafa átt Lilju að, mikið held ég að það gæti verið gott í darraðardansi nú- tímans að eiga til fleiri Liljur, svona alltumvefjandi eins og hún Lilja mín var. Ég vil þakka starfsfólki Klaust- urhóla og Holtsbúðar hjartanlega fyrir að koma fram við Lilju eins og hún kom fram við aðra, það er ekki hægt að gera betur. Að lokum þakka ég Lilju fölskvalausa vináttu. Þóra Karlsdóttir. Ástkær vinkona mín, Lilja Jóns- dóttir hárgreiðslumeistari, er látin á hundraðasta aldursári. Lilja kynntist móður minni, Helgu Sigurðardóttur hárgreiðslu- meistara, þegar þær unnu saman á hárgreiðslustofu Kristolínu Krag um miðbik síðustu aldar. Lilja og móðir mín ráku síðan saman hár- greiðslustofu með sama nafni um árabil eða þar til ég kom í heiminn árið 1953 en í þá daga var ekki eins algengt og nú að konur ynnu úti ásamt því að eiga börn og halda heimili. Þrátt fyrir 12 ára aldurs- mun höfðu þessar tvær sómakonur stofnað til vinskapar sem byggðist á gagnkvæmri umhyggju og trausti og hélst sá vinskapur þar til móðir mín lést 30. ágúst 2004. Þó svo að þær byggju ekki alltaf nálægt hvor annarri og gætu þar af leiðandi ekki hist eins oft og þær vildu töluðu þær daglega sam- an í síma og stundum jafnvel tvisv- ar á dag. Vegna heilsubrests flutti Lilja tímabundið austur á Kirkjubæjar- klaustur árið 1995 þar sem hún dvaldi til ársins 2000 í umsjá góðr- ar vinkonu sinnar, Þóru Karlsdótt- ur. Þegar Lilja var flutt af Ásvalla- götunni og leiðir vinkvennanna skildu um stund stakk ég upp á því við móður mína að hún færi í fönd- ur fyrir aldraða þar sem vel gæti verið að hún hitti konur á svip- uðum aldri og gæti spjallað við þær um liðna tíma. Þessari uppá- stungu minni tók móðir mín fálega og svaraði á þá leið að það væri búið að taka vinkonu hennar frá henni og hún hefði nú ekki hugsað sér að eignast aðrar vinkonur. Svo mörg voru þau orð. Andlát móður minnar gekk mjög nærri Lilju og kom ég ekki svo til hennar eftir það að hún segði mér ekki hversu sárt hún saknaði Helgu vinkonu sinnar. Af framangreindu má ljóst vera að Lilja, eða Lía eins og ég kallaði hana frá fyrstu tíð, var stór hluti af lífi mínu. Minningarnar um þessa elsku- legu og sterku konu sem hafði fengið sinn skerf af sorg og gleði á lífsleiðinni koma upp í hugann. Litlar hendur smástúlku eru um- vafðar stórum mjúkum höndum, volgt vatnið bunar úr krananum, sápan freyðir, litla stúlkan finnur fyrir umhyggju og ástúð mann- eskjunnar sem er að þvo henni, manneskjunnar sem er vakin og sofin yfir velferð hennar á lífsleið- inni, í bernskunni, á unglingsárun- um og á fullorðinsárunum. Konuf- undir, sem haldnir eru a.m.k. einu sinni á ári, allt svo spennandi og leyndardómsfullt, bara við þrjár, ég, mamma og Lía. Við erum að fara í leikhús, ég í bláum flauel- skjól með svanafjöðrum um háls- inn og í nælonsokkum. Þvílíkt og annað eins, ég er bara níu ára en fæ að vera í nælonsokkum af því að ég er að fara á konufund. Svo kaupum við konfekt í sjoppunni, og það brakar í pokanum. Ég skil reyndar ekki til fullnustu allt sem fyrir augun ber en það skiptir heldur ekki eins miklu máli og nælonsokkarnir og brakandi kon- fektpokinn. Ég held samt að það séu Fjalla-Eyvindur og Halla sem hlaupa um fjalirnar í Iðnó, þar sem mamma og Lía unnu einu sinni við að greiða leikurunum. Og þær hvísla að mér sögum um það sem gerðist baksviðs og það er ekki síð- ur spennandi en það sem fram fer á fjölunum. Við förum líka saman að skoða málverk, risastórar myndir í öllum regnbogans litum, með alls konar skrýtnum formum eftir Svavar Guðna, Þorvald Skúla, Kjarval og ýmsa aðra listamenn. Á eftir förum við á Hressó og þar fáum við okkur súkkulaði með rjóma. Ég fæ líka stundum að fara í heimsókn í risastóra húsið á Laufásveginum þar sem Lía á heima. Það brakar í stiganum þeg- ar hún leiðir mig upp á loftið inn í herbergið sitt sem er fullt af leyndardómum. Inn af herberginu er lítil kompa og þar er nú aldeilis hægt að gramsa því kompan er full af krullujárnum og permanent- rúllum, bylgjuklemmum, glösum með allskyns vökvum, glærum og bleikum. Svo fer ég með henni nið- ur í stofu og fæ gott í munninn hjá henni Rannveigu, sem á tvo stóra postulínshunda sem stara svar- teygir og sviplausir á mig ofan af borðstofuskenknum, þangað til ég er við það að beygja af. Það er þó allt í lagi því Lía huggar mig og segir mér að þeir séu úr postulíni. Lía var rómantísk, hafði næmt fegurðarskyn og mikinn áhuga á listum og menningu. Hún hafði gaman af því að punta sig upp til að fara í leikhús og á málverkasýn- ingar. Auk þess hafði hún áhuga á fagurbókmenntum og ljóðum og voru ljóð Tómasar Guðmundssonar og Davíðs Stefánssonar í miklu uppáhaldi hjá henni. Lía ann miðbæ gömlu Reykjavíkur og hafði unun af því að ganga um Þingholt- in, niður að Tjörn og kunni vel við sig í Hljómskálagarðinum þar sem hún fann frið og ró í náttúrulegu umhverfi borgarinnar. Lía hefur verið hluti af fjöl- skyldu minni frá því ég man eftir mér og tekið þátt í sorgum okkar og gleði. Hlédræg og hæglát var hún ávallt reiðubúin að gefa góð ráð og rétta fram hjálparhönd. Lía hefur verið mér allt í senn, vin- kona, móðir og amma. Hún hefur fylgst með uppvexti mínum og barnanna minna og gefið mér allt sem hún átti að gefa og það var mikið. Ég er forsjóninni að eilífu þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða henni í gegnum líf- ið. Megi minningin um góða og elskulega konu lifa. Þórhildur Lárusdóttir. Lilja Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.