Morgunblaðið - 08.01.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 08.01.2007, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, ÉG ER KOMINN HEIM GLUKK! HEIMSKA HURÐ! ÁRANS BINDI! HANN KANN SKO AÐ KOMA VEL FYRIR UM LEIÐ OG HANN GENGUR INN UM DYRNAR ÉG HEYRÐI AÐ ÞÉR LÍKAÐI VIÐ NÝJA KENNARANN KALLI, NÝI KENNARINN MINN ER BESTI KENNARINN Í ÖLLUM HEIMINUM! HÚN ER RÓS Á MEÐAL ÞYRNA! HMMM ÉG TRÚÐI EKKI AÐ KERFIÐ GÆTI BÚIÐ TIL SVONA GÓÐA KENNNARA SJÁÐU, MAMMA OG PABBI ERU AÐ SETJA TÖSKUR Í SKOTTIÐ! ÞAU HLJÓTA AÐ VERA AÐ FARA Í FRÍ! LOKSINS ERUM VIÐ MEÐ HÚSIÐ ÚT AF FYRIR OKKUR! VIÐ GETUM VAKAÐ EINS LENGI OG VIÐ VILJUM, HORFT Á SJÓNVARPIÐ OG BORÐAÐ SMÁKÖKUR Í KVÖLDMAT ERTU ENNÞÁ HÉRNA UPPI? DRÍFÐU ÞIG! HA? ÉG? HVERT? Í FRÍ! VIÐ ERUM BÚIN AÐ TALA UM ÞAÐ Í MÁNUÐ! FRÍ MEÐ ÞÉR OG MÖMMU? HVERNIG FRÍ ER ÞAÐ EIGINLEGA? HVAÐ ERTU AÐ GERA? SAGÐIR ÞÚ MÉR EKKI AÐ GEYMA EGGIN ALLTAF UPPI? HÆ ADDA! HÆ LALLI! HÆ DODDI! HÆ LINDA! HÆ KRAKKAR! ÞAÐ ER ORÐIÐ SVO LANGT SÍÐAN. HVERNIG HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ? JÆJA... ÉG... LINDA, EKKI FYRIR FRAMAN BÖRNIN VIÐ VERÐUM AÐ KOMAST UNDAN! ÞAÐ ER VEFUR Á GÖTUNNI! ÉG ER FASTUR! ÞETTA ER EINS OG FLUGNAPAPPÍR. ÉG GET EKKI HREYFT MIG MEIRA EINS OG KÓNGULÓAR- PAPPÍR, EN ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI Sagnfræðingafélag Íslandsstendur fyrir fyrirlestraröðá vorönn þar sem sjónumer beint að samspili miðl- unar og rannsókna. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur ríður á vaðið á þriðjudag með fyr- irlestri sínum Hvort kemur á und- an, rannsóknir eða miðlun? „Ég hyggst setja fram efasemdir um að sú tilhneiging sagnfræðinga gangi upp, að aðgreina sagnfræðistarfið í rannsóknir annars vegar og miðlun hins vegar, þar sem það fyrrnefnda kemur á undan því síðarnefnda,“ segir Sverrir. „Við fyrstu sýn er eðlilegt að komast að þeirri nið- urstöðu að rannsókn komi alltaf á undan miðlun þeirra upplýsinga sem fræðin leiða í ljós, en ég held því fram að í hverri rannsókn felist tilteknar rannsóknarspurningar sem taka alltaf mið af því sem svo á að miðla, þ.e. þeim spurningum sem sagnfræðingurinn ætlar sér að svara.“ Einnig mun Sverrir ræða hlut- verk kenninga og rannsóknarspurn- inga: „Ég færi fyrir því rök að sagnfræðingar hafi verið mjög fæln- ir við að nota kenningar: þeir líti á þær sem heftandi og íþyngjandi við gerð rannsóknarspurninga, en þess í stað notist þeir við eitthvað óskil- greint sem kalla mætti heilbrigða skynsemi en mætti allt eins kalla fordóma, þar sem gengið er út frá tiltekinni heimsmynd.“ Sverrir segir að sagnfræðirann- sóknir myndu verða mun agaðri og betri ef kenningum væri beitt í meira mæli: „Sagnfræði sem skrif- uð er án þess að efast um ýmsar sjálfgefnar forsendur verður mjög þægileg lesning, en ögrar ekki les- andanum, og mun ég gagnrýna hvernig t.d. það námsefni sem til er í sagnfræði er kenningafælið og varað við öllu sem kalla má lögmál, án þess að boðið sé upp á eitthvað annað sem komið getur í staðinn,“ segir Sverrir. Sverrir segir mikið stundað af góðri sagnfræði á Íslandi, en segir hættu á að íhaldssemi innan fræði- greinarinnar geti orðið til þess að hún dragist aftur úr sambærilegum greinum. „Ég vara í fyrirlestrinum við þeim hugmyndum að sagnfræði sé aðeins handverk, og að hún van- ræki að spyrja gagnrýnna og ögr- andi spurninga,“ segir Sverrir. „Sagnfræðingar virðast einnig hræddir við að hafa rangt fyrir sér, sem kann að skýra þá hræðslu sem má finna innan greinarinnar við að skoða söguna út frá kenningum. En vísindin snúast að miklu leyti um það að hafa rangt fyrir sér, og mið- ar fræðunum ekki áfram nema allir hlutir séu skoðaðir með opnum huga, settar fram tilgátur og hug- myndir sem mátaðar eru við veru- leikann – því jafnvel ef þær reynast ekki réttar hefur vísindunum samt miðað áfram í átt að sannleikanum.“ Sem fyrr segir flytur Sverrir Jakobsson fyrirlestur sinn á þriðju- dag, í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safns Íslands, kl. 12.05. Aðgangur að fyrirlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar um næstu fyrirlestra vorannar má finna á slóðinni www.sagnfraedinga- felag.net. Sagnfræði | Fyrirlestraröð Sagnfræðinga- félagsins á vorönn hefst á þriðjudag Samspil rann- sókna og miðlunar  Sverrir Jak- obsson fæddist í Reykjavík 1970. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990, BA-prófi í sagn- fræði frá Há- skóla Íslands 1993, BA-prófi í grísku frá sama skóla 2005, MA-prófi í mið- aldafræði frá Leedsháskóla 1994 og doktorsnámi við HÍ 2005. Sverrir hefur fengist við kennslu, fræða- skrif, ritstjórn og þýðingar. Hann er nú stundakennari við Háskóla Ís- lands VERKIÐ Blessuð sért þú er eftir bandarísku listakonuna Kate Kretz. Eins og sjá má er verkið af leikkonunni Angelinu Jolie og börnum henn- ar þremur. Þau svífa yfir mynd af Wall Mart-verslunarkeðjunni og segir Kretz myndina ádeilu á aðdáun á frægu fólki. AP Blessuð sé Angelina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.