Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 1

Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 9. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is DAGUR VONAR SPENNANDI AÐ SJÁ VIÐBRÖGÐ ÁHORFENDA TUTTUGU ÁRUM EFTIR FRUMSÝNINGU >> 32 HEFUR LOSAÐ OKKUR VIÐ SORPIÐ Í 50 ÁR GÓÐ VINNA HEIÐRAÐUR >> 19 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HERÞYRLUR, að öllum líkindum bandarísk- ar, gerðu í gær loftárás á fylgsni grunaðra liðs- manna al-Qaeda hryðjuverkanetsins skammt frá bænum Afmadow í suðurhluta Sómalíu. Ónafngreindur sómalskur þingmaður sagði 31 óbreyttan borgara hafa látið lífið í árásinni, annar sjónarvottur sagði 22 til 27 hafa fallið. Aðgerðirnar komu í kjölfar loftárása AC-130 árásarflugvélar Bandaríkjahers í suðurhluta landsins í fyrrinótt, en blaðið New York Times hefur eftir embættismönnum bráðabirgða- stjórnarinnar að yfir 50 hafi týnt lífi í árásunum. Þá hafði AP-fréttastofan eftir sómölskum herforingja, að minnst ein slík vél hefði gert árás á búðir al-Qaeda á eyju suður af Sómalíu. Íslamistar og meintir liðsmenn al-Qaeda voru fyrir skömmu hraktir á flótta frá Mogadishu og að landamærunum að Kenýju, eftir að her Eþí- ópíu var sendur inn í landið. | 15 AP Vígbúnaður SH-60F Seahawk-orrustuþyrla lendir á USS Eisenhower-flugmóðuskipinu undan ströndum Sómalíu á mánudag. Blóðbað í Sómalíu Bandaríkjaher gerir loftárásir á íslamista JEPPAR, sólarlanda- ferðir og sumarbú- staðir eiga eitt sam- eiginlegt: Allt eru þetta fremur hvers- dagslegir happdrætt- isvinningar. John Bab- bage, stofnandi Europa International, er sér líklega flestum betur meðvitandi um þessa staðreynd, en fyrirtæki hans hefur brotið blað í sögu happdrættis með því bjóða vinningshöfum upp á um 825.000 króna ávís- un á lýtalækningar að eigin vali. Miðinn kostar aðeins rétt rúmlega 200 krónur og má greiða með sms-smáskilaboð- um eða í gegnum síma. Í staðinn geta þátttak- endur látið sig dreyma um gelísprautun í andlit, hárígræðslu eða jafnvel fitusogs- aðgerð, allt eftir því hvað hugurinn girnist. Umrætt fyrirtæki var stofnað fyrir ellefu árum í Prag og annast markaðssetningu fyrir lýtalækna í borginni, einmitt þar sem ljón- heppnir vinningshafar yrðu settir undir hníf- inn. Bretar eru um 90 prósent viðskiptavina en uppátækið hefur engu að síður verið harð- lega gagnrýnt af þarlendum lýtalæknum, sem segja það í besta falli smekklaust. Andlitslyfting í fyrsta vinning Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMKOMULAG hefur tekist milli framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og íslenskra stjórnvalda um frekari tollalækkanir á land- búnaðarvörum. Samkomulagið verður lagt fyrir ríki Evrópusam- bandsins í næstu viku. ESB og Ísland gengu frá samn- ingi um viðskipti með landbúnaðar- vörur á síðasta ári og átti hann að taka gildi um áramót. Ákveðið hef- ur hins vegar verið að fresta gild- istökunni til 1. mars, en þá eiga að koma til framkvæmda aðgerðir til lækkunar á matvælaverði sem rík- isstjórnin boðaði sl. haust. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra segir að fulltrúar Ís- lands hafi átt árangursríka fundi með fulltrúum ESB í lok síðasta árs. „Það er sumsé verið að reyna að freista þess að ná samkomulagi fyrir 1. mars um frekari lækkun á tollum og bættan markaðsaðgang. Það kom fram á þessum fundi vilji til að gera viðbætur á samkomu- laginu [um viðskipti með landbún- aðarvörur sem gert var sl. sumar]. Báðir aðilar lögðu fram tillögur þar að lútandi. Það náðist á fundinum bráðabirgðasamkomulag sem verður lagt fyrir aðildarríki ESB um miðjan janúar.“ Síðast þegar Hagstofan birti töl- ur um samanburð á matvöruverði hér á landi við verðlag í ESB var verðlag á Íslandi 48% hærra en í 15 ríkjum ESB. Upplýsingarnar mið- uðust við árið 2003. Tölur sem hag- stofa Evrópusambandsins, Euro- stat, birti vegna ársins 2005 sýna hins vegar verðlag á Íslandi 62% hærra en í ESB. Rósmundur Guðnason, deildarstjóri vísitölu- deildar Hagstofu Íslands, segir að sterkt gengi krónunnar árið 2005 skýri nær alfarið þessa breytingu. Eina marktæka breytingin sé að verð á kjöti hafi hækkað. Árið 2003 var kjötverð á Íslandi 43% hærra en í ESB en 2005 var þetta hlutfall 86%. Samkomulag við ESB um frekari tollalækkanir                          !     "## "## "## "## "## "## "##           "$# "%$ "$" """ && "'& "('  ")" ")% "*% "'( "%# "$& "()  ""' ""& "#+ "## "#) ""% ""(  !"#$ ,  -        .   -/ 0 '##)      Gengi krónu | Miðopna EKKI er líklegt, að þessi kona, sem var að skoða papriku í Fjarð- arkaupum í Hafnarfirði, hafi velt því sérstaklega fyrir sér hvað hún kostaði handan Íslandsála en eins og fram hefur komið er verð á mat- og drykkjarvöru 62% hærra hér á landi en til jafnaðar í gömlu Evr- ópusambandsríkjunum 15. Ávextir og grænmeti eru 55% dýrari hér en þar en kjötvara 86% dýrari. Mestur er munurinn á áfengi, 135% dýrara hér en í ESB, og tóbakið 73% dýrara. Það, sem kemur þó kannski mest á óvart er, að liðurinn húsnæði, rafmagn og vatn er 51% dýrari hér á landi en að meðaltali í ESB. Þá má nefna fisk- inn, sem er 35% dýrari hér. Morgunblaðið/Ásdís Girnilegir ávextir en dýrseldir Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is KAUPÞING banki hefur á undanförnum þremur mánuðum fært stóran hluta af eigin fé sínu úr krónum í erlenda mynt og þá vænt- anlega evrur. Víst má telja að bankinn sé nú kominn með hátt í eða um 50% af eigin fé sínu, sem er í kringum 300 milljarðar, í erlenda mynt. Kaupþing banki tjáir sig ekki um hvort bankinn hafi tekið stefnuna á að gera upp í evrum en segir hlutfall erlendrar myntar vera aukið til þess að verja eigið fé bankans. Sé það hins vegar markmið bankans að fara í evrur er ljóst að hann á ekki mjög langt í land með það, ekki síst ef hann velur að halda eftir 20% af eigin fé sínu í íslenskum krónum sem honum er heimilt. Af því gefnu væri Kaupþing banki væntanlega þegar kominn með 60% þess sem hann þyrfti að breyta í evrur. Hefur sótt um undanþágu Kaupþing banki hefur nú staðfest við Morg- unblaðið að hann hafi sótt um og fengið und- anþágu hjá Seðlabanka Íslands í kringum al- þjóðlegt hlutafjárútboð sitt í nóvember til þess að fara umfram þau 30% mörk af eiginfjár- grunni sem kveðið er á um í reglum Seðla- banka Íslands. Ekki fæst uppgefið hversu stóran hluta eigin fjár Kaupþingi er heimilt að vera með í erlendri mynt en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins munu vera takmörk þar á. Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn juku nettó gjaldeyrisstöðu sína gríðarlega síðustu þrjá mánuði ársins eða um 111,5 milljarða, þar af um 81,4 milljarða í desembermánuði. Nokk- uð víst er að langstærsta hluta þessar aukn- ingar má rekja til Kaupþings; alþjóðlegt hluta- fjárútboð skilaði bankanum um 56 milljörðum og Kaupþing hefur upplýst að þeirri upphæð hafi ekki verið breytt í krónur. Ljóst er að Kaupþing banki hefur þar fyrir utan skipt um- talsverðu af krónum fyrir evrur eða aðra mynt á undanförnum vikum og mánuðum. Kaupþing banki í evrur? Þegar kominn með um helming af eigin fé sínu í erlenda mynt ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.