Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
miðvikudagur 10.
1. 2007
íþróttir mbl.is
íþróttir
Gylfi Einarsson loks tilbúinn í slaginn með Leeds >> 11
STJARNAN SÆKIR AÐ VAL
STJÖRNUKONUR LÖGÐU GRÓTTU Á SANNFÆRANDI
HÁTT EN HK NÁÐI ÓVÆNTU JAFNTEFLI GEGN VAL >> 4
„Jú, þakka þér fyrir, ég er bara
mjög hamingjusamur með þetta allt
saman. Það hefur gengið vel hjá okk-
ur síðan ég tók við og nú höfum við
unnið fimm heimaleiki í röð,“ sagði
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR,
eftir sigurinn í gær.
Jón Arnar sagði að þannig vildu
ÍR-ingar hafa það. „Við viljum hafa
þetta þannig að Seljaskólinn sé okk-
ar heimavöllur og við eigum hann.
Hingað eiga ekki að koma lið sem
telja það auðvelt að vinna okkur
hérna,“ sagði þjálfarinn.
Leikurinn í gær var jafn og spenn-
andi og talsvert sveiflukenndur.
Borgnesingar hófu leikinn á svæð-
isvörn en skiptu í maður á mann í
öðrum leikhluta. ÍR hélt sig hins
vegar við maður á mann vörn allan
leikinn og léku hana lengstum vel –
sérstaklega í þriðja leikhlutanum.
Tíu stig í röð snemma í fyrsta leik-
hluta komu Skallagrími í 17:7, en ÍR
svaraði með sjö stigum í röð. Undir
lok leikhlutans var Skallagrímur
24:16 yfir en þá kom 21 stig frá ÍR á
meðan gestirnir gerðu aðeins tvö.
Staðan 27:26 eftir fyrsta leikhluta.
Jafnræði var einnig í öðrum leik-
hluta, Skallagrímur komst þó í 45:38
með því að gera 9 stig í röð um mið-
bik hans.
Í þriðja leikhluta var lítið skorað,
ÍR náði þó að gera 23 stig og með
frábærri vörn hélt liðið heimamönn-
um í tíu stigum alveg þar til þeir
gerðu þriggja stiga körfu í lok hans.
Staðan 73:64 fyrir síðasta leikhluta.
Með tveimur þriggja stiga körfum í
upphafi minnkaði Skallagrímur
muninn í þrjú stig en nær komst liðið
ekki og reynsluboltinn Eiríkur Ön-
undarson, sem hafði sig lítið í frammi
nema undir lokin, gerði síðustu átta
stig ÍR-inga.
„Við lékum fína vörn í dag. Reynd-
ar fengum við of mörg stig á okkur í
fyrri hálfleik en bættum úr því í þeim
síðari. Annars var þetta svipaður
leikur og í deildinni fyrir áramótin,“
sagði Jón Arnar, þjálfari ÍR.
Hreggviður Magnússon átti stór-
leik hjá ÍR, skoraði grimmt og var
drjúgur í fráköstum. Nate Brown er
öruggur með boltann og því tapar
liðið honum ekki oft. Steinar Arason
átti flottan leik, lék mjög góða vörn á
móti Jovan Zdravevski og gerði auk
þess 15 stig með fimm þriggja stiga
körfum. Hann hefði að ósekju mátt
skjóta meira því hann hitti í fimm af
sex skotum sem er mjög góð nýting.
ÍR-ingar
á siglingu
Morgunblaðið/Kristinn
Góður Hreggviður Magnússon lék vel fyrir ÍR í gær, hér verst hann gegn Pálma Sævarssyni.
ÍR-INGAR eru í miklum ham í
körfunni þessa dagana og í gær-
kvöldi tryggði liðið sér sæti í und-
anúrslitum bikarkeppni Lýsingar
og KKÍ með því að leggja Skalla-
grím í Seljaskóla, 92:88. Þetta er
annar sigur ÍR á Skallagrími
skömmum tíma því 29. desember
hafði liðið betur í deildinni. Á Sel-
fossi höfðu Keflvíkingar betur
gegn liði FSu, 117:77 og tryggði
sér einnig sæti í undanúrslitum en
þar verða einnig Grindavík og
Hamar/Selfoss.
Skallagrímur lá öðru sinni í Seljaskóla
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
ÞEIR eru ekki margir stuðn-
ingsmenn enska knattspyrnu-
liðsins Liverpool sem hafa áð-
ur upplifað að sjá lið sitt fá á
sig sex mörk á heimavelli sín-
um, Anfield. Það er hugsan-
legt að einhverjir slíkir hafi
verið á meðal áhorfenda í
gærkvöld þegar lið þeirra
fékk útreið gegn Arsenal í
átta liða úrslitum deildabik-
arsins, 3:6, en þá eru þeir
orðnir ansi aldraðir. Það eru
nefnilega liðin 77 ár síðan Liv-
erpool
fékk síðast
á sig sex
mörk á An-
field en
það gerðist
19. apríl
1930 þegar
Sunder-
land vann
þar stór-
sigur, 6:0.
Brasilíumaðurinn Julio
Baptista var í aðalhlutverki
hjá Arsenal því hann skoraði
fjögur markanna, auk þess
sem Jerzy Dudek, markvörð-
ur Liverpool, varði frá honum
vítaspyrnu.
Liverpool varð fyrir enn
meiri áföllum í leiknum því
þeir Luis Garcia og Mark
Gonzalez voru báðir bornir
slasaðir af velli og Rafael
Benítez, knattspyrnustjóri fé-
lagsins, sagði eftir leikinn að
hætt væri við því að báðir
yrðu þeir lengi frá keppni. 3
Julio Baptista
Arsenal með sex á
Anfield, fyrst liða í 77 ár
ÍSLENSKA landsliðið í
knattspyrnu fær líklega eng-
an undirbúningsleik fyrir
leikinn gegn Spánverjum í
undankeppni Evrópumótsins
sem fram fer á sólareyjunni
Majorka, miðvikudaginn 28.
mars. ,,Við höfum reynt að
útvega liðinu leik 7. febrúar
sem er alþjóðlegur leikdagur
en okkur hefur ekki orðið
ágengt enn sem komið er og
að óbreyttu þá spilum við
engan æfingaleik fyrir leik-
inn á móti Spánverjum,“
sagði Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KSÍ, við
Morgunblaðið.
Íslendingum var boðið að
spila leik gegn Svartfell-
ingum í Podgorica þann 24.
mars en því boði var hafnað
þar sem landsliðsþjálf-
aranum Eyjólfi Sverrissyni
fannst leikurinn of nálægt
leiknum við Spánverja.
Íslendingar hafa lokið fjór-
um leikjum í undankeppninni
og er uppskeran í þeim leikj-
um þrjú stig. Sigur vannst á
N-Írum í Belfast, 3:0, í fyrsta
leiknum en í kjölfarið fylgdu
töp geg Dönum, 2:0, Lettum,
4:0, og Svíum, 2:1.
Næstu leikir í riðlinum
verða 24. mars þegar Spán-
verjar taka á móti Dönum og
Liechtenstein á móti N-Írum
en fjórum dögum síðar mæt-
ast Spánverjar og Íslend-
ingar, Liechtenstein og Lett-
ar og N-Írar og Svíar.
Enginn æfingaleikur
fyrir Spánarleikinn
Y f i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 24
Veður 8 Umræðan 24/25
Staksteinar 8 Afmæli 25
Viðskipti 12 Minningar 26/29
Erlent 14/15 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/41
Akureyri 17 Staður og stund
38/41
Suðurnes 18 Leikhús 34
Daglegt líf 19/21 Bíó 38/41
Menning 16,32/36 Ljósvakamiðlar 42
Forystugrein 22
* * *
Innlent
Samkomulag hefur tekist milli
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins og íslenskra stjórnvalda
um frekari tollalækkanir á land-
búnaðarvörum. Tölur sem hagstofa
Evrópusambandsins, Eurostat,
birti vegna ársins 2005 sýna hins
vegar verðlag á Íslandi 62% hærra
en í ESB. » Forsíða
Maður sem glímdi við spilafíkn
í mörg ár og tapaði tugum milljóna
lýsir reynslu sinni í Morgunblaðinu
í dag. Félagsmálaráðherra vill tak-
marka aðgengi og fjölda spila-
kassa. »Baksíða
Sigrún Björk Jakobsdóttir var í
gær ráðin bæjarstjóri á Akureyri,
fyrst kvenna. Hún sagði það ennþá
frétt að kona væri ráðin í starf
sem þetta, þó að vonandi þætti það
ekki mikil frétt í framtíðinni, en
ráðning sín væri vissulega mik-
ilvægt skref fyrir konur. » 17
Öryrkjum heldur áfram að
fjölga hér á landi og voru þeir
tæplega 14 þúsund talsins í lok árs
2005. Örorka var mun algengari
hjá konum en körlum og fór stig-
vaxandi með aldri. Þá var örorka
talsvert algengari hjá konum á
landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu. » 4
Erlent
Japanir hafa nú komið sér upp
varnarmálaráðuneyti í fyrsta sinn
síðan í seinni heimsstyrjöld og var
tímamótunum fagnað með sér-
stakri athöfn í Tókýó í gær. » 14
Mikið mannfall varð þegar
Bandaríkjaher gerði loftárásir á
fylgsni íslamista og meintra
hryðjuverkamanna al-Qaeda í
Sómalíu í fyrrinótt. Markmiðið
með árásunum var að fella menn
sem grunaðir eru um sprengju-
árásir á sendiráð Bandaríkjanna í
Kenýa og Tansaníu árið 1998. » 15
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hyggst fjölga í herliði
Bandaríkjamanna í Írak um allt að
20.000 manns. Munu hermennirnir
verða sendir til þeirra tveggja
svæða, þar sem ofbeldi hefur verið
hvað verst, þ.e. til höfuðborg-
arinnar Bagdad og Anbar-héraðs í
V-Írak. » 14
Viðskipti
Kaupþing banki hefur á und-
anförnum þremur mánuðum fært
stóran hluta af eigin fé sínu úr
krónum í erlenda mynt og þá
væntanlega evrur. Víst má telja að
bankinn sé nú kominn með hátt í
eða um 50% af eigin fé sínu, sem
er í kringum 300 milljarðar, í er-
lenda mynt. » Forsíða
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
LÆKNARÁÐ Landspítala – há-
skólasjúkrahúss hefur óskað eftir
fundi með heilbrigðisnefnd Alþingis
til að ræða álit ráðsins á frumvarpi
heilbrigðisráðherra um heilbrigðis-
þjónustu. Í álitinu segir m.a. að
læknaráð telji svo mörgu vera
ábótavant í frumvarpinu að skoða
ætti hvort afgreiðslu þess ætti að
fresta og vísa til nefndar að nýju.
Í bréfi sem Friðbjörn Sigurðsson,
formaður læknaráðs LSH, ritar
Guðjóni Ólafi Jónssyni, formanni
heilbrigðisnefndar Alþingis, segir
m.a.: „Þrátt fyrir nafn frumvarpsins
vekur það furðu hversu lítið er
fjallað um heilbrigðisþjónustuna
sjálfa, heldur fjallar frumvarpið að
miklu leyti um vald ráðherra og for-
stjóra heilbrigðisstofnana. Lækna-
ráð LSH leggur ríka áherslu á að
lögin taki til faglegrar ábyrgðar í
heilbrigðisþjónustunni og að fagleg
og rekstrarleg ábyrgð fari saman.“
Dregið úr aðhaldi að
stjórn sjúkrahússins
Í áliti læknaráðsins segir m.a. að í
núgildandi lögum sé fagleg ábyrgð
nokkuð skýr m.t.t. til lækninga en í
frumvarpinu sem nú liggur fyrir Al-
þingi sé ábyrgðin hins vegar óljós.
Þannig sé dregið úr áhrifum yfir-
lækna sérgreina læknisfræðinnar,
hæfnismati við ráðningar sérfræði-
lækna og áhrifum læknaráðs. „Auk
þess er stjórnarnefndin í raun af-
numin en það dregur úr aðhaldi eig-
enda, þ.e. þjóðarinnar, að stjórn
sjúkrahússins.“
Læknaráð nefnir nokkur atriði
sem verði að vera skýr í lögum, s.s.
ábyrgð lækningaforstjóra yfir lækn-
ingastarfsemi, hlutverk fram-
kvæmdastjórnar og ráðgefandi hlut-
verk læknaráðs auk þess sem
faglegt ráðningaferli þurfi að vera
vel skilgreint í allar stöður yfir-
lækna og sérfræðilækna á háskóla-
sjúkrahúsum og auglýsa þurfi allar
stöður.
Þessir þættir eru að mati lækna-
ráðs LSH skýrir í núgildandi lögum
en ekki í fyrirliggjandi frumvarpi.
Enginn fulltrúi var í
undirbúningsnefnd
Læknaráð telur frumvarpið ekki
snúa að faglegri uppbyggingu heil-
brigðisþjónustunnar og „í raun svo
mörgu vera ábótavant í því frum-
varpi sem fyrir liggur, að skoða ætti
hvort fresta ætti frumvarpinu og
vísa til nefndar að nýju.“ Í ljósi þess
að enginn fulltrúi læknaráðs LSH
eða læknadeildar Háskóla Íslands
átti sæti í undirbúningsnefnd frum-
varpsins væri þá komið tækifæri til
að koma sérstökum sjónarmiðum og
röksemdum þeirra á framfæri með
setu í nýrri nefnd.
Fresta ætti frumvarp-
inu og vísa til nefndar
Læknaráð LSH telur mörgu ábótavant í frumvarpi um heil-
brigðisþjónustu og vill fund með heilbrigðisnefnd Alþingis
Í HNOTSKURN
» Læknaráð LSH telur lögum heilbrigðisþjónustu
faglega í hugsun og leitast við
að skilgreina ábyrgð með ör-
yggi sjúklinga að leiðarljósi.
» Breytingar þurfi því aðskoða mjög vel þannig að
öryggi sjúklinga skerðist ekki.
» Læknaráðið telur mörguvera ábótavant í nýja
frumvarpinu og telur að skoða
ætti að fresta því og vísa til
nefndar að nýju.
Morgunblaðið/ÞÖK
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Brim hefur
ákveðið að skrá fjóra Akureyrartog-
ara félagsins í Reykjavík og segir
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Brims, ástæðuna vera erfiðleika í
samstarfi útgerðarinnar og Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar.
„Við höfum ekki náð samstarfs-
grundvelli við Sjómannafélag Eyja-
fjarðar á þeim árum sem við höfum
rekið útgerð hér á Akureyri. Sjó-
mannafélagið hefur staðið í vegi fyrir
öllum breytingum sem við höfum
reynt að gera á útgerðinni. Félagið
virðist telja það skyldu sína að verja
hagsmuni sína án tillits til þess hvort
breytingarnar leiði til góðs fyrir báða
aðila og lítur á allar breytingar sem
eitthvað hættulegt,“ segir Guð-
mundur en hann segir mælinn hafa
fyllst síðastliðið haust.
„Þá stoppuðu skipin ekki alveg 30
tíma eins og kjarasamningar gera ráð
fyrir en í kjölfarið fékk útgerðin á sig
kæru. Hins vegar var engin krafa af
hálfu útgerðarinnar að skipin færu út
heldur lá ákvörðunin alfarið hjá skip-
stjóranum og áhöfninni.“
Misnota ákvæði kjarasamninga
Guðmundur segir að þegar kært
var í haust hafi það verið í annað
skiptið sem Sjómannafélagið hafi
kært útgerðina en í sínum huga sé
ekki vafi á að með þessu hafi Sjó-
mannafélagið misnotað ákvæði í
kjarasamningum.
„Um er að ræða áratuga gamalt
ákvæði í kjarasamningum sem kveð-
ur á um að ef útgerðarmaður brjóti
kjarasamning beri honum að greiða
400 þúsund krónur í félagssjóð við-
komandi stéttarfélags. Hins vegar
rennur ekkert til viðkomandi áhafn-
ar. Þessu ákvæði var aldrei beitt þar
til nýlega og að okkar viti er það ekki
í neinu eðlilegu samræmi við meint
brot,“ segir Guðmundur.
Hann segist ekki búast við að
skráning í Reykjavík muni leiða til
frekari deilna við Sjómannafélag
Eyjafjarðar.
„Þegar menn ná ekki samkomulagi
verður annar aðilinn að bakka. Í
þessu tilfelli höfum við ákveðið að
fara og erum þá ekki lengur háðir
Sjómannafélagi Eyjafjarðar,“ segir
Guðmundur.
Tylliástæða fyrir brottför
Konráð Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar, vísar því
alfarið á bug að Sjómannafélagið hafi
ekki getað samið við Brim.
„Staðreyndin er sú að það hefur
hvorki verið erfitt að semja við Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar né mig sem
fulltrúa sjómanna. Það eru til tveir
samningar undirritaðir af mér sem
báðir eru í gildi. Rök Guðmundar að
erfitt sé að semja við Sjómannafélag
Eyjafjarðar standast engan veginn,“
segir Konráð og hann vísar sömuleið-
is á bug að félagið hafi kært útgerð-
ina að tilefnislausu.
„Um var að ræða augljós brot á
kjarasamningum og þegar svo er
háttað ber okkur skylda til að grípa
til þeirra úrræða sem samningurinn
kveður á um. Við erum vonsviknir yf-
ir þessari ákvörðun Guðmundar, en
hann er einfaldlega að finna sér
blóraböggul til þess að framkvæma
það sem hann hefur ávallt ætlað sér.
Það er að flytja útgerðina í burtu frá
Akureyri,“ segir Konráð að endingu.
Ljósmynd/Þorgeir
Stormasamt Kjarasamningar útgerðarfélagsins Brims og Sjómannafélags
Eyjafjarðar hafa ekki gengið þrautalaust á undanförnum árum.
Skipta um heima-
höfn vegna deilna
Tylliástæða, segir
formaður Sjó-
mannafélagsins