Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 14
Madríd. AP, AFP. | Aðskilnaðar- hreyfing Baska, ETA, lýsti í gær sprengjutilræð- inu í Madríd 30. desember á hend- ur sér. Hreyfing- in sagði þó að „varanlegt vopna- hlé“ hennar væri enn í gildi. Tveir menn biðu bana og 26 særð- ust þegar sprengja sprakk í fimm hæða bílastæðahúsi við flugvöll í Madríd 30. desember. ETA játaði á sig verknaðinn í yfirlýsingu sem birt var í baskneska dagblaðinu Gara, sem er hlynnt stofnun sjálfstæðs rík- is Baska á Spáni og hefur oft birt slíkar yfirlýsingar frá aðskilnaðar- hreyfingunni. Alfredo Perez Rubalcaba, innan- ríkisráðherra Spánar, kvaðst ekki telja að hægt yrði að hefja friðarvið- ræður við ETA eftir sprengjutilræð- ið. Í yfirlýsingunni lagði aðskilnaðar- hreyfingin áherslu á að hún hefði varað við tilræðinu rúmri klukku- stund áður en sprengjan sprakk vegna þess að hreyfingin hefði ekki viljað valda manntjóni. Hringt var þrisvar sinnum til að vara við sprengjunni og spænska lögreglan reyndi að rýma bílastæða- húsið. Tveir innflytjendur frá Ekva- dor biðu þó bana, en þeir voru sof- andi í bíl í húsinu þegar sprengingin varð. ETA lýsti yfir „varanlegu vopna- hléi“ fyrir níu mánuðum og það vakti vonir um að stjórn Jose Luis Ro- dríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, gæti hafið friðarviðræður við hreyfinguna. Zapatero lýsti því yfir eftir sprengjutilræðið í Madríd að öllum samskiptum við fulltrúa ETA hefði verið slitið. ETA segir vopnahlé enn í gildi Alfredo Perez Rubalcaba 14 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hyggst fjölga í herliði Banda- ríkjamanna í Írak um allt að 20.000 manns. Munu hermennirnir verða sendir til þeirra tveggja svæða, þar sem ofbeldi hefur verið hvað verst, þ.e. til höfuðborgarinnar Bagdad og Anbar-héraðs í vesturhluta landsins, en þar eru borgirnar Fallujah og Ra- madi. Bush flytur í kvöld sjónvarps- ávarp en þar mun hann kynna fyrir þjóð sinni til hvaða aðgerða hann vill grípa í því skyni að snúa vörn í sókn í Írak, þ.e. stilla til friðar og tryggja stöðugleika og öryggi þannig að hægt verði að fara að kalla banda- ríska hermenn heim frá landinu. Bush hefur á undanförnum dögum verið að hitta þingmenn, bæði demó- krata og repúblikana, og kynna fyrir þeim nýja stefnumörkun sína. Hafði fréttastofan Associated Press í gær eftir nokkrum þeirra að Bush vildi fjölga um allt að 20.000 í herliðinu, en fyrir eru hátt í 140.00 hermenn. Demókratar, sem nú hafa meiri- hluta í báðum deildum Bandaríkja- þings, eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort rétt sé að veita Bush fjár- heimild til að fjölga í bandaríska hernum í Írak og m.a. segir Carl Le- vin, nýr yfirmaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, að hann telji aðeins koma til greina að samþykkja beiðni Bush ef forsetinn skrifi jafn- framt upp á að byrjað verði að kalla hermenn heim innan sex mánaða. Eru ekki allir sannfærðir – hvorki demókratar né repúblikanar – um að það muni nokkru máli skipta þó að bandarískum hermönnum verði fjölgað í Írak um nokkur þúsund. Ástand þar sé of erfitt. Í gær féllu a.m.k. 50 liðsmenn uppreisnarsveita súnníta í aðgerðum íraskra og bandarískra öryggissveita. Kom til harðra bardaga á Haifa-stræti þegar gerð var skyndiárás gegn vígjum uppreisnarmanna þar. Írakar flýja heimili sín Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur biðlað til umheimsins að beðið uml 60 milljónir Banda- ríkjadala, um 4,2 milljarða ísl. króna, svo hægt verði að aðstoða fólk sem nú flýr ofbeldið í Írak. Eftirgrennslanir Flóttamanna- hjálparinnar (UNHCR) benda til að einn af hverjum átta hafi flúið heimili sitt og að um 50.000 manns fari á ver- gang í hverjum mánuði. Eru þetta mestu langtíma mannflutningarnir af þessari tegund frá því að Palest- ínumenn lentu á hrakhólum eftir stofnun Ísraelsríkis 1948. Bush vill fjölga hermönnum um allt að 20.000 í Írak AP Bardagar Reykur stígur til himins á Haifa-stræti í Bagdad eftir að íraskir og bandarískir hermenn réðust gegn vígjum uppreisnarmanna súnníta. Einn af hverjum átta Írökum hefur flúið heimili sitt vegna ofbeldisins í landinu Í HNOTSKURN »Einn af hverjum átta Írökum,þ.e. 12%, hefur flúið heimili sitt vegna ofbeldisins í landinu. »UNHCR áætlar að um 1,7milljónir manna séu á ver- gangi innan Íraks og að um tvær milljónir manna hafi flúið yfir landamærin; um ein milljón er sögð vera flóttamenn í Sýrlandi og 700.000 í Jórdaníu. »Flestir írösku flóttamann-anna lifa við fátækt í ná- grannalöndunum og í Sýrlandi, svo dæmi sé tekið, sækir þriðj- ungur íraskra barna ekki skóla. »UNCHR varar við því aðþeim muni fjölga verulega á þessu ári sem neyðist til að flýja heimili sín, þó að þeir flýi ekki Írak, og spáir því að talan verði 2,7 milljónir í árslok. RÍKISSTJÓR- INN í Kaliforníu, repúblikaninn Arnold Schwarzeneg- ger, lagði á mánudag til að nýtt kerfi sjúkra- trygginga yrði látið ná til svo til allra íbúanna en þeir eru um 36 milljónir. Um fimmtungur Kali- forníumanna, þar af um milljón ólöglegir innflytjendur, er ekki með neina slíka tryggingu. Schwarzenegger telur að kostn- aðurinn við nýja kerfið verði um 12 milljarðar dollara eða um 840 millj- arðar króna, að sögn The New York Times. Kostnaður verður greiddur með framlögum af hálfu vinnuveitenda, ríkis og launþeg- anna sjálfra. Læknar og sjúkrahús verða einnig skylduð til að borga ákveðið hlutfall af tekjum sínum til að taka þátt í kostnaðinum. Trygg- ingafélög munu greiða 85% af hagnaði sínum til heilbrigðisþjón- ustu og mun verða bannað að neita að tryggja fólk vegna aldurs eða lé- legrar heilsu. Demókratar, sem eru með meiri- hluta á Kaliforníuþingi, fögnuðu ákaft tillögunum og þótt talsmenn repúblikana væru tortryggnari sögðust þeir vilja ræða hugmynd- ina. Þrjú ríki hafa þegar komið á al- mennu sjúkratryggingakerfi en þess má geta að í Bandaríkjunum er fyrir hendi kerfi er sér fátækum fyrir sjúkratryggingum, Medicaid. Allir njóti sjúkra- trygginga Arnold Schwarzenegger TALIÐ er að minnst 80.000 manns hafi safnast saman í miðborg Manila í gær þegar Svarti Naðverjinn, 400 ára gömul stytta af Jesú Kristi, var borin um götur borg- arinnar á trúarhátíð sem kennd er við styttuna. Spænskir trúboðar eru sagðir hafa komið með styttuna til Filippseyja árið 1606 og margir landsmenn trúa því að hún búi yfir guðlegum mætti. Mikill troðningur varð þegar fólkið reyndi að snerta styttuna. Reuters Svarti Naðverjinn borinn um göturnar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is JAPANAR hafa nú komið sér upp varnarmálaráðuneyti í fyrsta sinn síðan í seinni heims- styrjöld og var tímamótunum fagnað með sérstakri athöfn í Tókýó í gær. Á yfirborðinu er aðeins um nafnbreytingu að ræða, ráðuneytið hét áður varnarstofnunin en hinn nýi forsætisráðherra landsins, Shinzo Abe, er með breytingunni að efna kosningaloforð um að styrkja ímynd ríkisins út á við. Bandaríkjamenn hernámu Japan í stríðslok og settu þjóðinni árið 1947 stjórnarskrá þar sem tek- ið var fram að fylgt yrði stefnu friðar. Komið var á fót svonefndum sjálfsvarnarsveitum sem aðeins máttu beita vopnum ef ráðist væri á landið. Smám saman hafa sveitirnar verið efldar en mestu um- skiptin urðu þegar Japanar sendu nokkurt herlið til að gæta friðar í sunnanverðu Írak eftir innrás- ina 2003. Útgjöld til hermála eru hærri en í flest- um ríkjum og búnaður allur afar nýtískulegur. „Eftir lok kalda stríðsins hefur staða Japans í öryggismálum tekið stakkaskiptum,“ sagði Abe við athöfnina í gær. Hann lagði áherslu á að varnir landsins yrðu undir borgaralegri stjórn. Abe er fyrsti forsætisráðherra landsins sem fæddur er eftir stríð og hyggst beita sér fyrir því að stjórn- arskránni frá 1947 verði breytt. Hefur hann auk þess látið samþykkja lög um að auka áherslu á ættjarðarást í skólum. Mikil andstaða hefur verið við slíkar hugmyndir meðal þjóðarinnar en kann- anir sýna að sú afstaða hefur breyst á síðustu ár- um, ekki síst vegna ótta við grannríkið Norður- Kóreu sem sprengdi kjarnorkusprengju í októ- ber. Fer í opinbera heimsókn til Evrópu Abe hélt í gær af stað í opinbera heimsókn til Evrópu, þá fyrstu eftir að hann tók við embætti í fyrra. Hann sagði í viðtali við breska ríkisútvarp- ið, BBC, að Japanar gætu ekki sætt sig við að N- Kórea yrði kjarnorkuveldi. Hins vegar þyrfti eng- in þjóð að óttast Japana þótt þeir myndu nú leggja meiri áherslu á að gæta hagsmuna sinna af festu. Japanar hyggjast efla varnir sínar Shinzo Abe Netanya. AFP. | Ísraelskt tölvufyr- irtæki hefur sett á markað lyga- mæli sem hlaða má niður af netinu og nota samhliða símtölum með SKYPE-nettalsímabúnaðinum. Lygamælirinn hefur notið vin- sælda, en aðstandendur fyrirtæk- isins, BATM, segja menn geta notað hann til að átta sig á hvort viðmæl- andinn sé að ljúga. Taka þarf fram að menn eru ekki á eitt sáttir um það hvort lygamæl- ar – hvað þá lygamælar sem not- aðir eru til að greina netsímtöl – séu pappírsins virði. Búnaðurinn metur streitu í rödd manna og Zvi Marom, forstjóri BATM, segist ekki efast um gildi hans, röddin sé besta vísbendingin um hvað fólk hugsar. Forráðamenn BATM segjast hafa prufukeyrt búnað sinn á trygginga- fyrirtæki og þar á bæ hafi menn staðfest, að lygamælirinn greindi í 90% tilfella rétt. „Við prófuðum þetta líka með ummælum [Bills] Clintons [fyrrv. Bandaríkjaforseta] um samband hans við Monicu Lew- insky,“ segir Marom. „Þegar hann segir, „Ég átti ekki í kynferð- issambandi við Monicu Lewinsky“ fór nálin í lygamælinum af stað svo um munaði.“ Lygamælir á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.