Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 15
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
MIKIÐ mannfall varð þegar Bandaríkjaher gerði
loftárásir á fylgsni íslamista og meintra hryðju-
verkamanna al-Qaeda í Sómalíu í fyrrinótt. Mark-
miðið með árásunum var að fella menn sem grun-
aðir eru um sprengjuárásir á sendiráð
Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu árið 1998
þegar 224 biðu bana og þúsundir manna særðust.
AC-130 árásarflugvél réðst á að minnsta kosti
tvö þorp í sunnanverðri Sómalíu. Bráðabirgðafor-
seti landsins, Abdullahi Yusuf Ahmed, varði loft-
árásirnar og sagði að Bandaríkjaher hefði rétt til
að ráðast á hryðjuverkamenn al-Qaeda. „Menn-
irnir sem gerðu árásirnar á sendiráð Bandaríkj-
anna í Kenýa og Tansaníu voru þarna, þannig að
þetta var rétti tíminn til að gera slíkar loftárásir,“
sagði Ahmed.
„Margir biðu bana og ég tel að hryðjuverka-
mennirnir hafi verið felldir,“ sagði upplýsingaráð-
herra sómölsku bráðabirgðastjórnarinnar.
Sjónarvottar sögðu að minnst nítján óbreyttir
borgarar, þeirra á meðal börn, hefðu látið lífið í
loftárásunum.
Bandarískir embættismenn hafa sagt að þrír
menn, sem grunaðir eru um hryðjuverkin, hafi
verið í felum á meðal sómalskra íslamista. Einn
þeirra, Fazul Abdullah Mohamed, sem er frá
Kómoreyjum, hefur verið ákærður í Bandaríkj-
unum fyrir aðild að árásunum á sendiráðin og talið
er að hann sé leiðtogi al-Qaeda í Austur-Afríku.
Hermt er að Mohamed og félagar hans hafi ver-
ið í Mogadishu þar til eþíópískir hermenn hröktu
íslamista á flótta úr borginni 28. desember.
Bandaríska sjónvarpið CBS sagði að ómönnuð
njósnaloftför Bandaríkjahers hefðu fylgst með
ferðum mannanna.
Er þetta í fyrsta skipti sem Bandaríkjaher gríp-
ur til ódulinna hernaðaraðgerða í Sómalíu frá
hernaðaríhlutuninni þar á árunum 1992–94.
Bandarískir hermenn aðstoðuðu sómalska stríðs-
herra í leynilegum hernaði á liðnu ári þegar þeir
reyndu að fella meinta hryðjuverkamenn og
hindra að íslamistar næðu Mogadishu á sitt vald.
Mikið mannfall í árásum
Bandaríkjahers í Sómalíu
Reuters
Styður hernaðinn Abdullahi Yusuf Ahmed, for-
seti Sómalíu (t.h.), varði árásir Bandaríkjahers.
Ráðist á meinta hryðju-
verkamenn al-Qaeda
Peking. AFP. | Kínversk stjórnvöld
segja að alþjóðlegir íslamskir hryðju-
verkamenn séu farnir að hreiðra um
sig í Norðvestur-Kína en yfirlýsing
þessi kemur í kjölfar þess að lögregl-
an í Xinjiang drap átján meinta
hryðjuverkamenn í fyrradag.
Kínverjar segja að mannfallið hafi
orðið er lögreglan réðst á æfingabúðir
hryðjuverkamanna í Pamir-fjallahér-
uðunum, nálægt landamærum Kína
að Pakistan og Afganistan. Segja
Kínverjar að hryðjuverkamennirnir
tilheyri Samtökum Íslams í Austur-
Túrkestan, en njóti liðsinnis hryðju-
verkanets Osama bin Ladens.
Talsmenn Heimssambands Uig-
hur-fólksins, sem er fjölmennasta
þjóðarbrotið í Xinjiang, segja hins
vegar að setja þurfi spurningarmerki
við frásögn Kínverja. Þeir hafi lengi
ofsótt Uighur-fólk.
Forseti Heimssambandsins, Re-
biya Kadeer, sem býr nú í Bandaríkj-
unum, var tilnefnd til friðarverðlauna
Nóbels í fyrra en Kínverjar saka hana
nú um að vilja grafa undan stjórn
Kína með hryðjuverkum. Kadeer var
meðal ríkustu kvenna í Xinjiang en
var síðan fangelsuð, 1999–2005, fyrir
stuðning við sjálfstæði Uighur-manna
í A-Túrkestan í Xinjiang. Kínverjar
slepptu henni eftir að hafa sætt þrýst-
ingi á alþjóðavettvangi.
Spenna í
Xinjiang
Kína sakar Uighur-
menn um hryðjuverk
HÆGRIÖFGA-
MENN á þingi
Evrópusam-
bandsins ætla að
sameina kraftana
í næstu viku og
mynda eigin hóp,
að sögn vefsíðu
breska ríkisút-
varpsins, BBC.
Sameining gefur
þingmönnunum betri færi á valda-
stöðum í þinginu en einnig fjárveit-
ingum.
Þingmenn geta aðeins myndað
slíkt bandalag ef um er að ræða
minnst 19 manns frá fimm aðildar-
ríkjum. Það takmark náðist um ára-
mótin þegar Rúmenía og Búlgaría
fengu aðild að ESB, umskipti sem
hægriöfgamenn í þessum tveimur
ríkjum börðust reyndar gegn.
Fimm liðsmenn Stór-Rúmeníu-
flokksins taka sæti á þinginu en hann
er þekktur fyrir andúð á gyðingum
og sígaunum. Líklegt er talið að
Bruno Gollnisch, úr Þjóðfylkingu
Jean-Marie Le Pens í Frakklandi,
verði leiðtogi þingmannahópsins.
Hægri-
öfgamenn
sameinast
Bruno Gollnisch
YFIRVÖLD skattamála í Svíþjóð
hafa lagt fram ýmsar tillögur sem
miða að því að minnka undanskot og
annað svindl, meðal annars að öll
laun sem unglingar undir sextán ára
aldri fá, skuli vera skattfrjáls.
Að auki verður reynt að leiðbeina
fólki til að koma í veg fyrir mistök í
tengslum við skattaskýrslur. Á vef-
síðu Dagens Nyheter er haft eftir
talsmanni skattayfirvalda, Håkon
Malmer, að stefnt sé að því að ein-
faldara verði fyrir fyrirtæki að ráða
fólk í vinnu. „Annað markmið er að
það verði erfiðara að svindla með
skatta og greiðslur,“ sagði Malmer.
Tillögurnar verða til umræðu á
næstunni en síðan munu stjórnvöld
taka afstöðu til þeirra.
Unglingar
skattfrjálsir?
♦♦♦
UNGIR félagar SPÖ, flokks jafnaðarmanna í Austurríki, efndu í gær til
mótmæla við þinghúsið í Vín þegar sáttmáli nýrrar samsteypustjórnar var
kynntur. Jafnaðarmenn voru sigurvegarar kosninganna í október, fengu
ívið meira fylgi en íhaldsmennirnir í Þjóðarflokknum. Ungliðunum finnst
sem jafnaðarmenn hafi gefið allt of mikið eftir í samningunum við íhalds-
menn þótt nýi kanslarinn, Alfred Gusenbauer, komi úr röðum jafn-
aðarmanna. Fráfarandi kanslari, íhaldsmaðurinn Wolfgang Schüssel, verð-
ur ekki ráðherra en tekur við embætti þingflokksformanns. Flokksbróðir
hans, Karl-Heinz Grasser, sem var fjármálaráðherra, hættir í stjórn-
málum.
Reuters
Ósáttir ungliðar
Frönskunámskeið
hefjast 15. janúar
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík,
fax 562 3820.
Veffang: www.af.is
Netfang: alliance@af.is
Innritun í síma
552 3870
8.-13. janúar
F l o k k u r Innlausnartímabil
Innlausnarverð*
á kr. 10.000,-
1989 2. fl. A 10 ár 15.1.2007 til 14.1.2008 46.223kr.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.*
Reykjavík, 10. janúar 2007
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Lánasýslu ríkisins að Borgartúni 21, 2. hæð,
hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 og í bönkum og sparisjóðum um land allt.