Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 17 AKUREYRI Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FRÁVEITA Hafnarfjarðar vinnur nú að smíði dælu- og hreinsistöðv- ar í Hraunsvík, milli álvers Alcan og golfvallarins á Hvaleyrarholti. Stöðin og útrás frá henni eru loka- áfangar í hreinsun strandlengju bæjarins. Stöðinni er ætlað að taka á móti því sem kallað er 64 þúsund per- sónueiningar af skólpi, þar af koma 47 þúsund frá dælustöð við Óseyrarbraut og 17 þúsund frá Áslandi og Völlum. Frá stöðinni mun liggja útrás sem nær um 2 km frá landi og niður á 20 metra dýpi. Áætlaður heildarkostnaður við dælu- og hreinsistöðina er 660 milljónir og útrásina 280 milljónir, samtals 940 milljónir. Heild- arkostnaður við framkvæmdina er tæpir tveir milljarðar með virð- isaukaskatti. Stefnt er að því að farið verði að dæla skólpi um út- rásina um mitt næsta ár, að sögn Kristjáns Stefánssonar, verkefn- isstjóra Fráveitunnar. Verktaki við byggingu dælu- og hreinsistöðvarinnar er Ístak. Að sögn Stefáns Sigurðssonar stað- arverkfræðings eru aðstæður mjög sérstakar á bygging- arstaðnum og hefur það seinkað framkvæmdinni. Grunnur stöðv- arinnar er í hrauninu þar sem Kaldáin rennur undir og flytur mikið vatn af Bláfjallasvæðinu og Reykjanesi til sjávar. Stefán sagði hraunið á byggingarstaðnum mjög gljúpt og vatnsþrýsting það mik- inn að gera hafi þurft sérstakar ráðstafanir. Frá grunninum er um 20 metra haft út í fjöru. Í grunn- stæðinu gætir allt að 3,5 metra munar flóðs og fjöru en vatns- flaumur árinnar er svo mikill að flóðvatnið er ferskt og flýtur ofan á söltum sjónum sem er þyngri en flóðvatnið. Stálþil var rekið niður hringinn í kringum grunninn til þéttingar. Ekki dugði að „grauta“, þ.e. dæla steypu í sprungur í berginu til að þétta það, því steyp- an hvarf jafnóðum. Á endanum var steypt 2,5 metra þykk plata, eða tappi, í grunnbotninum innan þilsins og fóru í það um 2.500 rúmmetrar af steypu. Stöðvarhúsið verður 630 fer- metrar að grunnfleti og á nokkr- um hæðum. Í húsinu verða m.a. þrær með hallandi veggjum og stöðin talsvert flókin smíð, að sögn Stefáns. Dælu- og hreinsi- stöð í Hraunsvík Tölvuteikning/Gunnar og Reynir sf. Útlit Svona mun suðurhlið nýju dælustöðvarinnar í Hraunsvík líta út. Morgunblaðið/ÞÖK Vatnsagi Gríðarmikill vatnsagi og gljúpt hraunið kröfðust sérstakra að- gerða við grunn stöðvarinnar sem er milli álvers Alcan og golfvallarins. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SIGRÚN Björk Jakobsdóttir var í gær ráðin bæjarstjóri á Akureyri, fyrst kvenna. Hún leysir af hólmi Kristján Þór Júlíusson, sem verður í efsta sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi við alþingiskosning- arnar í vor. Kristján situr þó áfram í bæjarstjórn og tekur við embætti forseta af Sigrúnu Björk. „Mér er efst í huga sú ábyrgð sem mér er falin og ég tek áskor- uninni; ég er afar stolt, full til- hlökkunar og gleði, og ég hlakka til að byrja að vinna,“ sagði Sigrún í spjalli við Morgunblaðið eftir að bæjarstjórnarfundi lauk í gær. Sig- rún sagði það ennþá frétt að kona væri ráðin í starf sem þetta, þó að vonandi þætti það ekki mikil frétt í framtíðinni, en ráðning sín væri vissulega mikilvægt skref fyrir konur. Sigrún var kjörin bæjarstjóri með átta atkvæðum en þrír bæj- arfulltrúar sátu hjá. Hún gegnir starfi bæjarstjóra þar til í júní 2009, en fulltrúi Samfylking- arinnar gegnir stöðu bæjarstjóra síðasta ár kjörtímabilsins. Meiri- hlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eiga samtals sjö fulltrúa í bæjarstjórn en Oddur Helgi Halldórsson, fulltrúi L- listans, lýsti á fundinum í gær yfir ánægju með að Sigrún Björk yrði ráðin í starfið; hann sagðist ekki muna hver hefðin væri í þessum efnum en það skipti sig engu máli, hann hefði ákveðið að kjósa Sig- rúnu. Nýráðinn bæjarstjóri er sá tíundi í sögu Akureyrarkaupstaðar, og fyrsta konan sem fyrr segir. Sig- rún Björk hefur átt sæti í bæj- arstjórn Akureyrar síðan eftir kosningarnar 2002 og varð forseti bæjarstjórnar sl. vor í stað Þóru Ákadóttur, sem gaf ekki kost á sér í kosningunum þá. Sigrún Björk Jakobsdóttir fædd- ist 23. maí 1966. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og útskrifaðist úr IHTTI-hótelstjórn- unarskólanum í Sviss árið 1990. Einnig hefur hún lokið námi í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri og stjórnunarnámi á veg- um Símenntunar HA. Sigrún hefur starfað sem hótelstjóri á Hótel Austurlandi, í sölu- og markaðs- deild Hótels Íslands, verið hót- elstjóri á Hótel Norðurlandi, deild- arstjóri hjá Úrvali-Útsýn, verkefnastjóri hjá Mennta- smiðjunni á Akureyri og verk- efnastjóri hjá Price Waterhouse Coopers. Hún er gift Jóni Björns- syni og þau eiga tvö börn. Sigrún sest fyrst kvenna í stól bæjarstjóra á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tímamót Sigrún Björk og Kristján Þór skruppu á skrifstofu bæjarstóra eftir fundinn og Sigrún mátaði stólinn. Fulltrúi L-listans kaus Sigrúnu með meirihlutanum Í HNOTSKURN »Sigrún Björk Jakobsdóttirúr Sjálfstæðisflokki er nýr bæjarstjóri á Akureyri, sá tí- undi í röðinni og fyrsta kon- an. » Kristján Þór Júlíussonhættir sem bæjarstjóri eft- ir átta og hálft ár í starfi og tekur við embætti forseta bæj- arstjórnar af Sigrúnu Björk. Umdeildar breytingar á deiliskipulagi samþykktar ÓHÆTT er að segja að engin logn- molla hafi verið á síðasta fundi Krist- jáns Þórs Júlíussonar sem bæj- arstjóra á Akureyri í gær. Hart var tekist á um tillögu að breyttu deili- skipulagi lóðarinnar á milli íþrótta- hallarinnar og Sundlaugar Akureyr- ar og samþykkti meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tillögu skipulagsnefndar um breyt- ingu og þar með er ljóst að bæjaryf- irvöld geta heimilað byggingu heilsu- ræktarmiðstöðvar á hluta svæðisins. Fulltrúar Framsóknarflokks og VG gagnrýndu meirihlutann harka- lega í gær og sér í lagi framgöngu bæjarstjórans í málinu. Jóhannes Bjarnason, Framsóknarflokki, sak- aði Kristján Þór um að hafa farið á bak við framsóknarmenn, þáverandi samstarfsmenn í meirihlutanum, þegar hann gerði rammasamning við eiganda Vaxtarræktarinnar um væntanlega byggingu, rétt fyrir kosningar. Kristján Þór þvertók fyr- ir það. LÖGREGLAN á Akureyri og skóla- stjóri Síðuskóla hafa sent foreldrum barna í skólanum aðvörun þess efnis að svo virðist sem karlmaður reyni að lokka börn upp í bifreið til sín í hverfinu, en talið er víst að slíkt hafi verið reynt í tvígang nýlega. Málið er litið mjög alvarlegum augum og því var viðvörunarbréfið sent í vik- unni. Foreldrar eru hvattir til að ræða við börnin um að fara ekki upp í bifreið til ókunnugra, en gerist það eða hafi gerst er fólk beðið um að til- kynna það undantekningarlaust til lögreglunnar. Maður reynir að lokka börn upp í bíl sinn Útsalan hefst í dag Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.