Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 21

Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 21
Líkinguna við rauða oggræna pennann segirhann liggja beint við.Hver man ekki eftir rauðu villumerkingunum á stílum eða prófum sem komu frá kenn- aranum? „Það virðist vera sterkt í menningu Norðurlandaþjóða að benda á það sem miður fer í staðinn fyrir að byggja upp. Þetta kalla ég rauða og græna pennann og hvet fólk til að halda oftar á lofti þeim græna,“ segir Jørn. Jørn hefur sinnt fræðslustörfum alla sína starfsævi og hefur komið víða við eftir að hann lauk kennara- prófi fyrir meira en fjörtíu árum. Hann hefur byggt kenningar sínar um að fólk læri best þegar það upp- lifir og fær jákvæða uppörvun, á reynslu sinni af kennslu í Afríku og Asíu og á öllum stigum danska skólakerfisins. Það er ekki bara í skólakerfinu sem rauði penninn er ráðandi, held- ur almennt í samfélaginu, að mati Jørns. Pennalíkinguna má heimfæra á almenna lífssýn, manneskjusýn, foreldrahlutverkið og samskipti á öllum stigum. „Hvernig setja fjöl- miðlar veruleikann fram? Ég horfði á veðurfréttir um daginn, nýkominn heim úr hitanum í Afríku og langaði virkilega í rigningu og rok. Þulurinn var afar neikvæður og gaf áhorf- endum til kynna að rigningin og rokið sem var á leiðinni væri ekki æskilegt. En það var það fyrir mig og örugglega hafa einhverjir fleiri viljað taka úrkomunni fagnandi en ekki með fyrirfram gefnu gild- ismati,“ segir Jørn sem finnst of mikið af neikvæðum fréttum í fjöl- miðlum. Græni penninn í barnauppeldinu Varðandi foreldrahlutverkið segir Jørn að barnauppeldi sé stöðugt verkefni. Þar fari betur á því að græni penninn sé ráðandi, að for- eldrar bendi á það sem börnin gera vel og ýti þar með undir slíka hegð- un í staðinn fyrir að leita að hinu neikvæða og hamra á því með rauða pennanum. „Allir foreldrar geta orðið góðir foreldrar. Gagnrýni þarf að vera uppbyggjandi og rauði penninn þarf að falla í skuggann af græna pennanum.“ Jørn segir ennfremur að börn hafi þörf fyrir að finna að þau hafi þýð- ingu. Innantómt hrós skili ekki sama árangri. „Þess vegna er gam- an að hrósa börnum með því að Með græna pennann á lofti Ljósmynd/ Steingerður Ólafsdóttir Góð ráð „Allir foreldrar geta orðið góðir foreldrar. Gagnrýni þarf að vera uppbyggjandi og rauði penninn þarf að falla í skuggann af græna pennanum.“, segir Jørn Eskildsen, sem hvetur fólk til að gefa börnum sínum meiri tíma. Jørn Eskildsen hefur já- kvæða sýn á lífið og með líkingamáli hans sjálfs má segja að hann haldi á lofti græna pennanum í staðinn fyrir þann rauða. Steingerður Ólafsdóttir spjallaði við þennan lífs- glaða hálfsjötuga Dana. menntun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 21 Er miki› álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmis- kerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hitablásarar Hinir einu sönnu hitablásarar Associated Press Fíkn Þegar hætta á að reykja er tekist á við vana og líkamlegan ávana. alfarið að reykja á heimilinu eða í bílnum. Með því að takmarka svæðin sem þú mátt reykja á, munu reyking- arnar minnka og það verður þau auð- veldara fyrir þig að hætta. Þú ættir líka að þiggja allan þann stuðning sem þú getur fengið. Þú getur hringt í reyksímann 800 6030 og fengið þar ráðgjöf, stuðn- ing og eftirfylgd. Þú getur líka skráð þig á námskeið eða haft samband við þinn lækni eða hjúkrunarfræðing. Þú getur farið á netið og skoðað fræðslu- efni eða lesið góða fræðslubæklinga. Þiggðu líka stuðning frá þínum nán- ustu. Þú þarft líka að vita af því að það eru til hjálparlyf, s.s. nikótínlyf eða önnur lyf. Þú verður sjálf/sjálfur að gera upp við þig hvort þú vilt nota Það er lífsstílsbreyting að hættaað reykja og stór ákvörðun aðtaka stjórnina í sínar hendur. Gerðu þér grein fyrir að þetta er að miklu leyti spurning umhugarfar. Þú verður að byggja upp það hugarfar með sjálfum/sjálfri þér að þér muni takast þetta. Stappaðu í þig stálinu og segðu við sjálfa/n þig: Ég veit að ég get þetta. Því það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er trúin á eigin getu. Ef þú hefur reynt áður að hætta en ekki tekist, þarftu að líta á þá reynslu á jákvæðan hátt. Hvern- ig get ég lært af henni? Hvað get ég gert öðruvísi núna? Gerðu þér grein fyrir af hverju þig langar að hætta að reykja. Skrifaðu ástæðurnar niður á blað og hengdu blaðið upp á áberandi stað, þér til áminningar. Þetta hjálp- ar þér að halda þér við efnið. Að dreifa huganum Þegar fólk hættir að reykja eða nota tóbak er það að takast á við tvennt, annars vegar vanann og hins vegar líkamlegan ávana. Hugurinn tengir ákveðnar athafnir eða aðstæð- ur við reykingar og þessar tengingar þarf að rjúfa. Og það getur þú gert, ef þú ert meðvitaður/meðvituð um það. Ákveddu daginn sem þú ætlar að hætta. Eftir þann dag eru reykingar ekki hluti af lífi þínu. Undirbúðu þig vel, æfðu þig í að vera reyklaus. Í hvert skipti sem þú ætlar að fá þér sígarettu eða tóbak, prófaðu að gera eitthvað annað, t.d. fáðu þér vatns- glas eða sykurlaust tyggjó, hafðu eitthvað fyrir stafni, farðu út að labba, í heita sturtu eða bara eitthvað sem dreifir huganum í bili. Finndu hvað virkar fyrir þig. Búðu til reyklaus svæði, t.d. hættu slík lyf eða ekki. Þú verður að hafa samband við lækninn þinn ef þú hef- ur hug á að nota nikótínlausu lyfin en upplýsingar um nikótínlyf getur þú fengið í apótekinu eða hjá reyk- símanum. Fráhvarfseinkennin Það er einstaklingsbundið hvort fólk finni fyrir fráhvarfseinkennum. Gott er að þekkja einföld ráð við þeim, s.s. hreyfingu, sem eykur brennslu og örvar þarmahreyfingar, vinnur á streitu og bætir svefn. Mundu eftir að drekka vel af vatni og borða reglulega, hollan og góðan mat. Mundu bara að þetta mun allt ganga yfir. Það er staðreynd. Líkaminn þarf bara að venjast tóbaksleysinu. Þú gætir t.d. hugsað um þetta eins og slæma flensu sem gengur yfir. Ég ætla að hætta að leyfa tóbakinu að stjórna lífi mínu hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þú vilt fá frekari stuðning og ráðgjöf þá er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa hjá reyksímanum – 8006030 Guðrún Árný Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi reyk- símans Ráðgjöf í reykbindindi. segja þeim hvaða þýðingu það hefur fyrir mann sjálfan þegar þau gera eitt- hvað vel. Eins og til dæmis: „Mikið er gaman að heyra þig spila á píanó- ið, ég kemst í gott skap.““ Aðspurður segir Jørn að tíma- skortur sé að hans mati ástæðan fyrir því að rauði penninn er svo áberandi í samskiptum. Foreldrar reyni hugsanlega að bæta fyrir lít- inn tíma með börnunum með því að benda á eitthvað sem betur megi fara til að finnast þeir sinna for- eldrahlutverkinu og gera eitthvað gagn. „Mitt ráð er að reyna að hlusta á börnin á þeirra forsendum og gefa okkur tíma. Við sendum ákveðin skilaboð þegar við tökum til dæmis tölvuna fram fyrir börnin: „Ekki trufla mig, það sem ég er að gera núna er mikilvægara en þú.““ Að gefa sér tíma segir Jørn mik- ilvægt í öllum samskiptum. „Það stoðar ekki að verða vonsvikin yfir því að ná ekki að gera allt. Við þurf- um til dæmis að gefa kurteisisfrasa eins og „Hvernig hefurðu það“ merkingu og tíma og svara: „Gott þú spurðir, eigum við að fá okkur kaffi?“ Þetta er hluti af þeirri lífssýn sem líkja má við græna pennann en lífssýn rauða pennans er þá sú sem einkennist af því að vera önnum kaf- inn og að flýta sér. Að mati Jørns getur lífssýn græna pennans hjá einstaklingum skapað heildaráhrif hjá hópnum sterkari en samanlögð áhrif hinna einstöku þátta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.