Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 23

Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 23 er því n gjald- vöruverð- m við um g yfir annars kki stór- nir, heldur m borgar na krón- talað m en það t og mér da fólki m mál- i skref lveg nýj- ðað við að vinna il viðmið- inni,“ seg- strikar ð fyrirætl- - vælaverðs með lækkun virð- isaukaskatts og vörugjalda takist vel til og allir taki á eðlilegan hátt þátt í því. Það er mikilvægt að allir hafi metnað til að það gangi eftir. Þá eig- um við að rétta okkar hlut umtals- vert,“ segir Árni. Spurður hvort þessi samanburður sýni að ganga þurfi enn lengra í að- gerðum til lækkunar matvælaverðs segir Árni að vissulega væri ástæða til að ganga lengra. „En við verðum að taka eitt skref í einu. Það hefur komið mér svolítið á óvart hvað bæði innlendar og erlendar greining- ardeildir virðast hafa lítinn skilning á því hversu mikilvægt það er fyrir okkur að lækka matvælaverðið og hafa frekar litið það neikvæðum augum. Ég tel að lækkun mat- vælaverðs muni bæta samkeppn- isstöðu þjóðarinnar og styrkja efna- hagslífið frekar, jafnvel þótt við séum að upplifa endann á verð- bólguskotinu frá í fyrravetur. Þess vegna ætti þessi aðgerð að vera vel tímasett en við sjáum að það horfa ekki allir á það sömu augum. Þess vegna verðum við að stíga varlega þessi skref. Vissulega gefur þetta tilefni til þess að íhuga frekari skref en það verður að taka þau í sam- hengi við það umhverfi sem við lifum í og þau viðbrögð sem við getum bú- ist við,“ segir fjármálaráðherra. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, minnir á að búið sé að marka stefnuna um lækkun virðisaukaskatts og tolla. Menn hljóti að vænta þess að þær aðgerðir muni hafa einhver áhrif á matvælaverðið. „Við verðum auðvit- að að vona að árangur náist en það er mikilvægt að samtök neytenda og ASÍ fylgist með vöruverðinu eins og það er núna og að út úr þessu komi það sem menn eru að stefna að, þ.e. að ná niður matarverðinu,“ segir hann. Guðjón Arnar segir að það verði svo að koma í ljós hver árang- ur þessara aðgerða verður áður en næstu skref verði tekin. Ljóst sé að óbreytt ástand sé með öllu óvið- unandi til framtíðar litið. „Hinu er ekki að leyna að það er fleira dýrt hér á landi en maturinn. Bankarnir eru með tvöfalt hærri vexti en tíðk- ast í löndunum í kringum okkur. Það er mjög víða sem íslenskir neyt- endur bera ótrúlega háan kostnað miðað við nágrannalöndin. Þetta kemur m.a. fram í bensíni og olíu- verði og í tryggingagjöldum.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir tölur Eurostat birta kunnuglega mynd af því að mat- vælaverð sé hátt á Íslandi. Það eigi svo eftir að koma í ljós hvaða áhrif aðgerðirnar 1. mars muni hafa á þann mun sem er á matvöruverðinu. „Ég held að það sé engin deila um að það er mikilvægt markmið að ná þessu bili eitthvað saman. Hins veg- ar er ég þeirrar skoðunar að allar viðmiðanir við meðalverð [í Evr- ópulöndum] séu óraunhæfar, enda sjáum við t.d. að Danir eru langt fyr- ir ofan það,“ segir hann og bætir við að raunhæft markmið hljóti að vera að minnka verðmuninn sem er á milli Íslands og nágrannalanda á Norðurlöndum, sem búi við sam- bærileg launastig og lífskjör og Ís- lendingar. Við samanburð á mat- vælaverði þurfi einnig að hafa í huga gæði varanna. „Það hefur löngum verið sagt að það væri kannski ekk- ert við því að segja að það væri ein- hver verðmunur á milli Íslands og annarra landa, vegna smæðar mark- aðarins, fjarlægða og flutnings- kostnaðar o.fl.“ Steingrímur segir augljóst að það sé keppikefli að saxa á þann verð- mun sem sé á Íslandi og öðrum Norðurlandaþjóðum. „Það viljum við vinstri grænir gera en við viljum leita leiða til þess sem ekki kosta kollsteypur í íslenskum landbúnaði og matvælaiðnaði. Þ.a.l. höfum við ekki tekið undir hina popúlísku um- ræðu um að það sé hægt að leysa úr þessu með pennastrikum, með því að henda burt allri vernd sem land- búnaðurinn býr við og láta hann mæta óheftri samkeppni við nið- urgreidda og ríkisstyrkta fram- leiðslu í nágrannalöndunum.“ atarverð þurfi að lækka arna er um hlutfalls- gan samanburð á alger- ga ósambærilegum lönd- m að ræða,“ segir Jón gurðsson, viðskiptaráð- rra og formaður Fram- knarflokksins. „Ég þeirrar skoðunar að allar viðmiðanir við með- alverð [í Evrópulöndum] séu óraunhæfar, enda sjáum við t.d. að Danir eru langt fyrir ofan það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. „Það er mjög víða sem ís- lenskir neytendur bera ótrúlega háan kostnað miðað við nágrannalönd- in,“ sagði Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. , var verð ærra árið jöti í 15 var þetta í Noregi var árið 2005 74% hærra en í ESB. Til samanburðar má nefna að verð á mjólkurvörum á Íslandi hef- ur nánast ekkert breyst frá 2003 ef marka má tölur Eurostat. Eins og áður hefur komið fram er verðlag á Íslandi, í Noregi og Sviss hæst. Árið 2003 var verðlag í Noregi aðeins hærra en á Íslandi. Árið eftir var Ísland komið á topp- inn með hæsta verðlag í Evrópu. Sviss hefur öll árin verið með þriðja hæsta verðlag í Evrópu. Verðlag í Sviss hefur hins vegar lækkað ár frá ári undanfarin ár. Verðlag í Noregi hækkaði aftur á móti árið 2005 líkt og á Íslandi. Það var 51% hærra en í 15 ríkjum Evr- ópusambandsins árið 2005 en var 43% hærra árið 2004. Gengi norsku krónunnar hefur þarna áhrif líkt og gengi íslensku krónunnar á verðlag á Íslandi. Samanburður Eurostat á vöru- verði sýnir að Ísland er með dýr- asta brauð, mjólk, ávexti, græn- meti og föt í Evrópu. Kostnaður við hótel- og veitingaþjónustu, tóm- stundir og menningu er einnig hæstur á Íslandi. Verð á kjöti er mjög hátt á Íslandi, en það er þó hærra í Sviss. Íslendingar eiga einnig Norðurlandamet þegar kemur að verðlagningu á fiski. Fiskur er aðeins dýrari í Sviss en á Íslandi, en fiskur á Bretlandi er um 40% ódýrari en á Íslandi. Margar skýringar á háu verðlagi Í skýrslu hagstofustjóra eru settar fram nokkrar skýringar á því hvers vegna verðlag hér á landi er mun hærra en í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Lega landsins, óhagstætt loftslag og fjarlægð frá alþjóðlegum mörkuð- um valdi því að framleiðslukostn- aður sé hár, flutningskostnaður mikill og viðskiptakjör lakari en ella. Smæð markaðarins skýri að einhverju leyti hátt verðlag á Ís- landi. Hún valdi óhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og viðskiptum. Íslendingar njóti ekki stærðarhag- kvæmni í framleiðslu og viðskipt- um til jafns við nágrannaþjóðir okkar. Hagstofustjóri bendir einn- ig á að launastig á Íslandi sé til- tölulega hátt og kaupmáttur mikill. Laun séu verulegur hluti fram- leiðslukostnaðar og hækkun launa undanfarin ár þrýsti afurðaverði upp á við. Kaupmáttur skipti þó ekki minna máli í þessu samhengi þar sem alþjóðlegir framleiðendur hagi verðlagningu sinni með hlið- sjón af kaupmætti og tekjum í hverju landi. Hallgrímur segir einnig í skýrslu sinni að skattlagning matvæla geti ráðið miklu um endanlegt verð. Skattlagning matvæla hér á landi sé tiltölulega mikil í samanburði við mörg Evrópuríki. Í skýrslu norrænna samkeppn- iseftirlitsstofnana um matvöru- markaðinn, sem birt var 2005, seg- ir að innflutningshömlur á landbúnaðarvörum í Noregi og á Íslandi „virðist vera meginástæða þess að verðlag á matvörum í þess- um tveimur löndum er mun hærra en á hinum Norðurlöndunum og í öðrum löndum Evrópu“. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands gerði um matvælaverð er einnig dregin sú ályktun að hægt sé að lækka verðið töluvert með því að afnema tolla á landbúnaðarvör- um. Hagstofustjóri komst einnig að sömu niðurstöðu í skýrslu sinni og segir að „ábatinn við að aflétta inn- flutningsvernd gæti orðið ein mesta kjarabót sem heimilum hér á landi gæti áskotnast á næstu ár- um“. r verri útkomu  "%+ 1 "$$  "(  "%&  "*    @" (*     "## "## "## "## "## "## "## "## "## "## "## "## "##                "$# "%$ "$" """ && "'& "(' ""* "#& """ "%# "'& "%+  ")" ")% "*% "'( "%# "$& "() '%" '') "'' "#( "$+ ")#  ""' ""& "#+ "## "#) ""% ""( "%$ "#$ ""# ""# ""% ""&  !"#$ ""( ""% "#* && "#' "$$ "$% "%( &+ ""$ "'" ""( "'$ 4)0 "%# "$% "&( "$( "'# "$" "#+ "#" &' ""$ "(' ""& "'" )** "## +) "#+ &$ "#% &* ""' "%% "*& +& *& "#" "") &0 ,&0,,!"#*&, , #+,-)$,11   @" (*   egol@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni AÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar til lækkunar á matvælaverði, sem koma til framkvæmda frá og með 1. mars, eru að mati stjórnvalda taldar geta leitt til lækkunar á matvælalið vísitölu neysluverðs um alls 14 til 16% þegar allt er talið og er þá verð- lækkun á veitingastöðum meðtalin. Aðgerðirnar eru margþættar og fela meðal annars í sér lækkun virð- isaukaskatts á matvæli úr 14% í 7% og niðurfellingu vörugjalda af mat- vælum. Í svari forsætisráðherra til tals- manns neytenda um áhrif aðgerð- anna til lækkunar matvælaverðs 22. desember sl. kemur fram að þessar aðgerðir eru taldar geta leitt til rúm- lega 10% lækkunar á matvælaverði. „Þá er gert ráð fyrir allt að 40% lækkun tolla af innfluttum kjötvör- um auk þess sem fyrir liggur ákvörðun Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um raunlækkun á heildsöluverði mjólkurafurða sem verði náð með óbreyttu verði út næsta ár. Að teknu tilliti til þessara þátta má ætla að áhrif aðgerðanna til lækkunar á matvælaverði geti legið á bilinu 12–13%. Til viðbótar mun virðisaukaskattur af veitinga- þjónustu lækka úr 24,5% í 7%. Að öllu samanlögðu má ætla að þessar aðgerðir geti leitt til 14–16% lækk- unar á matvælalið vísitölu neyslu- verðs að viðbættri veitingaþjón- ustu,“ segir í bréfinu. Samkvæmt upplýsingum forsæt- isráðuneytisins eru heildaráhrif þessara lækkana ennfremur metin til rúmlega 2% lækkunar á vísitölu neysluverðs þegar þau eru að fullu komin fram. Auk þess muni lækkun virðisaukaskatts á annarri vöru og þjónustu úr 14% í 7% geta leitt til um 0,3% lækkunar vísitölu neyslu- verðs þannig að samanlögð lækkun vísitölunnar gæti numið rúmlega 2,5% þegar upp er staðið. „Mikilvægt er að hafa í huga að verðlagning á matvælum er að veru- legu leyti frjáls og endanleg niður- staða hvað varðar áhrif þessara að- gerða til lækkunar vöruverðs fer eftir aðstæðum á markaði hverju sinni. Verðlagseftirlit almennings er því mjög mikilvægt til að tryggja framgang þeirra kjarabóta fyrir heimilin sem felast í framangreind- um aðgerðum. Miklu skiptir að ekki verði hækkanir á almennu matvöru- verði á næstu mánuðum þangað til þessar aðgerðir koma til fram- kvæmda. Viðskiptaráðherra hefur af þessu tilefni mælst til þess við Neytendastofu og verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands að fylgjast mjög náið með verðlagi í smásölu- verslunum á næstu mánuðum. Sömuleiðis hefur viðskiptaráðherra mælst til þess við Samkeppniseftir- litið að það fylgist vel með þróun samkeppnisaðstæðna á smásölu- markaði með matvöru. Gert er ráð fyrir reglubundnu samráði þessara aðila og stjórnvalda á næstu mán- uðum,“ segir þar. Telja að smásöluverð gæti lækkað um 9 til 10% Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtök atvinnulífsins hafa talið að áhrif þessara lagabreytinga á smásöluverð verði á bilinu 9 til 10% ef miðað sé við skýrslu nefndarinnar um matvælaverð sem kom út á sein- asta ári. Í umfjöllun SVÞ um að- gerðirnar kemur fram að áhrif lækkunar virðisaukaskattsins komi strax fram en vörugjald muni lækka eftir því sem vörubirgðir seljast upp og nýjar koma í verslanir. Þetta geti tekið a.m.k. sex til átta vikur. Áhrif- in á mjólkurverð í lágvöruverðs- verslunum séu ekki ljós, enda sé mjólk seld þar um eða undir inn- kaupsverði. Óvarlegt sé að meta áhrif verðbreytinganna 1. mars fyrr en rétt fyrir þá dagsetningu því þeg- ar sé ljóst að innkaupsverð vara sé að hækka og tilkynningar um hækk- anir séu væntanlegar fram til þess tíma. Því sé mjög mikilvægt til að réttmæt mæling sé gerð til að meta verðlagið í lok febrúar og síðan aftur í mars og apríl. Fram kom í mati hagdeildar ASÍ á tillögunum þegar ríkisstjórnin lagði þær fram, að tollalækkanirnar leiddu til a.m.k. 2–3% lækkunar á matvælaverði, niðurfelling vöru- gjalda sömuleiðis til 23% lækkunar og breytingar á virðisaukaskatti til 8–9% lækkunar. Samtals mætti áætla að aðgerðirnar leiddu til 12– 15% lækkunar á matvælaverði og færðu vísitölu matvælaverðs á sam- bærilegt stig og í Danmörku. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur fjöldi fram- leiðslu- og innflutningsfyrirtækja tilkynnt verðhækkanir nú í byrjun ársins og svo virðist sem birgjar séu almennt að hækka verð um 3–5%. Talið að heildar- lækkun gæti orðið 14–16% Áhersla lögð á stíft eftirlit með verð- lagi og samkeppni á smásölumarkaði SAMKOMULAG hefur tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evr- ópusambandsins um breytingar á tollum á landbúnaðarvörum. Beðið er eftir staðfestingu frá ESB um að sambandið staðfesti það sam- komulag sem liggur á borðinu. Ríkisstjórnin kynnti í október tillögur um lækkun á mat- vælaverði, m.a. um allt að 40% lækkun á tollum á kjötvörum frá og með 1. mars 2007. „Samhliða þessu verður áfram unnið að frek- ari gagnkvæmum tollalækkunum og bættum markaðsaðgangi gagn- vart helstu viðskiptasamningum Íslands í milliríkjasamningum sem tryggja jafnframt útflutn- ingshagsmuni íslensks atvinnu- lífs.“ Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra sagði að í framhald- inu hefði verið haldinn fundur með fulltrúum framkvæmda- stjórnar ESB þar sem m.a. hefði verið rætt um tvíhliðasamning ESB og Íslands um viðskipti með landbún- aðarvörur. Samningurinn átti að taka gildi um ára- mót, en ákveðið hefði verið að fresta gildistök- unni til 1. mars. „Það er sum sé verið að reyna að freista þess að ná samkomulagi fyrir 1. mars um frekari lækkun á tollum og bætt- an markaðsaðgang. Það kom fram á þessum fundi vilji til að gera viðbætur á samkomulaginu. Báðir aðilar lögðu fram tillögur þar að lútandi. Á fundinum náðist bráða- birgðasamkomulag sem verður lagt fyrir aðildarríki ESB um miðjan janúar.“ Valgerður sagðist ekki geta tjáð sig um samkomulagið efnislega á þessu stigi. Viðræður við ESB um lækkun tolla Valgerður Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.