Morgunblaðið - 10.01.2007, Side 25

Morgunblaðið - 10.01.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 25 AFMÆLI Fróðlegt er að lesa frásagnir Bjarna Benediktssonar, þá utan- ríkisráðherra, af fundum með Bandaríkjamönnum og fleiri á ár- unum 1948–50. Þær birtir sonur hans, Björn Bjarnason, í Morg- unblaðsgrein á laugardaginn, og einnig ummæli hershöfðingjanna Elys og Bradleys á fundum með Íslendingum. Undarlegt má þó telja að Björn getur þess hvergi hvar þessar merku heimildir er að finna. Hér virðist vera um að ræða minn- isblöð eða einskonar fundargerðir utanríkisráðherra í íslensku rík- isstjórninni um fundi með ráða- mönnum í Bandaríkjunum og Nató. Slík minnisblöð eru sam- kvæmt eðli máls hluti af skjala- safni ráðuneytisins og væru nú komin á Þjóðskjalasafn. Þar sem meira en þrjátíu ár eru liðin frá til- urð skjalanna er almenningi heim- ill aðgangur að þeim samkvæmt 8. grein upplýsingalaga. Lausleg athugun bendir þó til þess að heimildir þessar sé ekki að finna á Þjóðskjalasafninu. Hugsanlegt er að Björn vitni í einhverskonar einkaskjöl föður síns. Væri þá væntanlega um að ræða afrit af skjölum sem frumrit þeirra eru í opinberri vörslu, en enn ekki komin á Þjóðminjasafn- ið. Ekki verður því trúað að óreyndu að opinber skjöl úr ráð- herradómi Bjarna Benedikts- sonar – sem var utanríkisráðherra 1947–53, dómsmálaráðherra 1947–56 og 1959–63, mennta- málaráðherra 1949–50 og 1953– 56, heilbrigðisráðherra 1959–63, iðnaðarmálaráðherra 1959–63 og forsætisráðherra 1963–1970 – sé eingöngu að finna á heimili sonar hans í Háuhlíðinni. Þetta þarf Björn Bjarnason vinsamlegast að skýra fyrir okk- ur. Mörður Árnason Einkagögn eða opinber skjöl? Höfundur er alþingismaður. Í ÖLLUM áætlunum nýs meiri- hluta í borginni er stefnt að því að bæta hag fjölskyldna og barna í borginni. Börn sem njóta þjónustu dag- foreldra fá nú 1. jan- úar auknar nið- urgreiðslur frá borginni, annars veg- ar til þess að lækka álögur á foreldra sem einsýnt var að myndu hækka að óbreyttu á nýju ári og hins veg- ar til að tryggja þjón- ustu dagforeldra sem er lykilþáttur í lífi og starfi barnafjöl- skyldna. Greiðslur með börnum náms- manna og einstæðra foreldra hækka mikið. Dagforeldrakerfið er afar farsælt og mikilvægt og á áfram að vera skýr valkostur fyrir foreldra með ung börn. Því þarf að styrkja þennan valkost á sam- bærilegan máta og aðra valkosti sem foreldrar geta valið á milli. Það þarf að tryggja þjónustuna og gjöld foreldra þurfa að vera sam- bærileg á milli ólíkra valkosta dagvistunar. Nýr meirihluti mun áfram leita leiða til þess að tryggja valkosti fyrir foreldra yngstu barnanna í Reykjavík. Samfylkingin gleymir skjótt Samfylkingin í borgarstjórn er fljót að gleyma eins og sést á grein Oddnýjar Sturludóttur í Morg- unblaðinu sl. mánu- dag. Hún er sér- staklega fljót að gleyma þeirri þróun sem átti sér stað og endurspeglaðist í því ástandi sem hér ríkti í dagvistarmálum ungra barna í borginni síðastliðin ár, en dagfor- eldrum hefur fækkað um 40% frá árinu 2000. Í verstu tilfellunum þurftu foreldrar að hætta í starfi eða taka launalaust leyfi til að sinna börnum sínum vegna smán- arlegs framlags borgarinnar til dagforeldrakerfisins. Kerfið er af- ar gott enda eru yfir 90% foreldra mjög ánægðir með þjónustu dag- foreldra. Samfylkingin er líka bú- in að gleyma því að fyrir réttu ári samþykkti hún, í samstarfi við Framsóknarflokkinn og Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð, skilyrðislaust rúmlega 30% aukn- ingu til dagforeldra. Í málefnaá- herslum Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar komu heldur ekki fram neinar hugmyndir að breyttri þjónustu dagforeldra eða stofnanavæðingu þeirra. Hækkun fyrrverandi meirihluta var án allra skilyrða af hendi borg- arinnar, nákvæmlega eins og Samfylkingin gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir. Það er greinilega þægilegt að vera í minnihluta og leyfa sér að kannast ekki við eigin fortíð. Samt var um að ræða sögu- lega hækkun, því árið 2005 var ástandið orðið þannig að börn hjóna fengu niðurgreiðslu frá borginni að upphæð einungis 13.000 kr. á mánuði fyrir 8 tíma vistun! Eftir aukningu borg- arstjórnar til málaflokksins nú 1. janúar 2007 fá hjón 32.000 kr. fyr- ir 8 tíma vistun og einstæðir for- eldrar tæp 50.000 kr. fyrir 8 tíma vistun. Of snemmt er að meta hvernig þessi aukning skiptist á milli foreldra og dagforeldra en þar sem dagforeldrar eru sjálf- stætt starfandi er þeim óheimilt með lögum að samræma gjaldskrá sína. Þó er ljóst að foreldrar fá ekki hækkun á gjöldum hjá dag- foreldrum og Félag dagforeldra hefur gefið skýr tilmæli til dagfor- eldra að lækka gjöld á foreldra að einhverju marki. Leikskólagjöldin í Reykjavík lægst allra Í dag greiða foreldrar í Reykja- vík lægstu gjöldin á landinu og langlægstu gjöldin greiða foreldar sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla. Sérstaklega hefur verið komið til móts við einstæða for- eldra og barnmargar fjölskyldur. Sem dæmi má nefna að foreldrar með tvö börn í leikskóla greiða nú rúmlega 20.000 kr. lægri upphæð á mánuði eða sem nemur 220.000 kr. á ársgrundvelli í leik- skólagjöld, þrátt fyrir verðlags- breytingar. Þetta hefur allt gerst á 6 mánuðum og áfram mun nýr meirihluti framkvæma gefin loforð og gott betur. Börn í fararbroddi í Reykjavík Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir svarar grein Oddnýjar Sturludóttur »Dagforeldrakerfið er afar farsælt og mikilvægt og á áfram að vera skýr valkostur fyrir foreldra með ung börn. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Hannes Blöndal prófessor á sama af- mælisdag og amma mín, en hún var fædd 1874. Sama ár fæddist Arnold Schönberg, en þau hittust aldrei. Þar eð amma kvaddi jarð- heima 1938 voru sam- skipti mín við hana lít- il. Mun ég því segja stuttlega frá kynnum mínum af Hannesi Blöndal prófessor í staðinn. Sumarið áður en ég fór í læknadeild, vann ég með fölln- um manni úr deildinni. Þetta var í Kísiliðjunni sumarið 1978. Hinum fallna tókst að vísu að endurreisa sig og situr hann nú við spegil eins og stjúpa Mjallhvítar. En hann var af ætt alþingismanna og því hlustaði ég á hann. Hann lýsti því fyrir mér, hver ógnarbíldur öllum læknanem- um þessi Hannes Blöndal væri, er sæti um að fella menn. Þetta skaut mér skelk í bringu og sá ég fyrir mér gráhærðan beinasekk frá 19. öld. Því var undrun mín ekki lítil, er inn á sviðið snaraðist snaggaralegur maður á köflóttum jakka og með vel hirt skegg. Af miklu kappi tók hann að draga á veggina snilldarmyndir af hugsanlegum og óhugsanlegum mannslíkamans útkimum. Okkur gekk illa að teikna eftir honum, en þó sýnu verst að spá fyrir hve langt og í hvaða áttir teikningarnar myndu teygja sig. Hjá okkur hefðu þær helst þurft að fara út fyrir stíla- bókina og feta sig inn á bækur nær- staddra. Þetta afhjúpar amöbueðli líffærafræðiteikninga. Hins vegar var allbratt skopskyn ekki hið sísta við manninn, skopskyn sem var á stundum áþreifanlegt. Dæmi: „Hryggurinn er þykkastur neðst, því þar heldur hann uppi mestum þunga. Efst heldur hann aðeins uppi hausnum og hann er nú léttur á sumum.“ Við tókum þetta til okkar. Í þá daga var skottið á Volvo Hannesar bundið aftur með snæri. Svo var haldið til krufninga í Leeds, daginn eftir kjör frú Vigdís- ar. Þá var sól og blíða. Skömmu áð- ur messaði Hannes yfir okkur í Ár- múla 30, þar sem seinna var Baðhús Lindu. Hann sagði, að við yrðum að haga okkur eins og menn. Þegar ræðan náði hámarki, þreif Hannes upp trosnað lærleggsræksni af borðinu. Leggurinn var úr beina- grind Beinteins. Hún var mjög sundurknösuð, eftir að Sigurður Melanogaster hafði fallið í faðmlög- um við hana ofan stiga, en um það vissi Hannes ekkert. Hann spurði okkur heldur hvatlega: „Hvernig er það, nagið þið þetta eða hvað?“ Nemendur litu hver á annan. Þeim varð eins og Njáli, þeir svör- uðu engu. Svo áminnti Hannes okkur að ganga vel um Leeds krufningaskól- ann og það gerðum við. Liverpool krufningaskólinn var í viðgerð þetta sumar, en árið eftir fór læknanema- hópur þangað. Þeir voru beðnir að koma ekki aftur. Það varð síðasta krufningaferð sögunnar. Hannes hafði víst ekki komist til að áminna Hannes Blöndal prófessor sjötugur þá, og minnir mig hann hafa verið með fáka sína einhvers staðar á Reiphólsfjöll- um. Þegar studiosi héldu heim var nýend- urbyggður Liverpool krufningaskólinn naumlega fokheldur. Seinna starfaði ég hjá Hannesi nokkur missiri og leiðbeindi nemum um líffæra- fræði heilans og fleiri líkamshluta. Hannesi varð tíðrætt um, hvort ég hefði nú örugglega rukkað Há- skólann um allan þann tíma sem mér bar. Auðvitað var þetta ekki að ófyrirsynju. Oft hef ég trassað rukkanir í eigin þágu og Hannes þekkti trassaeðli mitt. En ekki hef ég í annan tíma haft vinnuveitanda, sem lét sig kjör mín jafnmiklu skipta. Þá var kominn nýr Volvo með skottlok sem ekki þurfti að binda niður. Hannes er mikið viðriðinn hesta og um það kann ég ekki að skrifa. Hitt er annað mál, að læknanemar í síðar Baðhúsi Lindu sáu eitt síð- degi, vorið 1980, litla tilkynningu í dagblaði, að Hannes Blöndal, Bú- landi 7, hefði unnið hrærivél í ein- hvers konar happdrætti. Þetta mun þó hafa verið sonur prófessorsins og alnafni. Við ræddum þetta út frá lýrik Megasar, „við vinnum hræri- vél þegar það sekkur skerið“. Sam- hengið þarna á milli hef ég aldrei skilið, enda var sú lýrik sungin tíu árum fyrr. En þetta er furðuleg til- viljun. Og nú er Hannes orðinn sjötugur, trúi því hver sem vill. Ekki veit ég hvort ég á að færa honum heilræði, nema þetta, að fenginni reynslu af hestamönnum í sumar: „Stígðu var- lega á bak og gætilega til jarðar,“ og eins hitt: „Þú ferð ekki að mæta í partýin hjá nemendum núna“. Hann vildi nefnilega aldrei koma, og glotti við, ef honum var boðið. Hefði Hannes verið persóna í Njálu, hefði hann verið Skarphéðinn, þegar hann mátaði Þorkel hák. Hannes átti til að máta nemendur með glott- inu einu. Nútíma læknanemum þykir óhugsandi að við höfum einhvern tíma verið smeyk við Hannes. Enda byggði það eftir á að hyggja aðeins á mjög magnaðri taugaveiklun, trúi ég. Ekki er úr vegi að nefna, að í öðr- um löndum en Íslandi, svo sem á slóðum Darwins og á Norðurlönd- um, fara menn á eftirlaun miklu fyrr en sjötugir og þykir ekki skömm. Þetta er skynsamlegt, en á hinu vin- dauðga og vinnudyggðuga Íslandi eru önnur gildi. Ekki býst ég við að sporgöngumenn Hannesar Blöndals muni kunna jafn skýra grein á líf- færum mannsins, né teikna þau eins glæsilega á veggi og nefna réttri lat- ínu. Látum það vera. Hitt væri mér aftur annt um, að sjá prófessorinn eiga góða daga framundan. Megi hann lifa manna heilastur. Stefán Steinsson, læknir í Rangárþingi. Í GREIN séra Hjartar Magna Jó- hannssonar í Frétta- blaðinu 2. janúar sl. segir orðrétt: „Aðeins 25 árum síðar 1899 var fyrsta grasrótar-trúfélagið stofnað, Fríkirkjan í Reykjavík, evang- elískt lúterskt trú- félag í anda trúfrelsis og jafnræðis.“ Ég trúi því ekki, að Fríkirkjupresturinn í Reykjavík viti ekki betur. Fyrsta fríkirkjan á Íslandi var stofnuð í Reyðarfjarðarhreppi hinum forna í byrjun níunda áratugar 19. aldar eftir hatrammar deilur um val á presti í Hólmasókn. Þegar séra Hallgrímur Jónsson á Hólmum féll frá 1880, óskuðu nánast öll sókn- arbörnin eftir því, að sonur hans, séra Jónas, sem hafði verið aðstoð- arprestur föður síns í 9 ár, fengi brauðið. Því höfnuðu bæði biskup og stift- yfirvöld, og þá var lát- ið sverfa til stáls og ákveðið að stofna ut- anþjóðkirkjusöfnuð eða fríkirkju. Á almennum fundi strax 1880 var sam- þykkt tillaga Jóns Ólafssonar um úrsögn úr þjóðkirkjunni og stofnuð skyldi frjáls og óháð fríkirkja. Jón og séra Lárus Hall- dórsson, fyrsti frí- kirkjupresturinn eystra, voru báð- ir alþingismenn. Þeir fengu því framgengt, að ákvæði um trúfrelsi yrði sett í stjórnarskrána og að samþykkt voru lög um utanþjóð- kirkjusöfnuði. Fyrir harðfylgi séra Lárusar staðfesti konungur lögin, enda þótt aðalráðgjafi hans hefði lagt til hið gagnstæða. Seigla og bar- áttuvilji fólksins eystra var með ólíkindum. Nánar má lesa um sögu fyrstu fríkirkjunnar á Íslandi í Sögu Reyðarfjarðar, sem undirrit- aður skrifaði og kom út árið 2003. Mér þótti einnig mjög miður, að brautryðjendanna eystra var að engu getið á hundrað ára afmæli Fríkirkjunnar í Reykjavík. Vona ég, að hér sé um mistök eða gleymsku að ræða fremur en beina vanþekkingu. Fyrsta fríkirkjan á Íslandi Guðmundur Magnússon segir frá stofnun fyrstu fríkirkjunnar hér á landi » Fyrsta fríkirkjan áÍslandi var stofnuð í Reyðarfjarðarhreppi hinum forna í byrjun níunda áratugar 19. aldar … Guðmundur Magnússon Höfundur er fv. fræðslustjóri á Austurlandi.                  ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.