Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, MIG ER AÐ DREYMA DRAUMINN AFTUR ÞENNAN ÞEGAR ÉG ER LÆSTUR ÚTI OG ER EKKI Í NEINUM BUXUM MIG ER AÐ DREYMA, ER ÞAÐ EKKI? NÚNA KEMUR GÓÐI HLUTINN ÉG HELD AÐ RÓSU LÍKI VIÐ MIG Í MORGUN ÞEGAR HÚN VAR AÐ LESA UPP... HÚN SAGÐI, „DAVÍÐ, BERGLIND, KARL, TÓMAS, SÓLVEIG...“ ...OG SÍÐAN SAGÐI HÚN, „LÚLLI“... OG ÞAÐ VAR BARA Í ÞVÍ HVERNIG HÚN SAGÐI ÞAÐ... „LÚLLI“.... ÞAÐ VAR BARA SVO FALLEGT... ÉG HELD AÐ RÓSU LÍKI Í ALVÖRUNNI VIÐ MIG JÆJA, ÞÁ ERUM VIÐ KOMIN KALVIN, FARÐU ÚR BÁTNUM OG TAKTU Á MÓTI DÓTINU OKKAR EKKI MISSA ÞAÐ, ÞAÐ ER MJÖG... ÚPS VATNIÐ ER BARA 3 METRA DJÚPT. ÉG SÉ DÓTIÐ OKKAR, MYNDAVÉLINA OG ALLT SAMAN ÉG ÆTTI AÐ SKILJA ÞIG EFTIR HÉRNA SLAKAÐU Á ELSKAN ÞÚ ERT ALLT OF SEINN ERTU BÚINN AÐ VERA AÐ DREKKA ?!? KUNNA FUGLAR AÐ FLJÚGA? AF HVERJU GETUR HANN ALDREI BARA SVARAÐ MEÐ „JÁ“ EÐA „NEI?“ HERBIE HITTI GODZILLA LANGT SÍÐAN MAÐUR HEFUR KOMIÐ HINGAÐ. HÚSIÐ LÍTUR VEL ÚT TAKK DODDI! VIÐ VORUM AÐ LÁTA MÁLA ÞAÐ ÉG VAR EINMITT AÐ SPÁ Í AÐ BREYTA UM LIT Í ELDHÚSINU, EN FYRST ÉG OG LINDA ERUM AÐ FARA AÐ SKILJA... Ó, VAR ÉG EKKI BÚINN AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ? KÓNGULÓARMAÐURINN ER NÝBÚINN AÐ HANDSAMA BÍLAÞJÓFA... ÉG TÍMASETTI ÞETTA MEIRA AÐ SEGJA RÉTT ÞANNIG AÐ ÉG FENGI GÓÐA MYND AF HANDTÖKUNNI ÉG ER ANSI GÓÐUR EN EF ÉG ER SVONA GÓÐUR, AF HVERJU ER KONAN MÍN 3.000 km Í BURTU Samtök skelræktenda efna tilráðstefnunnar Skelrækt2007 á Hótel KEA 12. jan-úar. Jón Baldvinsson er formaður sam- takanna og einn af umsjónarmönnum ráðstefnunnar: „Við viljum á ráðstefn- unni kynna möguleika og framtíð- arhorfur þessarar nýju sjávarútvegs- greinar á Íslandi, en tilraunir með bláskeljarækt á undanförnum árum hafa gefið góða raun,“ segir Jón. „Margra alda hefð er fyrir bláskelja- rækt í Evrópu, en umhverfisaðstæður eru farnar að þrengja að greininni þar, og þörf fyrir nýja ræktunarstaði. Hreinleikinn skiptir þar lykilmáli, enda fer skelin fersk á disk neytenda, en víða í Evrópu ógnar mengun af ýmsum iðnaði gæðum bláskeljar.“ Söluvæn afurð Jón segir bæði hreinleika íslenska sjávarins og eiginleika sjávarflór- unnar við strendur landsins gera kleift að rækta hér úrvalsbláskel: „Auk þess að vera laus við meng- unarvaldana sem hrjá skelræktendur á meginlandinu eru íslensk rækt- unarsvæði einnig lausari við ásætur og sníkjudýr sem setjast á skelina og gera hana að verri söluafurð. Íslenska skelin er mjög hrein og falleg, en er ekki síst bragðgóð og með háa fylling- arprósentu, þ.e. hátt hlutfall af heild- arþyngd skeljarinnar sem hægt er að leggja sér til munns,“ segir Jón. „Við sem ræktað höfum bláskel í tilrauna- skyni hér á landi verðum varir við vaxandi eftirspurn eftir afurðinni frá evrópskum söluaðilum, sem bæði kemur til vegna skorts á afurðinni og einnig vegna orðspors Íslands fyrir hreinar og góðar sjávarafurðir.“ Jón segir bláskeljarækt spennandi möguleika fyrir íslenskan sjávar- útveg: „Heildarneysla á bláskel á Evrópumarkaði einum er um 800 þús. tonn árlega, og fer vaxandi, og því ljóst að um stórt tækifæri er að ræða,“ segir Jón. „Þetta er einnig mjög byggðavæn atvinnugrein, en margir þeir staðir við strendur lands- ins þar sem aðstæður eru bestar til bláskeljaræktar eru í nágrenni byggða sem síðustu ár hafa verið að missa kvóta og leita nú að nýjum at- vinnutækifærum.“ Aðstandendur ráðstefnunnar 12. janúar hafa fengið til liðs við sig fjölda virtra sérfræðinga og frumkvöðla á sviði skelræktar, frá ýmsum löndum, en dagskrá ráðstefnunnar er þrískipt: „Við byrjum á faglegri úttekt með er- lendum og innlendum frumkvöðlum, skoðum stoðumhverfi ræktarinnar, eftirlitskerfi og fleira, og sérfræð- ingar segja frá þróun til þessa og helstu möguleikum“ segir Jón. „Þá skoðum við markaðsmál og reynum að meta með raunhæfum hætti hversu stórir markaðir geta verið opnir íslenskum skelræktendum, og hvaða sölustærðar má vænta. Í þriðja lagi munu íslenskir skelræktendur segja frá eigin verkefnum, en frá því skelrækt hófst fyrst hér á landi hefur mikið vatn runnið til sjávar og sér- hæfð þekking orðið til auk þess sem markaðs- og flutningsaðstæður hafa batnað.“ Nánar má lesa um dagskrá ráð- stefnunnar og skráningu á síðunni www.skelraekt.is. Sjávarútvegur | Ráðstefnan Skelrækt 2007 haldin á Hótel KEA á Akureyri 12. janúar Möguleikar bláskeljarinnar  Jón Baldvins- son fæddist í Hafnarfirði árið 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskól- anum 1983 og BS-prófi í líf- fræði frá Há- skóla Íslands 1989. Jón starfaði sem líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Há- skóla Íslands, síðar sem verk- efnastjóri við nýsköpun í sjávar- útvegi og tækniiðnaði. Hann starfrækir nú skelræktarfyrirtækið Breið ehf. Jón er kvæntur Arnheiði Ólafsdóttur, félagsfræðingi og kennara og eiga þau tvö börn. LEIKARINN Will Smith bregður hér á leik með syni sínum Jaden á frum- sýningu nýjustu myndar Smith, The Pursuit of Happyness, í Þýskalandi. Af Smith er það annars að frétta að hann hyggst að sögn flytjast með fjöl- skylduna til Suður-Afríku, en hann sagðist í viðtali hafa fallið fyrir landinu við tökur á kvikmyndinni Ali þar sem hann fór með hlutverk hnefaleika- kappans goðsagnarkennda Muhamed Ali. REUTERS Heimurinn á hvolfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.