Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
"SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!"
eeee
HJ, MBL
Hagatorgi • Sími 530 1919
• www.haskolabio.is
KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
CHILDREN OF MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ
DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
THE DEPARTED kl. 7:40 - 10:30 B.i. 16 ára
BOSS OF IT ALL kl. 5:30 B.i. 7 ára
/ KEFLAVÍK
EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 B.i. 16 ára
SAW 3 kl. 10:30 B.I. 16 ára
STRANGER THAN FICTION kl. 8 LEYFÐ
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 - 8 B.i. 16 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI
FLUSHED AWAY
eeee
S.V. MBL.
SÝND Í
HÁSKÓLABÍÓI
20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini
Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi
SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR
AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI
eeee
L.I.B. TOPP5.IS
eee
Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
S.V. MBL.
FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
„TOPPMYNDIN Á
ÍSLANDI Í DAG”
„KÖLD SLÓÐ ER AFBRAGÐS SAKAMÁLASAGA
SEM HÆGT ER AÐ MÆLA MEГ
eeee
VJV TOPP5.IS
„KÖLD SLÓÐ ER
AFBRAGS SKEM-
MTUN, GÓÐ
OG SPENNANDI
SAKAMÁLASAGA.
VEL GERT“
eee
(AF 4 STJÖRNUM)
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Hvenær fer RÚV
að senda breiðtjaldsefni?
VIÐ erum orðin nokkuð mörg sem
eigum sjónvarpstæki með breið-
tjaldsskjá. Það er mjög gaman þeg-
ar maður horfir á efni af disk. Nú er
það líka þannig að mestallt efni
BBC og sjónvarpsstöðva á Norð-
urlöndum er sent í breiðtjaldsformi.
En Ríkisútvarpið heldur ennþá
fast í að hafa svartar rendur í kring-
um myndefni í breiðtjaldsformi.
Merkilegt nokk þá er slatti af því
efni sem það framleiðir sjálft í
breiðtjaldsformi. Þá fáum við með
breiðtjaldsskjá svarta rönd allan
hringinn og svo getur maður tekið
til við að fikta í fjarstýringunni til að
reyna að breikka myndina. Þegar
það hefur tekist kemur síðan í ljós
að textinn hefur lent fyrir neðan og
svo þarf að fikta aftur í fjarstýring-
unni.
Það getur varla verið mikill
kostnaður að breyta sendingum eins
og menn gera úti í heimi og senda
okkur almennilegar breiðtjalds-
sendingar.
Pétur Rasmussen.
Þeir sem minna mega sín
Varðandi málefni Byrgisins vaknaði
sú spurning upp hjá mér hvort að
siðferðislega sé rétt af ríkinu að
hætta greiðslum til Byrgisins. Ég
held að það megi ljóst vera að það
bitnar aðeins á þeim sem síst skyldi
eins og fréttir sýna af þeim skjól-
stæðingum Byrgisins sem hafa yf-
irgefið það vegna þessa og farið aft-
ur á götuna. Hefði ekki verið betra
að halda áfram greiðslum svo fólkið
gæti verið þarna áfram og gera
frekar aðrar ráðstafanir eins og að
setja einhvern frá ríkinu yfir fjár-
málin og með því hefði verið hægt
að halda áfram að hjálpa þessu fólki
sem þangað leitar? Hefur ekki sjálf-
ur yfirlögregluþjónninn okkar lýst
þungum áhyggjum af því að blessað
fólkið sé aftur komið á götuna. Það
getur tekið fólk óratíma að vinna sig
út úr sínum vanda og ég held að
þetta hjálpi varla.
Vinur þeirra sem
minna mega sín.
Enga spilakassa
Ég er hneykslaður á að Happdrætti
Háskólans ætli að opna sal fyrir
spilakassa í verslunarmiðstöð í
Breiðholti. Það á ekki að hafa svona
þar sem fólk kemur saman og ung-
lingar dvelja. Vil ég þakka borg-
arstjóra fyrir hans viðleitni til að
stoppa þetta.
Óli Þór.
Lyklakippa týndist
LYKLAKIPPA tapaðist 6. janúar
s.l. einhvers staðar á hjólastígum og
gangstéttum höfuðborgarsvæðisins
(Kópavogur / Nauthólsvík/ Hlíð-
arnar/ Miklatún/miðborg Reykja-
víkur og víðar). Á kippunni eru lykl-
ar að Volvóbíl, ásamt fjarstýringu,
húslykill, Atlantsolíudælulykill og
lykill að bílastæði. Skilvís finnandi
komi lyklunum til lögreglu eða
hringi í síma 861 7701. Fundarlaun!
Dúlla er týnd
DÚLLA er svört
og hvít, 8 ára
gömul læða,
frekar smávaxin.
Hún hvarf frá
Lálandi í
Reykjavík 5. jan-
úar sl. Hún var
með ól og merkt
þegar hún hvarf. Kannski leynist
hún í bílskúrum eða útihúsum. Ef
einhverjir hafa orðið varir við hana
vinsamlega hafið samband í síma
568 1680 eða 897 2854.
velvakandi
Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
70ára af-mæli. Í
dag, 10. janúar,
er sjötugur Jón
Eysteinsson,
fyrrum sýslu-
maður í Kefla-
vík og hæsta-
réttarlögmaður.
Hann og kona
hans, Magn-
úsína Guðmundsdóttir, eru að heiman
í dag.
Víkverji brá sér fyrirhelgi á sýningu
Þjóðleikhússins á Bak-
kynjum, sem hafa feng-
ið blendnar viðtökur. Á
sýningunni skiluðu
nokkrir áhorfendur
sinni umsögn með fót-
unum meðan á sýningu
stóð. Víkverja fannst
þessir góðu áhorfendur
fara nokkurs á mis því
sýningin er sterk, þótt
ekki sé hún hnökra-
laus.
Evripídes skrifaði
Bakkynjur skömmu
fyrir andlát sitt 406 eða
405 fyrir Krist og það
segir sína sögu að verkið skuli enn
eiga erindi 2.413 árum síðar. Þar er
tekist á við dramblæti mannanna og
refsigleði guðanna. Evripídes var
uppi á átakatímum og heimssýn hans
markast af því. Eins og bent hefur
verið á hefur hann hvorki trú á að
maðurinn geti stjórnað sjálfum sér
né samfélaginu svo vel fari.
x x x
Augljóst er að dræmar viðtökurleikrits geta haft afgerandi
áhrif á gengi þess, sérstaklega þegar
verkið er þungt. Raunin er hins veg-
ar sú að leikritið sjálft er eitt og sér
þess virði að fara og sjá það og því
má bæta við að ekki vantar í það
dramatík. Og haldi fólk
að leikritið sé barn síns
tíma má benda á að at-
burðir í Bakkynjum
ganga ekkert síður
gegn hefðbundnum við-
horfum en skopteikn-
ingar Hugleiks Dags-
sonar gera á okkar
tímum. Grískir harm-
leikir eru ekki settir oft
á svið hér á landi og það
er synd að það skuli að
mestu leyti fara fyrir of-
an garð og neðan þegar
kostur gefst á að líta í
vöggu vestrænnar sið-
menningar. Bakkynjur
eru settar upp af metn-
aði og þýðing Kristjáns Árnasonar er
mergjuð. Víkverji græddi verulega á
að hafa lesið formála og kynningu í
útgáfu Penguin á Bakkynjum fyrir
sýninguna og í raun má búast við að
áhorfandinn verði eins og fiskur á
þurru landi í upphafi sýningar gefi
hann sér ekki tíma til að læra örlítið
heima.
x x x
Svo má bæta við áskorun á Þjóð-leikhúsið um að gefa út leikrit
sem þetta, helst með skýringum. Það
myndi ýta undir skilning áhorfand-
ans og gera honum kleift að njóta
betur. Þjóðleikhúsið á þakkir skildar
fyrir uppfærsluna á Bakkynjum.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er miðvikudagur
10. janúar, 10. dagur
ársins 2007
Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um
þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu
reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)
Sumir aðdáenda skoska „sjarmörs-
ins“ Ewan McGregor munu eflaust
verða fyrir vonbrigðum með þá yf-
irlýsingu leikarans að hann sé orð-
inn of gamall til þess að fletta af sér
klæðum fyrir framan myndavél-
arnar.
McGregor hefur oftar en einu
sinni klætt sig úr hverri spjör í þágu
listarinnar. Eflaust er eina þekkt-
ustu nektarsenuna að finna í kvik-
myndinni Trainspotting. Hann seg-
ist nokkrum sinnum hafa náð að
blekkja myndavélina, en þess gerist
þó ekki þörf lengur.
„Ég hef uppgötvað leiðir svo
svindla megi á öldrunarferlinu. Ég
hef rakað á mér bringuna vegna
þess að hárin gera mig ellilegan,“
sagði McGregor í viðtali við Radio
One á Bretlandi.
Leikarinn seg-
ir hinsvegar að
nektardagarnir
séu að baki, og að
þetta sé gert með
áhorfendur í
huga. „Ég gæti
varið fólk frá því
að horfa á mitt
gamla hold í
myndum í framtíðinni,“ segir hann.
Von er á enn einni kvikmyndinni
um mannætuna Hannibal Lecter
eftir nokkra mánuði. Að þessu sinni
mun Anthony Hopkins þó ekki leika
aðalhlutverkið heldur ungur fransk-
ur leikari, Gaspard Ulliel að nafni,
enda fjallar
myndin um upp-
vaxtarár Lecters
í Litháen og
Frakklandi.
Myndin er gerð
eftir nýrri skáld-
sögu Thomas
Harris, sem nefn-
ist Hannibal Ris-
ing og kom út í desember. Leikstjóri
er Peter Webber, sem gerði m.a.
myndina Girl with a Pearl Earring.
Bók Harris fékk frekar slaka
dóma gagnrýnenda líkt og bókin
Hannibal, sem kom út fyrir nokkr-
um árum, öfugt við bækurnar Red
Dragon og Silence of the Lambs,
sem fjölluðu einnig um Hannibal
Lecter. Allar þessar bækur hafa ver-
ið kvikmyndaðar.
Bandaríski kvikmyndaleikstjór-
inn James Cameron hefur ákveðið
að gera kvikmynd, sem nefnist Avat-
ar og á að gerast eftir 150 ár. Came-
Fólk folk@mbl.is