Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 21. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is DÝRIN KVÖDD HINSTA HVÍLA GUTTORMS OG ANNARRA GÆLUDÝRA >> 21 GRÆDDUR ER GEYMDUR EYRIR FYRIRHYGGJA FJÁRMÁL >> 19 SEIFSDÝRKENDUR, einn þeirra klæddur sem Forn-Grikki, fara með bæn við athöfn sem fram fór við Ólympshof Seifs í Aþenu í gær. Beð- ið var fyrir því að Ólympíuleikarnir í Peking á næsta ári yrðu haldnir með friðsamlegum hætti. Athöfnin fór fram þótt menning- arráðuneyti Grikklands hefði bann- að hana, enda eru allar samkomur bannaðar við merkar fornminjar þar í landi. Athöfnin var á vegum hreyf- ingar, sem vill endurlífga trú Forn- Grikkja. Í hreyfingunni eru nokkur hundruð manna. Á bæn við hof Seifs Reuters Belgrad. AP, AFP. | Róttæki flokkurinn (SRS), sem er mjög þjóðernissinnað- ur, fékk mest fylgi í þingkosningum í Serbíu í gær, að sögn CeSID, óháðrar stofnunar sem fylgdist með kosning- unum. SRS er flokkur Vojislavs Seseljs sem hefur verið ákærður fyrir stríðs- glæpi. Flokkurinn fékk 28,5% at- kvæðanna og Lýðræðisflokkurinn (DS), sem stefnir að aðild Serbíu að Evrópusambandinu, fékk 22,9%. Lýðræðisflokkur Serbíu (DSS), íhaldssamur flokkur undir forystu Vojislavs Kostunica forsætisráð- herra, varð þriðji stærstur með 17%. Búist er við að Lýðræðisflokkurinn myndi stjórn með flokki Kostunica og G-17, umbótasinnuðum flokki sem fékk 6,8% atkvæðanna. Þetta voru fyrstu kosningarnar í Serbíu síðan Svartfjallaland fékk sjálfstæði og frá dauða Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þjóðernissinnar með mest fylgi VERIÐ er að kanna hvort Flugfjar- skipti ehf. geti fengið til afnota fjar- skiptamöstur sem bandaríski herinn reisti við fjallið Þorbjörn við Grinda- vík en hefur nú hætt að nota. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanleg- um heimildum. Brandur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Flugfjarskipta, vildi ekki staðfesta þetta í gær en sagði að félagið væri enn að leita að landi undir möstur sem nú eru á Rjúpna- hæð í Kópavogi. Ýmsir möguleikar hefðu verið kannaðir í því sambandi. Í sumar keyptu Flugfjarskipti jörð í Flóahreppi og hugðust reisa þar tíu 18–36 metra há möstur en urðu að hætta við vegna andstöðu sveitarstjórnar. Kópavogsbær hefur skipulagt byggð á hæðinni sem möstrin standa á og verða þau að vera farin fyrir næsta haust, eigi framkvæmdir ekki að tefjast. Ný not fyrir möstrin? SNJÓFLÓÐ hrifsaði með sér mann á vélsleða norðan skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í gær og ligg- ur hann þungt haldinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Seint í gærkvöldi var manninum enn haldið sofandi í öndunarvél. Um það bil tugur manna var saman á svæðinu, allt þrautreyndir vélsleðamenn. Maðurinn barst um 100 metra með snjóflóðinu en félagar hans náðu að miða manninn út á skömmum tíma og grafa hann upp vegna þess að þeir voru útbúnir svokölluðum snjóflóðaýlum og þeim tækjum er þakkað að það tókst að bjarga lífi mannsins. „Ann- ars hefðum við aldrei fundið hann nógu snemma,“ sagði Finnur Aðalbjörnsson, einn vélsleðamann- anna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Maðurinn sem lenti í flóðinu var á tveggja metra dýpi, meðvitundarlaus, en félagar hans náðu að blása í hann lífi áður en lögreglu- og sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Maðurinn var fluttur með þyrlu á FSA. Hópurinn var á ferð talsvert norðan við skíða- svæðið í Hlíðarfjalli; á milli Mannshryggs og Stórahnjúks. Finnur telur að snjóflóðið hafi verið um það til einn og hálfur kílómetri á breidd, nærri þrisvar sinnum breiðara en í fyrstu var talið í gær. „Hlíðin kom eiginlega bara öll niður,“ sagði hann við Morgunblaðið. | Miðopna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Björgun Komið með hinn slasaða að TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti talsvert neðan slysstaðarins í Hlíðarfjalli og flutti manninn á FSA. „Hlíðin kom bara öll niður“ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is YFIRVÖLD í Ástralíu hafa varað við því að miklir þurrkar hafi orð- ið til þess að tugir þúsunda snáka hafi fært sig yfir á þéttbýl svæði í leit að vatni. Margar eiturslöngur hafa farið inn í íbúðahverfi og atvinnusvæði, að því er fréttavefur breska rík- isútvarpsins, BBC, hafði eftir ástr- ölskum embættismönnum í gær. Mestu þurrkar í Ástralíu í 100 ár hafa orðið til þess að þyrstir snákar hafa fundist í görðum, svefnherbergjum og jafnvel versl- unarmiðstöðvum. Eiturefnafræðingar segja að 60 Ástralar hafi orðið fyrir alvarlegu snákabiti frá því í september. Þrír hafa dáið af völdum eituslöngu- bits á síðustu vikum, þeirra á meðal sextán ára unglingur sem dó í Sydney í vikunni sem leið. Snákar herja á Ástrala ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.