Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 2
2 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
mánudagur 22. 1. 200
íþróttir mbl.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
íþróttir
Íslenska landsliðið fékk skell gegn Úkraínu á HM >> 4–7
TOPPLIÐIN TÖPUÐU
MAN. UTD. OG CHELSEA AÐ GEFA EFTIR
CHARLTON BRAUT ÍSINN Á ÚTIVELLI >> 8
tir Guðmund Hilmarsson
mmih@mbl.is
ÓHANNES Karl Guðjónsson,
ndsliðsmaður í knattspyrnu, skrif-
ði í gærkvöld undir þriggja og hálfs
rs samning við enska 1. deildarliðið
urnley. Jóhannes var samnings-
undinn hollenska liðinu AZ Alkma-
r, sem hann gekk til liðs við frá
eicester á síðasta ári, en fékk fá
ækifæri með því og óskaði hann eft-
því að fá að komast frá félaginu.
Z Alkmaar setti 50 milljón króna
Alkmaar sættust félögin á að Burn-
ley greiddi 35 milljónir króna.
Jóhannes fer í læknisskoðun í hjá
Burnley í dag. Hann mun svo í fram-
haldinu æfa með liðinu og Steve Cot-
terill, knattspyrnustjóri Burnley,
hyggst tefla Jóhannesi fram í leik
Burnley gegn Stoke annað kvöld.
,,Ég er bara ánægður að vera
kominn aftur til Englands eftir þessa
sex mánuði í Hollandi sem voru ekki
nógu góðir hvað fótboltann varðar.
Ég er líka ánægður að vera kominn
til liðs þar sem knattspyrnustjórinn
mig spila á móti Stoke og nú ríður
bara á að koma sér í gang,“ sagði Jó-
hannes Karl við Morgunblaðið í gær.
Steve Cotterill, knattspyrnustjóri
Burnley, stýrði liði Stoke um tíma en
hann tók við liðinu af Guðjóni Þórð-
arsyni, föður Jóhannesar. Cotterill
hefur með tilkomu Jóhannesar feng-
ið fjóra nýja leikmenn í janúarglugg-
anum en hinir þrír eru Eric Djemba-
Djemba, Ade Akinbiyi og Mike Pol-
litt. Burnley, sem er um miðja deild,
verður fjórða enska liðið sem Jó-
hannes leikur með en hann hefur
Jóhannes Karl samdi
við enska liðið Burnley
Morgunblaðið/Golli
átt í höllinni Íslenska landsliðið í badminton sigraði á Evrópumóti B-þjóða sem fram lauk í Laugardalshöll í gær en þar lagði Ísland lið Íra í úrslitum. Tinna Helgadóttir og
agna Ingólfsdóttir tryggðu íslenska liðinu sigur í tvíliðaleik kvenna og Magnús Helgason fagnaði sigrinum innilega. Ísland leikur á EM A-þjóða í Danmörku í apríl á næst ári. » 2-3
mánudagur 22. 1. 2007
fasteignir mbl.is
Óendanlegir
möguleikar
FASTEIGNALÁN
Í MYNTKÖRFU
Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is
3,4%
Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006
Bambusdreki er blóm vikunnar nú » 17
fasteignir
„Í FJÖLBÝLI ER LÍFIÐ MÁLAMIÐLUN“, SEGIR SIGURÐUR HELGI
GUÐJÓNSSON HRL., FORMAÐUR HÚSEIGENDAFÉLAGSINS. >> 32
Verslunin Kaffiboð sérhæfir sig í sölu kaffivéla, kaffis og
ýmissa raftækja til eldhússins. Eigandinn Einar Guð-
jónsson segir að öllu máli skipti hvernig staðið er að
kaffi tilbúningnum. „Espresso-kaffi verður að vera rétt
lagað,“ segir hann. » 46
Að drekka espresso
er hugsjón
Morgunblaðið/G.Rúnar
Á árunum 1500-1600 setti
Renessens-tímabilið svip sinn á
Kaupmannahöfn. Einmitt í ár er
tímabilsins minnst á mismunandi
stöðum í borginni. „Renessans
þýðir endurfæðing. Menn byrj-
uðu að hugsa frjálsar,“ segir
Fjóla Magnúsdóttir í Antikhús-
inu, þar er margt til sölu frá þess-
um tíma. »40
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurfæðing
fornra tíma
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 22
Veður 8 Minningar 28/30
Staksteinar 8 Myndasögur 237
Viðskipti 11 Víkverji 40
Erlent 13 Staður stund 38/41
Vesturland 16 Leikhús 334
Daglegt líf 18/21 Dagbók 37/41
Umræðan 24/27 Bíó 38/41
Bréf 27 Ljósvakar 42
* * *
Innlent
Maðurinn, sem lenti í snjóflóði
norðan skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli
um hádegisbil í gær, liggur þungt
haldinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og var honum enn haldið
sofandi í öndunarvél seint í gær-
kvöldi. Maðurinn barst um 100
metra með flóðinu en sleðinn stöðv-
aðist um það bil 20 metrum neðar.
Maðurinn var á tveggja metra dýpi
þegar félagar hans fundu hann fá-
einum mínútum síðar. Þeir náðu að
blása í manninn lífi áður en björg-
unarmenn komu á staðinn. »Mið-
opna
Það kemur til greina að reisa
fimmtíu manna vinnustað þar sem ál
verður fullunnið, við fyrirhugað ál-
ver í Helguvík. Bæjarstjórinn í
Reykjanesbæ segir að viðræður
standi yfir við tvö fyrirtæki um að
reisa verksmiðju. »Baksíða
Hjálmar Árnason, sem hafnaði í
þriðja sæti í prófkjöri Framsókn-
arflokksins í Suðurkjördæmi í gær,
ætlar ekki að taka sætið. Gaf hann
út yfirlýsingu þess efnis þegar úrslit
voru orðin ljós. Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra hafnaði í
fyrsta sæti. »4
Rússneskir flugvirkjar frá Jakú-
tíu í Austur-Síberíu eru nú á nám-
skeiði til að afla sér viðhaldsréttinda
á Boeing 757-200 vélar hjá Ice-
landair á Keflavíkurflugvelli. Ja-
kútía er með þessu að stíga sín
fyrstu skref í notkun vestrænna
flugvéla. »Baksíða
Erlent
Róttæki flokkurinn, sem er mjög
þjóðernissinnaður, fékk mest fylgi í
þingkosningum í Serbíu í gær, sam-
kvæmt fyrstu kjörtölum. Flokkurinn
fékk 28,5% atkvæðanna en búist er
við að Lýðræðisflokkurinn, sem fékk
um 23% fylgi, myndi næstu rík-
isstjórn með a.m.k. tveimur minni
flokkum. »Forsíða
Hillary Clinton, fyrrverandi for-
setafrú Bandaríkjanna, hefur tekið
fyrsta skrefið í þá átt að sækjast eft-
ir því að verða forsetaefni demó-
krata á næsta ári og síðan fyrsta
konan í embætti forseta Bandaríkj-
anna. Talið er að helsti keppinautur
hennar verði öldungadeild-
arþingmaðurinn Barack Obama sem
stefnir að því að verða fyrsti blökku-
maðurinn í forsetaembættinu. »13
Sautján ára Tyrki var í gær
sagður hafa játað á sig morðið á
blaðamanninum Hrant Dink sem var
skotinn til bana í Istanbúl á föstu-
dag. Blaðamaðurinn hafði fengið
morðhótanir frá tyrkneskum þjóð-
ernissinnum vegna skrifa sinna um
fjöldamorð Tyrkja á Armenum í
fyrri heimsstyrjöldinni. »13
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi kom
saman á fundi í gær og staðfesti til-
lögu kjörnefndar um uppstillingu á
lista flokksins í kjördæminu vegna
kosninganna í vor. Á fundinum kom
fram breytingartillaga sem fól m.a.
í sér að Árni Johnsen, sem hafnaði
í öðru sæti í prófkjöri í haust,
myndi víkja af listanum. Var tillög-
unni hafnað með um 80% atkvæða.
„Þetta er afbragðs niðurstaða að
mínu mati. Þessi listi gefur mikla
breidd og hefur tengingu við allt
kjördæmið,“ segir Árni Johnsen.
En skyldi breytingartillagan sem
borin var fram á
fundinum hafa
komið Árna á
óvart? „Já og
nei. Það kemur
manni að vísu á
óvart að það
komi tillaga því
það var búið að
treysta Sunn-
lendingum til að
velja á listann. Það val á auðvitað
að standa. Það er nú hinsvegar
þannig í pólitík að menn mega
skiptast á skoðunum og tala mál-
efnalega og tilfinningalega um
hlutina og það er í góðu lagi. Svo
kemur niðurstaðan og hún var í
samræmi við það sem Sunnlend-
ingar höfðu valið,“ segir Árni.
Fundurinn, sem fram fór á Hótel
Örk í Hveragerði var sóttur af um
170 manns. Að sögn Skapta Arnar
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
kjördæmisráðsins, var stemning á
fundinum góð. „Þetta var kraftmik-
ill fundur. Kjörnefnd lagði fram
sína tillögu að framboðslistanum og
það kom breytingartillaga sem var
felld með miklum meirihluta,“ segir
Skapti. „Listinn var svo samþykkt-
ur samhljóða með lófaklappi,“ segir
hann og telur niðurstöðuna stað-
festa sterka stöðu Árna Johnsen og
Árna Mathiesen í kjördæminu.
„Þetta er sterkur listi og hefur
mikla sigurmöguleika í vor,“ segir
hann að lokum.
Tillaga um að fella Árna af
listanum ekki samþykkt
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi staðfestir lista kjörnefndar
Í HNOTSKURN
»Árni M. Mathiesen fjár-málaráðherra, Árni John-
sen, fyrrverandi þingmaður,
Kjartan Ólafsson þingmaður,
Björk Guðjónsdóttir bæj-
arfulltrúi og Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir, sveitarstjóri í
Rangárþingi eystra skipa
efstu fimm sætin á listanum.
»Listinn er ekki endanlegurfyrr en miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins samþykkir
hann, en búast má við að málið
verði tekið fyrir á næsta fundi
stjórnarinnar.
Árni Johnsen
ÞAÐ ERU enn þó nokkrar vikur í að það fari að vora á
landinu en á næstu dögum er þó spáð hlýindum, að
minnsta kosti hlýrra veðri en verið hefur.
Dögum saman hefur hitastigið suðvestanlands og
reyndar mun víðar verið vel undir frostmarki. Í fyrstu
snjóaði og jörðin varð fagurhvít en nú hefur ekki snjó-
að í nokkuð langan tíma og fönnin sem fyrir var orðin
skítug og frekar óspennandi á að líta.
Höfuðborgarbúar hafa, eins og aðrir sem hafa þurft
að þola kuldann, dúðað sig ef þeir hafa þurft að bregða
sér af bæ.
Í dag spáir Veðurstofan því að það muni þykkna upp
og hlána á vestanverðu landinu. Þá mun draga úr frosti
austantil síðdegis sem og víðast hvar á landinu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Bráðum kemur betri tíð
BRESKI tónlist-
armaðurinn El-
ton John skemmti
gestum í afmæli
Ólafs Ólafssonar,
stjórnarformanns
Samskipa, sem
haldið var í frysti-
geymslu Sam-
skipa á laugar-
dagskvöld. Ólafur
segir viðstadda
hafa skemmt sér konunglega og El-
ton John hafi líkað viðtökurnar vel
því hann spilaði 20 mínútum lengur
en um var samið. Ólafur segist með
þessari uppákomu hafa viljað sýna
traustu starfsfólki Samskipa í gegn-
um tíðina þakklæti í verki. Var fleiri
tugum þeirra og mökum boðið til
veislunnar sem og vinum og vanda-
mönnum.
Elton í af-
mæli Ólafs
Vildi sýna tryggu
starfsfólki þakklæti
Elton John
TÆPLEGA þrítugur karlmaður og
unnusta hans voru í gær úrskurðuð í
gæsluvarðhald vegna rannsóknar
lögreglunnar á Selfossi á bruna í
parhúsi í Þorlákshöfn aðfaranótt
laugardags. Lögregla fór fram á
gæsluvarðhald yfir þriðja manninum
en dómari við Héraðsdóm Suður-
lands tók sér frest til morguns til að
kveða upp úrskurð.
Íbúðin sem brann var mannlaus
en í íbúðinni við hliðina svaf kona og
tvö börn. Nágranna tókst að vekja
þau og komust þau klakklaust út. Í
fyrstu var talið að fremur litlar
skemmdir hefðu orðið á íbúð þeirra
en við nánari skoðun komu meiri
skemmdir í ljós.
Maðurinn sem nú situr í gæslu-
varðhaldi var handtekinn á laugar-
dag eftir að hann reyndi að nota
greiðslukort í Reykjavík sem hafði
verið stolið úr húsinu sem brann,
samkvæmt tilkynningu frá lögregl-
unni. Var hann úrskurðaður í
tveggja vikna gæsluvarðhald.
Í tengslum við málið var gerð hús-
leit á tveimur stöðum, í Þorlákshöfn
og í Reykjavík og fannst þýfi úr hús-
inu við leit á öðrum staðnum. Þar býr
unnusta mannsins sem var handtek-
inn með greiðslukortið og var hún í
kjölfarið úrskurðuð í gæsluvarðhald
í eina viku. Tvítugum karlmanni og
17 ára stúlku sem einnig voru hand-
tekin var sleppt.
Tvennt í gæslu vegna
rannsóknar á íkveikju
Greiðslukort varð meintum brennuvörgum að falli