Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Jamaica í febrúar. Viðbótar- gisting á Sand Castles sem við bjóðum á einstöku tilboði. Gríptu tækifærið og tryggðu þér einstaka 10 daga ferð til Karíbahafs- perlunnar Jamaica á frábærum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Karíbaveisla á Jamaica 4. eða 13. febrúar frá kr. 89.990 Síðustu sætin - 10 dagar (9 nætur) Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 89.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Sand Castles í 9 nætur. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hafnaði í fyrsta sæti í próf- kjöri Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi en úrslit lágu fyrir í gærkvöldi. Hjálmar Árnason þing- maður sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu hafnaði í þriðja sæti og gaf í kjölfarið út þá yfirlýsingu að hann hygðist ekki taka sætið. Öðru sæti náði Bjarni Harðarson blaðamaður og bóksali en hann hef- ur ekki setið á þingi. Flokksmönn- um í kjördæminu fjölgaði um nær helming í aðdraganda prófkjörsins. Mikil fjölgun flokksmanna Framsóknarmenn hlutu tvo þing- menn í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en aðeins vantaði nokk- ur hundruð atkvæði upp á að þeir fengju þriðja manninn inn. Alls greiddu 3.590 atkvæði í próf- kjörinu en kosning fór fram á laug- ardaginn. Kosið var um sex efstu sætin á lista flokksins í kjördæminu og var kosningin bindandi. Alls var kosið á 26 stöðum. Veruleg fjölgun varð á flokksmönnum í kjördæminu í aðdraganda prófkjörsins og gátu menn skráð sig í flokkinn allt þar til kjörstaðir lokuðu. „Prófkjörið fór allt samkvæmt áætlun og allt gekk upp. Kjördeildir stóðu sig afar vel. Það var byrjað að telja á hádegi í gær og lauk talningu kl. 19. Auð og ógild atkvæði voru 139. Við vorum mjög ánægð með þetta fyrirkomulag og þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Skúli Þ. Skúla- son, formaður kjörstjórnar. Flokkurinn nálægt því að ná þremur þingmönnum 2003 Niðurstaðan merkir að líklegt má telja að einhver endurnýjun verði á þingmannahópi Framsóknarflokks- ins í kosningunum í vor. Fái flokk- urinn tvo þingmenn sest Bjarni Harðarson á þing en hann hefur ekki tekið beinan þátt í stjórnmál- um fyrr. Þá getur farið svo að þriðji maður á lista nái þingsæti og verður það þá að öllum líkindum Eygló Harð- ardóttir, framkvæmdastjóri í Vest- mannaeyjum, en hún er miðstjórn- armaður Framsóknarflokksins og skipaði fjórða sæti listans í Suður- kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Tólf ára þingmennsku lokið Hjálmar Árnason, sem hverfur frá þingstörfum í vor, hefur setið óslitið á þingi síðan 1995. Hann hef- ur verið þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins síðan 2003 og setið í iðnaðarnefnd þar sem hann gegnir formennsku, menntamálanefnd, sjávarútvegsnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, samgöngunefnd, kjörbréfanefnd og hefur jafnframt verið formaður félagsmálanefndar. Þá hefur Hjálmar verið fulltrúi Ís- landsdeildar ÖSE-þingsins, Evr- ópuráðsþingsins, Vestnorræna ráðs- ins og Alþjóðaþingmanna- sambandsins. Guðni sigraði á Suðurlandi Guðni Ágústsson sigraði Hjálmar Árnason í baráttu um fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í Suður- kjördæmi. Bjarni Harðarson hlaut annað sætið. Hjálmar lenti í þriðja en hyggst ekki verma sætið Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Handaband Eftir mikla baráttu takast þeir Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason í hendur. Hægra megin við Hjálmar er Bjarni Harðarson, þá Björn Jónsson og lengst til hægri er Eygló Harðardóttir. Í HNOTSKURN »Alls greiddu 3.590 mannsatkvæði í prófkjörinu og fór kosning fram á 26 kjör- stöðum. »Auð og ógild atkvæði voru139. »Hjálmar Árnason var einiframbjóðandinn frá Reykjanesi meðal þeirra sex efstu í prófkjörinu. Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Elsa Ingjaldsdóttir eru bú- sett á Selfossi en Eygló Harð- ardóttir er búsett í Vest- mannaeyjum og Lilja Hrund Harðardóttir býr á Höfn í Hornafirði. »Hjálmar Árnason var fyrstkjörinn sem þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi árið 1995. Hefur hann setið óslitið á þingi síðan en kjörtímabilið 1999 til 2003 var hann uppbót- arþingmaður í Reykjanes- kjördæmi.                                           !"      #   $ ! !"#! !"$! !"%! !"&! !"'! „EFTIR svona afgerandi sigur er ég hrærður og þakk- látur en síðustu daga hef ég fundið gríðarlegan stuðn- ing úr öllu kjördæminu. Ég vissi að þessi ákvörðun Hjálmars að bjóða sig fram gegn varaformanni flokks- ins og ráðherra kjördæmisins væri áhætta fyrir hann. Það hleypti hins vegar miklu lífi í þetta prófkjör. Okk- ar barátta var drengileg en fólkið valdi þetta svona,“ segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsókn- arflokksins, sem hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti prófkjörsins. „Þegar tveir menn takast á um svona afgerandi sæti þá hefst mikil pólitísk umræða um okkur Hjálmar sem einstaklinga og fólk vegur okkur og metur. Ég er það heppinn að fólk velur mig áfram og vill ekki að ég sé felldur. Hjálmar geldur fyrir þessa ákvörðun sína. Við höfum verið vinir hérna í kjördæminu og samstarf okkar hefur verið einstakt í þessi 12 ár sem hann hefur verið þingmað- ur. Ég þakka honum alla þessa góðu daga,“ segir Guðni um brotthvarf Hjálmars. Spurður um fjölgun í flokknum segir Guðni að vissulega hafi barátta hans við Hjálmar dregið persónulega stuðningsmenn þeirra inn í flokkinn. „Ég segi fyrir mig að með þessari miklu aukningu, að um 3.600 einstaklingar taki þátt, aukist líkur okkar verulega fyrir kosning- arnar í vor,“ segir Guðni að lokum. Mikið líf í prófkjörinu Guðni Ágústsson HJÁLMAR Árnason þingmaður hlaut þriðja sæti í prófkjörinu en sóttist eftir fyrsta sætinu. Í viðtali sem sýnt var í beinni útsendingu á RÚV strax eftir að úr- slit voru kunngjörð sagði Hjálmar m.a.: „Auðvitað eru þetta vonbrigði en ég vil óska Guðna vini mínum til hamingju með sigurinn. Þetta var afgerandi sigur. Ég vil einnig þakka þann mikla stuðning sem ég fékk. Ég iðrast þess ekki að hafa gefið kost á mér í fyrsta sæt- ið. Það er glæsilegt að 3.500 manns hafi tekið þátt í þessu prófkjöri og hefur það hleypt miklum krafti í flokkinn,“ sagði Hjálmar. „Ég túlkaði niðurstöðu kjördæmisþingsins þannig að það vildi fá breytingar og þess vegna bauð ég mig fram sem valkost. Ég lenti í þriðja sæti en sóttist eftir fyrsta. Ég tel það nokkuð skýr skilaboð um að menn vilji breytingar og þess vegna mun ég draga mig úr. Ég tek hins vegar fram að ég geri það í fullri sátt. Mér finnst þetta glæsilegur hópur og ég óska honum alls hins besta og mun styðja við bakið á hon- um en vona að það verði einhver enn sterkari en ég sem taki þetta sæti. Ég ítreka að ég geri þetta í fullri sátt. Ég er búinn að vera tólf ár á þingi, glæsileg ár og skemmtileg ár og ég fer saddur og glaður,“ sagði Hjálmar Árnason þingmaður. Fer af þingi saddur og glaður Hjálmar Árnason „ÉG er fyrst og fremst afar þakklátur og hrærður á þessari stundu. Auk þess finn ég líka fyrir því að þessu fylgja miklar væntingar sem er ekki hrist fram úr erminni að standa við,“ segir Bjarni Harðarson, blaðamaður og bóksali, sem hlaut annað sæti í próf- kjörinu, sætið sem hann stefndi að. Spurður að því hvort að sú ákvörðun Hjálmars Árnasonar að stefna á fyrsta sætið hafi aukið sigurlíkur hans segir Bjarni að hann telji líkur til þess. „Það væri órökrétt að segja annað eins og málin stóðu,“ segir hann og tek- ur fram að hann virði og skilji þá ákvörðun Hjálmars að taka ekki sæti á listanum. „Hér er um að ræða mann sem hefur verið mjög lengi í stjórnmálum. Það hefði verið öðru- vísi hefði hann náð öðru sæti,“ segir Bjarni. Spurður um fyrri þátt- töku sína í pólitík segir Bjarni að hann hafi ekki tekið þátt í kosninga- baráttu síðan árið 1980 þegar hann bauð sig fram til formennsku í nemendafélagi í menntaskóla. Þá segist hann hafa verið liðsmaður Framsóknarflokksins í á annan áratug og sinnt ýmiskonar blaðaútgáfu fyrir flokkinn. Fyrsti slagurinn síðan 1980 Bjarni Harðarson „ÉG er fyrst og fremst geysilega ánægð með þátttökuna sem var stórkostleg hjá okkur miðað við að þetta var lokað prófkjör,“ segir Eygló Harðardóttir framkvæmda- stjóri í Vestmannaeyjum sem hafnaði í fjórða sæti í próf- kjörinu en stefndi að öðru sætinu. „Ég er mjög sátt við minn árangur. Ég var þriðja atkvæðamest yfir heildina og fékk atkvæði úr öllu kjördæminu. Þetta sýnir að framsóknarmenn eru ekki fastir í einhverri þúfna- pólitík,“ segir hún. Aðspurð um möguleika Framsóknarmanna á að ná þremur þingsætum segir Eygló að þeir séu ágætir. „Við erum í svipaðri stöðu í skoðanakönnunum nú og fyrir fjórum árum. Þá vantaði aðeins nokkra tugi atkvæða til að ná þriðja mann- inum inn,“ segir hún. „Það eru glæsilegir fulltrúar á listanum og maður fann fyrir mikilli stemningu á framboðsfundum með frambjóðendunum. Þetta var hörð keppni en hún var málefnaleg og allir lögðu sig fram um að sækja fram saman, en það var einmitt slagorð mitt í kosningabaráttunni og það er það sem við ætlum að gera í vor,“ segir Eygló að lokum. Geysilega ánægð með þátttökuna Eygló Harð- ardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.