Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blaðrið þið bara áfram, ég slöngva þá bara skjóðunni yfir. VEÐUR Sigur Guðna Ágústssonar, land-búnaðarráðherra og varafor- manns Framsóknarflokksins í próf- kjöri flokksins í Suðurkjördæmi kemur ekki á óvart. Guðni hefur lengi staðið traustum fótum í kjör- dæmi sínu og ekki við öðru að búast en að hann gengi með sigur af hólmi.     Hitt vekur meiri athygli, að Hjálm-ar Árnason, formaður þing- flokks Framsókn- arflokksins, sem stefndi á fyrsta sætið og ætlaði að velta Guðna úr sessi skyldi lenda í þriðja sæti á eft- ir Bjarna Harð- arsyni.     Hjálmar hefur ákveðið að hættaafskiptum af stjórnmálum, sem er hreinleg ákvörðun hjá honum og ekki allir sem taka ósigri með svo af- gerandi hætti.     En hvað veldur því að Hjálmar náðiekki betri árangri? Er staða Framsóknarflokksins á Suð- urnesjum jafn slæm og atkvæðatala Hjálmars bendir til?     Ekki er hægt að skýra þessi úrslit áannan veg. Hjálmar Árnason hefur notið velvildar fyrir störf sín á Alþingi og þess vegna er ekki hægt að skýra úrslitin á annan veg en þann, að flokkurinn standi svo illa á Suðurnesjum, en þangað hlýtur Hjálmar að hafa sótt mest af sínu fylgi.     Staða Framsóknarflokksins álandsvísu er hörmuleg skv. skoð- anakönnun Fréttablaðsins og árang- ur Hjálmars í prófkjörinu gæti bent til þess að fylgi Framsóknarflokks- ins í kjördæmunum á suðvest- urhorninu sé ekki upp á marga fiska.     Það er ekki langur tími til kosn-inga. Skyldi Framsóknarflokk- urinn ætla að láta ósigur yfir sig ganga baráttulaust? STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Framsókn og Suðurnes SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                )'  *  +, -  % . /    * ,          !!        "    !!  01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '            #    "$ $% &$ & 9  )#:; $$                 !"" " #" "      "    " "  "$%  "    &  ' " )  ## : )   ' (  ) $ $( $#   * <1  <  <1  <  <1  ' )  $+ !$,-  ;;1 =         <6  . / !$  $# $() $  $%$(# & <  .# )$ 0$1$$$ # $ !! $ $$(#  !0 #$  $  $ & 2  !$%$- & 5  1      ' (# $$0$#$ $ 1$$ $ # $ $ & '" !$# $! % $$ $(#  (# $ !0$#$  $ # $* &$$3$$ $$0  $ $4 * & 5 $ $66 $  $.#  $+ ! 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A 0 0 1&        1&         7& 0 0 0 0 0 0 0 0 07 07 0 07 80                  SAMHERJI er að kanna möguleika á að byggja 2.000 fermetra verk- smiðju á Dalvík. Myndi það þýða að verksmiðjuhús fyrirtækisins í bænum yrði samtals um 3.000 m² en landvinnsla Samherja á Dalvík er ein sú mesta hér á landi. Ekki er stefnt að því að fjölga starfs- mönnum við þessa stækkun en nú þegar starfa um 150 manns hjá Samherja á Dalvík. „En vænt- anlega þýðir þetta að við getum keyrt aukið magn í gegn,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmda- stjóri landvinnslu Samherja. „Þetta húsnæði á Dalvík er barn síns tíma og við erum að skoða að tækni- væða það enn frekar.“ Varðandi hráefni til vinnslunnar segir Gestur að einn af möguleik- unum sé að flytja inn frosinn fisk sem skip Samherja veiða annars staðar en við Íslandsstrendur. Gestur segir að þessa dagana sé verið að skoða tilboð í byggingar og tæki og fullgera kostnaðar- áætlun. Vilja reisa nýja verksmiðju FÓLK sem slasast alvarlega í bíl- slysum og er lagt inn á gjörgæslu- deild eða aðrar deildir Landspítala – háskólasjúkrahúss greiðir engan kostnað af spítaladvöl sinni en öðru máli gegnir um þá sem slasast og fara í rannsóknir og myndatökur en fá að fara heim samdægurs. Get- ur kostnaðarhlutdeild sjúklings far- ið upp í 18 þúsund krónur að há- marki. Fyrir myndatöku og komu á slysadeild þarf að greiða tæpar 5.300 krónur en ef sjúklingur þarf að gangast undir höfuðmyndatöku sem eru í flokki dýrustu myndataka hækkar gjaldið töluvert. Þak er þó sett á kostnaðarhlutdeild sjúklings við 18 þúsund krónur eins og fyrr gat. Umræddar reglur hafa verið við lýði um árabil, samkvæmt upp- lýsingum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Það getur því kostað fullorðinn ökumann og farþega 36 þúsund krónur að lenda í umferðarslysi með tilheyrandi rannsóknum. Slasaðir greiða allt að 18 þús- und eftir bílslys SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR hefur rúmlega 40% fylgi samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Samfylking rúmlega 21%, Vinstri græn 19,4%, Frjálslyndi flokkurinn 10% og Framsóknarflokkurinn 7,4%. Sam- kvæmt könnuninni eykst fylgi VG mest milli kannanna, en fylgi Sam- fylkingar hefur aldrei mælst minna í könnunum blaðsins, segir í frétt þess í gær. Kemur fram að sérstaklega dragi úr stuðningi við flokkinn á höf- uðborgarsvæðinu þar sem fylgið sé tæpum 13% minna en í síðustu könn- un. Frjálslyndir tapa 1% fylgi milli kannanna og Framsókn bætti við sig 0,6%. Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst einnig lítillega milli kannanna, en sú síðasta var gerð 7. nóvember sl. Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mælist 47,6% í könnuninni og fengju flokkarnir skv. því þrjátíu þingmenn kjörna. Ekki var spurt sérstaklega um sérframboð aldraðra og/eða öryrkja en nær allir þeirra 1,7% sem sögðust myndu kjósa annað en þá flokka sem nú sitja á þingi sögðust myndu styðja slíkt framboð. Hringt var í 800 kjósendur 20. jan- úar sl. og var svarhlutfall milli kynja jafnt. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 57,3% tóku afstöðu. VG bæta verulega við sig Fylgi Samfylkingar ekki mælst minna hjá Fréttablaðinu VÍSITALA íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu lækkaði um 0,7% á milli nóvember og desember. Þetta er mat Fasteignamats ríkisins en í frétt þaðan kemur fram að síðastliðna þrjá mánuði hafi vísitalan lækkað um 2,2%, síðastliðna sex um 0,9% en hækkað um 5,0% sl. ár. „Fyrir mitt leyti get ég ekki sagt að verð á fasteignum fari lækkandi,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, vara- formaður Félags fasteignasala. „Það getur verið að salan sé sveiflukennd milli mánaða og þannig seljist stund- um meira í hverfum sem hafa átt undir högg að sækja og verið meira framboð. Þá eru meiri líkur á að verð náist niður.“ Einnig verði að taka til- lit til þess að nóvember og desember séu þeir mánuðir sem minnst umsvif eru á íbúðamarkaði. „Í hverfum þar sem um er að ræða eftirsóttar eignir tel ég lækk- anir alls ekki hafa átt sér stað. Hins vegar hrærir Fasteignamatið bara í öllum pottinum og gerir heildarmat á allri þessari breidd,“ segir Ingi- björg sem áréttar að félagið muni fara betur í saumana á málinu sjálft. „Við höfum nýstofnaða greining- ardeild innan okkar vébanda og ætl- um að skoða þetta betur sjálf.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Ólíkt mat Fasteignamat ríkisins segir húsnæðisverð á höfuðborgarsvæð- inu hafa lækkað. Varaformaður Félags fasteignasala er ekki sammála. Íbúðaverð hafi lækkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.