Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 9
FRÉTTIR
! " #
ÚTSALA - enn meiri verðlækkun - ÚTSALA
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433
FORSÆTIS-
RÁÐHERRA Ís-
lands, Geir H.
Haarde, mun í
dag sækja heim
háskóla í Bergen
og flytja þar er-
indi.
Erindið fjallar
um norsk-
íslenska sam-
vinnu á nýjum tímum og verður
haldið við Viðskiptaháskóla Noregs
(Norges Handelshøyskole).
Í netfrétt norska dagblaðsins
Fiskaren er vakin athygli á því að
Geir sé hálf-norskur að uppruna.
Hann muni í erindinu fjalla um
efnahag Íslands og íslensku útrás-
ina, auk öryggismála með áherslu á
Norður-Atlantshafssvæðið.
Geir H. Haarde
á heimavelli
Geir H. Haarde
VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist á fæti
þegar hann ók sleða sínum á stein
þar sem hann var á ferð í nágrenni
Bláfjalla um kvöldmatarleytið í
gær, samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Maðurinn var jafnvel talinn hafa
lærbrotnað við slysið.
Í Kópavogshöfn klemmdist mað-
ur illa á hendi í vinnuslysi þegar
verið var að skipa upp gámi í Kópa-
vogshöfn í hádeginu í dag, og mun
önnur höndin vera nokkuð illa farin
eftir slysið, að sögn lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Yfir 15 umferðaróhöpp urðu á
höfuðborgarsvæðinu í gær.
Vélsleðamaður
slasaðist á fæti
TILKYNNING barst Lögreglunni
á Sauðárkróki, klukkan 6.50 á
laugardagsmorgni, um að innbrot
hefði verið framið í Steypustöð
Skagafjarðar. Starfsmaður stöðv-
arinnar sem var að koma til
vinnu uppgötvaði innbrotið.
Gluggi hafði verið spenntur
upp á skrifstofuhúsi stöðvarinnar
og þjófurinn farið þar inn og haft
á brott með sér rafeindatæki.
Nokkrar skemmdir voru unnar á
húsi og húsmunum. Lögreglan á
Sauðárkróki rannsakar málið.
Innbrot í
Skagafirði
BETUR fór en á horfðist í fimm bíla árekstri á gatnamót-
um Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri laust eftir
hádegi á laugardaginn.
Slysið varð með þeim hætti að ökumaður vöruflutn-
ingabifreiðar með festivagn missti stjórn á bifreiðinni í
hálku á leið niður Þórunnarstræti og hafnaði aftan á
fólksbifreið sem var kyrrstæð á rauðu ljósi við gatnamót-
in. Fólksbifreiðin rann inn á Glerárgötu en vörubifreiðin
rann áfram og hafnaði á jeppabifreið sem var kyrrstæð á
gatnamótunum. Jeppabifreiðin lenti svo á fólksbifreið
sem var ekið norður Glerárgötu en sú bifreið lenti svo á
pallbifreið sem var kyrrstæð á rauðu ljósi austan við
gatnamótin.
Vörubifreiðin rann áfram yfir umferðareyju og stöðv-
aðist á bifreiðastæði austan við Glerárgötu.
Nota þurfti klippur til að ná ökumanni og farþega út úr
jeppabifreiðinni en þau voru ekki alvarlega slösuð. Þau
voru flutt á slysadeild til skoðunar.
Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem jeppinn lenti á
kvartaði undan eymslum í hálsi og var fluttur á slysa-
deild.
Jeppabifreiðin og fólksbifreiðarnar voru fluttar af vett-
vangi með dráttarbifreið. Nota þurfti stórvirka vinnuvél
við að draga vörubifreiðina út af bifreiðastæðinu.
Loka þurfti hluta Þórunnarstrætis og Glerárgötu
vegna málsins en mikil umferð var á þessum tíma.
Fimm bílar rákust saman
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Árekstur Óhappið varð með þeim hætti að ökumaður vöruflutningabifreiðar missti stjórn á bifreiðinni í hálku
RÍKISÚTVARPIÐ fór ekki eftir
stjórnsýslulögum þegar undanþága
sem pólsk kona fékk frá því að greiða
gjaldið var dregin til baka, án þess
að konan væri látin vita. Hún fékk
síðan bakreikning upp á rúmlega
50.000 krónur. Þetta kemur fram í
áliti umboðsmanns Alþingis.
Málavextir eru þeir að konan fékk
í október 2003 gefins lítið sjónvarps-
tæki sem hún sagðist nota til að ung
dóttir hennar gæti horft á mynd-
bönd. Konan skildi ekki íslensku og
taldi sig því ekki geta notið útsend-
inga íslenska sjónvarpsins. Eftir að
starfsmaður innheimtudeildar í
tækjaleit hafði heimsótt hana, sótti
hún um undanþágu frá gjaldinu og
féllst starfsmaður deildarinnar á það
í apríl 2004. Hún fékk eftir þetta
senda nokkra seðla en var tjáð af
starfsmönnum afnotadeildar að
skuldin yrði felld niður. Í lok mars
2006 barst henni síðan reikningur
upp á rúmlega 50.000 krónur sem
var fyrir afnotagjöldunum og drátt-
arvöxtunum. Konan gerði upp skuld-
ina með afslætti en kvartaði undan
innheimtunni til umboðsmanns Al-
þingis.
Forstöðumaður afnotadeildarinn-
ar greindi umboðsmanni frá því, að
mistök hefðu átt sér stað og að und-
anþágueyðublaðið, sem konan fyllti
út, hefði einungis verið ætlað fyrir-
tækjum, ekki einstaklingum. Þá
hefði gjaldið verið fellt niður á sínum
tíma vegna þess, að konan hefði
sagst ætla að flytja af landi brott inn-
an tveggja mánaða, en ekki varð af
því.
Umboðsmaður áleit að RÚV hefði
borið að láta konuna vita þegar und-
anþágan var dregin til baka og gefa
henni kost á andmælum.
RÚV lét ekki vita þegar
hætt var við undanþágu
Pólsk kona fékk 50.000 kr. bakreikning fyrir afnotagjöldum
FÉLAG grunn-
skólakennara og
launanefnd sveit-
arfélaga hafa
óskað eftir því að
Ásmundur Stef-
ánsson ríkissátta-
semjari komi að
viðræðum þeirra
um endurskoðun-
arákvæði gild-
andi kjarasamn-
ings og hefur hann þegar átt einn
fund með aðilum. Kjarasamningur-
inn rennur út um næstu áramót.
Verða aðilar að segja honum upp
með þriggja mánaða fyrirvara, ann-
ars framlengist hann til maí á
næsta ári.
„Ef ekkert kemur út úr endur-
skoðunarákvæði samningsins og
ekkert nýtt gerist þá er honum
sjálfuppsagt nánast,“ segir Ólafur
Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara. „Við óskuðum eftir
því að Ásmundur myndi koma að
málinu til að athuga hvort hann sæi
einhvern flöt á því svo við næðum
saman um þetta ákvæði.“
Ólafur segir hér ekki um eig-
inlega kjaradeilu að ræða, heldur sé
verið að endurskoða ákvæði samn-
ingsins og því séu engar kröfur
lagðar fram, líkt og í hefðbundnum
kjaraviðræðum. Ákvæðið snúist um
það hvort tilefni sé til að endur-
skoða samninginn með tilliti til
efnahags- og kjaraþróunar frá árinu
2004 til september 2006. „Sé litið
svo á eiga aðilar að grípa til ráðstaf-
ana sem þeir verða sammála um,“
segir Ólafur. „Um það snýst vanda-
málið. Við erum ekki sammála um
til hvaða aðgerða eigi að grípa.“
Kennarar og launanefndin hafi
mjög ólíka sýn á það hvernig beri
að bregðast við, „svo mjög að það
var spurning um að hætta annað-
hvort að ræða þetta eða finna ein-
hverjar nýjar leiðir sem fólust í því
að fá Ásmund til aðstoðar,“ segir
Ólafur
Fundað verður áfram næstu daga
með ríkissáttasemjara og vonast
Ólafur til að niðurstaða náist innan
tveggja vikna.
Endur-
skoðun í
hnút
Ólafur Loftsson
Ríkissáttasemjari
fenginn til aðstoðar
BANDARÍSK yfirvöld hafa ekki
ótakmarkaðan aðgang að upplýsing-
um úr rafrænu neti SWIFT heldur
geta fengið tilteknar upplýsingar
leiki grunur á að þær tengist hryðju-
verkastarfsemi. Þetta segir Ólafur
Ottósson, formaður landsnefndar
SWIFT á Íslandi. Hann telur ekki
ástæðu til að taka þetta fram í við-
skiptaskilmálum íslenskra banka-
stofnana.
Danska dagblaðið Politiken sagði
frá því á laugardag að Danir sem
millifærðu inn á bankareikning í út-
löndum gætu átt á hættu að upplýs-
ingarnar bærust til bandarísku
leyniþjónustunnar, CIA og að mati
Datatilsynet, dönsku systurstofnun-
ar Persónuverndar, bryti þetta í
bága við lög um persónuvernd.
Hefðu tapað málaferlum
SWIFT er alþjóðlegt samskipta-
net um 8.000 fjármálastofnana í yfir
200 löndum og segir Ólafur að nán-
ast allir bankar sem millifæri fjár-
magn yfir landamæri notist við kerf-
ið, þ.á m. íslenskir bankar. Í kjölfar
hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjun-
um 11. september 2001 hafi banda-
rísk stjórnvöld stefnt SWIFT fyrir
dómstóla og gert kröfu um að fá að-
gang að öllum upplýsingum í netinu í
þeim tilgangi að koma í veg fyrir
fjármögnun hryðjuverka. Lögmenn
SWIFT hefðu talið víst að bandarísk
stjórnvöld myndu hafa sigur í mál-
inu, líkt og í öllum öðrum málum af
sama toga, og því hefði verið ákveðið
að ganga til samninga. Samkvæmt
þeim geti bandarísk stjórnvöld feng-
ið upplýsingar um millifærslur um
netið, hafi þau upplýsingar sem
bendi til þess að þær tengist hryðju-
verkum. „Það eru mjög takmarkaðar
upplýsingar sem yfirvöld í Banda-
ríkjunum geta nálgast,“ segir Ólaf-
ur. „Og það eru engar upplýsingar
látnar af hendi nema undir eftirliti
lögfræðinga og endurskoðenda
SWIFT.“
Ólafur sagðist geta fullyrt að ekki
væru allar persónuverndarstofnanir
í Evrópusambandinu á því að þetta
væri ólöglegt, líkt og Politiken hélt
fram í sinni frétt.
SWIFT knúið til samninga