Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 10

Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 35 82 2 01 /0 7 AFDRIFARÍKAR ákvarðanir á sviði stóriðju geta ekki verið einka- mál einstakra sveitarfélaga. Þetta er álit Vinstri grænna sem héldu flokksráðsfund um helgina. „Stóriðjustefnan og virkjanafram- kvæmdir í þágu stóriðju eru á kjör- seðlum landsmanna 12. maí,“ segir þá í ályktun. „Það er ekki einkamál sveitarfélagsins Hafnarfjarðar, Norðurþings, Reykjanesbæjar eða annarra að taka einhliða ákvörðun um virkjanakosti eða nýtingu auð- linda fjarri sinni heimabyggð.“ Fjármálamisferli léttvægt í samanburði Önnur mál sem mjög voru hug- leikin fundarmönnum eru sprottin úr umræðu síðustu vikna vegna Byrgisins. Samstaða ríkti um að óviðunandi sé að „Ríkissaksóknari og Sýslumannsembættið á Selfossi hafi ekki brugðist þegar í stað við þeim ásökunum sem komu fram … í nóvember 2006, gegn fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins um meint kynferðissamband hans við skjól- stæðinga. Sýslumaður verði að hafa í huga að „kærurnar varða mannrétt- indi, friðhelgi einkalífs umræddra kvenna og kynfrelsi þeirra.“ Meint fjármálamisferli forstöðumanns Byrgisins sé léttvægt í samanburð- inum. Í annarri ályktun lýstu fundar- menn furðu á „ … andvaraleysi sem ríkt hefur af hálfu hins opinbera undanfarin ár um hag stórs hóps vímuefnaneytenda og geðsjúkra …“ Um leið og skorin sé niður fagleg þjónusta hafi þrjú ráðuneyti, öll und- ir stjórn Framsóknarflokksins, án gagnrýni og viðhlítandi eftirlits, látið opinbert fé renna til meðferðarstarfs trúfélaga. Í umræðum við slit fundarins gerðu vinnuhópar í ýmsum mála- flokkum grein fyrir starfi sínu sem miðar að mótun kosningastefnu. Meðal annars kom fram í umræðum um landbúnaðarmál að huga þyrfti að sambandi launa og matarverðs. Ekki mætti láta Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk einoka umræðuna með áherslu á matarverð. Þá kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa, að landsfundur í febrúar yrði til að stilla saman strengi fyrir kosningar, frem- ur en að ræða heit ágreiningsmál. Stóriðjustefnan verði á kjörseðlunum þann 12. maí Flokksráðsfundur VG haldinn um liðna helgi Morgunblaðið/Golli Ályktað Fundarmenn gagnrýndu að ekki skyldi brugðist strax við ásök- unum á hendur forstöðumanni Byrgisins um kynferðislega misnotkun. Í HNOTSKURN » Landsfundur VG verðurhaldinn í Reykjavík 23.–25. febrúar og á að marka upphaf kosningabaráttunnar. » Vinstri græn mældust með19,4% fylgi í könnun Frétta- blaðsins um helgina sem er það hæsta sem mælst hefur frá kosn- ingum. Kjörfylgi í síðustu kosn- ingum var hins vegar aðeins 8,8%. » Kosningastýra VG í Suður-kjördæmi er tekin til starfa en í síðustu kosningum náði flokkurinn ekki inn manni þar. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is VALDIMAR Leó Friðriksson er orðinn þingmað- ur Frjálslynda flokksins en hann gekk úr Samfylk- ingunni í nóvem- ber sl. og hefur verið óháður þingmaður síðan. „Ég byrja að starfa strax með þingflokknum í [dag],“ segir Valdi- mar. „Í jólafríinu fór ég að skoða stefnu Frjálslynda flokksins og það er nú margt þar sem mér hugnast, m.a. það að þeir eru ekki búnir að gefast upp á kvótakerfismálinu. Það er því stefnan og fólkið sem mér líst mjög vel á að fara að vinna með.“ Valdimar segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvert hans kjördæmi verði. „Ég hef ekki sett nein skilyrði,“ segir Valdimar en hann var þingmaður Suðvesturkjör- dæmis fyrir Samfylkinguna. „Ég vil bara byrja að vinna og svo kemur það í ljós hvort fólk vill að ég verði í framvarðasveit eða ekki.“ Landsfundur Frjálslyndra verður næstu helgi og ætlar Valdimar sér að taka þar þátt í málefnavinnu. Nýr þing- maður Frjálslyndra Líst vel á stefnuna og fólkið í flokknum Valdimar Leó Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.