Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Melabúðin, stofnuð: 1956 Fjöldi starfsmanna: 35 Soðin lambasvið: 749 kr. kg Fjöldi kúnna á dag: 1148 Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli SANDRA Sif Morthens hefur verið ráðin sem verkefnastjóri í kynningar- og markaðsdeild Eimskips. Sandra starfaði hjá SPRON frá árinu 2001 til 2003 við ýmis störf. Hún var ráðin sem verkefnastjóri hjá Miðlun árið 2004. Árið 2006 gekk hún til liðs við Eimskip sem sérfræðingur í inn- flutningsdeild. en hefur nú verið ráð- in sem verkefnastjóri í kynningar- og markaðsdeild Eimskips. Sandra útskrifaðist sem markaðsfræðingur. frá Thames Valley University í London árið 2004. Nýr verk- efnastjóri hjá Eimskipi HAGNAÐUR Lýsingar, dóttur- félags Exista, nam 1.009 milljónum króna eftir skatta í fyrra á móti tæplega 690 milljóna króna hagn- aði árið 2005. Þetta er besti rekstrarárangur í sögu félagsins að því er kemur fram í tilkynningu til OMX á Íslandi en Lýsing hefur starfað í rúma tvo áratugi. Mikill vöxtur var í starfsemi fé- lagsins í fyrra en útlán fyrirtæk- isins jukust um 62% og námu nær 69 milljörðum um síðustu áramót. Þá fjölgaði viðskiptavinum Lýsing- ar um 37% á sama tíma í fyrra. Staða vanskila var einnig mjög góð og afskrifaðar tapaðar kröfur voru 0,32% af útlánum í upphafi árs en meðaltal síðustu þriggja ára 0,40%. Heildarniðurstaða efna- hagsreiknings var í árslok 61,3 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár var 28% sam- anborið við 22,3% árið 2005. Eigið fé Lýsingar nam tæpum fimm milljörðum króna og 6,5 milljörð- um með víkjandi lánum. Eigin fjárhlutfall fyrirtækisins var tæp 11% um áramótin en var 11,4% í árslok 2005. Í fyrra keypti Exista allt hlutafé í VÍS eignarhaldsfélagi, sem átti meðal annars Lýsingu en aðal- starfsemi Lýsingar er á sviði eign- arleigu með fjármögnun á atvinnu- tækjum, atvinnuhúsnæði og bifreiðum fyrir fyrirtæki og ein- staklinga og er það stærsta fyr- irtæki sinnar tegundar á Íslandi. Í tilkynningu Lýsingar til OMX á Íslandi segir að rekstur félagsins gangi vel og staða félagsins sé góð og innviðir traustir. Rekstri fé- lagsins verður framhaldið með sama sniði og áður með áframhald- andi vexti. Methagnaður af rekstri Lýsingar VÖRUFLUTNINGAR um höfnina í Rotterdam í Hollandi slógu öll fyrri met árið 2006 en þá fóru þar um 377 milljónir tonna af vörum. Er það sjö milljónum tonnum meira en árið áð- ur, eða 1,7% aukning. Uppskipaðar vörur jukust um 0,9% og námu 284 milljónum tonna en út voru fluttar 93 milljónir tonna, sem er 4,4% aukning frá árinu áður. Af uppskipuðum vörum voru olíuvör- ur 99 milljónir tonn, sem jafngildir 2,7% samdrætti. Alls fóru um höfn- ina 175,8 milljónir tonna af vörum í fljótandi formi, sem er 2,6% aukning. Minni hráolíu var dælt á land í Rotterdam 2006 miðað við árið áður en hins vegar jukust hreinsaðar olíu- vörur um 8,4% og námu 45,7 millj- ónum tonna, sem er met fyrir höfn- ina. Flutningar lausavöru í föstu formi dróst saman um 2,3% og nam 87,4 milljónum tonna. Gámaflutningar jukust um 3,4% og nam 94 milljónum tonna. Gefa hafnaryfirvöld til kynna að það jafn- gildi því að 9,6 milljónir 20 feta gáma hafi farið um höfnina, sem er aukn- ing um nær eittþúsund gáma á dag hvern, eða 4%. Metflutningar um Rotterdam NETVERSLUN sló öll fyrri met á nýliðnu ári í Frakklandi og sölusíð- um fjölgaði hratt. Hafa viðskiptin tvöfaldast frá 2004 en í fyrra nam aukningin 40% miðað við veltuna 2005. Alls versluðu Frakkar fyrir 12 milljarða evra á Netinu árið 2006, eða rúmlega 1.000 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá svo- nefndum Samtökum fjarsölufyr- irtækja (Fevad). Verslun á Netinu er einna mest í aðdraganda jólanna, að sögn Fe- vad. Nam hún um 2,5 milljörðum evra í nóvember og desember á um 16.000 síðum. Er það meiri upphæð en heildarvelta franskra netversl- unarfyrirtækja nam árið 2002. Morgunblaðið/Einar Falur Verslun á Net- inu eykst hratt í Frakklandi ● KÍNA hefur farið fram úr Japan og er nú í öðru sæti yfir mestu bílafram- leiðslulönd heims á eftir Bandaríkj- unum. Í frétt á fréttavef BBC- fréttastofunnar segir að framleiðsla annarra bíla en fólksbíla hafi aukist um 37% í Kína á síðasta ári. Fólks- bílaframleiðslan hafi hins vegar auk- ist um 30%. Sumir sérfræðingar eru sagðir spá því að Kína muni fara fram úr Banda- ríkjunum á árinu 2015 og verða þá mesta bílaframleiðsluland í heimi. Kína tekur fram úr Japan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.