Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 13

Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 13 ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HILLARY Clinton, fyrrverandi for- setafrú Bandaríkjanna, hefur tekið fyrsta skrefið í þá átt að sækjast eftir því að verða forsetaefni demókrata á næsta ári og síðan fyrsta konan í embætti forseta Bandaríkjanna. Hillary Clinton tilkynnti um helgina að hún hygðist stofna svo- nefnda könnunarnefnd, en það gerir henni kleift að hefja formlega fjár- söfnun og kanna stuðning sinn meðal bandarískra kjósenda. Nokkrum dögum áður hafði öldungadeild- arþingmaðurinn Barack Obama lýst því yfir að hann hefði stofnað slíka nefnd og stefndi að því að verða fyrsti blökkumaðurinn í forsetaemb- ættinu. Gert er ráð fyrir því að hann tilkynni framboð 10. febrúar. Útlit er því fyrir mjög sögulega og spennandi kosningabaráttu. Þótt John Edwards, fyrrverandi þing- maður í öldungadeildinni, sé einnig talinn eiga möguleika á sigri er lík- legt að athygli fjölmiðlanna beinist einkum að baráttu Obama og Hillary Clinton. Enda hefur það aldrei gerst í sögu Bandaríkjanna að kona og blökkumaður etji kappi í slíkum for- kosningum. Slagur tveggja risa Obama þykir gæddur miklum per- sónutöfrum og á auðvelt með hrífa fólk með málflutningi sínum. „Obama öldungadeildarþingmaður er með töfrana en Hillary Clinton er með kraftana,“ hafði The Washington Post eftir Jamal Simmons, hlut- lausum stjórnmálaráðgjafa úr röðum demókrata. „Þetta verður slagur tveggja risa, barátta milli krafts og persónutöfra annars vegar og pen- inga og skipulagningar hins vegar.“ Mark Corallo, stjórnmálaráðgjafi úr röðum repúblikana, telur að Clin- ton eigi góða möguleika á að verða kjörin næsti forseti Bandaríkjanna. „Enginn annar frambjóðandi, hvorki úr röðum demókrata né repú- blikana, getur gengið að annarri eins flokksvél og safnað eins miklu fé,“ hafði breska ríkisútvarpið BBC eftir Corallo. „Hún er með tvo kænustu pólitísku ráðgjafana í Demókrata- flokknum – þá Terry McAuliffe og Harold Ickes. Nei, þrjá, vegna þess að Bill Clinton er óárennilegastur þeirra allra. Maðurinn er afburða- snjall.“ The Washington Post segir líklegt að Obama leggi áherslu á að valið standi á milli framtíðarinnar og for- tíðarinnar en Clinton hamri á því að kjósendurnir þurfi að velja á milli reynslu og reynsluleysis. Skjótur frami Obama er 45 ára og frami hans í bandarískum stjórnmálum hefur ver- ið mjög skjótur. Bakgrunnur hans er einnig mjög óvenjulegur: faðir hans var blökkumaður frá Kenýa, móðir hans hvít bóndadóttir frá Kansas. Obama fæddist á Hawaii en ólst upp í Jakarta í Indónesíu. Hann hóf nám í Columbia-háskóla í New York og lauk laganámi við Harvard- háskóla. Hann var kjörinn í öld- ungadeild ríkisþings Illinois árið 1996 og sat þar til ársins 2004 þegar hann var kjörinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fréttaskýrendur Los Angeles Times segja að með því að bjóða sig fram eftir aðeins tveggja ára störf á Bandaríkjaþingi gefi Obama lítið fyr- ir þá viðteknu skoðun eftir hryðju- verkin 11. september 2001 að banda- rískir kjósendur séu tregir til að kjósa forseta sem hafi enga reynslu af utanríkismálum. Obama líti þvert á móti svo á að reynsluleysið geti orð- ið honum til framdráttar en ekki traf- ala vegna þess að kjósendur hafi fengið sig fullsadda á ráðandi öflum í Washington og flokkadráttum þeirra. Obama kveðst ætla að leggja áherslu á hefðbundin baráttumál demókrata, hyggst meðal annars lækka heilsugæslukostnað Banda- ríkjamanna og stuðla að þróun nýrra orkugjafa. Hann hefur þótt frjáls- lyndur á þinginu, til að mynda stutt réttindabaráttu samkynhneigðra og rétt kvenna til fóstureyðingar. Obama hefur tekið harðari afstöðu gegn stríðinu í Írak en Clinton sem studdi innrásina í landið. Obama átti þá ekki sæti á þinginu en lagðist gegn innrásinni. Þau eru bæði andvíg áformum Bush um að senda fleiri hermenn til Íraks. Obama hefur sagt að hann sé hlynntur því að bandaríska herliðið í Írak verði kallað heim í áföngum. Hann hefur hins vegar ekki viljað setja nein tímamörk í þeim efnum og hefur það vakið reiði andstæðinga stríðsins sem reiddust honum einnig á síðasta ári þegar hann studdi Joe Lieberman, einn af helstu banda- mönnum Bush í Íraksmálinu. Obama hefur jafnvel verið uppnefndur „O- bomb-a“ á vefsetri andstæðinga Íraksstríðsins, Antiwar.com. Margir álitsgjafar í Bandaríkj- unum hafa sagt að stuðningur Clin- ton við innrásina í Írak geti skaðað hana í kosningabaráttunni en ný skoðanakönnun sem The Wash- ington Post birti í gær bendir til þess að hún njóti jafnmikils stuðnings meðal þeirra demókrata, sem telja Íraksstríðið mikilvægasta kosninga- málið, og annarra demókrata. Rúm 40% styðja Clinton Könnunin bendir einnig til þess að Clinton njóti stuðnings 41% demó- krata, Obama 17% og Edwards 11%. Clinton nýtur góðs af því að nær allir Bandaríkjamenn þekkja hana og hún hefur sýnt að hún getur staðið af sér mjög harkalegar árásir pólitískra andstæðinga. Hún er samt mjög umdeild og hef- ur ekki getað eytt efasemdum margra um að hún geti orðið næsti forseti Bandaríkjanna. CBS- sjónvarpið birti fyrr í mánuðinum könnun sem bendir til þess að 38% Bandaríkjamanna hafi neikvæð við- horf til hennar. Ýmislegt getur orðið Hillary Clin- ton til trafala í kosningabaráttunni. Hugsanlegt er til að mynda að marg- ir kjósendur séu orðnir svo þreyttir á Clinton-hjónunum að þeir geti ekki hugsað sér að kjósa hana í Hvíta hús- ið. Einnig er hugsanlegt að kjósend- urnir hafi fengið sig fullsadda á flokkadráttunum í Washington og snúist á sveif með forsetaefni sem hefur ekki tekið jafnmikinn þátt í harkalegum deilum repúblikana og demókrata síðustu fjórtán árin, fyrst í forsetatíð Bills Clintons og síðan George W. Bush. Hillary Clinton hefur einnig getið sér orð fyrir að vera kuldalegur og útsmoginn stjórnmálamaður og hún þarf að losa sig við það orðspor í kosningabaráttunni. Clinton nýtur hins vegar góðs af því að hún er með meira fylgi en keppinautar hennar meðal kvenna og það gæti reynst henni mikilvægt vegna þess að í síðustu forsetakosn- ingum voru konurnar sem kusu um níu milljónum fleiri en karlarnir. Fréttaskýring | Demókratar í Bandaríkjunum búa sig undir sögulegar og tvísýnar forkosningar „Obama er með töfrana en Hillary með kraftana“ Clinton eða Obama? Líkur eru á að blökkumaður eða kona verði forsetaefni demókrata í fyrsta skipti. ’Þetta verður slagurtveggja risa, barátta milli krafts og persónu- töfra annars vegar og peninga og skipulagn- ingar hins vegar‘ Reuters OLÍA lak í gær úr flutningaskipinu Napoli sem siglt var í strand við suðvesturströnd Englands og tveir gámar með hættuleg efni féllu í sjóinn þegar björg- unarsveitir reyndu að afstýra mengunarslysi. Skipinu var siglt í strand til að koma í veg fyrir að það sykki eftir að hafa skemmst í óveðri. Skipið flutti 2.323 gáma og þar af voru 158 með hættuleg efni. Alls féllu 158 gámar í sjóinn, þar af tveir með hættuleg efni. Um 200 tonn af olíu láku einnig úr skipinu, sem er skráð í Bret- landi og í eigu svissnesks skipafélags. Reuters Olíumengun frá flutningaskipi Reuters Istanbúl. AFP. | Sautján ára Tyrki var í gær sagður hafa játað að hafa myrt tyrkneska blaðamanninn Hrant Dink. Fjölmiðlar í Tyrklandi sögðu að ungi maðurinn, Ogun Samast, segð- ist hafa skotið Dink til bana eftir bænasamkomu í Istanbúl á föstudag vegna þess að blaðamaðurinn hefði móðgað tyrknesku þjóðina. Dink hafði vakið reiði þjóðernis- sinna með skrifum sínum um fjölda- morð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni og hann fékk hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í fyrra fyrir að móðga tyrknesku þjóð- ina. Þjóðernissinnar lýstu honum sem föðurlandssvikara og í nýlegum greinum Dinks kom fram að hann hafði fengið nokkrar morðhótanir. Samast var handtekinn í rútu í borginni Samsun þegar hann var á leiðinni frá Istanbúl til heimabæjar síns, Trabzon við Svartahaf. Hann var með byssu sem talið er að hafi verið notuð til að myrða Dink. Lögreglan handtók Samast með hjálp föður hans sem gaf henni ábendingu um að sonur sinn kynni að hafa framið morðið. Faðirinn hafði séð mynd sem yfirvöld birtu af meintum morðingja Dinks en hún er úr öryggismyndavél banka nálægt morðstaðnum. Sagður hafa játað á sig morðið á Dink SÆNSKI bankinn Nordea hefur skýrt frá því að hann hafi orðið fyr- ir barðinu á netglæpamönnum sem hafi stolið sjö til átta milljónum sænskra króna, sem svarar 70–80 milljónum íslenskra. Veiruvarn- arfyrirtækið McAfee segir þetta „stærsta netbankaránið“ sem fram- ið hafi verið. Bankinn segir að viðskiptavinir hans hafi síðustu fimmtán mánuði fengið tölvupósta sem innihaldi svo- nefnda trójuhesta, forrit sem villa á sér heimildir. Sænska lögreglan telur að rússnesk glæpasamtök hafi verið að verki og að 250 við- skiptavinir Nordea hafi orðið fyrir barðinu á þeim, að því er fram kem- ur á fréttavefnum CNET News. Viðskiptavinunum var sendur tölvupóstur í nafni bankans þar sem þeir voru hvattir til að opna viðhengi til að sækja forrit gegn ruslpósti. Þeir sem opnuðu við- hengið fengu trójuhestinn sem varð til þess að þegar þeir reyndu að fara inn á heimabanka Nordea var þeim beint inn á ranga heimasíðu þar sem þeir gáfu upp mikilvægar upplýsingar og lykilorð. Tölvu- þrjótarnir notuðu síðan upplýsing- arnar til að komast inn á heima- banka Nordea og taka út peninga af reikningum viðskiptavinanna. Stærsta netbankaránið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.