Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 15
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HALLDÓR Björn Runólfsson var
nýverið skipaður í embætti for-
stöðumanns Listasafns Íslands til
fimm ára af Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra.
Halldór er mjög ánægður með
stöðuveitinguna og segir fólk mega
búast við breyttum áherslum í
rekstri safnsins í hans tíð.
„Ég hugsa að ég muni setja mark
mitt á stofnunina. Ég vonast til að
geta aukið aðsókn að safninu enn
meira og ætla að stuðla að því að sá
ókeypis aðgangur að safninu, sem
var tekinn upp nýverið, nýtist fólki
sem best,“ segir Halldór sem ætlar
að opna safnið meira útávið og efla
rannsóknir innan þess.
„Ég býst við að ég láti mjög til
mín taka varðandi tölvu- og mar-
miðlunarmöguleika, þannig að safn-
ið verði líka aðgengilegt á lands-
byggðinni. Þetta er safn allra
landsmanna og ég ætla að stuðla að
því enn betur og koma því þannig
fyrir að safnið verði sýnilegt sem
víðast. Ég vil líka að safnið nýtist
meira, verði samkomustaður þeirra
sem vilja fræðast um listir og vinna
að verkefnum varðandi listir. Að
það verði einhverskonar lista-
miðstöð en það er í farvatninu.
Þetta eru samt hlutir sem ég á eftir
að skoða hvernig hægt verður að
koma í kring,“ segir Halldór og
minnir hlæjandi á að það séu aðeins
örfáir dagar síðan hann var skip-
aður í stöðuna og ýmislegt sem
hann eigi eftir að hugsa út í.
Listasafn Íslands er þjóðlistasafn
og á merkt safn íslenskra verka, eft-
ir alla helstu myndlistarmenn þjóð-
arinnar. Safnið hefur þess vegna
lagt mikla áherslu á listaverkaarf-
inn en Halldór segist aðspurður ætli
að leggja töluvert mikla áherslu á
samtímann án þess þó að gleyma
arfinum.
Ber mikla virðingu
fyrir safninu
„Ég mun væntanlega stýra sýn-
ingum þannig að það verði ekki
ójafnvægi á milli stóru tímabilana.“
Halldór stefnir að því að sjá ekki
sjálfur um sýningastjórnun safnsins
heldur ráða utanaðkomandi sýning-
arstjóra.
„Ég er ekki ennþá búinn að setja
niður hvernig það verður en ég mun
reyna eftir föngum að fá ut-
anaðkomandi sýningarstjóra, eða
eins og fjárráð leyfa,“ segir Halldór
sem ber djúpa virðingu fyrir Lista-
safni Íslands.
„Þetta er elsta og kannski mik-
ilvægasta listasafnið okkar, það var
stofnað upp úr 1880 og það eru fáar
stofnanir hér sem eru jafn gamlar
svo maður getur ekki annað en bor-
ið mikla virðingu fyrir því.“
Hægt að byggja við safnhúsið
Listasafn Íslands er nú staðsett á
Fríkirkjuvegi 7 þar sem það hefur
nú verið í tuttugu ár og er aðalbygg-
ing þess reist árið 1916 sem íshús.
Húsnæðið þykir nokkuð þröngt og
segist Halldór ekki slá hendinni á
móti stærra og hentugra húsnæði ef
það byðist einhvern tímann.
„Húsnæði safnsins er mjög
þröngt og á þröngum stað í mið-
bænum en þó eru sóknarfæri og
ætti að vera hægt að vinna að því að
stækka safnið á núverandi staðsetn-
ingu. Það er mjög áríðandi að svona
safn sé miðlægt og að það fari ekki
úr miðbænum. Ég geng út frá því að
það verði áfram á sínum á stað og er
sáttur við það svo fremi að það séu
áfram sóknarfæri og hægt að efla
það og byggja. Stærð þess takmark-
ar ekki möguleika mína á að gera
það meira útávið en það takmarkar
hins vegar möguleikana á að það sé
hægt að halda úti sýningum sem
spanna stórt tímabil.“
Á eftir að sakna Listaháskól-
ans
Halldór tekur við stöðu forstöðu-
manns 1. mars næstkomandi, hann
starfar nú sem lektor og yfirmaður
listfræða við Listaháskóla Íslands.
„Ég hætti ekki fyrr en í apríl í
Listaháskólanum þannig að ég verð
að skipta mér í smá tíma á milli
beggja stofnana. Ég mun sakna
Listaháskólans, þar er yndislegt
starfsfólk og gaman að vera innan
um nemendur en mér finnst líka
ævintýri að hefja störf á Listasafn-
inu, þar veit ég að starfar gott fólk
þannig að ég kvíði ekki neinu,“ segir
Halldór sem er þegar farinn að láta
sig dreyma um hvaða sýningar hann
vill setja upp í Listasafni Íslands.
„Maður er farinn að láta hugann
sveima,“ segir hann kátur að lokum.
Nýskipaður forstöðumaður Listasafns Íslands ánægður
Mun setja mark sitt á safnið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forstöðumaðurinn Halldór Björn Runólfsson nýskipaður forstöðumaður Listasafns Íslands.
EFTIR því sem fram kemur á vefsíðunni bjork.com mun
Björk m.a. vinna með Antony Hegarty úr Antony and the
Johnsons á nýrri plötu sem nú er í vinnslu. Þetta segir í
færslu frá Meester Fly sem er „opinber fréttaritari“ síð-
unnar. Hegarty og Björk munu syngja saman tvo dúetta.
Aðrir tónlistarmenn sem eru nefndir til sögunnar eru
Timbaland, Biran Chippendale og Mark Bell, Chris Cors-
ano, Konono nr. 1 og Toumani Diabate.
Samkvæmt Meester Fly er búist við að ný plata Bjark-
ar komi út í sumar. Henni hefur ekki verið gefið nafn.
Morgunblaðið/ÞÖK
Björk Mun m.a. syngja tvo dúetta með Antony Hegarty á óútkominni plötu sinni.
Björk starfar með Antony