Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Í
dag kl. 18 verður haldinn
stofnfundur Margmenn-
ingar, félags áhugafólks um
fjölmenningu í Borg-
arbyggð, í Safnahúsi Borg-
arfjarðar. Þær stöllur Guðrún Vala
Elísdóttir, mannfræðingur og
náms- og starfsráðgjafi hjá Sí-
menntunarmiðstöð Vesturlands og
Ása Harðardóttir, landfræðingur
og forstöðumaður Safnahúss Borg-
arfjarðar, eru driffjaðrirnar í stofn-
un félagsins.
Fólk frá a.m.k. 15 löndum
,,Við höfum í vetur haft opið hús
á sunnudögum í Safnahúsinu fyrir
erlenda íbúa í Borgarbyggð,“ segir
Guðrún Vala ,,og má segja að
stofnun félagsins sé rökrétt fram-
hald af því. Ég hef í nokkurn tíma
kennt útlendingum íslensku og
fundið fyrir því að mikið vantar
upp á að þeir geti samlagast og
notið þess sem íslenskt samfélag
hefur upp á að bjóða. Ég áætla að í
Borgarbyggð séu um 300 ein-
staklingar af erlendum uppruna,
börn og fullorðnir frá a.m.k. 15
löndum. Í kennslunni og í starfinu
mínu sem ráðgjafi hefur fólk verið
að spyrja mig um ýmislegt sem
þarfnast úrlausnar.“ Guðrún Vala
nefnir sem dæmi að fólk þekki ekki
réttindi sín, þekki ekki íslenska
löggjöf og skilji oft ekki launaseðla
eða greiðsluseðla. Það veit ekki
hvert það á að snúa sér með ýmis
málefni sem fyrir Íslendingum eru
einföld. ,,Ég hafði samband við Ásu
og saman höfum við verið í sjálf-
boðavinnu við að hafa opið hús í
Safnahúsinu hvern sunnudag, þar
sem við reynum að svara þeim
spurningum sem brenna á fólki.
Ekki síður hefur tilgangurinn verið
félagslegur þannig að fólki gefst
kostur á að hittast og kynnast inn-
byrðis. Fólk talar saman á ensku,
rússnesku og smávegis íslensku, en
auðvitað þurfa þeir sem hingað
flytjast og ætla að búa hér, að læra
málið til þess að geta orðið sjálf-
bjarga í nýju landi og til að ein-
angrast ekki, tungumálið er und-
irstaða alls.“
Félagið öllum opið
Ása segir að fyrirmyndin af fé-
laginu sé sótt til Ísafjarðar. ,,Þar
er rekið afar gott félag sem heitir
Rætur. Með því að stofna formlegt
félag með kennitölu og öllu sem til
þarf myndast annar farvegur. Þá
er hægt að aðstoða fólk meira,
sækja um styrki og gera þennan
félagsskap sem við hófum óform-
lega í haust virkari. Félagið er öll-
um opið sem hafa áhuga á marg-
menningu og vilja vinna að auknum
skilningi og virðingu fyrir ólíkri
menningu. Þetta félag er til að
byrja með einungis hugsað fyrir
íbúa Borgarbyggðar, framtíðin mun
leiða í ljós hvort fleiri sveitarfélög
vilji koma að þessu starfi og þegar
hefur Borgarfjarðardeild Rauða
krossins sýnt málinu mikinn áhuga.
Á meðan kunnáttan á tungumálinu
er ekki fyrir hendi þarf samt að
miðla nauðsynlegum upplýsingum
til fólks. Augljóst er að hinir nýju
íbúar missa af einu og öðru og mis-
skilja annað vegna kunnáttuleysis.
Það sem þarf að byrja á að gera
er að safna saman upplýsingum um
þá einstaklinga í hópi nýbúa okkar
sem tala þokkalega íslensku eða
ensku til að koma upplýsingum á
framfæri,“ segir Ása. ,,Fólkið þarf
að kynnast reglum samfélagsins
sem það býr í og einnig hvað er um
að vera í Borgarbyggð. Gott væri
að setja upplýsingar inn á heima-
síðu Borgarbyggðar á fleiri tungu-
málum, svo þær séu aðgengilegar
fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.
Dæmi eru um að fólk missi af við-
burðum hér vegna þess að það hef-
ur ekki hugmynd um þá.“
Fjölmenningarsamfélag eins
og salatskál
Guðrún Vala heldur áfram: „Eins
og ég sagði áðan er tungumálið
undirstaðan og íslenskunámskeiðin
hafa verið fremur dýr, núna fyrir
áramót kostuðu þau 45.000 kr. en
ríkisstjórnin ákvað að veita 100
milljónum til íslenskunámskeiða
fyrir erlenda íbúa og nú hefur 70
milljónum verið ráðstafað til
kennslu þannig að núna kostar
námskeiðið 11.000 kr. Stétt-
arfélögin greiða svo niður um 75%
þannig að kostnaður nemenda er
tæplega 3.000 krónur. Verðið er
þannig ekki lengur hindrun. En
erfiðisvinnufólk mætir síður á þessi
námskeið því staðreyndin er sú að
eftir langan vinnudag er lítið þrek
eftir. Til viðbótar við íslensku-
námskeiðin er Símenntunarmið-
stöðin einnig að fara af stað með
s.k. Landnemaskóla sem er ætlaður
þeim sem hafa búið hér í ákveðinn
tíma og tala svolitla íslensku. Þar
eru kennslugreinar m.a samfélags-
fræði og lífsleikni en einnig tals-
verð íslenskukennsla. Þetta nám
auðveldar útlendingum að laga sig
að íslensku samfélagi og atvinnulífi.
Ég líki stundum fjölmenningarsam-
félagi við salatskál þar sem mis-
munandi grænmeti er ómissandi
fyrir gott salat. Hver tegund nýtur
sín án þess að skyggja á aðra,“
segir Guðrún Vala. ,,Ef okkur, Ís-
lendingum, tekst að byggja upp
þannig samfélag, græða allir. Við
þurfum líka að undirbúa okkur
sjálf til þess að minnka fordóma,
stuðla að umburðarlyndi og að allir
geti notið hæfileika sinna til heilla
fyrir sig og samfélagið.“ Ása tekur
undir þetta og hvetur allt áhuga-
fólk um margmenningu að mæta á
stofnfundinn í dag.
Félag áhugafólks um marg-
menningu stofnað í Borgarbyggð
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Skemmtun Gabriele, Rasa og Otil-
ija frá Litháen og Artis frá Lett-
landi skemmtu sér vel í alþjóðlegu
jólaboði sem var haldið á öðrum
degi jóla í Safnahúsinu í Borg-
arnesi.
Ása S. Harðardóttir
Skemmtun Gabriele, Rasa og Otilija frá Litháen og Artis frá Lettlandi skemmtu sér vel í alþjóðlegu jólaboði sem
var haldið á öðrum degi jóla í Safnahúsinu í Borgarnesi.
Snæfellsbær | Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
í Snæfellsbæ, og Benedikt Einar Gunnarsson
frá Ólafi Gíslasyni & co skrifuðu undir kaup-
samning á nýjum slökkviliðsbíl þann 11. janúar
sl.
Sagði Kristinn að um hreina viðbót væri að
ræða en fyrir eru tvær eldri bifreiðar og væru
þessi kaup til þess að styrkja öryggi bæjarbúa
og þá sérstaklega fyrir íbúa sem búa að sunn-
anverðu þar sem bíllinn kemst hratt yfir, auk
þess sem stór fyrirtæki eru í bæjarfélaginu og
einnig er unnið að byggingu stórra fyrirtækja.
Nýja slökkviliðsbifreiðin er af gerðinni
Scania 4x4 og er um öflugan bíl að ræða. Er
bíllinn með 420 hestafla vél og hámarkshraðinn
um 125 km á klst.
Bíllinn er mjög vel útbúinn og tekur hann
4.000 lítra af vatni og er með 200 lítra froðu-
tank, 3.200 lítra vatnsbyssa er á þaki bílsins og
6 kw rafall við vél.
Yfirbygging er öll úr trefjaplastefni með
eins mikið pláss fyrir búnað og mögulegt er án
þess að það komi niður á vatnsmagni.
Sæti eru fyrir fjóra í reykköfunarstólum en
alls rúmast 9 menn í bílnum.
Bíllinn er smíðaður í Póllandi og verður af-
hentur í janúar á næsta ári. Kaupverð er 26
milljónir króna.
Samningur um kaup
á nýjum slökkviliðsbíl
undirritaður
Aukið öryggi Sams konar slökkviliðsbíl og Snæfellsbær hefur nú fest kaup á.