Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 17

Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 17 LANDIÐ Eftir Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur Ísafjörður | Safnverðir Byggða- safns Vestfjarða gátu ekki leynt ánægju sinni þegar þeir fengu í hendurnar gamla og ryðgaða June Munktell-vél enda nokkurra ára leit þar með lokið. Vélinni verður komið fyrir í eikarbátnum Sædísi ÍS 67 sem safnið hefur verið að end- ursmíða í upprunalegri mynd. Í bátnum var upphaflega 45 hest- afla June Munktell-vél og þótti mik- ilvægt að fá svipaða vél til að full- komna endurgerð bátsins. Það reyndist hins vegar hægara sagt en gert og þrátt fyrir eftirgrennslan um víða veröld bar sú leit engan ár- angur. Var útlit fyrir að setja yrði vél af annarri tegund í bátinn eða jafnvel nýrri vél. Til þess kom þó ekki, því í ljós kom að Þjóðminja- safnið átti í fórum sínum 32 hestafla June Munktell-vél frá árinu 1937 sem hafði verið í Skarphéðni RE 29, 10 tonna fiskibáti sem smíðaður var árið 1930. Hafði Jón Jóhannesson frá Bíldudal gefið Þjóðminjasafninu vélina árið 1985 en hann eignaðist Skarphéðin í kringum 1945 og not- aði til rækjuveiða á Arnarfirði. Þeg- ar báturinn var rifinn árið 1950 var vélin sett á hús og að sögn Jóns Sig- urpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, er hún er í nokkuð góðu standi og fylgir bæði skrúfa og öxull. „Vélin er nú komin í hendurnar á Finnboga Bernódussyni, vélsmið í Bolungarvík, sem ætlar að gera hana upp fyrir okkur. Ef allt geng- ur að óskum ætti því verki að vera lokið í vor og stefnum við að því að Sædís fari í sína fyrstu siglingu eft- ir endursmíðina á sjómannadag- inn,“ segir Jón. Ein af fimm dísum Bárðar Þegar Jón er spurður frekar um sögu Sædísar ÍS 67 þá segir hann bátinn teiknaðan og smíðaðan árið 1938 af Bárði G. Tómassyni, fyrsta skipaverkfræðingi Íslendinga. Var Sædís ein fimm báta sem smíðaðir voru samtímis hjá Bárði og báru nöfnin Ásdís, Bryndís, Hjördís, Sæ- dís og Valdís. Vilmundur Reimarsson í Bolung- arvík afhenti Byggðasafninu Sædísi til varðveislu árið 1998 og var þá tekin ákvörðun um að reyna að koma bátnum í upprunalegt horf. Verkinu hefur miðað vel og segir Jón að umfangsmikil viðgerð á skrokknum sé að baki og aðeins eft- ir ýmiss frágangur, s.s. á dekki, spili, möstrum og reiða. Einnig þarf að ganga frá rafmagni og uppsetn- ingu ljósabúnaðar, sem Jón segir að sé nauðsynlegt til að báturinn standist kröfur Siglingastofnunar til haffæris. Gömlu veiðarfærin ennþá til „Hjá Byggðasafni Vestfjarða hef- ur verið unnið mjög markvisst að varðveislu gamalla báta og reynum við alltaf að gera þá sjófæra svo framarlega sem það er mögulegt enda teljum við að besta leiðin til að varðveita báta sé að hafa þá á sjó. Hvað Sædísi varðar, þá verðum við með glæsilegt skip í höndunum þeg- ar endurbótum á henni lýkur og getum nýtt hana á ýmsa vegu. Ein hugmyndin er sú að bjóða upp á stuttar veiðiferðir þar sem fólk get- ur upplifað stemningu liðins tíma, annaðhvort með togveiðarfærum eða bara dorgað með gamaldags handfærum. Hin gömlu veiðarfæri Sædísar eru til og bíða þess að kom- ast í sitt gamla hlutverk um borð í bátnum,“ segir Jón. Þá segir hann einnig inni í mynd- inni að bjóða upp á stuttar siglingar á Pollinum á Ísafirði, eða sólarlags- ferðir á sumarkvöldum, því fátt sé fallegra en sólarlag við Djúp. Mögu- leikarnir séu margir, það þurfi bara að skoða þá hvern fyrir sig og finna það sem er hentugast hverju sinni. Vantaði bara gamla June Munk- tell-bátavél til að fullkomna verkið Ljósmynd/Byggðasafn Vestfjarða Báturinn Sædís ÍS 67 sem Byggðasafn Vestfjarða hefur verið að láta endursmíða. Ljósmynd/Björn Baldursson Ánægðir Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, og Finnbogi Bernódusson vélsmiður virða June Munktell-vélina fyrir sér. Selfoss | Dagskráin á Selfossi valdi Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi fyrirtæki ársins 2006 á Suðurlandi. Það var sam- dóma álit ritstjórnar blaðsins að Ræktunarsambandið ætti þennan heiður skilinn fyrir frábært starf á síðasta ári. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er um þessar mundir eitt reyndasta og stærsta fyrirtæki í almennri verktakastarf- semi hér á landi. Meginhlutverk þess er að sinna jarðvinnu af ýms- um toga og nægir þar að nefna vatnsboranir, vegagerð, þunga- flutninga og lagningu varnargarða. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða fyrirtæki ársins 2006 á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðurkenning Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands- ins, tók á móti skjali sem segir að fyrirtækið sé fyrirtæki ársins 2006 á Suð- urlandi úr hendi Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, ritstjóra Dagskrárinnar. Húsavík | Flutningafyrirtæki Alla Geira hf. á Húsavík fékk á dög- unum afhenta þrjá nýja Mercedes Benz Actros-bíla frá Öskju hf. Fram kemur í tilkynningu að tveir bílanna eru með kæliflutn- ingakössum frá Ekeri í Finnlandi, en sá þriðji er dráttarbíll sem er ætlaður til gámaflutninga. Rúm fimmtíu ár er eru síðan Aðalgeir Sigurgeirsson hóf reglubundna vöruflutninga á milli Húsavíkur og Reykjavíkur og á þeim tíma hefur fyrirtækið gert út marga Benz- bíla, sem hafa reynst afar vel. Fyrirtækið er með daglegar áætlunarferðir á milli Húsavíkur og Reykjavíkur, auk þess að sinna daglegum akstri í Þingeyjarsýslum og víðar um Norðurland. Þá sinnir fyrirtækið ýmsum tilfallandi flutn- ingum, meðal annars á fisk- afurðum, landshluta á milli. Bílar félagsins eru mjög vel búnir tækj- um og búnaði og standast með ágætum þær miklu kröfur er gerð- ar eru til flutningaþjónustu í dag. Hóf vörubílaakstur árð 1948 Húsvíkingurinn Aðalgeir Sig- urgeirsson hóf eigin vörubílaakstur árið 1948, þá á Ford árgerð 1942, sem var í eigu Bifreiðastöðvar Þingeyjarsýslu. Árið 1954 keypti hann hins vegar Benz og stundaði almennan vörubílaakstur. Á Húsavík var í fyrstu vöru- afgreiðsla fyrirtækisins hjá Bif- reiðastöð Húsavíkur en síðan í ýmsum húsum sem þó stóðu undir þeim kröfum sem gerðar voru. Um 1970 var svo farið að huga að fram- tíðarlausn á húsnæði fyrir starf- semina. Það var svo í júlí 1974 að flutt var í eigið húsnæði að Garð- arsbraut 50 og þar var starfsemin til loka árs 2005 eftir áratuga starf. Alli Geira bætir nýj- um bílum við flotann Ánægð Mæðginin Sigurgeir Aðalgeirsson og Bergþóra Bjarnadóttir, eig- inkona Aðalgeirs heitins Sigurgeirssonar, stofnanda Alla Geira hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.