Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 19
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
! "#$%& '( ' )*+%&
,-& ./ 0'' 111!23+22!&
4
4
5
fjármál heimilanna
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 19
Þ
etta snýst fyrst og
fremst um hugarfarið,
“ segir Vilhjálmur
Bjarnason, aðjúnkt við
viðskiptaskor Háskóla
Íslands og formaður Félags spari-
fjáreigenda, um það hvað þarf til
að hefja sparnað. „Það er ekki víst
að við munum alltaf hafa það jafn
gott og í dag og þá getur verið
gott að hafa svolítið fé í bakhönd-
inni. Fólk ætti líka að hafa í huga
að það er miklu erfiðara að draga
úr neyslu en að auka hana.“ Vil-
hjálmur lýsir sparnaði sem lang-
hlaupi. „Það þýðir ekki að byrja
að spara í dag og hætta á morgun.
Þótt lítið komi inn til að byrja
með skiptir öllu máli að gefast
ekki upp því reglubundinn sparn-
aður getur orðið býsna drjúg upp-
hæð þegar til lengri tíma er litið.
Menn þurfa ekki að vera á neinum
ofurlaunum til að spara því það
munar um allar upphæðir í þessu
sambandi.“
Yfirdráttur
dýrasta lánsformið
Sparnaði má skipta í fernt, að
hans sögn. „Í fyrsta lagi þarf að
spara til að mæta föstum stórum
útgjöldum á borð við afborganir af
lánum. Í öðru lagi þarf að spara
fyrir sumarfríinu til að þurfa ekki
að borga af sumarfríinu fram í
næsta sumarfrí. Í þriðja lagi er
sparað fyrir varanlegri neyslu,
eins og heimilistækjum, bílum og
húsnæði. Óvænt útgjöld falla síðan
undir þessa varanlegu neyslu og
hugsanlega verður maður að
ganga á það sem ætlað er til
lengri tíma til að jafna slíkar
sveiflur. Síðast en ekki síst er líf-
eyrissparnaður og undan honum
kemst enginn lögum samkvæmt.“
Hann bætir því við að gullna regl-
an sé að steypa sér ekki í of mikl-
ar skuldir. „Hvert meðalheimili á
Íslandi skuldar 700 þúsund krónur
á hlaupareikningi sem þýðir að um
12 þúsund krónur fara bara í vexti
á mánuði. Yfirdráttur er dýrasta
lánsformið sem til er.“ Tvær meg-
inleiðir eru til í sparnaði, að sögn
Vilhjálms, annars vegar að leggja
fyrir á bankareikningum og hins
vegar verðbréfakaup. „Verðbréf
hafa til lengri tíma gefið ívið betri
ávöxtun en bankareikningar,“ seg-
ir hann og svarar því neitandi að
verðbréf krefjist þess að fólk sé
sérstaklega vakandi fyrir ávöxtun
og gengi bréfanna. „Ef maður
kaupir í þokkalega eðlilegum fyr-
irtækjum og sækir ekki í mikla
áhættu þá bara mallar þetta. Það
má vel vera að ég hafi sett af mér
eitthvað í gegn um tíðina með því
móti en ég hef þá örugglega farið
á mis við einhver töp. Þetta jafnar
sig út. Kostnaðurinn við að skipta
bréfunum er síðan einhver en með
því að halda sig við skapleg og
traust fyrirtæki ætti það að vera í
lagi.“
Lífeyrissparnaðurinn
maraþon
Hann segir hægt að dreifa
áhættunni með því að kaupa bréf í
nokkrum tegundum fyrirtækja. Þá
ráðleggur hann fólki að skuldsetja
sig ekki mikið fyrir hlutabréfa-
kaupum enda geti falist talsverð
áhætta í því. Þeir sem kjósa frem-
ur að leggja fyrir á bankareikn-
ingum ættu að bera saman inn-
lánsvexti á mismunandi
bankareikningum en að sögn Vil-
hjálms segja vextirnir nokkurn
veginn alla söguna auk verðtrygg-
ingarinnar. „Maður á að geta
treyst þessu enda er enginn
kostnaður á innlánsreikningum.
Binding getur verið vandamál en
ef maður hefur reikninga á mis-
munandi bindingu ætti það að
vera í lagi. Maður ætti í öllu falli
alltaf að vera með eitthvert
sparifé tiltækt.“ Ýmsar nýjungar í
sparnaði hafa vakið athygli, s.s.
nýjasta auglýsingaherferð Glitnis
sem gengur út á að borga rúmlega
þegar greitt er með debetkorti og
leggja mismuninn inn á reikning.
Vilhjálmur segir þetta ekki nei-
kvætt. „Þetta gæti hentað þeim
sem vilja ekki skipuleggja sparn-
aðinn fyrirfram heldur frekar gera
það úti í búð og auðvitað er það
jákvætt ef það leiðir til sparnað-
ar.“ Loks bendir Vilhjálmur á líf-
eyrissparnað. „Ef venjulegur
sparnaður er langhlaup er lífeyr-
issparnaðurinn maraþon,“ segir
hann. „Það má ekki gleyma því að
það er sparnaður líka þótt hann sé
ekki skráður á skattskýrslur. Við-
bótarlífeyrissparnaður borgar sig
síðan alltaf, í fyrsta lagi vegna við-
bótarframlags frá atvinnurekanda
sem ella kæmi ekki. Hins vegar
felst í honum frestun á skatt-
greiðslum því maður borgar ekki
skatt af þeim launum sem fara í
viðbótarlífeyrissparnaðinn fyrr en
við úttekt.“
Verðbréf með betri
ávöxtun en bankareikningar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sparnaður „Þótt lítið komi inn til að byrja með skiptir öllu máli að gefast ekki upp því reglubundinn sparnaður
getur orðið býsna drjúg upphæð þegar til lengri tíma er litið.“
„Sparnaður er lang-
hlaup,“ segir Vilhjálmur
Bjarnason, formaður
Félags sparifjáreigenda.
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir fékk hjá
honum ráð um hvernig
best er að bera sig að við
sparnaðinn.
Í HNOTSKURN
»Í fyrsta lagi þarf að sparafyrir föstum stórum út-
gjöldum á borð við afborganir
af lánum.
» Í öðru lagi þarf að sparafyrir sumarfríinu
» Í þriðja lagi fyrir var-anlegri neyslu, eins og
heimilistækjum, bílum og hús-
næði sem og óvæntum út-
gjöldum.
»Loks er lífeyrissparnaðurskylda lögum samkvæmt.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Reglulegt „Menn þurfa ekki að
vera á neinum ofurlaunum til að
spara,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. ben@mbl.is