Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 20
lifun
20 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það geturverið erfitt
að einbeita sér
að heimalær-
dómnum þegar
kalt er í veðri og
dimmt úti og
drungalegt. Þá
er gott að fá
hlýju í kroppinn
með alvöru
rjúkandi súkku-
laði, skella sér
svo í lopapeysuna og sjónvarpssokkana og grúfa sig yfir
skruddurnar.
Þegar augnlokin byrja að síga og svefninn sækir á er gott
að hafa í seilingarfjarlægð handáburð með frískandi ilmi
sem í leiðinni dregur úr þurrkinum sem kemur í kuldanum.
Svo er um að gera að setja í eyrun seiðandi suðræna sveiflu
og standa upp af og til og taka nokkur spor áður en sest er
við lestur á ný.
Á köldu
vetrarkvöldi
1Hlýtt Þegar hroll sækir að manni kem-ur fátt í stað lopapeysunnar. Hand-
prjónasamband Íslands á Skólavörðustíg.
11.400 kr.
3Fljótlegt Þegar tími gefst ekki til aðbræða súkkulaði í heitan drykk er
hægt að setja tvær teskeiðar af þessu
súkkulaðidufti í bolla og hella sjóðandi
mjólk yfir. Te og kaffi á Laugavegi.
Súkkulaðiduft 0.5 kg. 765 kr.
2Ástin Hjörtun minna á ástina og húner hlý. Þegar unglingurinn fær sér
heitt að drekka er ekki verra að teygja
sig eftir þessu handmálaða steintaui.
Pipar og salt á Klapparstíg. 2.200 kr.
4Unaðslegt Gott hráefni gerir gæfu-muninn þegar búa á til heitt súkkulaði.
Hér kemur sýnishorn af súkkulaðiúrvalinu
sem fæst í Vínberinu á Laugavegi. 70% Líf-
rænt Green og Black súkkulaði, 390 kr.,
60% Guylian súkkulaði 465 kr, 70% Galler
súkkulaði 435 kr. eða 70% Lindt súkkulaði
á 295 kr.
5Kindin Það er gott að eiga svonakrúttlegan og mjúkan púða til að
kúra með í kuldanum. Nici í Kringlunni,
2.900 kr.
7Frískandi Húðin þornar í kulda og trekkog þessi handáburður nærir hendurnar
en frískar líka því lyktin er skemmtileg. Ilm-
urinn af kertinu er sá sami og af handáburð-
inum og hressir þegar þreytan gerir vart við
sig. L’occitane í Kringlunni. Kerti 2.380 kr,
handáburður 1.595 kr.
9Fætur Þegar manni er kalt á fótunumer allt ómögulegt. Þessir dásamlegu
sokkar bjarga málunum. Handprjóna-
samband Íslands á Skólavörðustíg. Sjón-
varpssokkar 2.950 kr., Rósasokkar 3.300
kr.
8Seiðandi Augnlokin síga og svefninner að taka völdin. Þá er lausnin að
spretta úr stólnum og taka suðræna sveiflu
með Rhythms del mundo. Skífan Kringl-
unni 2.199 kr.
Morgunblaðið/Ásdís
6Rautt. Ómótstæðilegur súkkulaðibolli.Fæst í rauðu og grænu. Te og kaffi á
Laugavegi. Bolli og undirskál 2.190 kr.
Notalegt Rjúkandi súkkulaði, lopapeysa og sjónvarpssokkar halda hlýju á
þessum unga MR-ingi sem lítur sem snöggvast uppúr efnafræðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
gæludýr
ÍBANDARÍKJUNUM fjölgar sí-fellt þeim sem taka gæludýrinsín með sér í vinnuferðir – ogþað eru ekki bara hefðbundin
gæludýr á borð við hunda og ketti sem
fá að fljóta með í viðskiptaferðina.
„Það er erfitt að finna gistingu þegar
þú ert með tösku fulla af krókódílum og
slöngum,“ hefur New York Times eftir
Tim Williams sem starfar hjá Gator-
land dýralífsgarðinum í Orlando í Flo-
rída. Hann gistir því oftast á af-
skekktum mótelum þar sem „þeir
spyrja ekki of margra spurninga“.
Fæst gæludýr eru hins vegar jafn yf-
irþyrmandi og krókódílar Williams og
leitast nú sífellt fleiri hótel og flugfélög
við að mæta þörfum þeim vaxandi
fjölda ferðalanga sem tekur gæludýrin
með sér í viðskiptaferðir.
Árið 2003 tóku 15 milljónir Banda-
ríkjamanna gæludýrin með sér til næt-
urdvalar fjarri heimilinu og á síðasta
ári var talan komin upp í 29 milljónir.
„Mun fleiri ferðast nú með hundana
sína,“ segir Len Kain, einn aðstand-
enda vefsíðunnar Dogfriendly.com, þar
sem finna má upplýsingar um hunda-
væn hótel víðs vegar í Bandaríkjunum.
Upphaflega voru það helst ódýr mótel
sem leyfðu gestum að taka með sér
gæludýrin, en þeim fer nú sífellt fjölg-
andi sem sjá sér hag í að bjóða gælu-
dýrin velkomin. Sum hótel í dýrari
kantinum bjóða jafnvel orðið upp á
dýragæslu, -gönguferðir og jafnvel sér-
stakan dýramatseðil.
Flest bandarísk flugfélög heimila þá
orðið að smærri dýr séu tekin með um
borð svo framarlega sem búr þeirra
rúmast undir sætinu – stærri dýr þurfa
hins vegar enn að ferðast í farang-
ursrýminu og flugfélagið Midwest Airl-
ines tók jafnvel upp á því nýlega að
bjóða upp á sérstaka poka með hunda-
góðgæti á vissum leiðum.
Gæludýr á ferð og flugi
Reuters
Hið ljúfa líf Tinkerbell hundur Paris Hilton nýt-
ur væntanlega hins besta atlætis á vegum úti.
Dýrum er margt til lista lagt. Um helgina tók þessi hund-
ur þátt í keppni sem haldin var í Friedrichafen í Þýska-
landi og sýnd var í þýska sjónvarpinu. Veðjað var um
hvort hundurinn næði að ganga með vatnsglasið upp
stigann.
Reuters
Flinkur hundur