Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DÝR LYF
Hvenær eru lyf svo dýr, að ekkier talið verjandi að kaupaþau með peningum skatt-
greiðenda? Hversu langt nær sú sam-
trygging, sem við höfum byggt upp í
kringum heilbrigðiskerfið? Um þess-
ar grundvallarspurningar hafa litlar
umræður farið fram á opinberum
vettvangi en það er tímabært að þær
fari fram.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Einar Stefánsson, prófessor í
augnlækningum við Háskóla Íslands
og yfirlæknir á augndeild Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss, frá lyfi, sem
kom á markað í Bandaríkjunum á síð-
asta ári, sem hægt er að nota með
góðum árangri til þess að koma í veg
fyrir blindu vegna hrörnunar í augn-
botnum. Einar segir að tæpast leiki
nokkur vafi á því, að hægt væri að
bjarga tugum ef ekki fleiri Íslending-
um frá blindu á ári hverju með því að
nota þetta lyf.
Hins vegar er lyfið mjög dýrt og
ekki hafi fengizt leyfi til að nota það
hér. Í Morgunblaðinu í dag kemur
fram, að slíkt leyfi verður veitt.
Hér er um að ræða eitt tiltekið lyf
gegn tilteknum sjúkdómi. Auðvitað
eru til mörg lyf, sem skila betri ár-
angri en eldri lyf í sambandi við ýmsa
sjúkdóma en eru ekki notuð hér.
Hvenær á að leyfa notkun slíkra
lyfja og hvenær ekki? Þetta er sið-
ferðileg spurning, sem læknar standa
frammi fyrir, heilbrigðisyfirvöld
standa frammi fyrir og raunar þjóðin
öll.
Þessi spurning er hins vegar ekki
rædd fyrir opnum tjöldum. Að þess-
um umræðum koma fáeinir einstak-
lingar í heilbrigðiskerfinu. Er það
eðlilegt að svo veigamiklar spurning-
ar, sem geta ráðið örlögum fjölda
fólks, séu ekki ræddar á þann veg, að
almenningur geti tekið þátt í þeim
umræðum? Það getur ekki talizt eðli-
legt. Það er þessi sami almenningur,
sem borgar skattana, sem standa
undir heilbrigðisþjónustunni í land-
inu.
Það er ekki til neitt eitt eðlilegt
svar við þessum spurningum. Vel má
vera, að hér geti verið um að ræða
nokkra milljarða króna í viðbótar út-
gjöld og þá er ekki fráleitt að skatt-
greiðendur hafi nokkuð um það að
segja, hvort þeir eru tilbúnir til að
greiða aukinn kostnað.
Það er hins vegar ekki hægt að
ganga út frá því sem vísu að þeir vilji
það ekki. Og raunar margt sem bend-
ir til þess, að skattgreiðendur séu til-
búnir til að greiða hærri skatta ef það
yrði til þess að bæta þjónustuna.
Fyrr eða síðar þurfa flestar fjöl-
skyldur í landinu, ef ekki allar, á
þjónustu heilbrigðiskerfisins að
halda.
Það er líka hugsanlegt að það sé
fleiri kosta völ. Hugsanlegt er að ein-
hverjir sjúklingar, sem eru að verða
blindir, séu tilbúnir til að greiða
þennan kostnað sjálfir þannig að
kostnaður, sem greiða þyrfti úr al-
mannasjóðum, yrði mun lægri en ella.
Er í raun og veru eitthvað sem mælir
gegn því að bjóða upp á slíkan val-
kost?
GJAFMILDI
Á laugardagsmorgun var skýrt fráþví, að hjónin Ingibjörg Krist-
jánsdóttir landslagsarkitekt og Ólaf-
ur Ólafsson, stjórnarformaður Sam-
skipa, hefðu ákveðið að setja á stofn
velgerðarsjóð með eins milljarðs
króna stofnframlagi. Er gert ráð fyr-
ir að árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins
verði um 100–150 milljónir króna og
verði því annars vegar varið til verk-
efna í þróunarlöndunum og hins veg-
ar til þess að styrkja verkefni á sviði
vísinda, mennta og lista á Íslandi.
Þau Ingibjörg og Ólafur hafa kom-
ið að verkefnum í Síerra Leóne, sem
eru fólgin í því að reisa 50 samfélags-
skóla í landinu með húsgögnum og
öðrum búnaði en jafnframt hafa þau
styrkt Landsnámssetrið í Borgarnesi
í minningu foreldra Ólafs, þeirra
Önnu Ingadóttur og Ólafs Sverris-
sonar.
Um afstöðu þeirra hjóna til slíks
stuðnings, sagði Ingibjörg Kristjáns-
dóttir á blaðamannafundinum:
„Okkur finnst að öll berum við
ákveðna samfélagslega ábyrgð. Við
höfum bæði mikinn áhuga á að styðja
við þá sem minna mega sín og til-
gangur sjóðsins er að setja þennan
áhuga okkar í ákveðinn ramma.“
Það er ánægjulegt að þeir Íslend-
ingar, sem hafa efnast mikið í góðæri
síðustu ára, skuli beina þeim fjár-
munum að einhverju leyti í þann far-
veg sem hér hefur verið lýst. Það er
mikill vandi að úthluta slíkum pen-
ingum. Á síðasta ári fóru fram tölu-
verðar umræður um þau mál, þegar
bandaríski auðkýfingurinn Warren
Buffet ákvað að leggja mikið af eign-
um sínum í sjóð sem Bill Gates og
kona hans hafa komið á fót. Rök Buf-
fets fyrir því að ganga til samstarfs
við Gates-hjónin voru þau, að sjóður
þeirra hefði öðlast ákveðna reynslu í
að úthluta styrkjum til margvíslegra
málefna og hann vildi frekar að fjár-
munum hans yrði dreift á meðal ann-
arra af þeim sem hefðu orðið sér út
um þekkingu á því sviði en að hann
sjálfur og fjölskylda hans byrjuðu frá
grunni.
Þessi afstaða Warren Buffets vakti
mikla athygli í Bandaríkjunum á sín-
um tíma og þótti bera vott um mikla
óeigingirni af hans hálfu. Með því að
ganga til samstarfs við Gates-hjónin
var Buffet í raun að útiloka þann
möguleika að fjármunir þessir yrðu
kenndir við hann og fjölskyldu hans
um aldur og ævi.
Í þessum umræðum kom líka fram,
að Gates-sjóðurinn byggi nú yfir mik-
illi þekkingu á því, hvernig ætti að
ráðstafa fé til þróunarlandanna,
þannig að það kæmi örugglega að
notum fyrir þá sem þyrftu á því að
halda en lenti ekki í höndum spilltra
stjórnmálamanna.
Tölulegar upplýsingar sýna að op-
inberir styrkir til þróunarlandanna
eru í mínus, þ.e. ríku þjóðirnar fá
meira til baka en þær leggja fram.
Hins vegar tryggja framlög einka-
aðila að ríku þjóðirnar eru enn í plús.
Framtak þeirra Ingibjargar og
Ólafs er þakkarvert.
MAÐURINN, sem lentií snjóflóði norðanskíðasvæðisins í Hlíð-arfjalli um hádegisbil
í gær, liggur þungt haldinn á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og var honum enn haldið
sofandi í öndunarvél seint í gær-
kvöldi.
Hinn slasaði var í hópi vél-
sleðamanna, sem hafði verið á
svæðinu í um það bil hálfa aðra
klukkustund þegar flóðið féll.
Maðurinn barst um 100 metra
með flóðinu en sleðinn hans
stöðvaðist um það bil 20 metrum
neðar. Maðurinn var á tveggja
metra dýpi þegar félagar hans
fundu hann fáeinum mínútum síð-
ar. Þeir náðu að blása í manninn
lífi áður en björgunarmenn komu
á staðinn.
Maðurinn, sem er á fimmtugs-
aldri, fannst svo skjótt sem raun
ber vitni vegna svokallaðra snjó-
flóðaýla sem allir höfðu meðferðis
og fullyrðir einn úr hópnum að
vegna ýlanna hafi náðst að bjarga
manninum á lífi. „Annars hefðum
við aldrei fundið hann nógu
snemma,“ sagði Finnur Að-
albjörnsson, einn vélsleðamann-
anna, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Enginn vafi er talinn á því að
hávaðinn frá sleðunum hafi valdið
flóðinu.
Svokallaðir snjóflýðaýlar (í ein-
tölu, snjóflóðaýlir) eru bornir inn-
an klæða. Þegar menn eru á ferð-
inni senda ýlarnir frá sér merki,
en lendi menn í óhappi, eins og í
gær, eru ýlarnir stilltir á móttöku
og taka þá á móti merkjum frá
öðrum ýlum á svæðinu.
Hópurinn var á ferð talsvert
norðan við skíðasvæðið í Hlíð-
arfjalli; á milli Mannshryggs og
brekkunni sá ég sleðann á
ferð í flóðinu, en ekki man
segir Finnur.
Félagar mannsins náðu
hann út á tveimur til þrem
mínútum, að sögn Finns, m
snjóflóðaýlunum sem áður
nefndir. Maðurinn var á tv
metra dýpi og hefði ýlann
notið við hefði þurft að lei
mannsins með því að sting
stöngum í snjóinn, sem he
ið margfalt lengri meiri.
„Ýlan bjargaði lífi mann
Við miðuðum hann út á tv
til þremur mínútum eftir
féll og höfum líklega verið
til sjö mínútur að grafa ha
upp.“
Vert er að geta þess að
lenti í flóðinu keypti sér ý
föstudaginn. „Einn í hópn
í snjóflóði í fyrra og slapp
undraverðan hátt úr því o
hefur hvatt okkur mjög ti
að nota þetta tæki.“
Félagar mannsins beittu
hjartahnoði og blésu í han
Eftir um það til tíu mínút
maðurinn að anda á ný.
Finnur segir að notagild
anna hafi heldur betur ko
ljós. „Þetta tæki vísar ma
kvæmlega veginn.“ Tækið
fyrsta lagi til kynna í hvað
viðkomandi er og þegar k
Stórahnjúks. Finnur telur að
snjóflóðið hafi verið um það til
einn og hálfur kílómetri á breidd,
nærri þrisvar sinnum breiðara en
í fyrstu var talið í gær. „Hlíðin
kom eiginlega bara öll niður,“
sagði hann við Morgunblaðið.
Finnur segist margoft hafa ek-
ið á vélsleða á þessu svæði und-
anfarin 20 ár. „Við höfum stund-
um séð smá kögglahrun úr
hlíðinni en aldrei snjóflóð.“
Hópurinn hafði ekið um svæðið
í um það bil eina og hálfa klukku-
stund, sem fyrr segir og áð var á
hól um miðbik svæðisins og
mennirnir fengu sér að borða.
Finnur og sá sem lenti í flóðinu
óku síðan af stað upp brekkuna,
Finnur norðanmegin í skálinni en
hinn í suðurhluta hennar.
„Ég keyrði upp brekkuna og sá
að félagi minn – sá sem síðar
lenti í flóðinu – festi sleðann. Ég
veitti því svo sem ekki frekar eft-
irtekt þá, en þegar ég var kominn
upp og sneri við þá var flóðið
komið af stað og hafði hrifsað
hann með sér.“
Finnur segir að flóðið hafi
komið efst úr fjallinu og náð ótrú-
lega langt niður; langleiðina niður
að nyrsta enda göngubrautar
skíðasvæðisins.
Finnur segir að hinir úr hópn-
um hafi enn verið uppi á hólnum
þegar flóðið kom. „Flóðið var al-
veg hljóðlaust; sleðarnir voru
ekki í gangi en strákarnir sögðust
samt ekki hafa heyrt neitt.“
Þegar þeir sáu flóðið hlupu
mennirnir af stað eins og fætur
toguðu. Einn þeirra sat reyndar
enn á sleða sínum, flóðið lenti á
honum, sleðinn færðist aðeins til
en flóðið stöðvaðist á sömu
stundu.
„Þegar ég sneri við efst í
Fumlaust TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti töluvert neðan svæðisins þar sem snjóflóðið féll og
Fannst á lífi veg
hann keypti sér
!
%
'((
)))*
Vélsleðamaður sem lenti í snjóflóði norðan
skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli er þungt haldinn.
Skapti Hallgrímsson fylgdist með björgunar-
aðgerðum og ræddi við ferðafélaga mannsins.