Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 24

Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 24
24 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HERMUNDUR Sigmundsson, prófess- or við Háskólann á Ak- ureyri, ritaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann ætlaði að fjalla um leikskóla. Sérstaklega er honum umhugað um að í leik- skólum landsins sé lögð áhersla á leik og gleði ásamt því að tryggja það sem við leikskólakenn- arar nefnum alhliða þroska barna. Nokkurs misskilnings og vanþekk- ingar á starfsemi leikskóla er að finna í grein Hermundar, sem okkur er bæði ljúft og skylt að leiðrétta. Van- þekkingar, sem meðal annars birtist í að hann tekur ráðstefnuna „Einn og tveir inn komu þeir. – stærðfræði fyr- ir byrjendur í leikskóla 1–3 ára“ sem dæmi um skólaundirbúning sem byggist á hugmyndum um kyrrsetu og ítroðsluaðferðir. Það hefðu átt vera hæg heimatök fyrir Hermund að kynna sér ráð- stefnuna og það sem þar fór fram þar sem hún var haldin á vinnustað hans, Háskólanum á Akureyri. Um hvað fjallaði svo þessi ráðstefna? Hún fjallaði um það sem Hermundur kall- ar eftir; leik og gleði. Í fyrsta lagi má benda á, að nafn ráðstefnunnar er til- vísun til gamallar íslenskrar þulu sem margir þekkja og hefst einmitt á: Einn og tveir inn komu þeir, þrír og fjórir furðustórir, fimm sex sjö og átta fóru svo að hátta, … þessi þula, eins og svo margar aðrar, hefur geymst í manna minnum kynslóð fram af kynslóð – meðal annars fyrir tilstuðlan starfsfólks leikskóla, sem er duglegt að nota þulur í starfi sínu. Með því að tengja nafn ráðstefn- unnar við gamla þulu er verið að minna á það markmið leikskólans að vernda menningararf kynslóðanna. En líka er hér tilvísun til hvernig grunnhugtök í stærðfræði eru lögð inn í gegnum leik og samveru. (Tilvís- anir til stærðfræðinnar í daglegu um- hverfi okkar flestra eru fjölmargar og sem dæmi hefði verið hægt að nefna ráðstefnuna eftir almennum leik for- eldra og ungbarna; Hvað ertu stór? Svona stór! Leik sem flestir tengja meira gleði og stolti nýrra foreldra en því, að verið sé að leggja inn stærð- fræði). Ef Hermundur hefði sótt ráðstefn- una hefði hann í öðru lagi komist að því að á henni var lögð áhersla á að leikurinn sé sú leið sem barnið notar til að kanna umheiminn. Að í leiknum sé barnið skapandi og að vel mennt- aðir leikskólakennarar gera sér grein fyrir þeim námstækifærum sem fel- ast í leiknum, ef samtímis er ýtt undir forvitni og rannsóknareðli barnsins. Að aðal leikskólastarfs er einmitt glöð, rannsakandi, skapandi og gagn- rýnin börn. Við erum vissar um að Hermundur lætur næstu ráðstefnur um leikskólamál, sem Háskólinn á Akureyri stendur fyrir, ekki fram hjá sér fara og bjóðum hann velkominn. Leikskólinn: Þar sem gerast sögur og ævintýr Kristín Dýrfjörð og Guðrún Alda Harð- ardóttir svara grein Hermundar Sigmundssonar Guðrún Alda Harðardóttir »… leiksólakennarargera sér grein fyrir þeim námstækifærum sem felast í leiknum, ef samtímis er ýtt undir forvitni og rannsókn- areðli barnsins. Kristín er lektor við Háskólann á Ak- ureyri. Guðrún Alda er dósent við Há- skólann á Akureyri. Kristín Dýrfjörðl FYRIR skömmu var undirritaður samn- ingur milli mennta- málaráðuneytisins og Háskóla Íslands um rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands næstu fimm árin. Meg- inmarkmið samnings- ins er að styðja Há- skóla Íslands til framþróunar og tryggja gæði kennslu og rannsókna við skól- ann. Stefnt er að því að stórefla rann- sóknatengt framhaldsnám við Há- skólann með því að auka verulega af- köst og gæði rannsókna og fjölda brautskráðra doktora og meist- aranema. Fjárframlög til tækja- kaupa verða aukin, og áhersla er lögð á að tryggja gæði kennslu og rannsókna í greinum sem hafa sér- staka þýðingu fyrir íslenska þjóð- menningu. Auk þess tekur samning- urinn til fjölmargra annarra atriða sem varða eflingu menntunar í land- inu, svo sem eflingar nýsköpunar og tengsla við rannsóknastofnanir, at- vinnulíf og landsbyggð, eflingar end- urmenntunar og almenningsfræðslu og að styrkja tengsl við íslenskt at- vinnulíf og stuðla að myndun sprotafyr- irtækja á grundvelli rannsóknaniðurstaðna. Samningurinn hefur þannig mun víðari markmið en að vera eingöngu samkomulag um aukin fjárframlög til rannsókna við skól- ann. Aukið umfang rannsóknanáms og rannsókna eru lykill að nútímalegri menntun – ekki síst á öld al- þjóðavæðingar á öllum sviðum. Með samningnum er stefnt að því að koma Háskóla Íslands í fremstu röð til að tryggja gæði menntunar og vísindarannsókna á Íslandi – til hagsbóta fyrir allt sam- félagið. Efling Háskóla Íslands varð- ar ekki bara starfsmenn og nem- endur skólans heldur allt samfélagið. Háskóli Íslands hefur þá sérstöðu í íslenska háskólasamfélaginu að hann er háskóli þjóðarinnar allrar. Þar er mun meiri breidd í náms- leiðum, kennslu og rannsóknum en aðrir háskólar geta mögulega haft metnað til. Það er vissulega til staðar samkeppni í vissum greinum milli háskóla á Íslandi – og það er mat flestra háskólamanna að hún sé góð. Ef skólarnir keppa um að veita sem besta menntun og laða að sér bestu kennarana og nemendurna leiðir það til öflugra háskólaumhverfis. En við megum ekki missa sjónar á því að við eigum líka í samkeppni við erlenda háskóla, og við verðum að tryggja af- bragðsmönnum úr hópi fræðimanna, kennara og námsmanna starfs- aðstöðu. Háskóli Íslands hefur í krafti breiddar sinnar og rann- sóknavirkni allar forsendur þess að vera slíkur vettvangur, – þekking- arsmiðja og orkuver sem getur knúið áfram uppbyggingu nútíma- samfélags á Íslandi – svo vitnað sé til orða rektors Háskóla Íslands við undirritun samningsins. Viðbrögðin við undirritun sam- komulagsins hafa yfirleitt verið á þann veg að þessum tímamótum í uppbyggingu Háskóla Íslands hefur verið fagnað. Samningurinn hefur þó sætt þeirri gagnrýni að nær hefði verið að auka framlög til samkeppn- issjóða sem þannig gæfi vís- indamönnum utan Háskóla Íslands tækifæri til aukinnar fjármögnunar. Þessu er til að svara að samning- urinn kveður einmitt á um að menntamálaráðuneytið muni á samningstímabilinu beita sér fyrir auknum framlögum í innlenda sam- keppnissjóði. Þá snerta önnur atriði samningsins bættan aðgang vísinda- samfélagsins að erlendum vísinda- og tækniþróunarsjóðum. Í aðdrag- anda kosninga hefur pólitíkin litað viðhorf einhverra, sem telja að hér sé á ferðinni kosningagull sem verði lítils virði og hverfi úr bakspeglinum á næsta kjörtímabili. Hér er mik- ilvægt að benda á að samningurinn er afurð stefnumótunarvinnu sem farið hefur fram innan Háskóla Ís- lands, með þátttöku nær allra starfs- manna skólans og fjölda stúdenta. Þessi stefnumótun hefur ekki aðeins varðað hvernig háskólasamfélagið líti á hlutverk sitt og framtíðarverk- efni, heldur líka beinst að því að afla stuðnings almennings og stjórnvalda til áframhaldandi uppbyggingar öfl- ugs háskóla. Sá stuðningur birtist í þessum samningi. Vissulega gæti nýtt þing og ný ríkisstjórn ákveðið að standa ekki við samninginn eða fjármögnun hans. Slíkt geta þeir sem sækjast eftir umboði til þing- setu haft í hendi sér, en hitt er ljóst að háskólamenn munu í þeirri kosn- ingabaráttu sem stendur fyrir dyr- um krefja stjórnmálamenn svara um afstöðu sína til þessarar eflingar Há- skóla Íslands. Það er mikilvægt að það ríki sátt um Háskóla Íslands í þjóðfélaginu, og þótt tekist sé á um stefnumótun í menntamálum. Það er staðreynd að lengst af hefur mikið skort upp á að starfsemi skólans væri fjármögnuð til fullnustu. Samningurinn lítur til framtíðar, eykur stuðning við skól- ann á sama tíma og kröfur þær sem samfélagið gerir til skólans um metnaðarfulla framþróun aukast. Saga Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911 er jafnframt saga upp- byggingar nútímasamfélags á Ís- landi. Hún er saga þess hvernig skól- inn svaraði þörfum samfélagsins fyrir menntað fólk til uppbyggingar heilbrigðiskerfis, menntakerfis, samgangna, iðnaðar og hitaveitu- og virkjanaframkvæmda, svo nokkur dæmi séu tekin. Háskóli Íslands hef- ur frá stofnun gegnt forystu- hlutverki í íslensku þjóðlífi, hann er einn af hornsteinum íslensks sam- félags, og styrkur hans er ein mik- ilvæg forsenda gróskumikils þjóðlífs, menningar og framfara. Það er við- eigandi að á aldarafmæli Háskóla Ís- lands, árið 2011, verði skólinn kom- inn í fremstu röð háskóla í heiminum! Tímamót í uppbyggingu Háskóla Íslands í þjóðarhag Ólafur Ingólfsson skrifar um nýgerðan samning milli menntamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands »Efling Háskóla Ís-lands varðar ekki bara starfsmenn og nemendur skólans held- ur allt samfélagið. Ólafur Ingólfsson Höfundur er prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands. MÁLEFNI aldraðra eru um- fangsmikill og flókinn málaflokkur sem hefur rekið á reiðanum stefnulítið hingað til í íslensku samfélagi. Eftir þrotlausa baráttu félaga eldri borgara síðustu misseri virðast þó æ fleiri farnir að átta sig á hversu gríð- arlega langt í land við eigum þangað til mál- efni aldraða verða komin í það horf sem er samboðið einni rík- ustu þjóð heims. Al- ger skortur er á heildarstefnu og hug- myndafræði sem set- ur mannréttindi og jafnrétti aldraðra í öndvegi. Lítum á nokkrar staðreyndir á okkar ríka landi. Stór hópur aldraðra býr við fátækt og hefur ekki efni á að veita sér það sem telst til lífs- nauðsynja, jafnvel eru dæmi um að þeir geti ekki leyst út nauðsynleg lyf. Með hverju ári fjölgar þeim öldruðum sem þurfa að leita til hjálparstofnana vegna þess að þeir eiga hvorki fyrir fæði né klæði. Annar hópur aldraðra situr fastur á bráðadeildum sjúkrahúsa mán- uðum saman eða jafnvel árum eins og dæmi eru um, vegna þess að ekki eru til viðeigandi búsetuúr- ræði með nauðsynlegri aðhlynn- ingu og umönnun. Ótaldir í brýnni þörf bíða í heimahúsum eftir hjúkrunarrými, og verða meira og minna að reiða sig á hjálp frá að- standendum. Samt eru hlutfalls- lega fleiri aldraðir á stofnunum hér á landi en annars staðar á hinum Norðurlöndunum samanlagt. Margar þessar stofnanir eru gam- aldags elliheimili þar sem aldraðir verða að deila rými með ókunnug- um, allt að fjórir til fimm saman. Á hinum Norðurlöndunum og í V- Evrópu er slíkt löngu liðin tíð og þætti hvergi boðlegt. Í Danmörku er öll búseta aldraðra skilgreind sem sjálfstæð búseta og var svo gert með lögum 1987. Hér á landi hafa engar áætlanir verið gerðar um skipulegar endurbætur né breytingar á þessum yfirfullu stofnunum þar sem hver íbúi hefði sitt einkarými með snyrtingu. Eins og kunnugt er greiðir ríkið dag- gjöld til allra stofnana aldraðra, dvalar- og hjúkrunarheimila, en er samt ekki rekstraraðili, heldur eru stofnanirnar oft á vegum sveitarfé- laga, ýmiskonar félagasamtaka, eða einkaaðila. (Aldr- aðir greiða einnig hluta af rekstr- arkostnaðinum, og eru hámarksgreiðslur þeirra nú 190 þúsund á mánuði.) Þrátt fyrir greiðslur ríkisins hafa aldrei verið gerðir þjónustu- samningar við stofn- anirnar að und- anskildu hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þar sem slíkur samn- ingur var gerður þegar heimilið tók til starfa 2001 og er það til fyr- irmyndar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á þjónustu við aldraða sem kom út í október 2005 er bent á nauðsyn þess að gera þjónustu- samninga og því að „eðlilegt er að ríkið viti fyrir hvaða þjónustu það er að greiða stofnunum“ eins og segir orðrétt í skýrslunni. Engar samræmdar reglur eru til um vistun á stofnanirnar né mark- miðslýsingar varðandi þjónustuna. Ekki liggur heldur ljóst fyrir hver beri ábyrgð á eftirliti með stofn- unum, hvorki fjárhagslega né fag- lega. Þá eru engar reglur til um hver beri ábyrgð á og hafi frum- kvæði að fyrir hendi séu pláss fyr- ir hvíldarinnlagnir eða dagvist- arheimili fyrir aldraða með heilabilun. Eitt af baráttumálum Félags eldri borgara í Reykjavík síðast- liðin þrjú ár er endurskoðun á lög- um um málefni aldraðra. Lögin eru löngu orðin úrelt og standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í þessum málaflokki. Stjórnvöldum hefur verið sendur fjöldi áskorana og ályktana og ófáir fundir haldnir með þeim til að leggja áherslu á endurskoðun laganna og nauðsyn á nýrri heildarstefnu og áætlanagerð byggða á nútímalegum sjón- armiðum. Í þessu sambandi er ástæða til að vitna í grein eftir Guðríði Arn- ardóttur um hjúkrunarrými og málefni aldraðra í Kópavogi sem birtist í Morgunblaðinu 4. janúar sl. Þar kemur fram að sveitarfélag- ið hafði undirbúið byggingu hjúkr- unarheimilis við Boðaþing og von- ast til að hún gæti hafist á þessu ári enda er langur biðlisti aldraðra í sveitarfélaginu sem er í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarheimili. Fram kemur í greininni að um er að ræða breytt fyrirkomulag þar sem íbúar myndu halda fjár- hagslegu sjálfstæði og greiða sjálf- ir fyrir þjónustu. „En nú blasir hin alvarlega staðreynd við að heil- brigðisráðuneytið hefur tilkynnt bæjarstjórn Kópavogs að þar sem ekki sé að finna skýra lagaheimild fyrir slíku tilraunaverkefni sem Boðaþing er, verði ekki unnt að samþykkja annað fyrirkomulag en það sem tíðkast hefur, fyrr en að lögum um málefni aldraðra og lög- um um almannatryggingar hefur verið breytt.“ Félag eldri borgara hefur marg- oft bent á og barist fyrir því að aldraðir eigi rétt á að halda fjár- hagslegu sjálfstæði sínu þó að þeir dvelji á stofnunum, hjúkrunar- eða dvalarheimilum. En eins og lögin eru nú, falla niður allar bætur frá Tryggingastofnun sem einstakling- urinn hefur fengið en greiðast beint til stofnunarinnar, án þess að viðkomandi hafi nokkuð um það að segja sjálfur. Síðan er heimild í lögum um greiðslu vasapeninga – sem eru tekjutengdir! Hvergi í nálægum löndum er um að ræða eins fyrirkomulag og hér á landi hvað þetta varðar, enda er litið á það sem sjálfsögð mannrétt- indi að aldraðir haldi fjárræði sínu til æviloka. En sú hugsun virðist ekki hafa náð til ráðamanna í okk- ar þjóðfélagi. Úrelt löggjöf um málefni aldraðra Margrét Margeirsdóttir skrifar um baráttumál eldri borgara »Engar samræmdarreglur eru til um vistun á stofnanirnar né markmiðslýsingar varð- andi þjónustuna. Margrét Margeirsdóttir Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.