Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 26

Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 26
26 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR eru stoltir af lýðræðishefð sinni. Hún hefur lagt grunninn að friðsamlegum lausn- um deilumála og lýðréttindum, á borð við kosningarétt kvenna á sínum tíma. Sinnuleysi um lýðræðið hefur þó um skeið valdið stöðnun í lýðræð- isþróun á Íslandi. Ár- ið 2001 kynnti Sam- fylkingin niðurstöðu fundaraðar um lýð- ræðismál. Samfylk- ingin í Hafnarfirði hélt þeim gunnfána á lofti í sveitarstjórn- arkosningum 2002. Eftir sigur flokksins var markað það sögu- lega skref hér á landi að gerðar voru rót- tækar stjórnkerfisbreytingar sem miðuðu að því að efla lýðræðið og gera sérhverjum bæjarbúa kleift að hafa áhrif á samfélagið, um- hverfi sitt og þar með sínar eigin aðstæður. Samfylkingin setti ákvæði árið 2002 í samþykktir Hafnarfjarð- arbæjar sem tryggja að bæj- arstjórn beri að leggja þau mál sem hún álítur vera mjög þýðing- armikil fyrir bæjarfélagið í dóm kjósenda. Hafnarfjarðarbær er vissulega framsækið sveitarfélag og hefur nýlega verið veitt við- urkenning á vettvangi sveitarfé- laga, m.a. fyrir að hafa end- urskipulagt stjórnkerfi bæjarins. Í kosningum vorið 2006 lagði Samfylkingin áherslu á að leggja verk sín í dóm kjósenda og boða framtíðarsýn þar sem samráð og samstarf við bæjarbúa og atvinnu- líf var í öndvegi. Sérstök áhersla var lögð á að viðhalda raunveru- legu íbúalýðræði. Niðurstöður kosninganna urðu ótvíræðar í Hafnarfirði, Samfylkingin jók fylgi sitt. Ekki í fyrsta sinn sem íbúa- kosningar ráða för Á vetrarmánuðum 2001 fékk Alcan heimild til að vinna að gerð deiliskipulagstillögu í samráði við Hafnarfjarðarbæ í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/ 1997. Umrædd deiliskipulagsvinna sem þá hófst stendur ennþá yfir. Árið 2001 var ekki almenn um- ræða um umrædd skref né heldur að þessi skipulagsvinna hafi verið í brennidepli á landsvísu. Umræð- an hefur aukist ár frá ári og er það kostur í aðdraganda íbúakosn- inga. Undanfarnar vikur hafa margir tekið þátt í umræðunni um fyr- irhugaðar íbúakosn- ingar í Hafnarfirði. Sú umræða er að nokkru þverpólitísk. Miklu skiptir hins vegar að skilja hvers vegna einmitt deili- skipulagið er í for- grunni umræðunnar og íbúakosninganna í Hafnarfirði. Íbúar í Hafnarfirði munu ekki geta kosið um orkuöflunina sem Orkuveita Reykjavík- ur og Landsvirkjun hafa staðfest, framkvæmdaheimild í samræmi við mat á umhverfisáhrifum sem Skipulagsstofnun og umhverf- isráðherra hefur staðfest, starfs- leyfi sem Umhverfisstofnun hefur gefið út. Skipulagsskyldan er hjá sveitarfélaginu. Deiliskipulagið er það sem íbúar taka afstöðu til enda er það hin formlega ákvörð- un sem fyrir bæjarstjórn Hafn- arfjarðar liggur. Nú eru að koma fram end- anlegar niðurstöður starfshóps vegna deiliskipulagstillögunnar með vísan til þeirra athugasemda og skilyrða sem bæjaryfirvöld settu fram á sínum tíma. Málið er unnið m.t.t. skipulags- og bygg- ingarlaga. Jafnframt munu fljót- lega liggja fyrir málsmeðferð- arreglur vegna íbúakosninganna. Þetta yfirgripsmikla mál er nú að fara í víðtæka umræðu og kynn- ingu hjá bæjaryfirvöldum og bæj- arbúum áður en kosning fer fram. Ef nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir getur kosning farið fram í marsmánuði. Niðurstaða bæjarstjórnar ræðst síðan af nið- urstöðu íbúakosningarinnar um deiliskipulagið. Kosningin í Hafnarfirði verður þó ekki einsdæmi, því sveitarfélög hafa framkvæmt íbúakosningar um skipulagsmál, þrátt fyrir að vera ekki með almenn ákvæði á borð við Hafnarfjörð í sam- þykktum sveitarfélagsins. Má hér minna á kosningar um framtíð Hrólfsskálamela og Suður- strandar, viðmikla árlanga deilu um deiliskipulag, sem fram fóru á Seltjarnanesi 25. júní 2005. Bæj- arstjórn Seltjarnarness braut þar ákveðið blað, sem var eftirtekt- arvert. Hræðumst ekki lýðræðið Við lifum á breytingatímum. Stjórnmálamenn á hverjum tíma verða að vera víðsýnir og í tengslum við þá þróun sem á sér stað. Þær ákvarðanir sem Sam- fylkingin í Hafnarfirði tók með því að ástunda samráð og tala óhikað fyrir íbúakosningum hefur mælst vel fyrir. Þetta staðfestu íbúar Hafnarfjarðar með því að velja Samfylkinguna áfram til forystu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir jafnframt nýleg könnun Capacent Gallup, sem sýn- ir að um 90% íbúa Hafnarfjarðar finnst það skipta miklu máli að kosið sé um þýðingarmikil mál. Þau markvissu spor sem Samfylk- ingin hefur markað í stjórn- málasögu landsins með því að setja lýðræðismálin í forgrunn ættu að verða öðrum stjórn- málaflokkum til eftirbreytni. Í þingkosningunum 12. maí nk. mun því Samfylkingin leggja áherslu á að lýðræðið verði sett í öndvegi á landsvísu. Þar hafa aðr- ir stjórnmálaflokkar farið undan í flæmingi, verið á móti og jafnvel lýst því yfir að þeir muni ekki virða niðurstöður íbúakosninga. Samfylkingin vill hinsvegar gera landið að einu kjördæmi, taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur og stuðla að því að innleiða beinar kosn- ingar hjá öllum sveitarstjórnum um mikilvæg mál, líkt og í Hafn- arfirði. Við viljum tryggja lýðræð- isleg mannréttindi. Samfylkingin hræðist ekki beint íbúalýðræði. Hræðumst ekki lýðræðið – Lýðræðismál í öndvegi Gunnar Svavarsson skrifar um íbúalýðræði og stefnu Samfylkingarinnar » Við viljum tryggjalýðræðisleg mann- réttindi. Gunnar Svavarsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. PÁLL Magnússon, útvarpsstjóri segir nýlega í Morgunblaðinu að Fréttablaðið lemjist enn um á hæl og hnakka í hagsmunagæslu fyrir eig- endur sína. Þar er hann að vísa til umfjöll- unar blaðsins um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Páll er flestum mönnum kunnugri starfs- aðstöðu fréttamanna á einkamarkaði eftir margra ára störf sín á þeim vettvangi, meðal annars sem útvarps- stjóri Stöðvar 2. Hann er í engum vafa um að blaðamenn Frétta- blaðsins dragi ekki af sér í hagsmunagæslu fyrir eigendur blaðsins og sakar þá um það. Páll Magnússon berst um á hæl og hnakka fyrir því að breyta lögum um Rík- isútvarpið þannig að fréttamenn og aðrir starfsmenn þess búi við sömu löggjöf og gerist á einkamarkaðnum. Það er sannkölluð einkavæðing á starfsemi stofnunarinnar. Gildir engu þótt ríkið verði eigandi hlutabréfanna fyrst um sinn, einkavæðingin hefur farið fram með lagabreytingunni. Salan verður síðar. Frétta- og öryggishlutverk Rík- isútvarpsins er það mikilvægasta í starfsemi þess. Gildandi löggjöf hef- ur gert það að verkum að stofnunin rekur tvær vandaðar fréttastofur sem löngum hafa borið af. Sama lög- gjöf hefur skapað öryggi og trausta umgjörð fyrir fréttamennina í fagleg- um störfum sínum sem ver þá fyrir afskiptum yfirmanns stofnunarinnar eða pólitísks ráðherra. Þess vegna hefur traust þjóðarinnar til frétta- stofa Ríkisútvarpsins verið svo mikið sem raun ber vitni. Nú stendur til að afnema þessi lagaákvæði og gera starfsmenn stofnunarinnar jafnberskjaldaða fyr- ir fulltrúum eigenda, sem er hið póli- tíska vald, og er á einkamarkaði og Páll Magnússon lýsir í Morg- unblaðinu. Mér finnst Páll ganga ansi langt í fullyrðingum sínum og get ekki tekið undir þær. En því er ekki að neita að staða fréttamanna í einkarekstri er miklu lakari en hjá hinu opinbera. Ég get alveg hugsað mér að breytingar verði, en ég tel að í lögum verði áfram að vera ákvæði sem tryggi starfs- öryggi fréttamanna og svigrúm við störf sín með svipuðum hætti og ver- ið hefur. Þörfin fyrir breytingar er að mínu mati frekar til þess, í ljósi mats Páls Magn- ússonar, að styrkja stöðu fréttamanna á einkamarkaði til sjálf- stæðs fréttaflutnings óháð hagsmunum eig- endanna en að rífa niður verndina sem er til stað- ar nú í Ríkisútvarpinu. Stjórnsýslulögin, sem gilda um opinberar stofnanir, tryggja starfsmönnum ákveðna réttarvernd. Þau gera það að verkum að ákvarðanataka í ein- stökum málum varðandi réttindi og skyldur starfsmanna verður að byggjast á jafnræð- isreglu og málefna- legum forsendum. Ákvarðanirnar verður að rökstyðja og þeim er hægt að skjóta til æðra stjórnvalds. Þetta stendur til að af- nema og útvarpsstjóri fær því fullt vald í málefnum starfsmanna en losn- ar undan skyldunum. Lög um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna setja ákveðnar og nokkuð strangar reglur um til- færslu starfsmanna í starfi eða upp- sögn. Þetta á að afnema og færa út- varpsstjóra fullt vald til þess að gera svo gott sem það sem hann vill án þess að þurfa að færa fyrir rök. Hann þarf ekki að auglýsa störf og getur ráðið og rekið nokkurn veginn að vild og ákvarðað laun umfram lágmark með mismunandi hætti eftir ein- staklingum. Þetta er einkavæðingin. Áhrif hennar eru þau, að mínu mati, að draga úr sjálfstæði stofnunarinnar og gerir hana háða „eigandanum“ í gegnum alræðisvald útvarpsstjóra. Ég er ósammála því að einkavæða eigi Ríkisútvarpið. Þvert á móti vil ég gera Ríkisútvarpið sjálfstætt og óháð. Leiðin til þess er að gera það að sjálfseignarstofnun með tryggum tekjum úr ríkissjóði. Einkavætt fréttahlutverk Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Ríkisútvarpið Kristinn H. Gunnarsson »Mér finnstPáll ganga ansi langt í full- yrðingum sínum og get ekki tekið undir þær. Höfundur er alþingismaður. MÁLEFNI meðferðarheimilis Byrgisins hafa verið mjög í sviðs- ljósi fjölmiðla allt frá því að greint var frá meintu fjármálamisferli og kynbundnu ofbeldi á heimilinu í fréttaskýringaþætti Kompáss í desember síðastliðnum. Ekki stóð á viðbrögðum stjórnvalda sem beindust þó eingöngu að fjár- málum Byrgisins. Ríkisend- urskoðun var þegar í stað falið að kanna meinta fjármálaóreiðu og stofnunin var ekki að tvínóna við hlutina. Hún vann einbeitt að at- hugun sinni yfir jól og áramót og skilaði af sér svartri skýrslu 15. janúar síðastliðinn. Magnús Stef- ánsson, félagsmálaráðherra, brást skjótt við og vísaði málinu til rík- issaksóknara til þóknanlegrar meðferðar daginn eftir, 16. janúar. Ríkissaksóknari setti málið í for- gang og sendi það ríkislög- reglustjóra til rannsóknar að því er virðist strax daginn eftir. Hér er vel að verki staðið. En hvað með ásakanir um kynferðisbrotin? Var brugðist jafn snaggaralega við þeim eins og alvara kynbundins ofbeldis býður og starfsreglur lög- reglu kveða á um? Nei, því fór víðsfjarri. Félagsmálaráðherra og yfirmenn réttarvörslukerfisins höfðust nákvæmlega ekkert að. Hvað gengur þessum herrum félagsmála og rétt- arvörslu til? Þeir eiga að vita að kyn- bundið ofbeldi er brýnt brot á mann- réttindum, friðhelgi einkalífs kvenna, kynfrelsi þeirra. Þeir eiga einnig að vita að fjármálamisferli er smámál í samanburði við það sálarmorð sem felst í kyn- bundnu ofbeldi. Nauðgun gengur næst manndrápi að alvarleika. Afleiðingum þessa of- beldis er jafnað við áfallastreit- uröskun sem einstaklingar verða fyrir af völdum náttúruhamfara, stríðsátaka og stórslysa. Þolendur kynbundins ofbeldis verða nánast eins og gangandi lík alla ævi ef ekkert er að gert og glæpurinn hefur víðtæk og alvarleg áhrif á fjölskyldur þeirra og afkomendur. Sérfræðingur Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna hef- ur spurt íslensk stjórnvöld að því hvort þeim standi á sama um kyn- ferðisbrot. Stjórnvöld hafa marg- sinnis svarað því játandi í verki og gera það enn á ný varðandi meint kynferðisbrot gegn skjólstæð- ingum Byrgisins. Af 103 tilkynn- ingum til lögreglu árið 2003 um nauðganir leiddu aðeins 5 til sak- fellinga fyrir dómi. Á sama tíma var ákært og sakfellt í langflestum líkamsárásarmálum. Í ársskýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2005 koma þessar sömu óafsakanlegu staðreyndir fram. Í Blaðinu frá 14. desember 2006 upplýsir Eyrún Jónsdóttir, umsjónarhjúkr- unarkona á neyðarmóttöku nauðg- ana, að 143 nauðgunartilvik hafi komið til kasta neyðarmóttök- unnar það sem af var árinu 2006 en aðeins þriðjungur þolendanna hafi kært. Nauðgunum fjölgar en kærum fækkar enda virðist til- gangslaust fyrir þolendur að kæra þar sem réttarvörslukerfið tekur ekki mark á þeim í framkvæmd. Kerfið rannsakar auk þess lítt eða ekkert stórfelldar tímabundnar og varanlegar andlegar afleiðingar nauðgana þrátt fyrir þá staðreynd að löglíkur eru fyrir nauðgun komi þessar afleiðingar fram. Stjórn- völdum er fullkunnugt um þau mannréttindabrot sem viðgangast í þjóðfélaginu gegn konum. Þeim ber að tryggja að mannréttindi kvenna, friðhelgi einkalífs þeirra og jafnræði á við karla, séu virk. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnvöld sinna þeirri brýnu skyldu. Það sýnir afstaða þeirra til málefna Byrgisins glöggt. Rannsókn á fjár- málum er sett í forgang en í engu hugað að ásökunum um alvarleg brot gegn sálarheill kvenna sem dvalið hafa á meðferðarheimili Byrgisins. Það er algjörlega ól- íðandi. Skiptir fjármálamisferli stjórnvöld meira máli en kynbundið ofbeldi? Alma Lísa Jóhannsdóttir og Atli Gíslason skrifa um málefni Byrgisins og afstöðu stjórn- valda til þess » Fjármál Byrgisinseru stórfellt áhyggjuefni stjórnvalda en þau láta ásakanir um kynferðisbrot sér í léttu rúmi liggja. Alma Lísa Jóhannsdóttir Alma Lísa Jóhannsdóttir skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suður- kjördæmi við alþingiskosningarnar í vor og Atli Gíslason 1. sæti. Atli Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.