Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 28

Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 28
28 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haraldur LeóHálfdánarson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 2. október 1919. Hann andaðist á heimili sínu 10. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Sigurðardóttir og Hálfdán Bjarnason smiður. Hann fór í fóstur til Jóns Jóns- sonar og Jónínu Einarsdóttur á Þingeyri. Haraldur kvæntist 20. sept. 1947 Ragnhildi Oddnýju Guð- björnsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Þau eru: a) Jónína, gift Vilhjálmi A. Albertssyni, börn þeirra eru Haraldur Þór, Kolbrún og Tinna Rós. b) Stefanía Halldóra, hennar maður var Einar Rúnar Stefánsson, d. 2004. Börn henn- ar eru Hildur Björk og Ingibjörg Ösp. c) Sigurður Már. Dæt- ur hans eru Stein- unn Þuríður og Helga Hrund. Barnabarnabörnin eru fimm. Haraldur fór mjög ungur á sjó- inn en var síðan verkamaður og vélgæslumaður í tæp 50 ár hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Útför Haraldar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann pabbi minn er farinn yfir móðuna miklu. Hann var alltaf klett- urinn minn á hverju sem gekk, alltaf til staðar fyrir mig og mína og nú er hann farinn. Hann var svo leikinn í höndunum að ef mig langaði að gera eitthvað sérstakt byrjaði ég vanalega á því að ráðfæra mig við pabba og hann ráðlagði mér eða aðstoðaði á all- an þann hátt sem hann gat, fyrir utan alla hlýjuna sem frá honum stafaði og alltaf vissi hann hvernig mér leið þótt ég væri víðs fjarri. Þegar ég var lítil vann pabbi mikið en gaf sér samt allt- af tíma til að sinna okkur og fékk ég oft að fara með honum í Slippinn eða annað sem hann þurfti að fara. Pabbi minn, þín er sárt saknað og ég vona að þú sért kominn á góðan stað og takir á móti mömmu þegar hún kemur. Þín dóttir Stefanía. Elsku afi minn, núna ertu farinn frá okkur og vonandi á miklu betri stað. Þú settir okkur heldur betur út af lag- inu með því að fara svona snögglega, en það var greinilegt að kallið kom á svipstundu. Fyrir mér varstu hrein- asti gullmoli. Ef þér fannst eitthvað ekki í lagi þá varstu fljótur að laga það. Kannski þess vegna leit ég alltaf mjög upp til þín, því í raun varst þú föðurímynd mín. Þú varst ávallt tilbú- inn til að skutlast með skottu þína í og af fiðluæfingum og hafðir ekkert fyrir því. Það skemmtilegasta við barn- æsku mína var að koma á sumrin og vera hjá ykkur ömmu, og þá sérstak- lega að vera úti í skúr og hjálpa þér með steinana og allskonar verkefni, og ég gleymi aldrei þegar þú varst orðinn öfundsjúkur út í sippubandið mitt og vildir endilega sippa með mér og daginn eftir það kom ég með snú- snú band svo við gætum hoppað sam- an. Og þegar ég varð stór, þá varstu alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á og fylgdist vel með öllu sem ég gerði. Vildir helst að ég myndi gifta mig og koma með eitt kríli fyrir þig, en skildir vel að það væri ekki tíma- bært. Það eru alltaf góðar minningar þegar þú ert annars vegar, og þær eiga bara eftir að batna með aldrin- um. Stundum er ég ósátt, við minn æðri mátt og sorgin mig heltekur, þó langur tími sé liðinn en þó að ég sé vanmáttug og skilji ósköp fátt ég skil samt að loksins hefur þú fengið friðinn (neo) Hvíl í friði, elsku afi, og ég á eftir að hitta þig hinumegin. Ingibjörg Ösp. Það var erfitt að fá þær fréttir að Halli afi væri farinn. Halli afi sem var alltaf til staðar, alltaf tilbúinn að hjálpa ef við þurftum á að halda. Það er skrítið að hugsa til þess að hann taki ekki brosandi á móti okkur þegar við birtumst eða sitji ekki lengur í stólnum sínum. Þeir voru margir hringirnir sem við barnabörnin sner- umst með honum í stólnum góða og barnabarnabörnin fengu jafnvel að kynnast þeim snúningum líka. Og alltaf var það jafngaman að hringsnú- ast með afa. Við systkinin vorum alltaf mjög rík af ömmum. Við vorum heppin að kynnast mörgum ömmum og erum svo heppin að tvær eigum við enn. En við áttum alltaf bara einn afa. Einn afa sem hafði allt sem afar þurftu að hafa. Hann var svo hlýr og góður og vildi allt fyrir okkur gera. Halli afi var alveg einstakur. Hann var með ein- dæmum geðgóður en átti það til að vera svolítið stríðinn. Hann fylgdist vel með barnabörnunum sínum og vildi helst gera meira fyrir okkur en hann gat. Hann hafði líka svo gaman af því að vera með okkur og kallaði öll barnabörnin litlu lömbin sín. Foreldrar okkar ferðuðust alltaf mikið innanlands og ekki leið það sumarfrí að amma og afi slógust ekki með í för. Það var sama hvar á landinu við vorum stödd, alltaf gátum við átt von á ömmu og afa á rúgbrauðinu sínu. Mest spennandi var þá fyrir okkur að fá að sitja í hjá þeim. Í rúg- brauðinu var nefnilega pláss fyrir þrjá fram í og það var svo gaman að hafa gott útsýni í gegnum fram- rúðuna. Afi var líka alveg sérstaklega hand- laginn og eftir að hann hætti að vinna gat hann farið að sinna áhugamálum sínum betur. Hann safnaði steinum sem hann skar og slípaði og bjó til hin ýmsu listaverk úr þeim. Fallegustu steinunum raðaði hann svo í gler- skápa inni í stofu svo úr varð hið myndarlegasta safn. Afi var líka iðinn við að smíða og skera út afskaplega fallega hluti. Afraksturinn er þó nokkuð magn af klukkum, borðum, skápum, hillum og ýmsu fleira sem hann dundaði sér við að búa til. Jafn- vel þótt sjóninni væri farið að hraka hélt hann áfram með handavinnuna sína allt til síðasta dags. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa eina afann okkar svona lengi. Alla okkar ævi munum við búa að því að hafa átt afa eins og hann. Haraldur Þór, Kolbrún og Tinna Rós. Haraldur Leó Hálfdánarson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORGERÐUR JENSDÓTTIR, Hlíf 2, Ísafirði, áður Grundarstíg 7, Flateyri, lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar föstudaginn 19. janúar. Jarðarförin fer fram laugardaginn 27. janúar frá Ísafjarðarkirkju kl. 14.00. Sigríður Pálsdóttir, Sturlaugur Pálsson, Kristján Pálsson, Ólöf Helgadóttir, Aðalheiður Pálsdóttir, Pálína Pálsdóttir, Sigmar P. Ólafsson, Matthías Pálsson, Guðmundína Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRANNAR TORFADÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Óskar Ingibersson Kristín Óskarsdóttir, Mark Mcguinness, Karl Óskar Óskarsson, Valborg Bjarnadóttir, Jóhanna Elín Óskarsdóttir, Ingiber Óskarsson, Natalya Gryshanina, Ásdís María Óskarsdóttir, Þorgrímur St. Árnason, Hafþór Óskarsson, Albert Óskarsson, Ragnheiður G. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA GUÐLAUG STEINSDÓTTIR, Huldugili 9, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, laugardaginn 20. janúar. Guðmundur Finnson, Lilja Sigríður Guðmundsdóttir, Baldur Snævarr Tómasson, Steinunn O. Guðmundsdóttir, Björgvin Sveinn Jónsson, Guðmundur Finnur Guðmundsson, Rósa Jennadóttir, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jón Birgir Guðmundsson, Þórunn Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA JÓNA MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, Njörvasundi 37, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 20. janúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Beinteinn Ásgeirsson, Ásgeir Beinteinsson, Sigurbjörg Baldursdóttir, Halldóra Beinteinsdóttir Hall, Kjell Hall, Einar Beinteinsson, Jóna Björg Hannesdóttir, Sigríður María Beinteinsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir Bethke, Jóhanna Beinteinsdóttir, Magnús Thoroddsen, Markús Þorkell Beinteinsson, Elsa Bára Traustadóttir, Berglind Guðrún Beinteinsdóttir, Haraldur Már Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Enn einn orginal- inn frá Akureyri er nú genginn á vit feðra sinna, maður sem setti skemmtilegan svip á bæjarlífið þau ár sem hann bjó þar og vann. Gunnar Kristján Haraldsson Sót hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Það er ekki létt verk að skrifa stutta minn- ingargrein svo vel sé um eins litrík- an og stórbrotinn persónuleika og Gunni Sót var, til þess þarf heila bók (eða nokkur bindi, eins og Gunni hefði sjálfur orðað það). Mjög ungur vissi ég vel hver Gunni Sót var, en hann og faðir minn voru miklir vinir og eftir því sem árin liðu og samgangur fjölskyldna okk- ar varð meiri kynntist ég honum vel, og þeim kynnum hefði ég ekki viljað missa af. Svo lengi sem ég man ávarpaði hann mig með sömu spurningunni í hvert sinn sem við hittumst: „Hvað segirðu Svenni minn, er ekki allt í lagi, gengur ekki allt vel, hvað er að frétta af …“ og svo komu spurningar varðandi systkini mín, foreldra, vinnuna og svo síðar um börnin okkar og heilsu. Við systkinin úr Brekkugötu 3 urðum þess ung áskynja að Gunna var annt um velferð okkar og kom það fram í ýmsum myndum, og á þann hátt kynntumst við hinni mjúku hlið persónuleika hans sem mörgum var hulin. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Gunna Sót, hann var óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og fór þá oft mikinn, blæbrigði íslenskrar tungu nýtt til hins ýtrasta, áherslurnar á réttum stað og ekki vantaði lýsing- arorðin. Og svo var hlegið. Sótarinn rak í mörg ár bílasölu á Akureyri, en í þá daga var bílasala ekki ólík hestaprangi, hinni miklu listgrein, Gunnar Kristján Haraldsson ✝ Gunnar Krist-ján Haraldsson fæddist á Akureyri 16. maí 1931. Hann lést á Landakots- spítala 20. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 5. janúar. og sem slíkur stóðust honum fáir snúning- inn. Á bílasöluna til Gunna kom ég oft, ekki til að kaupa bíl, heldur til að heyra góða sögu, sumar að vísu svolítið kryddað- ar, en það var bara betra, og síðast þegar ég hitti hann á Múla- kaffi sagði hann: „Svenni manstu ekki eftir …“ og svo kom saga. Gunni var mikill veiðimaður og þær voru ófáar veiðiferðirnar sem þeir félagar fóru í enda báðir miklir áhugamenn um lax- og silungsveiði. Lýsingarnar á aðstæðum við veið- arnar og hvernig þessi og þessi fiskur hafði verið tekinn voru oft æði skrautlegar, en þeir stóðu sem einn maður við lýsinguna og sóru eið að því að allt væri sannleikanum samkvæmt, og á slíkum stundum hvarflaði oft að manni sú spurning hvort þessir menn væru virkilega fullorðnir. Ég man eitt sinn er ég heimsótti þá við veiðar í Fnjóská, þá kallar Gunni til mín og segir um leið og hann dregur 15–16 punda lax upp úr skottinu: „Svenni sjáðu þennan.“ „Á hvað tók þessi,“ spurði ég. „Það var nýtt afbrigði af hæl- krók,“ svaraði Sótarinn glottandi og ég vissi að aðra skýringu fengi ég ekki. Á skrifstofu föður míns hangir mynd af þremur mönnum, sitjandi á grænum grasbala við fallega veiðiá, Sótarinn, Murmester og Brautryðjandinn, og úr svip þeirra og látbragði má lesa hversu dásam- legt lífið hefur verið þá stundina. Þessi mynd mun ætíð vekja með mér, foreldrum mínum og systk- inum minningar um svo margar ánægjustundir sem við áttum með þér og fjölskyldu þinni, og fyrir það erum við þakklát. Það er mikið vatn runnið til sjávar frá því að ég sem ungur drengur sá þig og banka- stjórann við torgið leiðast hönd í hönd eins og unglingar á gelgju- skeiði yfir Brekkugötuna, og löngu löngu síðar áttaði ég mig á því að loftnetið var skakkt hjá öðrum ykk- ar, en það gerir ekkert til, það er enginn verri þótt hann vökni aðeins í tána. Ég læt öðrum það eftir að skrifa um ættir og fjölskylduhagi Gunn- ars, en vil við leiðarlok þakka hon- um fyrir hönd föður míns sem sér nú á bak tryggum vini, móður minnar og systkina, fyrir samfylgd- ina, umhyggjuna og gleðina sem við nutum á samferð okkar, minningin um manninn sem aldrei hafði uppi tilburði í þá átt að vera eitthvað annað en hann sjálfur, skilur mann eftir ríkari af reynslu og skilningi á flóru mannlífsins. Og nú Gunni, þegar þú ert laus við massa þessa lífs og kominn á veiðilendur al- mættisins, gef ég mér það að Brautryðjandinn sé búinn að kynna þér alla bestu veiðistaðina þar sem stutt er í alla þjónustu við hæfi. Megi hinn hæsti höfuðsmiður leiða þig til ljóssins þar sem þú mátt hvíldar njóta, far vel vinur og hafðu þökk fyrir allt. Valla mín, þér og börnum ykkar og afkomendum sendi ég fyrir hönd foreldra minna og systkina innileg- ustu samúðarkveðjur. Sveinn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.