Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 33
|mánudagur|22. 1. 2007| mbl.is staðurstund Breska dagblaðið Independent telur Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff dæmi um fyrsta klassa par. » 34 fólk Vernharður Linnet skellti sér á djasstónleika með Ragnheiði Gröndal og hljómsveit hennar Black Coffee. » 35 djassdómur Söngvakeppni Sjónvarpsins fór af stað á laugardaginn. Átta lög kepptu þá um þrjú laus sæti í lokakeppninni. » 37 tónlist Bindi Irwin er þessa dagana á ferð og flugi ásamt móður sinni til að kynna nýjan náttúrulífs- þátt sinn. » 40 fólk Hljómdiskur með Sigga Pálma fær þrjár stjörnur hjá gagnrýn- anda sem segir hann luma á fullorðinspoppi. » 41 plötudómur Félag kvenna í atvinnurekstri kom saman í Súlnasal Hótel Sögu rétt fyrir helgi til að heiðra framúrskarandi „business-konur“. Konfekt í litlum öskjum merktum Glitni, sjúk- legar snittur og léttvín glöddu skvísur eins og Hafdísi Jónsdóttur í World Class, Katrínu Pétursdóttur hjá Lýsi, sjónvarpsstjörnuna Sirrý Arnardóttur, Önnu Þorsteinsdóttur á O-Sushi og tískudrottninguna Svövu Johansen sem var í pínu-stuttpilsi og með stóran, grófan silfurkross um hálsinn. Annars var svartur lit- ur dagsins í klæðaburði ofurkvenna og keppt- ust dömurnar við að hrósa hver annarri fyrir „lekkert“ útlit. Á meðal örfárra hugrakkra karlmanna í kvennagerinu voru Jón G. Hauks- son og Benedikt Jóhannesson frá útgáfunni Heimur og svo iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson. Setningar á borð við: „Hún var ljóshærð síðast þegar ég sá hana …“ heyrðust pískraðar í hornum. Úr vöndu var að ráða á föstudagskvöldið þegar í boði voru tvær frumsýningar samtímis; íslenska kvikmyndin Foreldrar og leikritið Sælueyjan. Leik- húsgyðjugenið vann valdabaráttuna við bíó- bakteríuna og Flugan mætti á Sælueyjuna eft- ir Jacob Hirdwall sem er í leikstjórn þokkagyðjunnar hæfileikaríku, Maríu Elling- sen. Arnar Jónsson leikari mætti að sjálfsögðu glaður í bragði til að sjá dóttur sína í aðal- hlutverkinu, Sólveigu Arnar, og gagnrýnand- inn Páll Baldvin Baldvinsson hnyklaði brúnir. Aðrir gestir voru hinir klassísku fastagestir sem missa ekki úr sýningu og þið vitið alveg hverjir það eru! Listamaðurinn Kristinn E. Hrafnsson opn- aði sýningu í i8-galleríinu á Klapparstíg á fimmtudaginn sem mikill fjöldi listunnenda sótti; m.a. Sveinn Einarsson, list- og leikunn- andi, og listamennirnir Birgir Andrésson, Er- ling Klingenberg, Eggert Pétursson, Hulda Hákon og Helgi Þorgils. Sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson og kontraten- órinn Sverrir Guðjónsson héldu uppi heiðri höfuðfatafýra og skörtuðu báðir fögrum hött- um. Þegar undirrituð gekk hnarreist yfir gólf- ið í humátt að gestabókinni, til að votta komu sína, greip vinkona í öxlina á henni og sagði með samúð: „Þú varst að ganga yfir listaverk.“ Fluga beindi margföldum sjónum sínum að gólfinu og sá sér til skelfingar mjög greinileg spor eftir nýju leðurstígvélin. Hún huggaði sig þó við að í sýningarskránni er talað um að „verk eigi sér stað“ og vísar það til tengsla verksins við umhverfið. Talandi um sýn- ingaskrár – sá nýlega eina slíka sem var í formi glanstímarits – með flennistórum aug- lýsingum frá framleiðendum amerískra snyrti- vara, bifreiða og dömubinda. Skrá þessi er af tilefni sýningar Jóns Óskars í Listasafni Ak- ureyrar. Sýningagestir geta þá hæglega dáðst að auglýsingu frá nektarbúllu: „Almanakið er komið – stelpurnar á Goldfinger“ … Morgunblaðið/Eggert Kristín Ólafsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Pétur Rögnvaldsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Helga Thors og Hildur Hafstein. Árni Ólafur Ásgeirsson og Marta Luiza Macuga. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir. Mario Ruiz og Berglind Hólm Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Jóní Jónsdóttir og Lilja Marteinsdóttir. Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafur Björn Ólafsson og Reynir Lyngdal. Elín Torfadóttir, Bjarni Haukur Þórsson, Tómas Þorsteinsson og Þorsteinn J. Þórhildur Þorleifsdóttir, Hall- grímur Helgason, Sigrún Gylfa- dóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir. María Ellingsen og Sóley Elíasdóttir. flugan … Leikhúsgyðjugenin og bíóbakterían … … nektarbúlluauglýsingar ,,sponsora“ listina … Sunna Björk Hreiðarsdóttir, for- stöðumaður búninga og förðunardeildar, Ólafur Steinn Ingunnarson og Páll S. Pálsson baksviðs í förðunarherberginu. Ingibjörg Þ. Klemensdóttir og Jakobína Ingibergsdóttir. Elín Margrét Hallgrímsson, Kjartan Helgason, Sigurður Kristinsson og Guðfinna Þóra Hallgrímsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ragnar Sverrisson og Baldur Guðnason. » Leikfélag Akureyrar frumsýndi leikritið Svartur köttur –sama mánaðardag og fyrsta leikritið, Ævintýri á gönguför, var sett upp á fjölum leikhússins fyrir 100 árum. »Kvikmyndin Foreldrar eftirRagnar Bragason var frum- sýnd í Háskólabíói. » Sænska leikritið Sælueyjaneftir Jacob Hirdwall var heimsfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.