Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 35

Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 35 úr vesturheimi Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STÚLKNABANDIÐ The Papsme- ars frá Gimli í Manitoba hefur vakið töluverða athygli og segir bassaleik- arinn Fiona Axelsson að stefnt sé að því að taka upp plötu í Winnipeg inn- an skamms. Fyrir skömmu héldu stúlkurnar tónleika í heimabæ sín- um og komust færri að en vildu, en það er ekki algengt í þeim bænum. Fiona og tvíburasysturnar Jodi og Jordan Dunlop, sem allar eru af ís- lenskum ættum, stofnuðu hljóm- sveitina fyrir um fjórum árum. Þær eru allar 16 ára og í fyrra bættist söngvarinn Laurie Lamb við en hún er ári yngri. Jordan spilar á gítar og Jodi á trommur. Í djasssveit skólans Stúlkurnar eru allar í djasssveit framhaldsskólans í Gimli og sjá um rokk sveitarinnar, en tónlistaráhug- inn kviknaði fyrir alvöru í skólanum. „Tónlistarlífið í skólanum er frábært og við höfum tekið þátt í því í fjögur ár,“ segir Fiona. Foreldrar hennar eru Tammy Axelsson, bæjarstjóri á Gimli, og Selfyssingurinn Grétar Axelsson, stöðvarstjóri eldvarna hjá skógrækt Manitoba í Gimli. Móðir Dunlop-systranna er Sandra Mark- usson, hárgreiðslukona á Gimli. Afi hennar er Jóhannes Ólafur Mark- ússon, sem er 105 ára og sennilega elsti Kanadamaðurinn af íslenskum uppruna. Fyrsta platan Fiona segir að til að byrja með hafi vinkonurnar tekið sig mátulega alvarlega en á nýliðnu ári hafi þær farið að semja meira sjálfar og í kjöl- farið hafi þær fengið æ fleiri boð um að spila. „Stærstu hljómleikar okkar til þessa voru á Íslendingadagshá- tíðinni í Gimli í sumar sem leið,“ seg- ir hún og bætir við að vefsíða bands- ins (www.myspace.com/thepapsmears) hafi fengið góðar viðtökur. „Glen Willows, umboðsmaður hljómsveita í Winnipeg, hafði samband við okkur eftir stóra „giggið“ í sumar og síðan hefur hann verið okkur innan hand- ar og unnið með okkur. Hann hefur séð um að koma okkur á framfæri og hvatt okkur til að semja meira sjálf- ar með útgáfu í huga en hugmyndin er að gefa út plötu fljótlega.“ „Íslenskt“ stúlknaband frá Gimli vekur athygli Tónleikar Stúlkurnar spiluðu fyrir fullu húsi í Gimli á dögunum. Jodi Dunlop er á trommunum, Jordan Dunlop spilar á gítar til vinstri, söngkonan Laurie Lamb er fyrir miðju og bassaleikarinn Fiona Axelsson til hægri. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LESTRARÁTAK kanadíska ríkisútvarpsins CBC fer fram innan skamms. Þetta er í sjötta sinn sem keppnin er haldin og að þessu sinni mætast sigurvegararnir til þessa. Þar á meðal er John K. Samson, sem á ættir að rekja til Ís- lands, en hann var hlutskarpastur í keppninni í fyrra. Vinsæl keppni Keppnin fer þannig fram að fimm þekktir listamenn mæla hver með sinni bókinni og ræða um ágæti þeirra í útvarsþáttum CBC sem verða tvisvar á dag frá 26. febrúar til 2. mars. Tilgangurinn er að vekja athygli al- mennings á bókmenntum og í fyrstu var aðeins gert ráð fyrir einni keppni en átakið hefur mælst vel fyrir og fer nú fram sjötta árið í röð. John K. Samson er þekktur söngvari og lagasmiður. Hann fer fyrir rokkhljómsveitinni The Weakerthans, sem hefur haldið hljómleika víða í Norður-Ameríku og Evrópu undanfarin ár og fengið góða dóma. Hann á og rekur auk þess bókaútgáfuna Arbeiter Ring í Winnipeg. Foreldrar hans eru Eleanor og Tim Samson og langalangalangafi hans var Jón Samsonarson, forsmiður, alþingismaður og bóndi í Keldudal, sem byggði Víðimýrarkirkju 1834. Í fyrra mælti John Samson með bókinni A Complicated Kindness eftir Miriam Toews í Winnipeg. Þá sagði hann meðal annars að bók- in gæti breytt lífi manns og svo fór að hún var talin besta bókin. Úrval bóka Að þessu sinni mælir John Samson með bók- inni Lullabies for Little Criminals eftir Heat- her O’Neill, en bókin kom út á liðnu ári. Aðrar bækur á lista hans eru What the Small Day Cannot Hold eftir Susan Musgrave, Angels of Flesh, Angels of Silence eftir Lorna Crozier, The Green Word: Selected Poems eftir Erin Mouré, The Poetry of Gwendolyn MacEwan: The Early Years (Vol. 1) and The Later Years (Vol. 2) eftir Gwendolyn MacEwan, Kingsway eftir Michael Turner, Civil Elegies and Other Poems eftir Dennis Lee, St. Mary at Main eftir Patrick Friesen, Did I Miss Anything?: Sel- ected Poems 1973–1993 eftir Tom Wayman, Trains of Winnipeg eftir Clive Holden og Short Haul Engine eftir Karen Solie. Aðrar keppendur eru Denise Bombardier sem mælir með bókinni Children of My Heart (Ces Enfants de ma vie) eftir Gabrielle Roy, Steven Page sem mælir með Natasha and Ot- her Stories eftir David Bezmozgis, Jim Cuddy sem mælir með Stanley Park eftir Timothy Taylor og Donna Morrissey sem mælir með bókinni The Song of Kahunsha eftir Anosh Ir- ani. John K. Samson í stjörnuliðinu Ljósmynd/Christine Fellows Listamaður John K. Samson mælir með bókinni Lullabies for Little Criminals. ÞAÐ VAR árið 2003 að Ragnheiður Gröndal gaf út fyrstu plötu sína, ekta djassplötu er bar nafn hennar, og með sér hafði hún Hauk bróður sinn; Jón Pál Bjarnason gítarista, nestor íslenskra djassmanna, og danska bassaleikarann Morten Lundsby. Síðan hafa komið margir diskar poppskotnir og allt önnur Ragnheið- ur þar. Nýjasti diskurinn er svo beggja blands – um margt gullfalleg túlkun þeirra systkina á íslenskum þjóðlögum sem selst hefur grimmt og afhenti Lalli í 12 tónum systk- inunum gullplötu í upphafi tónleika.. Ragnheiður er nú við nám í djass- söng í New York og í jólaleyfinu bauð hún uppá djasskonsert blússkotinn á DOMO. Hún var með hljómsveit sína Black Coffee sem að þessu sinni var heldur fágaðri en þegar Sigurður Rögnvaldsson þandi gítarinn með henni. Minnti meira á þann tón er Jón Páll sló á fyrstu plötunni en villta túlkun hennar á djassblúsnum er ég hlustaði á í Stúdentakjallaranum 2005. Haukur Gröndal er fádæma smekklegur músíkant og slyngur út- setjari og kvartettnum tókst að skapa afslappað sveifluandrúmsloft sem ríkti – og ríkir enn – í klass- ískum djassleik. Vel gert hjá Þor- grími og Qvik. Ragnheiði hefur líka farið mikið fram sem djasssöngkonu og er afslappaðri og með betri tæm- ingu, léttari sveiflu, en ég hef heyrt fyrr. Hún söng gamla slagarann sem Ormslev blés með Birni R., „If I had you“, sérlega vel og sveiflan hjá bandinu var leikandi. Sólóar Hauks, með vesturstrandartóninn í fartesk- inu, voru vel uppbyggðir en skyggðu hvergi á söngkonuna og sama má segja um gítarsólóa Ásgeir sem þræddi braut Jóns Páls sérlega mjúktóna. Þarna voru klassískir blúsar færðir í djassheima s.s.„Baby, Baby All the Time“, „Bad Luck“, „Don’t Bother Me“ og djassblús allra tíma: „Since I Fell for You“ eftir saxófónmeistarann Bud Johnson. Annars var mikið um söngdansa á dagskránni og Ragnheiður söng meistaraverk Gershwins-bræðra, „Embraceable You“ og „Ghoast of a Chance“ þeirra Victors Youngs, Ned Washingtons og Bing Crosbys. Það verður að segja að enn vantar hana nokkuð uppá að ná að komast að kviku þessara meistaraverka og einnig skorti nokkuð uppá að Mose Allisson-ópusinn „I’ve Got the Right to Cry“ og „Twisted Wardell Grays“, sem Annie Ross söng með Lambert, Hendrick and Ross, nytu sín sem skyldi enda truflaði minningin um Mose og Annie mann dálítið. Afturá móti tókst henni oftast mjög vel upp og ef hún ræktar djassgarðinn jafn vel og Kristjana Stefánsdóttir að námi loknu eignumst við enn eina djassdívuna. Gullstúlka á sveifluskóm DJASS DOMO 17. janúar kl. 21.30. Kvartett Ragnheiðar Gröndal. Ragnheið- ur Gröndal söngur, Haukur Gröndal altó- saxófón, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Þor- grímur Jónsson bassa og Erik Qvick trommur. Vernharður Linnet Ljósmynd/Guðmundur J.Albertsson Djass „Ragnheiði hefur [...] farið mikið fram sem djasssöngkonu og er af- slappaðri og með betri tæmingu, léttari sveiflu, en [...] fyrr.“ menning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.