Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 36
36 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Það er ótrúlega gaman aðkenna sögu, og ég er ekkiviss um að sögukennarar áöllum skólastigum geri sér
grein fyrir þeim möguleikum sem
sögukennsla býður upp á,“ segir
Súsanna Margrét Gestsdóttir sem
heldur fyrirlestur á vegum Sagn-
fræðingafélags Íslands í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafnsins næstkom-
andi þriðjudag kl. 12.05. Yfirskrift
fyrirlestrar Súsönnu Margrétar er
Sögukennsla: Nema hvað? Hvernig?
„Í umræðunni um sögukennslu
hér á landi er oftast rætt um hvaða
sögu fólk eigi að kunna, og hversu
miklum tíma eigi að verja til sögu-
kennslu. Hins vegar hefur minna
farið fyrir umræðu um hvernig best
sé að nota þann tíma, hvernig eigi
að kenna sögu,“ segir Súsanna Mar-
grét. „Fólk í öðrum löndum öfundar
okkur af hversu áhugasamir Íslend-
ingar eru um sagnfræði og ber hús-
fyllir á öllum fyrirlestrum Sagn-
fræðingafélagsins þessum áhuga
glöggt vitni. Hins vegar stöndum
við oft frammi fyrir því að fólk virð-
ist hafa frekar óaðlaðandi mynd af
sögukennslu, og sjá margir fyrir sér
þurra fyrirlestra og upptalningu
staðreynda þegar þeir eiga að gera
sér í hugarlund kennslustundir í
sögu. Staðreyndin er hins vegar sú
að sagnfræði er líklega meðal þeirra
kennslugreina sem bjóða upp á hvað
mesta möguleika í fjölbreyttum og
spennandi kennsluaðferðum.“
Súsanna Margrét segir nauðsyn-
legt að kennarar tileinki sér sem
flestar og fjölbreyttastar leiðir til að
sagnfræðin nái til sem flestra. „Öll
þau ár sem ég hef verið viðloðandi
sögukennslu hef ég sífellt verið að
rekast á hugmyndir og aðferðir sem
gætu gagnast við kennsluna, og eru
möguleikarnir í reynd óþrjótandi,“
segir Súsanna Margrét. „En ekkert
er nýtt undir sólinni og gaman er að
minnast t.d. á skrif Guðmundar
Finnbogasonar, eins af okkar fyrstu
uppeldisfræðingum, sem skrifaði ár-
ið 1903 bókina Lýðmenntun. Þar
talar hann um mikilvægi þess að
höfða til tilfinninga nemenda í
kennslu, og verður skólaspekingum
austan hafs og vestan nú mjög tíð-
rætt um kenningar af sama toga.
Kennarar geta svo auðveldlega nýtt
sér dægurmenningu og listir til að
veita nemendum ekki aðeins stað-
reyndir um söguna, heldur tilfinn-
ingu fyrir henni líka, sem þarf alls
ekki þýða að námið fari ekki fram
með skipulegum og markvissum
hætti og skili árangri.“
Súsanna Margrét segir því ekkert
að óttast þó listir og dægurmenning
rati inn í kennslustofuna: „Ég held
að sumir séu hræddir við að námið
verði of skemmtilegt, og í framhald-
inu að námsgreinin gjaldfalli af
þeim sökum,“ segir hún. „Því er ég
algjörlega ósammála, því það er
aldrei of gaman að læra, og þess ut-
an lærir fólk best þegar námið er
skemmtilegt. Það er von mín með
fyrirlestrinum að hleypa af stað um-
ræðu um sögukennslu frá öllum
hliðum.“
Ókeypis er á fyrirlestraröð Sagn-
fræðingafélags Íslands og aðgangur
öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar má finna á slóð-
inni www.sagnfraedingafelag.net.
Framundan er meðal annars fyr-
irlestur Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar, Heimildargildi heimild-
armynda, 6. febrúar næstkomandi,
og fyrirlestur Ómars Ragnarssonar
fréttamanns, Heimildarmyndir og
þáttagerð, 20. febrúar.
Saga | Fyrirlestaröð Sagnfræðingafélagsins í
Þjóðminjasafninu á þriðjudag kl. 12.05
Sóknarfæri í
sögukennslu
Súsanna Mar-
grét Gestsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1966. Hún
lauk meist-
araprófi í sagn-
fræði frá Há-
skóla Íslands
2003. Hún hefur
kennt sögu við
Menntaskólann í Reykjavík og Fjöl-
brautaskólann við Ármúla, og
kennir nú jafnframt kennslufræði
félagsgreina við Háskóla Íslands.
Súsanna situr í stjórn Euroclio –
Evrópusamtaka sögukennara, og í
stjórn Sagnfræðingafélags Íslands.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG ER MEÐ
ÚRKLIPPUBÓK
HÚN ER FULL AF HLUTUM
SEM ÉG ER BÚINN AÐ KLÓRA
EÐA... HÚN
VAR ÞAÐ
ÞAÐ ER
KOMINN
KVÖLD-
MATUR.
KOMDU
INN...
ALLT Í LAGI. ÉG ÆTLA
BARA AÐ KLÁRA VEGINN... MAMMA
SAGÐI ÞÉR AÐ
KOMA NÚNA!
OG ÞEGAR
HÚN SEGIR
NÚNA, ÞÁ
MEINAR HÚN
NÚNA!!
ÆI...
MAÐUR
ÞRÆTIR
EKKI VIÐ
YFIRVALDIÐ
MAMMA, MÁ HOBBES
KOMA AÐ SYNDA MEÐ MÉR?
NEI, ÞÚ
VERÐUR AÐ
SKILJA HANN
EFTIR
AF
HVERJU
??
ÖÖ...
TÍGRISDÝR
KUNNA EKKI
AÐ SYNDA
ER
ÞAÐ
EKKI?
ÉG ER EKKI VISS UM
AÐ MAMMA ÞÍN VITI MIKIÐ
UM TÍGRISDÝR
ÉG VIL BARA
EKKI AÐ HÚN
FARI EITTHVAÐ
AÐ RÍFA SIG
ÉG ER BÚIN AÐ
FÁ LEIÐBEININGAR
UM ÞAÐ HVERNIG ER
BEST FYRIR OKKUR
AÐ KOMAST Í
VEISLUNA HJÁ
LALLA OG ÖDDU
ÞAÐ ER FLOTT.
BÚA ÞAU LANGT Í
BURTU?
NEI ÞAU BÚA BARA HÉRNA RÉTT
HJÁ OKKUR Á MYNDASÖGUSÍÐUNNI
NÆSTA BÓKIN MÍN KEMUR
TIL MEÐ AÐ GEFA LESENDUM
MÍNUM SVOLÍTIÐ SEM ÞEIR
ERU BÚNIR AÐ VERA AÐ BIÐJA
UM Í LANGAN TÍMA
ENDURGREIÐSLU
SKÓLINN Í HVERFINU
OKKAR ER EKKI AÐ
STANDA SIG EINS VEL OG
ÉG HEFÐI VILJAÐ
KANNSKI
ÆTTUM VIÐ AÐ
HUGSA UM ÞAÐ
AÐ FLYTJA
ÞAÐ ER KLIKKUN!
VIÐ HÖFUM EKKI
EFNI Á ÞVÍ AÐ
FLYTJA Í HVERFIN
SEM ERU MEÐ
HÆRRI STIG
VIÐ ÆTTUM
AÐ MINNSTA
KOSTI
AÐ KANNA
ÞETTA
SJÁÐU,
HÉRNA ER HÚS
Á INNAN VIÐ
40 MILLJÓNIR
LALLI, ÉG
VIL EKKI BÚA
Í HÚSI MEÐ
ÚTIKAMAR!
FARÐU
ÚR
SKYRTUNNI,
TAKK
ÉG GET
EKKI LEYFT
HONUM AÐ SJÁ
BÚNINGINN
ÞESSI
BÍLL
ÞARNA
ÚTI!
ÞAÐ ER
EINN
MÖGULEIKI HVAÐA HLJÓÐ
ER ÞETTA?
ÞETTA ER
BENSINN MINN!
ÉG BJÓST
EKKI VIÐ AÐ
KONAN Í
MÓTTÖKUNNI
ÆTTI HANN
ÞETTA málverk Andy Warhols af Marx-bræðrum hangir um þessar mund-
ir uppi í Park Avenue-bankanum í New York. Bankinn hefur einsett sér að
hýsa reglulega sýningar af söfnum víðsvegar um Bandaríkin.
AP
Bankamenning