Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 39 Sími - 551 9000 Night at the Museum kl. 6, 8.20 og 10.40 Apocalypto kl. 6 og 9 B.i. 16 ára Litle Miss Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 7 ára Köld Slóð kl. 5.50 og 8 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 10.10 B.i. 14 ára ÍSLENSKT TAL eee SV MBL - Verslaðu miða á netinu * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * eeee -ROKKLAND Á RÁS eeeee BAGGALÚTUR.IS eee (D.Ö.J. - KVIKMYNDIR.COM) eeee VJV TOPP5.IS KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeee Þ.Þ. Fbl. eeee Blaðið Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 8 og 10:15 B.I. 16 ára SCARLETT JOHANSSON - JOSH HARTNETT - AARON ECKHART - HILARY SWANK Sýnd kl. 6 og 8 -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 10:15 B.I. 12 ára www.laugarasbio.is 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 Gullsmára, spilar í félagsheimilinu Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtu- daga kl. 12.45. Bjartur salur. Góður félagsandi. Aðgangur aðeins 200 kr. Allir eldri borgarar velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður og almenn handavinna. Kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.20 kóræfing. Kl. 15–16 er Herdís Jónsd. hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslu- stöð Efra-Breiðholts, m.a blóðþrýst- ingsmæling. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 Kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna. Kl. 10 Bæna- stund. Fótaaðgerð. Kl. 12 Hádeg- ismatur. Kl. 15 Kaffi. Kl. 9 Hárgreiðsla, sími 894 6856. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Ganga kl. 9.30. Pútt kl. 10. Gafl- arakórinn kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, keramik, tau- málun og kortagerð. Jóga kl. 9–11, Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13– 16. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Kennsla í tölvuveri þriðjud. og miðvikud. kl. 14–16. Kostar ekkert. Skráning. Bókmenntahópur miðvikud. 24. jan. kl. 20. Þórbergur og Gunnar. Sparikaffi föstud. 26. jan. kl. 14. Theódór og Hörður skemmta. Þorrablót föstud. 2. feb. kl. 17. Fastir liðir eins og venjulega. Láttu sjá þig! Sími 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug klukkan 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og léttar æfingar kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveit- ingar. Laugardalshópurinn Blik, eldri borg- arar | Leikfimi eldri borgara mánu- daga kl. 12 í Íþróttahúsinu Ármann– Þróttur í Laugardal. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 boccia, kl. 10.30 ganga, kl. 13 postu- línsmálun, opin fótaaðgerðastofa sími 568 3838. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin frá kl. 9–16.30 alla virka daga. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14 alla mánudaga. Bókabíllinn frá kl. 13.30–14.30 alla mánudaga. Hádegismatur alla virka daga frá kl. 12–13. Miðdegiskaffi frá kl. 15–16. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9– 12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Söngstund kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, morgunkaffi og dagblöð, búta- saumur, fótaaðgerð, samverustund, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. All- ar nánari upplýsingar í síma 535 2760. Dalbraut 18–20 | Mánudaga fram- sögn og brids, þriðjudaga félagsvist, miðvikudaga samvera í setustofu, spjall, lestur og handavinna, fimmtu- dagar söngur með harmonikkuund- irleik. Kaffi og meðlæti alla daga. Allir velkomnir. Sími 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Litlakot, kl. 13–16. Grænlenskur perlusaumur undir leið- sögn Guðrúnar. Perlur og annað sem til þarf á staðnum. Munið lesgler- augun. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK: Skrifstofan Gullsmára 9 er op- in mánudaga kl. 10–11.30. Sími 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15–16. Sími 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gjá- bakka á miðvikudögum kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslufundur um lífeyrissjóðsmál verður haldinn 25. janúar kl. 17.30. Fulltrúar frá LSR þær Þórey Þórð- ard., forstöðumaður lífeyrisréttinda, og Ágústa H. Gíslad., deildarstj. líf- eyrisdeildar og frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Hrafn Magnússon framkvæmdastj. koma og veita uppl. um þessi mál og svara spurningum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffitár kl. 13.30. Dans- kennsla Sigvalda línudans kl. 18, sam- kvæmisdans byrjendur kl. 19 og fram- hald kl. 20. Námskeið í framsögn hefst 30. janúar kl. 17. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson, skráning hafin í síma 588 2111. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslufundur um lífeyrissjóðsmál verður haldinn 25. janúar kl. 17.30. Fulltrúar frá LSR þær Þórey Þórðard. forstöðumaður lífeyrisréttinda og Ágústa H.Gíslad deildarstj. lífeyr- isdeildar og frá Landssamtökum líf- eyrissj. og Hrafn Magnússon fram- kv.stj. koma á fundinn og veita uppl. um þessi mál og svara spurningum. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna kl. 9–12. Boccía kl. 9.30. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13. Lomber kl. 13.15. Kanasta kl. 13.15. Kóræfing kl. 17. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl. 11.30 hádegisverður (panta fyrir kl. 10), kl. 13 handavinna, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK, og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja op- in fyrir alla kl. 9–12. Bókband kl. 9, hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur frá kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handavinnustofa opin kl. 9–16.30, glerbræðsla kl. 13, fram- haldssaga kl. 12.30, frjáls spil kl. 13– 16.30. Laus pláss á námskeið. Sími 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 Fé- lagsráðgjafi kemur (annan hvern mánudag). Kl. 13 Opin salur. Kl. 13.15 Leikfimi. Kirkjustarf Áskirkja | Þorgils Hlynur Þorbergs- son cand theol. verður með morg- unsöng á vegum Áskirkju á Dalbraut 27, kl. 9.30 í dag. Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10– 12 ára í Grafarvogskirkju, kl. 17–18 TTT fyrir börn 10–12 ára í Húsaskóla, kl. 17–18 Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.–10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Grensáskirkja | Öll börn á aldrinum 6–9 ára eru velkomin í Grensáskirkju alla mánudaga frá kl. 15.30–16.30 til starfa með KFUM og KFUK. Hjallakirkja | Tíu til tólf ára starf er í Hjallakirkju á mánudögum kl. 16.30– 17.30. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk er hvert mánudagskvöld í Hjallakirkju kl. 20–21.30. Hjálpræðisherinn á Íslandi | Heim- ilasambandsfundur fyrir allar konur í dag kl. 15. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Fundur verður í AD KFUK, Holtavegi 28, þriðjudaginn 23. janúar kl. 20. Bókaflóðið. Fundurinn er í umsjá Sigrúnar Gísladóttur og Herdísar Ástráðsdóttur. Kaffi. Allar konur eru velkomnar. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 miðvikudaginn 24. janúar kl. 20. „Máttur hans við oss.“ Sr. Gísli Jónasson talar. Fréttir frá As- íu: Ragnar Gunnarsson. Kaffi. Allir eru velkomnir. „ÞEKKIÐ þér Finnbogason?“ Þessi stutta spurnarsetning markar bæði upphaf og lok þessarar bókar. Hún átti vel við þegar henni var fyrst varpað fram (á frönsku í Sorbonne- háskóla) og hún á ekki síður við á Ís- landi nú á dögum. Trúlega myndi mikill meirihluti þjóðarinnar, há- skólafólk sem aðrir, reka upp stór augu, yppa öxlum í fáfræði og tóm- læti og svara neitandi, nema vita- skuld þeir sem kynnu að hafa lesið þessa bók um jólin. Eitt af einkennum okkar tíma er að flestir láta sér lynda að lifa fyrir líð- andi stund. Fyrri menn og konur gleymast fljótt, menn og málefni komast í tísku, eru á hvers manns vörum um skamma hríð og gleymast svo jafn skjótt, rétt eins og nærföt í auglýsingum glanstímaritanna eða gengisskráning gærdagsins. Guðmundur Finnbogason hefur ekki átt því umdeilanlega láni að fagna að komast í tísku meðal núlif- andi Íslendinga. Á fyrri hluta 20. ald- ar var hann hins vegar þjóðkunnur maður og lagði gjörva hönd á plóginn þegar reynt var að „byggja þjóðina upp“, gera hana að sjálfstæðri menn- ingarþjóð, sem staðið gæti á eigin fót- um. Þá var hann þekktur af skrifum sínum og útvarpserindum og þá hefðu að líkindum flestir Íslendingar svarað játandi spurningunni, sem greint var frá hér að framan, a.m.k. ef fornafnið hefði fylgt með. Guðmundur Finnbogason var Þingeyingur að uppruna, fæddur á Arnarstapa í Ljósavatnsskarði 6. júní 1873. Hann var af fátæku fólki kom- inn, en tókst með dugnaði og hjálp góðra manna að komast í skóla. Að loknu stúdentsprófi við Lærða skól- ann í Reykjavík sigldi hann til náms í Hafnarháskóla, þar sem hann lagði stund á heimspeki og lauk meist- araprófi árið 1901. Sérgrein hans var sálfræði og í þeirri grein varði hann doktorsritgeð við Hafnarháskóla árið 1911. Doktorsritgerðin nefndist á dönsku Den sympatiske Forstaaelse og er sígilt verk í norrænni sálfræði. Síðar var hún þýdd á frönsku og afl- aði höfundi sínum viðurkenningar á meðal frönskumælandi sálfræðinga. Hér á landi er hún miklu síður kunn, enda leggja Íslendingar ekki í vana sinn að þýða merkisrit landa sinna á móðurmálið. Jörgen L. Pind, prófessor í sál- fræði við Háskóla Íslands, hefur sam- ið þessa bók um ævi og störf Guð- mundar Finnbogasonar. Að minni hyggju getur hún trauðla talist ævi- saga í hefðbundnum skilningi, miklu frekar menntunar- og starfssaga heimspekingsins og sálfræðingsins Guðmundar Finnbogasonar. Í fyrstu köflum bókarinnar segir rækilega frá uppvexti og skólaárum Guðmundar hér á landi og síðan taka við kaflar um námsárin í Kaupmannahöfn og námsdvalir í öðrum löndum. Þar seg- ir einnig gjörla af kennurum Guð- mundar við Hafnarháskóla og af þeim heimspekingum, straumum og stefnum í fræðigreininni, er mest áhrif höfðu á hann á yngri árum. Les- andinn fær þannig dágóða mynd af því menningar- og menntaumhverfi sem söguhetjan mótaðist af. Einnig segir allnokkuð af Íslendingum á Hafnarslóð á dögum Guðmundar og þá vitaskuld mest af nánustu vinum hans og félögum. Í síðari köflum segir frá störfum Guðmundar hér heima. Hann var að- alhöfundur fræðslulaganna frá 1907, þegar skólaskylda var lögleidd, og hafði með þeim mikil og góð áhrif á ís- lensk skóla- og uppeldismál. Þá greinir frá embættisraunum og dag- legu amstri, skammlífu prófessors- embætti í sálfræði við Háskóla Ís- lands, ritstörfum og starfi í embætti landsbókavarðar. Öll frásögn höfundar er vel samin og hefur að geyma mikinn fróðleik, enda hefur hann kannað fjölda heim- ilda og er vel að sér í fræðigreininni sem bókin snýst að verulegu leyti um. Fyrri hlutinn er einkar ýtarlegur og þar notar Jörgen mikið þá aðferð að láta heimildirnar tala, birtir orðrétt langa kafla úr bréfum og öðrum heimildum. Það hugnast mér vel. Í síðari hlutanum, þegar kemur að þeim kafla í ævi Guðmundar er hann hafði að miklu leyti sagt skilið við sál- fræðina, er farið öllu hraðar yfir sögu en þó ekki svo verulegt mein sé að. Að minni hyggju er þetta rit þarft framlag til íslenskrar menning- arsögu. Það sem ég sakna helst er rækilegri umfjöllun um þátt Guð- mundar í menningarumræðunni á 3. og 4. áratug 20. aldar og um nýyrða- smíð hans. Guðmundur var meðal orðhögustu manna á sinni tíð og höf- undur margra snjallra nýyrða sem hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess í málinu. Góður fengur hefði einnig verið að ritaskrá Guðmundar. Allur frágangur þessarar bókar er smekklegur. Hún er fallega prentuð og prýdd fjölda skemmtilegra ljós- mynda. Eini gallinn er að bókarkápan er, að mínu viti, frámunalega illa heppnuð og lítt til þess fallin að vekja áhuga á bókinni. Saga sálfræðings BÆKUR Ævisaga Eftir Jörgen L. Pind. Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík 2006. 474 bls. Frá sál til sálar. Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.