Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 40

Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 40
40 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / KEFLAVÍK NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 - 10:15 LEYFÐ THE PRESTIGE kl. 10:15 B.i. 12 ára KÖLD SLÓÐ kl. 8 B.i. 12 ára / AKUREYRI BABEL kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára THE PRESTIGE kl. 8 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 10:20 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 BABEL kl. 6 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 5:50 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 ára THE HOLIDAY kl. 8 B.i. 7 ára DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára Með stórstjörnunum BRAD PITT og CATE BLANCHETT. Frá leikstjóra AMORES PERROS og 21 GRAMS eeee - LIB, TOPP5.IS eeee - PANAMA.IS eeee - FRÉTTABLAÐIÐ EF ÞÚ VILT FÁ ÞARFTU AÐ HLUSTA SKILNING… GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS ÁHORFENDAVERÐLAUNIN Á CANNES. LEIKSTJÓRAVERÐLAUNIN Á CANNES.FORELDRARKVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 6 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA. 1000 KR. MIÐAV ERÐ FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU VERÐLAUNA- MYNDINA BÖRN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI árnað heilla ritstjorn@mbl.is Strætó á Hlemmi ÉG fer stundum í strætó stutta leið, eða frá Hlemmi og niður Hverfisgöt- una að Þjóðleikhúsinu. Í raun á ég um 8 vagna að velja. Það er æðislegt að þurfa nánast ekkert að bíða eftir vagni vegna þess að þótt hver og einn fari á 20 mínútna fresti þá er í mesta lagi 10 mínútna bið eftir að næsti vagn fari frá Hlemmi. Þegar ég kem hins vegar gangandi heiman frá mér niður á Hlemm blasa við mér stundum 2–4 strætisvagnar sem ég get tekið. Þá kemur vandinn, hvaða vagn fer næst af þessum þremur? Á meðan ég hleyp til að ná í S1 sem er við skýlið næst umferða- ljósunum við Snorrabraut þá fer S3 af stað en hann vísar í gagnstæða átt eins og hann ætli í austurátt í borg- inni en ekki vestur. Allt í einu upp- götva ég að það er enginn bílstjóri í S1 og að sá vagn er ekkert að fara fyrr en kannski 15 mínútum seinna. S3 keyrir nú fram hjá mér hvernig sem ég veifa við umferðaljósin eftir að hann er búinn að keyra hringinn í kringum bygginguna á Hlemmi og ætlaði þá aldrei í austurátt nema bara í þykjustunni. Þetta gæti líka al- veg eins verið S4, S5 eða S6. Með reynslunni hef ég fundið út að nr. 11, 12 og 13 stoppa á Hlemmi og fara allir strax af stað án nokkurra tafa, en S-vagnarnir eru þessir óút- reiknanlegu af því að hjá þeim er Hlemmur endastöð. Vitanlega gæti maður farið fyrst inn í miðstöðina á Hlemmi og spurt hvaða vagn fer næst, en það tekur sinn tíma. Væri ekki betra að allir S- vagnarnir stoppuðu við biðskýlið á Snorrabrautarhorninu sem vísar í vesturátt en bílarnir sem eru í langri biðstöðu, bílstjóralausir, gætu þá all- ir snúið í austurátt þangað til kemur að því að síga af stað. Ímyndum okkur manneskju sem er orðin hægfara, t.d svona 75–80 ára. Þá skiptir það ennþá meira máli að þurfa ekki að hlaupa svona út um allan Hlemm í leit að strætó sem fer niður Hverfisgötuna. Norðurmýrarbúi. Jólagjöfin sem aldrei barst MÉR heyrist á viðskiptavinum Kaupþings að meira hafi mátt hlæja að jólagjöfinni sem bankinn sendi „sumum“ viðskiptavinum sínum en jafnvel að Áramótaskaupinu sem fæstum fannst lítið fyndið að þessu sinni. Þar sem ég er viðskipavinur Kaup- þings þá þykir mér mjög miður að hafa ekki fengið þessa spreng- hlægilegu gjöf frá þeim og get því ekki tjáð mig um það hvort þarna sé um að ræða brauðpoka, höfuðklút eða bara afþurrkunarklút. Mér heyr- ist á fólki sem fékk þessa sér- kennilegu jólagjöf að það sé algjört túlkunaratriði um hvað sé að ræða og hefur hver sína sýn á það. Það er nú einmitt það sem gerir þennan tor- kennilega hlut greinilega svo spenn- andi. Þess vegna vil ég hér með kvarta yfir því að hafa verið skilinn út undan og geta þar af leiðandi hvorki tekið þátt í umræðunni, né boðið gestum upp á þessa spennandi gestaþraut. Stefán Guðmundsson. velvakandi Svarað í síma 569 1100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ára af-mæli. Í dag, 22. janúar, er níræður Pét- ur Sigurðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga, Breiðdalsvík. 70 ára af-mæli. Í dag, 22. janúar, er sjötugur Páll Jóhann Ein- arsson (Palli flug). Í tilefni þessara tíma- móta tekur Palli á móti fjöl- skyldu, vinum og velunnurum í safnaðarheimili Bú- staðakirkju laugardaginn 27. janúar kl. 15–19. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569 1100 eða sent póst á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is. Þar er smellt á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins, og þá birtist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýsingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Víkverji hvetur fólktil að gleyma ekki fuglunum nú þegar þeir þreyja þorrann í vetrarhörkum og jarð- bönnum. Víkverji er svo heppinn að vera með garð og hefur mikla ánægju af því að fylgjast með smáfugl- unum sem sækja í tré beint fyrir framan stofugluggann. Fugl- unum stórfjölgaði þeg- ar Víkverji byrjaði að gefa þeim reglulega fyrr í vetur og nú er svo komið að hann getur verið viss um að sjá stóran hóp fugla gæða sér á fóðrinu með tilheyrandi tísti og söng í hvert sinn sem hann horfir út í garðinn. Þar eru aðallega auðnutittlingar, starar og þrestir. Víkverji hefur miklar mætur á auðnutittlingnum, sem er sérlega fagur fugl, en hljóðin í staranum láta best í eyrum. x x x Víkverji vill laða fleiri tegundirað garðinum og kappkostar því að hafa matseðilinn sem fjölbreytt- astan. Auðnutittlingarnir eru sólgnir í finku- og gárafræ og sækja einnig í hirsistöngla sem ætl- aðir eru búrfuglum. Víkverja hefur gefist vel að hengja fóð- urbolta upp á trén, setti til að mynda stór- an og girnilegan fitu- bolta um tvo metra frá stofuglugganum. Auðnutittlingarnir kippa sér ekkert upp við það þótt furðufugl- inn Víkverji standi svo nálægt þeim og dáist að þeim. Þrestir hafa góða lyst á eplum og þau eru líka tilvalin til að laða að gráþresti, svartþresti og jafnvel silkitoppur þegar þær flækjast hingað til lands. Fita er ein besta fæðan handa fuglunum, enda þurfa þeir mikla orku til að halda á sér hita í frost- hörkum. Þess vegna er tilvalið að gefa þeim tólg, kjötsag, flot, mör, kjötafganga, osta, hangiflot og ann- að feitt lostæti. Aðrir matarafgangar, til að mynda brauð og kökur, eru líka vin- sælir, sérstaklega hjá störum sem eru alætur, eins og fram kemur í fróðlegri grein um vetrarfóðrun fugla eftir Jóhann Óla Hilmarsson á vef Fuglaverndarfélags Íslands, www. fuglavernd.is. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is     dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 22. janúar, 22. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.) Dóttir Krókódíla-Steves, BindiIrwin, ætlar að feta í fótspor föður síns og kynna umheiminum töfra náttúrulífs. Bindi og móðir hennar eru um þessar mundir á ferð um Bandaríkin í því skyni að kynna tilvonandi náttúrulífsþátt Bindi, en fimm mánuðir eru síðan Steve Irwin lést eftir að gaddaskata stakk hann í hjartað. Móðir Bindi, Terri, sagði að strax eftir dauða eiginmanns síns hefði Bindi sagt sér að hún óskaði einskis heitar en að byrja að búa til sína eigin náttúrulífsþætti eins fljótt og auðið væri. „Hver og einn tekst á við sorgina á sinn hátt,“ sagði Terri með dóttur sína sér við hlið. „Það hefur verið mikil hjálp fyrir okkur sem aðra að halda áfram og geta um leið sagt að það sem Steve gerði hafi verið ein- hvers virði.“ Glaðbeitt lýsti Bindi nokkrum al- ræmdum dýrum sem „svo sætum og blíðum“. Hún lofaði m.a. krókódíla fyrir að vera „svo frábærar mæður“ og sagði snáka „einfaldlega frá- bæra“. Beðin um að bera saman eitr- aða snáka og fréttamenn sagði Bindi: „Ég held virkilega að ég kunni vel við eitraða snáka.“ Upp- skar hún mikil hlátrasköll.    Átján ára gamall piltur hefur ver-ið dæmdur í fjögurra ára fang- lesi fyrir að sitja um söng- og leik- konuna Hilary Duff auk þess sem hann fékk fimm ára skilorðsbundinn dóm. Maksim Myaskovskiy var hand- tekinn í nóvember sl. eftir að sjálf- stæður rannsakandi í vinnu fyrir hina nítján ára gömlu Duff staðfesti að pilturinn hefði hótað að drepa leikkonuna. Um mánuði fyrr höfðu Duff og þá- verandi kærasti hennar, rokk- arinn Joel Mad- den, krafist nálg- unarbanns á Maksim og her- bergisfélaga hans. Duff varð fræg fyrir að leika í Disney-þáttaröðinni Lizzie McGuire. Auk þess að leika í mynd- um hefur hún verið ofarlega á bandarískum poppvinsældalistum.    Grínmyndin Little Miss Sunshine,sem sýnd er í íslenskum kvik- myndahúsum um þessar mundir, var óvænt valin besta kvikmynd árs- ins af Samtökum bandarískra sjón- varps- og kvikmyndaframleiðenda. Valið var tilkynnt við hátíðlega at- höfn í Hollywood á laugardaginn og kom það nokkuð á óvart að þessa til- Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.