Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 2
Aukahlutir Stigi, festing fyrir drullutjakk og spilhús. Hlífður Brittebild framgrindin er sterk, með „eyru“ fyrir drullutjakk og festingu fyrir aukaljóskastara. H érna eigum við heima,“ segir vélvirkjameistar- inn Alexander Bridde um leið og hann hleyp- ir blaðamanni inn á verkstæðið til sín. Verkstæðið heitir Prófílstál og er við Smiðshöfða 15 í Reykjavík. Þar inni er unnið hörðum höndum og mikið um að vera en alls vinna þarna átta manns. Aukahlutir í bíla Alexander og félagar sérhæfa sig í hvers kyns járnsmíðum en þó eru þeir einkum þekktir fyrir að smíða hvers kyns aukastykki í bíla, aðallega fyrir breytta jeppa. Smíða þeir til dæmis mikið af alls kyns grindum, dráttar- beisli, upphækkunarsett og aukaeld- neytistanka. Bílalyfta er á verkstæðinu og þar hvílir vel útbúinn Land Crusier 120 jeppi með 44" dekkjum og eru Alex- ander og félagar búnir að bæta tölu- vert í hann. „Svo fáum við alls kyns séróskir um aukabúnað frá Pétri og Páli,“ segir Alexander og bætir við að eflaust séu margar óskirnar furðulegar, „ef mað- ur fer að spá og spekúlera í því,“ segir hann. Alexander hefur verið með verk- stæðið í um tuttugu ár en þegar hann var að byrja í kringum 1985 var verið að byrja að flytja inn bandaríska stuð- ara og dráttarbeisli undir vöruheitinu „Smith-e-Built“. Í kjölfarið var Alex- ander kallaður „Briddebilt“ sem er skírskotun í eftirnafn hans, Bridde. Ekki gekk þó innflutningurinn á „Smith-e-built“ vörunum en engu að síður hélst nafngiftin góða á Alexand- er og rataði hún að lokum á vörurnar hjá Prófílstáli. Í dag þykja Briddebilt- íhlutirnir miklir gæðagripir að mati fagmanna. „Við byrjuðum að nota nafnið í gamni en síðustu tíu, fimmtán árin höfum við notað það meira í alvöru,“ útskýrir Alexander. Briddebilt límmiðinn „Við höfum verið í góðu sambandi við breytingaverkstæðin, eins og til dæmis hjá Arctic Trucks, Toyotu, Jeppaþjónustunni Breyti og fleiri. Þau kaupa mikið af þessu dóti frá okkur. Þessi fyrirtæki eru eiginlega helstu seljendurnir okkar,“ útskýrir Alexander en þeir hjá Prófílstáli smíðuðu nýlega fyrir norska herinn í gegnum Arctic Trucks. Smíðuðu þeir stuðara, framgrindur og spilbita fyrir um fimmtíu bíla. Þá hefur Prófílstál smíðað töluvert fyrir björgunarsveit- irnar. „Það er alls staðar „Briddebilt“,“ segir Alexander en límmiðar með Briddebilt-áletruninni prýða alla Briddebilt-íhluti og má sjá þá aftan og framan á bílum, víða um borg og land. Er það í rauninni helsta auglýsing verkstæðisins en Alexander segist aldrei hafa auglýst starfsemi sína að öðru leyti. Prófílstál er auk þess ekki ennþá komið með heimasíðu en Alex- ander viðurkennir að kannski sé kom- inn tími á hana. Hvað sem öðru líður er það alveg á hreinu að Briddebilt vörurnar eru eft- irsóttar enda mikið í þær lagt. Bit- arnir er húðaðir með sérstakri aðferð sem bindur efnið einstaklega vel við stálið og helst betur en nokkur máln- ing. Góður markaður Alexander segir að vöxtur fyrir- tækisins hafi aukist smám saman í gegnum árin. „Við byrjuðum eiginlega ekki með neitt. Ég var rétt rúmlega tvítugur, nýútskrifaður vélvirki og dembdi mér beint í djúpu laugina. Síðan þá hef ég bæði synt á móti straumi og með hon- um. Þetta starf er eitthvað sem mað- ur þarf að hafa svolítið fyrir.“ Hann segir að markaðurinn fyrir stálíhluti í bíla sé nokkuð góður á Ís- landi. „Þetta er þó ekki nóg til að halda okkur átta gangandi,“ segir Alexand- er en þeir smíða, eins og áður sagði, hvers kyns stálbúnað. „Ég myndi segja að vinnan í kring- um jeppana myndi duga svona þrem- ur mönnum út árið,“ segir Alexander. Eitt helsta stolt Alexanders og fé- laga hjá Prófílstáli er sérstök læsing á kúluhöldurum sem kemur veg fyrir að þau skrölti þegar ekið er með vagn í eftirdragi. „Við erum þeir einu í heiminum sem erum með svona búnað. Fólk er mjög hrifið af þessu,“ segir Alexander hreykinn. Prófílstál hefur einnig selt mikið af aukahlutum til Saudi Arabíu, eitthvað til Þýskalands og eins og áður sagði, til Noregs. Þó að Prófílstál sé ekki stórt fyrirtæki þá fara Briddebilt vör- urnar víða. Briddebilt er alls staðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Alexander & Co Frá vinstri: Alexander Bridde, Páll Sigurðsson, Guðni Alexandersson Briddge og Jón Gunnsteinsson. Aukaeldsneytistankar Brúsagrind og snjóakkeri sjást líka. Sérsmíð Dráttaraugu og -kúlur. Takið eftir læsingunni á svörtu bitunum en kemur í veg fyrir skrölt. 2 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.