Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Spurt: Ég er á nýlegum Chevrolet Silverado 2500 með 6 lítra dísilvél. Í vatnsaganum undanfarið hefur vél- arljósið kviknað og lýst mismunandi lengi nokkrum sinnum. Er það al- varlegt mál? Ég hef verið að spyrja „sérfræðinga“ hvort ekki þurfi að endurnýja kælivökvann á dísilvélinni en mér hefur verið sagt að það þurfi ekki sé hann upprunalegur. Er það rétt? Svo vantar mig upplýsingar um hvernig eigi að mæla vökvann á sjálfskiptingunni en hún er með kvarða. Það fylgdi engin handbók með bílnum og því leita ég eftir þinni aðstoð. Svar: Af vélarljósinu þarftu ekki að hafa áhyggjur svo lengi sem það slokknar. Vélarljósið getur kviknað vegna þess að hlutir í rafkerfi bílsins blotna vegna gusugangs; vegna þess að lítið eldsneyti er eftir á geym- inum, vegna þess að sett er eldsneyti á geyminn með vélina í gangi eða lok áfyllingarinnar laust. Sé uppruna- legur kælivökvi á vélinni (DEX-CO- OL) á að endurnýja hann eftir 240 þús. km akstur eða eftir 5 ár og þá með því að skola kerfið út. Rauður Comma-kælivökvi hefur samsvar- andi tæringarvörn (5 ár). Ég mæli með því að endurnýja kælivökvann oftar, t.d. á 4 ára fresti. Vökva á sjálfskiptingu og utanáliggjandi síu á að endurnýja eftir og með 80 þús- und km millibili sé bíllinn ekki í þungri notkun. Hafi bíllinn staðið lengi og merki um leka á að mæla vökvastöðuna áður en vélin er gang- sett. Sé vökvastaðan neðan við neðri merki „kalda bilsins“ á kvarðanum þarf að bæta á hana (DEXRON VI) þar til kvarðinn sýnir vökvastöðu á „kalda bilinu“ áður en vélin er gang- sett. Þá er bílnum ekið þar til vélin hefur náð eðlilegum hita, en þá hækkar vökvastaðan. Eftir að bíllinn hefur staðið í um 1 mínútu með vél- ina í lausagangi, skiptinguna í P og í stöðubremsu, er stigið á bremsuna og sett í D, N og R og svo aftur í P og vökvastaðan mæld a.m.k. tvisvar með vélina í lausagangi. Vökvastað- an á að vera á miðju „heita bilinu“. Nái hún því ekki skal bætt á hóflega þar til hún er á miðju bilinu (til glöggvunar jafngildir allt „heita bil- ið“ einum lítra). Hálfum lítra of mik- ið er jafn slæmt og hálfum lítra of lít- ið. Skrykkjóttur gangur í Mazda 626 Spurt: Ég á Mazda 626 árgerð 1998, 2,0 135 hestöfl, sjálfskiptan. Þannig er mál með vexti að hann virðist ganga of hægan lausagang og á þá til að drepa á sér, þó það sé reyndar sjaldgæft, en gerist það þá fer hann auðveldlega í gang aftur en gengur mjög hægt og svolítið skrykkjóttan lausagang. Ég finn ekki fyrir neinu í akstri en þá gengur vélin eins og hún á að gera nema að mér finnst hann eyða örlítið meiru en hann gerði. Hef ég kennt vetrinum um það en hins- vegar hefur verið frekar hlýtt síð- ustu daga. Eyðslan er enn um 8,7 l /100 í blönduðum akstri í stað um 7,5–8 sem ég hef verið að ná í haust. Ég keyri hann til og frá vinnu sem eru 45 km hvor leið, þar af um 7 km í innanbæjar en svo 90–100 km/h á „cruise control“ með 3 farþega. Svar: Þar sem vélarljósið lýsir greinilega ekki stöðugt myndi mað- ur kanna hvort einhver sogslanga geti verið laus á vélinni eða leki – oft fylgir því óeðlilegt soghljóð þegar húddið er opnað. Væri þetta vegna skynjara myndi vélarljósið hafa kviknað. Sé sogleki ekki greinanleg- ur skaltu byrja á að útiloka raka- mettun í bensíninu með því að hella slurki af ísóprópanóli út í fullan geymi. Hverfi gangtruflunin ekki við það mun bilanagreining (með kóða- lestri) að öllum líkindum leiða í ljós hver bilunin er – þótt hún kosti tals- vert þá getur hún jafnframt sparað talsverða peninga, óþarfa varahluta- kaup og fyrirhöfn. Vélarljós, kælivökvi og sjálfskipting  Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ljós í mælaborði „Í vatnsaganum undanfarið hefur vélarljósið kviknað og lýst mismunandi lengi nokkrum sinnum. Er það alvarlegt mál?“ spyr eig- andi Chevrolet Silverado 2500. Chevrolet Suburban 6,5 TD, árg. 1997, ek.280 þús. km, DÍSEL, Verð 1650 þús. kr. Toyota Avensis, árg. 2006, ek. 21 þús. km, DÍSEL, Verð 2990 þús. kr. Honda CR-V, árg. 2005, ek. 32 þús. km, Verð 2690 þús. kr. Suzuki Grand vitara 1,6, árg. 2001, ek. 90 þús. km, Verð 920 þús. kr. Hummer H3 LUXURY OFF ROAD, árg. 2006, ek. 5 þús. kr, Verð 5520 þús. kr, áhv. 5400 þús. kr. M.Benz M ML500, árg. 2006, ek. 21 þús. km, Verð 6490 þús. kr. Volvo XC70 CROSS CONTRY AWD, árg. 2006, ek.16 þús. km, Verð 4840þús.kr. Suzuki Grand Vitara, árg. 2005, ek. 28 þús. km, Verð 2000 þús. kr. Porsche Cayenne S, árg. 2004, ek. 64 þús. km, Verð 5990 þús. kr. Ford Explorer Limited, árg. 2003, ek.91 þús. km, Verð 2750 þús. kr, áhv.1000 þús. kr. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-17 SKOÐIÐ FLEIRI MYNDIR Á WWW.100BILAR.IS Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is EINS dauði er annars brauð er oft sagt og nú er spurning hvort þau orð reynist sönn þegar fyrstu MG- bílarnir sem framleiddir eru af Nanjing Auto í Kína renna af færi- bandinu. Fyrirtækið keypti nefni- lega MG og Rover fyrir um tveimur árum og hyggst hefja þetta fræga breska bílamerki til frægðar á ný. Nanjing Auto var stofnað fyrir 60 árum og er í ríkiseigu. Fyrirtækið hefur fjárfest rausnarlega í nýrri verksmiðju fyrir MG-merkið og vill nú fá eitthvað fyrir sinn skerf. Litlar móttökur á Vesturlöndum MG þekkja hinsvegar margir og hefur merkið mátt muna betri tíma. Fyrir um tæpum 50 árum, þegar núverandi kínverski eigandi merk- isins var að stíga sín fyrst spor í viðskiptum, var MG einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands. Leiðin hefur nánast legið stöðugt niðurá- við síðan þá og síðasti nýi bíll fyr- irtækisins var settur á markað árið 1998. Áform kínverska framleiðandans eru að setja MG á markað fyrst og fremst í Kína, en einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Líklega verða móttökurnar frekar kaldar á Vest- urlöndum þar sem aðeins er um að ræða endurhannaða bíla frá síðustu niðursveiflu MG þegar fyrirtækið var enn í breskri eigu. Þó er talið að Nanjing Auto eigi góða möguleika á að selja MG-bíla í Suður-Ameríku, Afríku og jafnvel Suður-Evrópu. Reuters Fyrstu MG-bílarnir rúlla af færibandinu í Kína MG 7 Starfsmenn Nanjing Auto virða fyrir sér nýjan MG 7 á kynningarhátíð í héraðinu Nanjing í austur Kína. Hraðferð Fyrir um tæpum 50 árum síðan, þegar núverandi kínverski eig- andi merkisins var að stíga sín fyrst spor í viðskiptum, var MG einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.