Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 6

Morgunblaðið - 30.03.2007, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Toyota Land Cruiser 100 TDI (119320) 5/2004, ekinn 93 þús. km, leður, tems, raf- magn í öllu o.fl. Ásett verð 5.990 þús. Toyota Land Crusier 120 VX (133245) 6/2003, ekinn 112 þús. km, leður, topplúga, tems, raf- magn í öllu o.fl. Ásett verð 4.090 þús. Áhvíl- andi 1.840 þús. Toyota Land Cruiser 120 VX (119270) 10/2004, ekinn 36 þús. km, 20” krómfelgur, leður, topplúga, spoiler o.fl. Ásett verð 5.390 þús. Áhvílandi 4.800 þús. Toyota Land Cruiser 120 VX (133676) 10/2005, ekinn 46 þús. km, leður, dráttarkr., filmur o.fl. Ásett verð 5.350 þús. Áhvílandi 3.780 þús. MMC Pajero GLS 3.2 DID 33” (119875) 5/2001, ekinn 138 þús. km, 33” breyttur (stær- ri breytingin), leður, topplúga o.fl. Ásett verð 3.390 þús. Áhvílandi 2.650 þús. MMC Pajero GLS 3.5 GDI (119767) 10/2001, ekinn 131 þús. km, 32” antera breyting, leður, topplúga, dráttarkr o.fl. Ásett verð 2.490 þús. Áhvílandi 1.950 þús. Ford F250 Lariat King Ranch (210895) 6/2005, ekinn 60 þús. km, leður, pallhús, dráttarkr. o.fl. Ásett verð 4.190 þús. Áhvílandi 4.010 þús. 55 þús. á mán. Isuzu Crew Cab (131106) 6/2004, ekinn 94 þús. km, dráttarbeisli, álfelgur o.fl. Fæst fyrir yfirtöku á láni 1.670 þús. 37 þús. á mán. Toyota Hilux D/C 3.0L D4D (133645) 3/2007, ekinn 1 þús. km, beinskiptur, pallhús, drátt- arkr. o.fl. Ásett verð 3.530 þús. Toyota Hilux D/C 3.0L D4D 35” (133682) 1/2007, ekinn 1 þús. km, sjálfskiptur, 35” breyttur o.fl. Ásett verð 3.990 þús. Toyota Avensis Executive (190942) 11/2003, ekinn 60 þús. km, leður, filmur, 18” krómfelg- ur, fjarstart, o.fl. Mjög fallegur bíll. Ásett verð 2.530 þús. Toyota Corolla 1.6 VVT-i H/B (133655) 5/2005, ekinn 56 þús. km, sjálfskiptur, fjarst samlæs., cd o.fl. Ásett verð 1.650 þús. Toyota Yaris 1.4 D4D (210837) 6/2006, ekinn 27 þús. km, beinskiptur, fjarst. samlæs., cd, o.fl. Ásett verð 1.630 þús. Áhvílandi 1.500 þús. Renault Megane Scenic (210414) 2/2005, ek- inn 34 þús. km, sjálfskiptur, fjarst. samlæs., cd, o.fl. Ásett verð 1.980 þús. Áhvílandi 1.400 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Wieck Sterklegur Útlitsbreytingar á Hummer H3 Alpha eru í takt við stóra bróður H2 - meira króm og meiri útbúnaður. Hummer H3 með V8 Wieck Stæðilegur Hummer H3 Alpha er ný gerð Hummer sem kynnt var í New York í vikunni. aðeins 295 hestöfl sem tekin eru úr 5,3 lítrum, en þó hefur vélin mun meira tog, 430 NM á móti 328 NM í gömlu vélinni – og að sjálfsögðu V8- sönginn sem þykir svo vel við hæfi í bandarískum jeppa. Mikið hafði verið kvartað yfir því á helstu mörk- uðum H3 að bíllinn fengist ekki með V8-vél eins og H2 og H1. Bíllinn sem er útbúinn V8-vélinni hefur fengið heitið Alpha en hann fær meira en bara nýtt heiti; hann fær einnig meiri útbúnað og gerðar verða útlitslegar breytingar sem HINGAÐ til hafa jeppaunnendur á Íslandi mátt sætta sig við fimm strokka, 3,7 lítra vél í minnsta Hum- mer-bílnum, H3. Nú horfir til betri vegar því í New York var kynntur til sögunnar í vikunni Hummer H3 sem fæst með V8 vél í fyrsta skiptið og fær bíllinn þar með loksins vél við hæfi. Gamla vélin var reyndar síður en svo slöpp, 242 hestöfl, togmikil og nokkuð dugleg fyrir þennan annars þunglamalega bíl. Nýja V8-vélin er hins vegar ekki svo miklu öflugri, verða til þess að H3 verður mun lík- ari stóra bróður, H2. Hummer hefur notið talsverðra vinsælda á Íslandi og má búast við því að verðið á Alpha-útgáfunni verði heldur hagstætt miðað við 3,7 lítra vélina því báðar vélarnar falla í hærri tollaflokkinn. Bíllinn heldur líka sínum góðu eiginleikum þegar komið er í torfærur en þar er hann jafnvel duglegri en margir búast við – Hummer H3 er nefnilega ekki bara tískubíll heldur ágætlega fær jeppi. ÁRIÐ 2004 skelltu tveir þekktir leikarar sér í heimsreisu á mótorhjóli og var ferðalagið nefnt „Lengri leiðin“ eða „Long Way Round“. Um var að ræða 115 daga mótor- hjólaferð frá London til New York, lengri leiðina í gegnum Frakkland, Belgíu, Þýska- land, Tékkland, Slóvakíu, Úkraínu, Rúss- land, Kasakstan, Mongólíu, Síberíu, Alaska og Kanada. Þessir tveir leikarar voru þeir Ewan McGregor, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í nýjustu Star Wars kvik- myndunum, Moulin Rouge og Trainspotting og besti vinur hans Charley Boorman en hann hefur einnig leikið í mörgum þekktum myndum - meðal annars lék hann að árum í kvikmyndinni Deliverance frá árinu 1972 en faðir Charley leikstýrði einmitt kvikmynd- inni. Félagarnir fóru þessa löngu ferð á BMW 1150GS Adventure ferðamótorhjólum sem eru sérhönnuð fyrir erfiðar ferðir sem þessar og lítur allt út fyrir að þeir fái áframhaldandi stuðning BMW til næstu ferðar. Þeir félagar gáfu út bók og einnig voru gerðir vandaðir sjónvarpsþættir um ferða- lagið langa sem hafa verið sýndir um allan heim en bæði bókin og sjónvarpsþættirnir hafa verið mjög vinsæl á meðal mót- orhjólafólks. Þeir McGregor og Boorman segja að ferðalag þeirra hafi verið innblásið af bókinni Jupiter’s Travels eftir Ted Simon en jafnframt er nokkuð ljóst að ferðalag þeirra sjálfra hefur líka orðið kveikjan að mörgum heimsreisum. Mótorhjólafólk og áhangendur leikaranna tveggja geta nú leyft sér að hlakka til næstu ferðar því McGregor og Boorman ætla að endurtaka leikinn og má sjá á heimasíðu þeirra að þeir ætla sér að fara löngu leiðina suður á bóginn; frá nyrsta odda Skotlands og aka alla leið til syðsta odda Afríku. Ferðalagið verður árslangt og verður hægt að fylgjast með því í gegnum heimasíðu „Long Way Down“ og má búast fastlega við að bók og sjónvarpsþættir fylgi í kjölfarið eins og áður. Charley Boorman hefur reyndar ekki set- ið auðum höndum frá því síðustu ferð lauk því hann tók þátt í Dakar rallinu í janúar 2006, á mótorhjóli, en varð frá að hverfa um miðbik keppninnar þegar hann féll af mót- orhjólinu og braut á sér báðar hendurnar. Fyrir þá sem hafa gaman af mótorhjóla- ævintýrum verður því úr nógu að moða á næstunni og enn meira fyrir þá sem ekki hafa þegar séð gömlu sjónvarpsþættina. Langa leiðin niður TENGLAR ........................................................... http://www.longwayround.com/lwr.php http://www.longwaydown.com/html/ longwaydown.html http://www.racetodakar.com/html/rtd.htm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.