Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.03.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 9 Með undraverðum hætti hefur tekist að bjarga rekstri ítalska bílafram- leiðandans Fiat. Fyrir þremur árum blasti gjaldþrotið við, en nú er fyr- irtækið rekið með haganði. Maður- inn á bak við viðsnúninginn hafði ekki komið nálægt bílaiðnaðinum þegar hann settist við stjórnvölinn hjá Fiat, en með afgerandi aðgerð- um tókst honum að rétta fyrirtækið við. Nú er stefnt að því að treysta stöðu fyrirtækisins, annars vegar með sparnaði í framleiðslunni og hins vegar með vísan til fortíðar. Sergio Marchionne varð forstjóri Fiat fyrir tæpum þremur árum. Nú er honum líkt við Carlos Ghosn, sem sneri við rekstri Nissan, og Lee Ia- cocca, sem gerði slíkt hið sama hjá Chrysler. Marchionne er með kan- adískan og ítalskan ríkisborgararétt. Hann hafði setið í stjórn Fiat frá 2003 og fyrsti bíllinn hans var Fiat 124, sem faðir hans gaf honum þegar hann varð sextán ára. Hann rak heil- an hóp hátt launaðra millistjórn- enda, sem gerðu það eitt að færa boð á milli undir- og yfirmanna. um leið lét hann reisa ný mötuneyti og nýja hreinlætisaðstöðu fyrir starfsfólkið í verksmiðjunum. Fyrir vikið hefur hann áunnið sér hylli vinstri manna og var til þess tekið þegar forustu- maður á vinstri vængnum kallaði hann „góða kapítalistann“. Fiat Bravo og Fiat 500 Sala Fiat jókst í fyrra um 20% miðað við árið á undan og var Fiat Punto á bak við það. Nú er hinum nýja Fiat Bravo ætlað að keppa við bíla á borð við Volkswagen Golf. Reynt hefur verið að spara sem mest við framleiðslu bílsins. Bravo var hannaður á einu og hálfu ári, en venjulega eru þrjú ár ætluð til að hanna nýjan bíl. Kostn- aðurinn við að þróa bílinn hljóp á 350 milljónum evra, sem mun vera þriðj- ungur þess fjár, sem bílaframleið- endur verja að jafnaði til slíks und- irbúnings. Bent hefur verið á að Fiat hafi stytt sér leið við hönnun bílsins og ýmsir þættir séu eins og þeir voru í Fiat Stilo og nýjar vélar verði ekki teknar í notkun fyrr en líða taki á ár- ið. Hjá Fiat vonast menn hins vegar til þess að útlitið trekki frekar en nýjungar, sem enginn taki eftir nema atvinnumenn í reynsluakstri, svo vitnað sé í umfjöllun í þýska vikuritinu Der Spiegel í þessari viku. Þar er bent á því til stuðnings að endurvakinn Austin Mini hafi rok- selst út á útlitið og neytendur hafi látið sig úrelta og eyðslusama vél einu gilda. Þá er reynt að höfða til fortíðar með því að endurvekja gamla Fiat- merkið. Fortíðarvakningin endur- speglast líka í að Fiat 500 kemur nú aftur á göturnar. Síðan sakar ekki að Fiat stendur einna best bílaframleið- enda í Evrópu að vígi varðandi eitur- efni í útblæstri For/framtíð Nýr Fiat 500 er með svipuðu sniði og upprunalegi bíllinn, sem var hætt að fram- leiða fyrir nokkrum áratugum, bæði lítill og lipur og hentugur í borgarakstri. Reuters Bravo Nýi Bravóinn frá Fiat var til sýnis á bílasýningunni í Genf í upphafi þessa mánaðar. Bundnar eru vonir við að bíllinn verði lykillinn að áframhaldandi velgengni Fiat. Undra- verður við- snúningur Bílasala Fiat jókst um 20% milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.