Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílarTilboðsdagar FORD EXPLORER XLT 4WD. Árgerð 2005, ekinn 52 þ. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.450 þús. Lán 2.850 þús. Á TILBOÐSDÖGUM 2.980 þús. Rnr. 150129 BMW Z4 3,0I. BLÆJUBÍLL, UMBOÐS. Árgerð 2003, ekinn 36 þ. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.390 þús. Lán 3.700 þús. Á TILBOÐSDÖGUM 4.250 staðgreitt. Rnr. 122895 CADILLAC CTS. Árgerð 2005, ekinn 5 þ. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.490 þús. Lán 2.900 þús. Á TILBOÐSDÖGUM 3.850 þús. Rnr. 123282 CADILLAC ESCALADE ESV PLATINUM. Ár- gerð 2005, ekinn 48 þ. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 8.250 þús. Á TILBOÐSDÖGUM 7.750 þús. Rnr. 123044 BMW X5 4.4 I. Árgerð 2000, ekinn 176 þ. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.290 þús. Lán 2.500 þús. Á TILBOÐSDÖGUM. 2990 STAÐ- GREITT. Rnr. 123023 BMW 7 730D SHADOWLINE. Árgerð 2004, ekinn 89 þ. km, dísel, sjálfskiptur. Verð 6.900 þús. GOTT ÚRVAL BMW Á SKRÁ. Rnr. 123314 BMW 530 I. Árgerð 2001, ekinn 132 þ. km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.490 þús. Glæsilegur bíll á góðu verði. Rnr. 122424 BMW 5 530D. Árgerð 2005, ekinn 58 þ. km, dísel, sjálfskiptur. Verð 5.900 þús. Lán 5.100 þús. Rnr. 122939 TOYOTA COROLLA XLI. Árgerð 1993, ekinn 250 þ. km, bensín, 5 gírar. Verð 195 þús. Á TIL- BOÐSDÖGUM. VÍSA RAÐGREIÐSLUR. Rnr. 150176 TOYOTA AYGO H/B. Árgerð 2006, ekinn 22 þ. km, sjálfskiptur. Verð 1.290 þús. Lán 1150 þús. Fæst fyrir 45 þúsund út og yfirtaka, 15 þús. á mánuði. Á TILBOÐSDÖGUM. Rnr. 122903 Fosshálsi 27, 110 Reykjavík. Sími 577 4747 hofdabilar@hofdabilar.is ALLIR BÍLARNIR Á STAÐNUM N ýr jeppi frá Ford sem nefnist Edge verður Evrópufrumsýndur hjá Brimborg um helgina og var hann prufukeyrður af blaðamanni í vik- unni. Hér er á ferðinni afar vel út- lítandi millistærðar sportjeppi en hann vakti fyrst athygli á bílasýn- ingunni í Detroit fyrr á þessu ári. Á markaðnum keppir hann hugsan- lega við bíla eins og Hyundai Santa Fe og Nissan Murano. Það fyrsta sem grípur athyglina við þennan bíl er sterkur framsvip- urinn. Grillið er ansi gróft og svip- mikið, grípur augað og gerir bílinn- töluvert sérstakan. Það mætti jafnvel lýsa hönnuninni sem djarfri því það er óneitanlega eitthvað sem grípur mann við útlitið og það á góðan hátt. Svo er einnig eitthvað djarft og ögrandi við nafnið „Edge“ samanber að lifa á brúninni. Sportlegur lúxus Þegar sest er inn í hann mætir maður miklu rými, fallega hvítu áklæði og vel heppnaðri hönnun á mælaborði. Lúxus-yfirbragðið er nokkuð mikið en þó eru sportleg- heitin fyrirferðarmeiri. Bíllinn sem undirritaður prófaði var ansi vel græjaður en það er nokkuð ljóst að þessi bíll á líka að höfða til yngra fólks ásamt því að vera prýðilegur fjölskyldubíll. Hljómkerfið fær stóran plús en bíll- inn er búinn sex diska geislaspilara með fjarstýringu í stýri. Það gerðist ósjaldan í reynsluakstrinum að tek- inn var aukahringur áður en bílnum var lagt til að klára lag sem var í spilun þá stundina. Afskaplega góð- ur hljómur sumsé og mjög góð hljóðeinangrun. Þægilegur Jeppinn er afskaplega þægilegur í akstri og sex þrepa sjálfskiptingin mjög fín og rennileg. Þó verð ég að viðurkenna að ég átti í smávegis erfiðleikum með rafstýrða sætis- stillinguna; náði aldrei að stilla sæt- ið fullkomlega að mér svo að þæg- indin yrðu sem mest. Þó gat sætið farið í allar mögulegar áttir – hugs- anlega var stillibúnaður of tækni- legur, en það verður væntanlega ekki á allt kosið. Engu að síður er vellíðanin mikil í bílnum og það er greinilega hugað vel að öllu því sem getur aukið þægindin. Allur stjórn- búnaður í mælaborði er mjög að- gengilegur og auðvelt að vinna með hann. Ford Edge er augljóslega einn sá bíla sem ætlað er að sameina afl og þægindi og tekst honum það vel því að aflið vantar ekki. Hann er knú- inn 265 hestafla, 3,5 lítra V6 vél, sem er nokkuð hljóðlát. Þó æpir hún svolítið þegar stigið er vel á bensíngjöfina en hún kemur bílnum í 100 km/klst á um sjö sekúndum. Og það er vel hugað að öryggi í bílnum og fékk hann fyrir vikið við- urkenninguna „Top Safety Pick“ frá bandarísku samtökunum IIHW. Ör- yggispúðar eru að framan og í hlið- um framsæta og loftpúðagardínur með veltiskynjun eru í hliðarrúðum. Af öðrum staðalbúnaði í bílnum má nefna ABS-bremsukerfi, Stöð- ugleikastýrikerfi, RSC-veltivörn, rafstýrða útispegla, 17" álfeglur, mjóbaksstilli og fjórar 12V inn- stungur. Krókaleiðir Eins og lesa má var undirritaður hæstánægður með bílinn þrátt fyrir vandræðin með rafstilltu sætin. Hann er svo sannarlega þægilegur að öðru leyti og máttlaus er hann ekki. Mér leið vel og nánast svolítið voldugum að keyra þennan bíl og tók ég yfirleitt krókaleiðir þangað sem ég var að fara. Þá má vel ætla að hann eigi eftir að falla vel í kramið hjá yngri sem eldri kaup- endum. Samkvæmt upplýsingum frá Ford verður bíllinn ekki fáanlegur annars staðar í Evrópu fyrr en eftir nokkra mánuði vegna eftirspurnar í N-Ameríku. Að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra Ford hjá Brimborg, hefur talsverð eftirspurn myndast eftir kaupum á bílnum. Sem fyrr segir verður bíllinn Evrópufrumsýndur á laugardaginn (á morgun) hjá Brimborg í Reykja- vík og á Akureyri milli klukkan 12 og 16 og verða reynsluakstursbílar á staðnum. Ánægjulegar króka- leiðir með Ford Edge Wieck Svipsterkur Hönnun Ford Edge er vel heppnuð, svolítið japönsk, en bíllinn er framleiddur í verksmiðju Ford í Kanada. Morgunblaðið/Ásdís Ferðalangur Farangursrýmið rúmar 908 lítra. Morgunblaðið/Ásdís Lúxus Bílstjórarýmið er veglegt og stýribúnaður er aðgengilegur. Vél: 3,5 l Duratec V6 Hámarksafl: 265 hestöfl Snerpa: 7 sek. úr kyrr- stöðu upp í 100 km/klst Eldsneytisnotkun: 13,9 l innanbæjar – 9,8 l utanbæjar Farangursrými: 908 l Staðalbúnaður: ABS- bremsukerfi, stöð- ugleikastýrikerfi, RSC- veltivörn, fjarstýrðar samlæsingar og fleira Verð: Frá 4.590.000 Umboð: Brimborg Ford EdgeREYNSLUAKSTUR Ford Edge Þormóður Dagsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.