Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 7 íþróttir Aðalfundur Breiðabliks 2007 Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn í Smáranum miðvikudaginn 23. maí 2007 kl. 18.00 DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Gilsbúð 7 • 210 Garðabæ progolf@progolf.is • www.progolf.is Jón Arnór Stefánsson lék í 10mínútur í 78:75-sigri Lottom- atica Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í gær gegn Siviglia Wear Teramo á útivelli. Jón náði ekki að skora í leiknum en Roma er sem fyrr í næst efsta sæti deildarinnar með 42 stig en Siena er í efsta sæti með 56 stig.    Grant Hill, körfuknattleiksmaðurúr Orlando Magic hefur hug á því að hætta að leika sem atvinnu- maður en hann er 35 ára gamall og hefur sjö sinnum verið valinn í Stjörnulið NBA-deildarinnar. Hill sagði eftir fjórða tapleik Magic gegn Detroit Pistons að hann ætlaði sér að taka ákvörðun um framhaldið í sumar en Hill hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár.    Marcus Camby miðherji DenverNuggets er varnarmaður árs- ins í NBA-deildinni en hann varði að meðaltali 3,3 skot í leikjum vetrarins og var hann efstur á blaði í vörðum skotum þriðja árið í röð. Camby fékk 70 atkvæði í fyrsta sætið en þetta er í fyrsta sinn sem hinn 33 ára gamli leikmaður fær þessa við- urkenningu á 11 ára ferli í NBA. Bruce Bowen leikmaður San Anton- io Spurs varð annar í kjörinu og fé- lagi hans Tim Duncan varð þriðji. Camby sagði að það væri kaldhæðni að fá þessa viðurkenningu en vera á sama tímabili ekki valinn í Stjörnul- ið NBA.    Rafael Nadal frá Spáni sigraði átennismóti í gær sem fram fór í Barcelona á Spáni þar sem hann hafði betur gegn Guillermo Canas frá Argentínu. Nadal er í sérflokki þegar keppt er á leirvöllum í tennis og var þetta 72. sigur hans í röð á slíkum velli. Þetta er í þriðja sinn sen Nadal vinnur þetta mót en aðeins þrír aðrir hafa náð að vinna mótið þrívegis; Mats Wil- ander, Roy Emerson og Manuel Or- antes. Fólk sport@mbl.is Detroit tryggði sér sæti í undanúr- slitum Austurdeildarinnar í NBA- deildinni í körfuknattleik með því að leggja Orlando Magic í fjórða leikn- um í röð á sunnudag. Chauncey Bil- lups skoraði 25 stig fyrir Pistons sem sigraði 97:93. Pistons hefur ekki unnið fjóra leiki í röð í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá árinu 1990 en það ár varð liðið meistari. „Við erum að bæta okkar leik og ég er bjartsýnn á framhaldið. Ég er stoltur af liðinu að ganga í þetta verkefni með það sem markmið að ljúka því sem fyrst. Orlando er vel skipulagt lið, skipað sterkum leik- mönnum. Þetta var alls ekki auð- velt,“ sagði Billups. Dwight Howard skoraði 29 stig fyrir Orlando og hann tók einnig 17 fráköst. LeBron James fór fyrir Clevel- and-liðinu sem sigraði Washington Wizards 98:92 en þetta var þriðji sig- ur liðsins í röð. James skoraði 30 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 frá- köst. Cleveland hefur aldrei náð að vinna alla leikina í fyrstu umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Washington var með skelfilega skotnýtingu í fjórða leikhluta þar sem aðeins 6 af alls 20 skotum fóru ofan í körfuna. Antawn Jamison skoraði 38 stig fyrir Washington en það er met hjá honum. Washington saknar sárt besta leikmanns síns, Gilbert Are- nas, sem meiddist rétt fyrir úrslita- keppnina og verður ekki meira með á leiktíðinni. Það er mikil spenna í rimmu San Antonio Spurs gegn Denver Nug- gets en Spurs hafði betur í þriðja leik liðanna, 96:91. Staðan er 2:1 fyrir Spurs en Tim Duncan skoraði 20 stig fyrir Spurs og tók að auki 13 fráköst. Næsti leikur fer fram í Denver að- faranótt þriðjudags. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 21 stig og Manu Ginobili skoraði 19 stig. Tveir gamalreyndir leikmenn í liði Spurs, Robert Horry og Michael Finley, lögðu grunninn að sigri liðsins. Horry skoraði 10 stig og Finley var með 16 stig. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver og Allan Iverson skor- aði 20 stig. Utah Jazz hafði betur gegn Hou- ston Rockets í Utah, 98:85, og hafa bæði lið unnið tvo leiki. Tyrkneski landsliðsmaðurinn Mehmet Okur lék frábæra vörn í liði Utah gegn Kínverjanum Yao Ming. Okur skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Utah en liðið skoraði 33 stig gegn 17 stigum Houston í þriðja leik- hluta. Yao skoraði 20 stig en Tracy McGrady skoraði 18 stig. Reuters Tilþrif Marcus Camby treður boltanum í körfuna hjá San Antonio Spurs. Orlando Magic komið í sumarfrí ÞAÐ er að venju mikil spenna í úr- slitakeppni NBA-deildarinnar en eitt lið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar. Detroit Pistons vann fjóra leiki í röð gegn Orlando Magic og Clevel- and er 3:0 yfir gegn Washington. Það er hnífjafnt, 2:2, hjá Utah Jazz og Houston Rockets. San Antonio Spurs er með yfirhöndina gegn Denver Nuggets, 2:1. Detroit endurtók 17 ára gamalt atriði CHARL Schwartzel frá S-Afríku sigraði á opna spænska meistara- mótinu í golfi en þetta er í annað sinn sem hann nær að sigra á Evrópu- mótaröðinni. Schwartzel, sem er 22 ára gamall, lék lokahringinn á 67 höggum og samtals á 16 höggum undir pari. Hann var einu höggi betri en Indverjinn Jyoti Randhawa og Spánverjinn Carlos Rodiles var þriðji á 14 höggum undir pari vallar. Fyrsti sigur Schwartzel á Evrópu- mótaröðinni var á Dunhill meistara- mótinu árið 2005 en hann fékk tæp- lega 30 millj. kr. fyrir sigurinn í Madrid. Hann er í sjötta sæti pen- ingalistans á Evrópumótaröðinni og er hann í hópi 50 efstu á heimslist- anum og er það í fyrsta sinn sem hann kemst í hóp þeirra 50 efstu. Schwartzel hrósaði kylfusveini sín- um, Ricci Roberts, og þakkaði honum sigurinn en Roberts hefur á undan- förnum 16 árum starfað fyrir Ernie Els. „Roberts er með gríðarlega reynslu og hefur upplifað um 50 sigra sem kylfusveinn hjá Ernie Els. Ég er ekki í vafa að hann hjálpaði mér til þess að sigra á þessu móti og þegar eitt högg skilur á milli í lok keppni þá er mikilvægt að taka alltaf réttar ákvarðanir,“ sagði Schwartzel. Birgir Leifur Hafþórsson var ekki á meðal keppenda á mótinu en hann verður á meðal keppenda á opna ítalska meist- aramótinu sem hefst á fimmtudaginn í Mílanó. Brasilíumaðurinn Ronaldo, fram- herji AC Milan, verður á meðal kepp- enda á Pro/Am móti sem haldið verð- ur í tengslum við opna ítalska meistaramótið. Margir þekktir knattspyrnumenn verða á meðal keppenda á Pro/Am mótinu en Ronaldo getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistara- deildinni þar sem hann lék með Real Madrid frá Spáni í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu. Roberto Dona- doni, landsliðsþjálfari Ítalíu, verður á meðal keppenda á Pro/Am mótinu. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið það frekar að vera með AC Milan í leikn- um gegn Manchester United á San Síró en ég hlakka einnig til að fá tæki- færi að leika á golfmótinu. Ég hef leikið golf í nokkur ár og ég hef sett mér það markmið að verða betri í þeirri íþrótt,“ sagði Ronaldo við fréttamenn. Á meðal keppenda á mótinu á Ítalíu verða fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam. Schwartzel sigraði naumlega á Spáni Reuters Sigur Charl Schwartzel fékk um 30 millj. kr. fyrir sigurinn á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.