Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ÁRNI Gautur Arason landsliðs- markvörður í knattspyrnu verður laus allra mála hjá norska liðinu Vålerenga þann 30. nóvember á þessu ári og ætlar Árni Gautur að skoða þá möguleika sem eru í stöð- unni. Árni sagði í gær við Morg- unblaðið að hann hefði ekki rætt við forsvarsmenn Vålerenga með form- legum hætti. „Ég ætla ekki að flýta mér í þessum málum og ef eitthvað áhugavert kemur upp á borðið þá skoða ég það. Mér líður vel hjá Våle- renga og það kæmi mér ekkert á óvart að fá nýtt samningstilboð frá Vålerenga á næstu vikum eða mán- uðum. Það á allt saman eftir að koma í ljós. Þetta tekur allt sinn tíma og ég er ekki einu sinni búinn að fá mér umboðsmann til þess að skoða mín mál nánar,“ sagði Árni í gær. Sambýliskona hans og dóttir þeirra eru búsettar í Þrándheimi en Árni býr í Osló. „Konan mín er í námi í Þrándheimi en ég á ekki von á því að fara aftur í raðir Rosenborg í Þrándheimi þrátt fyrir að fjöl- skylda mín sé þar þessa stundina,“ sagði Árni en hann hefur leikið með Vålerenga frá árinu 2004. Hann var um tíma í herbúðum enska úrvals- deildarliðsins Manchester City. Árni lék með Rosenborg á árunum 1998- 2003 en liðið vann norska meist- aratitilinn á hverju ári á þessum tíma. Árið 2005 varð Árni meistari með Vålerenga í deildarkeppninni. Árni Gautur skoðar aðra möguleika RAGNAR Óskarsson átti enn einn stórleikinn með liði Ivry í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ragnar skoraði níu mörk þegar Ivry vann góðan útisigur á Toulouse, 28:30, og steig þar með stórt skref í átt að meistaratitlinum. Ivry náði tveggja stiga forskoti á Montpellier því Montpellier, sem hefur hampað meistaratitlinum í fjögur skipti á síðustu fimm árum, varð að láta sér lynda jafntefli við Nimes, 26:26, en Ragnar gengur sem kunnugt er til liðs við Nimes í sumar. Ragnar er markahæstur í deild- inni – hefur skor- að 149 mörk – en næstur á eftir honum er Túnis- inn Heykel Meg- annem með 134 mörk. Þegar þrjár umferðir eru eftir er Ivry efst með 61 stig, Montpel- lier hefur 59 og Dunkerkque 56. Bjarni Fritzson skoraði eitt mark fyrir Créteil sem sigraði Villeur- banne á útivelli, 19:21, og eru Ragn- ar og félagar hans í áttunda sæti. Ragnar með níu fyrir Ivry Ragnar Óskarsson Alexander Pet-ersson skor- aði 9 mörk og var markahæstur í liði Grosswall- stadt sem gerði jafntefli, 26:26, við Balingen í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik. Einar Hólmgeirsson lék hins vegar ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla.    Gylfi Gylfason komst ekki á blaðhjá Wilhelmshavener sem gerði jafntefli við Hildesheim, 29:29.    FC København, sem þeir ArnórAtlason og Gísli Kristjánsson leika með, tapaði á heimavelli fyrir Viborg, 26:29, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um danska meist- aratitilinn í handknattleik. Arnór gat ekki leikið með København vegna meiðsla en Gísli skoraði 2 mörk. Hans Óttar Lindberg, sem á íslenska for- eldra, var markahæstur í liði Viborg með 9 mörk.    Heiðmar Felixson skoraði 10mörk fyrir Hannover Burgdorf þegar liðið gerði jafntefli, 30:30, við Dessau í norðurriðli þýsku 2. deild- arinnar í handbolta. Burgdorf er í fjórða sæti í riðlinum.    Bjarni Ólafur Eiríksson og Hólm-ar Örn Rúnarsson voru í byrj- unarliði Silkeborg sem tapaði fyrir FC Köbenhavn, 0:1, í dönsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Bjarni lék allan tímann en Hólmari var skipt útaf á 60. mínútu. Hörður Sveinsson gat ekki leikið með Silkeborg vegna meiðsla. Silkeborg er fallið úr úrvals- deildinni en FC Köbenhavn hefur tryggt sér meistaratitilinn.    Sigurður Jónsson og lærisveinarhans í Djurgården töpuðu á úti- velli fyrir Kalmar, 1:0, í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Sölvi Geir Ottesen var í hópi Djurgården en kom ekkert við sögu.    Gunnar ÞórGunnarsson lék allan tímann fyrir Hammarby sem vann stór- sigur á Bromma- pojkarna. Hamm- arby er í toppsætinu með sjö stig eftir fjórar umferðir ásamt Kalmar og Malmö en Djurgården og Halmstad koma næst með sex stig.    Angelo Peruzzi, markvörður La-zio á Ítalíu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna – lék sinn síð- asta leik geroma í gær, 0:0. Peruzzi, sem er 37 ára, lék 31 landsleik fyrir Ítalíu. hann hóf feril sinn Roma 1987, lék síðan með Verona, Juventus og Inter, áður en hann gekk til liðs við Lazio árið 2000. Fólk sport@mbl.is Hamburg setti þar með punktinn aft- an við i-ið hjá þýsku liðunum á Evr- ópumótunum því fyrr um daginn hrósuðu Kiel og Magdeburg sigri, Kiel í Meistaradeildinni með því að sigra Flensburg og Magdeburg í EHF-keppninni með sigri á spænska liðinu Aragon. Gríðarleg spenna var í ljónagryfju Ademar Leon-liðsins í gær en 6.500 manns, flestir á bandi heimamanna, hvöttu sína menn til dáða. Heima- menn voru fimm mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka en S-Kóreu- maðurinn Kyung-Shin Yoon var hetja og tryggði Hamborg Evrópumeist- aratitilinn þegar honum tókst að minnka muninn í fjögur mörk 10 sek- úndum fyrir leikslok. Sigfús var ekki á meðal markaskor- ara hjá Ademar Leon en markahæst- ur í þeirra liði var Möller Jakobsen með átta mörk. Yoon átti stórleik hjá Hamburg og skoraði 10 mörk, þar af eitt af vítalín- unni. Næstur kom franski línumað- urinn Bertrand Gille með átta mörk, en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot um miðjan seinni hálfleik. Sigfús neitaði viðtali Sigfús var greinilega ekki ánægður með lífið eftir leikinn, en framkoma hans var til skammar þegar Morgun- blaðið leitaði viðbragða hans eftir leikinn. Sigfús nánast skellti á blaða- mann og það eina sem hann sagði var: „Ég hef ekkert að segja. Talaðu við mig einhvern tímann seinna,“ sagði Sigfús. Langþráður sigur hjá Kiel í Meistaradeildinni Kiel vann langþráðan sigur í Meist- aradeild Evrópu þegar liðið lagði Flensburg, 29:27, í síðari úrslitaleikn- um sem háður var í Ostsee-höllinni í Kiel að viðstöddum 10.500 áhorfend- um. Jafntefli varð í fyrri leiknum, 28:28, og því vann Kiel samanlagt, 57:55. Kiel hafði undirtökin lengstum gegn Flensburg. Staðan í hálfleik var 15:10, en með mikilli seiglu tókst Flensburg að hleypa spennu í leikinn á lokamínútum leiksins. Liðið varð fyrir áfalli á 19. mínútu þegar Daninn Joachim Boldsen fékk að líta rauða spjaldið. Það var sænski landsliðsmaðurinn Kim Andersson sem innsiglaði sigur Kiel þegar hann skoraði 29. markið á lokasekúndum leiksins en Andersson jafnaði metin í fyrri leiknum í Flens- burg. Frakkinn Nicola Karabatic var markahæstur í Kiel með níu mörk, Christian Zeitz skoraði sjö og Kim Andersson fimm. Franski landsliðs- markvörðurinn Thierry Omayer átt enn einn stórleikinn á milli stanganna hjá Kiel en hann varði 20 skot. Marcin Lijewski var atkvæðamestur hjá Flensburg með sjö mörk og þeir And- ers Eggert og Torge Johannsson gerðu fjögur mörk hvor. Kiel getur þar með unnið þrennu á tímabilinu. Liðið hefur þegar tryggt sér sigur í bikarkeppninni og Meist- aradeildinni og trónir á toppi þýsku 1. deildarinnar. Magdeburg vann EHF-keppnina Magdeburg fagnaði sigri á heima- velli gegn spænska liðinu Aragon, 31:28, í síðari úrslitaleiknum í EHF- keppninni en fyrri leiknum lyktaði með jafntefli, 30:30. Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk skor- aði sex mörk fyrir Magdeburg og þeir Bartosz Jurecki, Joel Abati og Karol Bielecki gerðu fimm mörk hver fyrir Magdeburg. AP Fögnuður Leikmenn Kiel fagna ógurlega eftir að hafa verið krýndir Evrópumeistarar eftir sigur á Flensburg í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fram fór í gær. Kiel á möguleika á að vinna þrennuna á tímabilinu en liðið hefur þegar unnið tvo titla á leiktíðinni. Kyung-Shin Yoon gerði draum Sigfúsar að engu SIGFÚS Sigurðsson, handknatt- leiksmaður hjá spænska liðinu Ademar Leon, fékk draum sinn ekki uppfylltan í gær. Ademar Leon sigraði þýska liðið Hamburg, 37:33, í síðari úrslitaleik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa á Spáni í gær en það dugði ekki til. Þjóðverj- arnir hrósuðu sigri en þeir höfðu betur á útimarkareglunni því fyrri leiknum í Þýslalandi lauk með sigri Hamburg, 28:24, og því samanlögð markatala úr leikjunum tveimur 61:61. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EIÐUR Smári Guðjohnsen sat á bekknum hjá Barcelona allan tím- ann þegar liðið marði Lavente, 1:0, í spænsku 1. deildinni í gær. Samuel Eto’o skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Toppliðin unnu öll og allt stefnir í æsilega baráttu um titilinn. Sevilla, sem er stigi á eftir Börsungum, lagði Espanyol, 3:1, og Real Ma- drid, sem er tveimur stigum á eftir Barcelona, gerði enn betur því liðið burstaði Bilbao á útivelli, 4:1. Ruud van Nistelrooy skoraði tvö mark- anna og þeir Sergio Ramos og Guti gerðu sitt markið hver. Eiður sat á bekknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.