Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 3 íþróttir Það hefur aldrei verið þægilegra að eignast Aygo. Núna þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að keyra bílinn – við sjáum um restina. Aygo. Engar áhyggjur. Ofkeyrðu þig. www.aygo.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Kostar ekkert, þannig séð ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 73 72 0 4/ 07 *Sértilboð Elísabetar og AYGO. M.v. 84 mánuði. Innifalið er afborgun af láni, tryggingar (ábyrgðar- og kaskótrygging) og bifreiðagjöld á fyrsta tímabili. 26.855 kr.* á mánuði: Innifalið: Afborgun af láni - Tryggingar - Bifreiðagjald 1. tímabils - Engin útborgun. engin útborgun Ásthildur Helgadóttir og DóraStefánsdóttir léku báðar með Ldb Malmö sem gerði markalaust jafntefli við AIK í Stokkhólmi í fjórðu umferð sænsku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu. Þetta voru fyrstu stigin sem Malmö tapar á leiktíðinni og fyrsti leikurinn sem Ásthildi tekst ekki að skora en hún hefur skorað fimm mörk í deildinni og er markahæst. Ásthildi var skipt útaf á 82. mín.    Margrét Lára Viðarsdóttir skor-aði tvö mörk og Guðný Björk Óðinsdóttir eitt þegar Valur sigraði Keflavík, 3:0 , í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu.    Olga Færseth tryggði KR sig-urinn á Breiðabliki í hinum undanúrslitaleiknum með eina marki leiksins og því verða það Val- ur og KR sem mætast í úrslitum keppninnar um næstu helgi.    Jack Rodwell, leikmaður Everton,tryggði enska 16 ára landsliðinu, sigur á Spánverjum í æfingaleik á nýja Wembley-leikvanginum í gær – skoraði á 52 mín., 1:0. Leikmenn enska liðsins, sem mæta Íslend- ingum á EM í vikunni, áttu tvö skot sem höfnuðu á tréverkinu á marki Spánverja. Það var við hæfi að Ever- ton-leikmaður skoraði sigurmarkið, en leikmenn enska liðsins léku með sorgarbönd vegna fráfalls Alan Ball.    Marel J. Baldvinsson skoraðimark fyrir Molde er liðið gerði jafntefli við Hönefoss í norsku 1. deildarkeppninni í gær, 1:1. Fólk sport@mbl.is PSV og Ajax enduðu bæði með 75 stig og aðeins einu marki munaði á liðunum í markatölunni en Alkma- ar var með vænlega stöðu fyrir lokaumferðina, 72 stig, og hag- stæðustu markatöluna. Grétar segir að spennustigið í hópnum hafi ekki verið hærra en venjulega þrátt fyrir mikilvægi leiksins. Lið- ið hafi lagt upp með sömu leik- aðferð og í undanförnum leikjum en eftir að markverði Alkmaar var vísað af velli með rautt spjald í upphafi leiks breyttust áherslurn- ar. „Við misstum markmanninn okkar útaf með rautt spjald á 18. mínútu og þeir skora úr víta- spyrnu sem dæmd var á hann. Eft- ir það lékum við 10 gegn 11 manna vörn Excelsior. Þeir léku „hand- boltavörn“ eftir að hafa skorað fyrsta markið en við náðum að jafna og settum mikla pressu á þá. Þeir komust í 2:1 – með ótrúlegu marki, þrumuskoti lengst utan af velli. Ég held að sá náungi hafi aldrei áður skorað mark fyrir Ex- celsior en boltinn small í þver- slánni og fór að margra mati ekki yfir marklínu. En línuvörðurinn taldi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Við náðum að jafna í 2:2 og síðustu mínúturnar lögðum við allt í sóknarleikinn sem varð til þess að þeir sluppu í gegn og skor- uðu þriðja markið rétt fyrir leiks- lok. Svona er fótboltinn og við verðum búnir að jafna okkur eftir tvo daga þegar við mætum á æf- ingu á ný. Ég dreg samt ekkert úr því að okkur leið ekki vel eftir leikinn í dag og menn voru mjög vonsviknir með úrslitin,“ sagði Grétar Rafn. Lengra keppnistímabil Keppnistímabilið lengist veru- lega hjá Alkmaar eftir leiki gær- dagsins en liðið þarf nú að leika allt að fjóra leiki til viðbótar um laust sæti í Meistaradeildinni. „Okkur tókst að stytta sumarfrí- ið um þrjár vikur með því að tapa gegn Excelsior. Um næstu helgi leikum við til úrslita í bikarkeppn- inni gegn Ajax í Rotterdam. Síðan taka við leikir um laust sæti í Meistaradeildinni. Þeir gætu orðið fjórir og við gerðum okkur grein fyrir því í gær að sumarfríið verð- ur stutt í ár. Það eru mikil hátíð- arhöld hérna í Hollandi þessa dag- ana þar sem drottningin á afmæli og við fáum því tvo aukafrídaga. Það eina góða við þetta er að það er stutt í næsta leik. Sjálfur bik- arúrslitaleikurinn, og ég er ekki í vafa um að við verðum mjög grimmir í úrslitaleiknum gegn Ajax. Það er titill í húfi og þann titil ætlum við að taka. Það er ekki góð tilfinning að sjá á eftir meist- aratitlinum í lokaumferðinni en eins og ég hef sagt áður þá getur allt gerst í fótbolta, “ sagði Grétar. Koeman í sögubækurnar PSV hefur 20 sinnum fagnað sigri í hollensku deildarkeppninni og Ronald Koeman þjálfari PSV er aðeins annar þjálfarinn í sögu deildarinnar sem fagnar meistara- titli með tveimur liðum sem þjálf- ari. Koeman var þjálfari Ajax þeg- ar liðið varð hollenskur meistari 2002 og 2004. Þriðja sætið hjá AZ Alkmaar er besti árangur liðsins í 22 ár en liðið varð síðast í þriðja sæti árið 1985. Cocu tryggði titilinn Leo Beenhakker stýrði Ajax til sigurs í deildinni tvívegis, 1980 og 1990. Hann var þjálfari Feyenoord sem varð meistari árið 1999. PSV skoraði tvívegis á fyrstu 10 mínútum leiksins í gær en það var fyrirliðinn Philip Cocu sem skoraði fimmta mark PSV á 77. mínútu og það mark tryggði PSV meistaratit- ilinn. „Þetta er ótrúlegt. Það voru margir sem afskrifuðu okkar lið á lokasprettinum en við gáfumst aldrei upp,“ sagði Cocu í leikslok. Ajax var nálægt því að tryggja sér 30. meistaratitilinn en 2:0-sigur liðsins gegn Willem dugði ekki að þessu sinni en Ajax leikur til úr- slita í bikarkeppninni um næstu helgi. PSV leikur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en fjögur lið berjast nú um eitt laust sæti í Meist- aradeildinni í úrslitakeppni. Ajax og Herenveen mætast og AZ Alkmaar leikur gegn Twente. Alkmaar var með bestu marka- töluna, 52 mörk í plús, PSV var með 50 mörk í plús en Ajax var með 49 mörk í plús. Reuters Meistarar Phillip Cocu fyrirliði PSV hafði ástæðu til þess að fagna í gær. „Ótrúlega svekkjandi“ „ÞAÐ var ekkert sérstaklega góð stemmning í búningsklefanum eft- ir leikinn en við fáum tækifæri til þess bæta þetta upp um næstu helgi þegar við leikum til úrslita gegn Ajax í bikarkeppninni,“ sagði Grétar Rafn Steinsson leik- maður hollenska liðsins AZ Alkmaar en liðið sá á eftir hol- lenska meistarartitlinum í loka- umferðinni í gær eftir 3:2-tap á útivelli gegn Excelsior. Á sama tíma landaði PSV sigri gegn Vi- tesse Arnhem, 5:1 og það dugði til sigurs í deildarkeppninni. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is PSV hirti meistaratitilinn fyrir framan nefið á Grétari Rafni Steins- syni og félögum hans í AZ Alkmaar ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans í spænska handknattleikslið- inu Ciudad Real stigu stórt skref í átt að spænska meistaratitlinum þegar þeir lögðu Portland San Ant- onio, 30:27, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í deildinni sem fram fór á heimavelli Ciudad Real. Ólafur fór fyrir sínu liði og var markahæstur með sjö mörk, þar af þrjú úr víta- köstum, en næstir komu Sergei Ru- tenka og Zorman með fjögur mörk hvor. Ciudad gerði nánast út um leikinn með frábærum leik í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 17:11 og þann mun náði Portland aldrei að brúa. Þegar fimm umferð- um er ólokið hefur Ciudad Real eins stigs forskot á Portland. Ciu- dad hefur 47 stig, Portland San Antonio 46, Barcelona er í þriðja sæti með 41 og Sigfús Sigurðsson og félagar hans í Ademar Leon eru í fjórða sæti með 38 stig. Portland á mun erfiðari leiki eft- ir – á eftir að sækja Barcelona og Ademar Leon heim en Ciudad á eft- ir að mæta Barcelona á heimavelli. Ólafur með sjö í topp- slagnum á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.