Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir ,,Við erum enn á lífi,“ sagði Alan Cur- bishley, knattspyrnustjóri West Ham, eftir frábæran 3:0 útisigur á Wigan í sannköllum fallslag sem háður var á JJB Stadium. West Ham lék einn af sínum bestu leikjum á tímabilinu og þeir Luis Boa Morte, hans fyrsta mark fyrir félagið, Yosso Benayoun og Marlon Herewood sáu um að skora mörkin gegn Wigan sem lék sinn sjöunda leik í röð án sigurs í deildinni. ,,Að koma hingað, vinna 3:0 sigur og spila eins og við gerðum var frá- bært. Við verðum að taka þetta með okkur í næsta leik. Við eigum tvo leiki eftir og þurfum að fá eins mikið af stigum út úr þeim og mögulegt er. Við erum á góðum skriði og þessi frammistaða í síðustu leikjum hefur gefið okkur möguleika,“ sagði Curbis- hley. Fellur Hermann með fjórða liðinu í úrvalsdeildinni? Líkur á að Hermann Hreiðarsson falli með fjórða liðinu úr úrvalsdeild- inni eru töluvert miklar eftir að liðið steinlá fyrir Blackburn á Ewood Park, 4:1. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann kom Blackburn í 2:1 og manni færri síðasta hálftímann fékk liðið á sig tvö mörk til viðbótar. Gefumst ekki upp ,,Við megum ekki gefast upp. Við eigum enn möguleika á að bjarga okkur út úr vandræðunum. Það þarf samt allt að falla með okkur til þess. Úrslitin í leik Wigan og West Ham voru okkur hagstæð og við erum þakklátir fyrir það en ég ætla ekkert að spá í hvað við þurfum mörg stig til víðbótar til að forðast fallið. Við eig- um leik gegn Tottenham á mánudag- inn og þá hafa hin botnliðin spilað og þá vitum við hvað við þurfum að gera,“ sagði Alan Pardew knatt- spyrnustjóri Charlton. ,,Úrslitin í leiknum voru ekki sam- kvæmt gangi leiksins. Ég hélt að við værum að landa sigri og jafnvel þótt við værum manni undir, en því miður tókst það ekki,“ sagði Pardew. Ben Thatcher fékk að líta rauða spjaldið þegar hann fékk sína aðra áminningu á 63. mínútu. Syrtir í álinn hjá Fulham Fulham tapaði fyrir Arsenal, 3:1, á Emirates í gær og er Fulham-liðið komið í bullandi fallbaráttu en því hefur tekist að vinna í síðustu tíu leikjum sínum. Fulham tekur á móti Liverpool um næstu helgi en leikur við Middlesbrough á útivelli í loka- umferðinni. Julio Baptista kom Arsenal yfir með fallegu skallamarki á 4. mínútu og heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en tókst ekki að bæta við fleiri mörkum áður en flautað var til leikhlés. Heiðar Helguson kom inná í liði Fulham eftir stundarfjórð- ung í seinni hálfleik og hann hleypti meira lífi í sóknarleik liðsins. Þó kom jöfnunarmark Simons Davies eins og þruma úr heiðskíru lofti á 78. mínútu og skrifast á Jens Lehmann. En Adam var ekki lengi í paradís hjá gestunum. Emmanuel Adebayor kom Arsenal í 2:1 og Gilberto Silva inn- siglaði sigurinn með marki úr víta- spyrnu. Arsenal á því enn möguleika á þriðja sætinu en eftir ósigur Liver- pool gegn Portsmouth munar aðeins einu stigi á liðunum. Æsileg fallbarátta ÞAÐ stefnir í æsilega fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og líklegt að úrslitin í þeirri grimmu baráttu ráðist ekki fyrr en í lokaumferð- inni sem fram fer sunnudaginn 13. maí. Watford er þegar fallið en sex lið eiga á hættu að fylgja því niður. Þeirra á meðal eru þrjú Íslend- ingalið, Charlton, sem Hermann Hreiðarsson leikur með, West Ham United sem er í eigu þeirra Egg- erts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar, og Fulham sem Dalvíkingurinn Heiðar Helguson leikur með. Auk þeirra eru Wigan, Sheffield United og Middlesbrough í baráttunni um að forðast fallið en síðastnefnda liðið stendur best að vígi. AP Bjargvættur Carlos Tevez hefur leikið stórt hlutverk með liði West Ham í undanförnum leikjum. Þrjú Íslendingalið eiga á hættu að fylgja Watford niður í 1. deildina – Hermann skoraði sjálfsmark á Ewood Park þegar Charlton steinlá fyrir Blackburn Í HNOTSKURN »Charlton á eftir að mætaTottenham á heimavelli og Liverpool á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum í deild- inni. »West Ham tekur á móti Bolt-on um næstu helgi og sækir Manchester United heim á Old Trafford í lokaumferðinni. »Wigan á eftir að spila viðMiddlesbrough á heimavelli og Sheffield United á útivelli. Fulham tekur á móti Liverpool í næst síðustu umferðinni og sæk- ir Middlesbrough heim í loka- umferðinni. Gylfi Ein-arsson var ekki í leik- mannahópi Leeds sem gerði 1:1- jafntefli við Ips- wich á heimavelli sínum. Leeds er þar með fallið í 2. deildina en þegar einni umferð er ólokið er Leeds í þriðja neðsta sæti, þremur stigum á eftir Hull, en markatala Leeds er það miklu verri að liðið getur ekki bjargað sér.    Theódór Elmar Bjarnason var ámeðal varamanna hjá Celtic sem tapaði á heimavelli fyrir Hearts í skosku úrvalsdeildinni í gær. He- arts spillti þar með partíinu hjá Cel- tic en eftir leikinn fékk Celtic meist- arabikarinn sem það var fyrir löngu búið að vinna. Eggert Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts.    Arsenal varð í gær Evrópumeist-ari í kvennaflokki þegar liðið gerði markalaust jafntefli við sænska liðið Umeå í síðari úrslita- leik liðanna sem háður var í Lund- únum. Arsenal vann fyrri leikinn í Svíþjóð, 1:0, og er það með fyrsta liðið utan Skandinavíu og Þýska- lands til að hampa Evrópubikarnum. Á leið sinni í átt að Evrópubikarnum sló Arsenal lið Breiðabliks út.    Jose Mourinho,knatt- spyrnustjóri Chelsea, segist ekki bera neinn kala til Phils Ne- villes, fyrirliða Everton, sem varð fyrir því óláni að skora í eigið mark gegn sínum gömlu félögum í Manchester United. „Ég er ekki búinn að sjá markið en ég efast ekki um heið- arleika Nevilles og hef enga ástæðu til að ætla að það hafi verið eitthvert óhreint mjöl í pokahorninu,“ sagði Mourinho.    John O’Shea sagðist ekki hafa trú-að sínum eigin eyrum þegar Wes Brown tjáði honum að Chelsea hefði gert jafntefli við Bolton á Stamford Bridge. „Þegar við gerðum fjórða markið þá kom Brown til mín og sagði að Chelsea væri að gera jafn- tefli. Ég trúði honum ekki og hélt að hann væri að fíflast,“ sagði O’Shea, sem skoraði fyrsta mark United í leiknum gegn Everton.    Enska knattspyrnusambandiðætlar að rannska hvað fór úr- skeiðis á Elland Road, heimavelli Leeds, en gera þurfti hálftíma hlé á leiknum þegar stuðningsmenn Leeds þustu inn á völlinn þegar Ips- wich jafnaði metin á lokamín- útunum.    MichaelOwen mun hugsanlega koma við sögu hjá Newcastle í fyrsta sinn á leik- tíðinni í kvöld þegar liðið mætir Reading, sem þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson leika með. Owen hefur ekkert leikið síðan hann meiddist alvarlega á hné í leik Eng- lendinga og Svía á HM.    Didier Drogba, Chelsea, er semfyrr markahæstur í úrvals- deildinni. Hann hefur skorað 19 mörk, þremur meira en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Benni McCarthy, Blackburn kemur svo í þriðja sætinu með 15 mörk. Fólk sport@mbl.is ,,VIÐ gerðum okkur seka um mistök. Jafn- tefli á útivelli gegn Arsenal hefðu verið frábær úrslit en eftir að við jöfnuðum ætl- uðum við bara að sækja til sigurs og það bitnaði á varnarleiknum,“ sagði Lawrie Sanchez knattspyrnustjóri Fulham eftir ósigurinn gegn Arsenal, 3:1, í gær. Sanchez sem tók við liði Fulham af Chris Coleman fyrir nokkru hefur því enn séð sigur hjá sínum mönnum en Fulham hefur nú leikið tíu leiki í röð án sigurs og með sama áframhaldi bíður liðsins fátt annað en fall. ,,Við eigum tvo leiki eftir, þar af annan á heimavelli og við eigum góða möguleika á að halda sætinu. Við verðum að sýna stuðn- ingsmönnum hvað í liðinu býr,“ sagði Sanc- hez. Viljum ná þriðja sætinu ,,Við höfum skapað okkur fleiri tækifæri en nokkurt annað lið í deildinni en nýtingin hjá okkur hefur ekki verið góð og það var uppi á teningnum í þessum leik. Tímabilið er ekki búið hjá okkur. Við viljum ná þriðja sætinu og sýna með því stuðningsmönnum okkar virðingu því heilt yfir höfum við ekki staðið okkur nógu vel,“ sagði Arsene Wen- ger knattspyrnustjóri Arsenal en liðið er stigi á eftir Liverpool í fjórða sætinu. Jafntefli hefði verið frábært GÖMLU félagarnir hjá Manchester United, Steve Bruce hjá Birmingham og Roy Keane hjá Sunderland, stýrðu liðum sínum upp í ensku úrvalsdeildina um helgina. Það var ljóst þegar Derby tapaði fyrir Crystal Palace í gær, 2:0. Derby var eina liðið sem gat ógnað Birmingham og Sunderland en þegar einni umferð er ólokið er Birm- ingham efst með 86 stig, Sunderland 85 og Derby í þriðja sætinu með 81 stig. Derby fer í aukakeppni ásamt þremur öðrum liðum um eitt laust sæti í úrvals- deildinni en WBA, Wolves, Southampton, Stoke og Colchester slást um að komast í aukakeppnina ásamt Derby. Birmingham og Sunderland féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og um tíma leit ekki út fyrir að þau myndu end- urheimta sæti sitt í deild þeirra bestu en með góðum endaspretti tókst þeim Bruce og Keane að koma liðum sínum upp. Bruce og Keane upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.