Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 5 MichaelTonge skoraði sig- urmark Sheffield United í leiknum gegn Watford og fór þar langt með að tryggja Shef- field-liðinu veru sína í deildinni en það kom í úrvalsdeildina síðast- liðið vor. Neil Warnock knatt- spyrnustjóri Sheffield sagði eftir leikinn að staða liðsins hefði vænk- ast en menn yrðu að vera á varð- bergi.    John Carew og varamaðurinnShaun Maloney skoruðu mörk Aston Villa sem vann góðan úti- sigur á Manchester City. Heima- menn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin í 1:1 í fyrri hálfleik en miðjumaðurinn Joey Barton skaut yfir úr vítaspyrnu.    Liverpool stillti upp hálfgerðuvaraliði gegn Portsmouth á Fratton Park og fékk að súpa seyð- ið af því. Portsmouth fór með sigur af hólmi, 2:1, og á góða möguleika á Evrópusæti. Benjani Mwaruwari skoraði fyrra markið eftir mistök Jerzy Dudek markvarðar Liverpool og Króatinn Niko Kranjcar bætti við öðru fyrir leiklé. Sami Hyypia lagaði stöðuna fyrir Liverpool sem sótti hart á lokakaflanum en tókst ekki að jafna metin.    Steven Gerrard, Jamie Carrag-her og Jose Reina, þrír af lyk- ilmönnum Liverpool, voru hvíldir fyrir leikinn gegn Chelsea í Meist- aradeildinni annað kvöld.    Michael Ballack og RicardoCarvalho leika ekki með Chelsea gegn Liverpool annað kvöld. Ballack gekkst undir aðgerð á ökka í Þýskalandi um helgina og leikur væntanlega ekkert meira á tímabilinu og Carvahlo meiddist á hné í fyrri hálfleiknum gegn Bolton og verður frá í einhvern tíma.    Knatt-spyrnumað- urinn Gennaro Gattuso, miðju- maðurinn sterki hjá AC Milan, hefur jafnað sig af meiðslum og verður með í seinni leik liðsins gegn Manchester United á miðvikudaginn. Hins veg- ar er óvíst hvort Paolo Maldini verður með en hann og Gattuso meiddust báðir í fyrri leik liðanna á Old Trafford og þurftu að fara af velli.    Sammy Lee fyrrum leikmaðurLiverpool mun stjórna liði Bolton í síðustu tveimur leikjum. Lee hefur verið aðstoðarmaður Sam Allardyce sem óvænt hætti störfum hjá Bolton í gær. Fólk sport@mbl.is Úrslitin geta ráðist um næstu helgi því takist Chelsea ekki að leggja Ars- enal á Emirates Stadium og Man- chester United sigri eða geri jafntefli við granna sína í Manchester City á Manchester Stadium er ljóst að titill- inn hafnar í höndum Sir Alex Fergu- sons og læriveina hans í United. Mikil dramatík Toppliðin tóku daginn snemma á laugardaginn en flautað var til leiks Manchester United og Everton og í leik Chelsea gegn Bolton um hádeg- isbilið. Er óhætt að segja að mikil dramatík hafi verið í leikjunum. Þeg- ar upp var staðið bar United sigurorð af Everton í hreint ótrúlega sveiflu- kenndum leik, 4:2, og Chelsea og Bolton skildu jöfn, 2:2. Everton náði yfirhendinni á 10. mínútu þegar Alan Stubbs þrumaði boltanum í netið úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í Michael Carrick og í upphafi síðari hálfleiks blés ekki byr- lega fyrir Manchester-liðinu þegar Manuel Fernandez kom Everton í 2:0 með þrumufleyg. Sir Alex var felmtri sleginn þar sem hann stýrði sínum mönnum frá hliðarlínunni en mistök markvarðarins unga Iains Turners 11 mínútum eftir mark Fernandez breytti algjörlega gangi leiksins. Tur- ner, sem stóð vaktina í stað Tims Howards sem mátti ekki spila gegn sínum gömlu félögum, missti boltann klaufalega eftir hornspyrnu og John O’Shea náði að pota boltanum inn. Markið kveikti þvílíkan eld í United- liðinu að það tók öll völd á vellinum. Ferguson skellti Cristiano Ronaldo inn á og fimm mínútum eftir innkomu hans jafnaði United metin eða öllu heldur Phil Neville sem varð fyrir því óláni að skora í eigið mark gegn lið- inu sem hann yfirgaf fyrir þremur ár- um. Manchester-liðið lét kné fylgja kviði; gamli Everton-maðurinn Wayne Rooney, sem fékk óblíðar við- tökur hjá stuðningsmönnum Ever- ton, kom United í 3:2 á 79. mínútu og varamaðurinn ungi Chris Eagles inn- siglaði sigur rauðu djöflanna á 90. mínútu. „Leikmenn mínir voru frábærir. Þeir gáfust aldrei upp og þetta var af- ar mikilvægur sigur og ekki síst þar sem Chelsea náði ekki að sigra. Við komumst í gang þegar markvörður Everton missti boltann og eftir það mark var liðið stórkostlegt,“ sagði sir Alex Ferguson sem sagðist ætla að gefa vini sínum Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Bolton, stóran koss og faðmlag. „Við erum núna með fimm stiga forskot og höfum að auki miklu betri markatölu þannig að möguleikar okk- ar á að taka titilinn eru ansi góðir. Við vitum hins vegar að leikurinn við Manchester City á laugardaginn verður okkur erfiður enda stuttur tími liðinn frá leiknum við AC Milan en sá karakter sem í liðinu er mun fleyta okkur áfram,“ sagði Ferguson. Var refsað grimmilega fyrir mistökin „Við komum okkur í góða stöðu með því að komast tveimur mörkum yfir en við hleyptum þeim inn í leik- inn með afar klaufalegum mörkum og það sem eftir lifði leiksins gerðum við okkur seka um enn fleiri mistök og var refsað grimmilega fyrir það,“ sagði Phil Neville, fyrirliði Everton. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, seg- ist ekki vera búinn að gefast upp í baráttunni við Manchester United en eftir úrslitin sé United komið ansi ná- lægt titlinum. „Baráttunni er ekki lokið. Meðan möguleikinn er fyrir hendi höfum við trúna en því er ekki að neita að þetta er næstum því tapað stríð. Manchest- er United er mjög nálgt titlinum. Við þurfum að vinna alla þrjá leiki okkar og United að tapa tveimur af sínum þremur,“ sagði Mourino. Chelsea lenti undir gegn Bolton á Stamford Bridge þegar Slóvakinn Lubomor Michalik skoraði á 18. mín- útu en Salomon Kalou jafnaði metin þremur mínútum síðar. Jussi Jaaska- leinen, markvörður Bolton, varð svo fyrir því að skora í eigið mark á 34. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Kevin Davies og þar við sat. Það er enginn tími til þess að svekkja sig „Ég er eðlilega svekktur með þessa niðurstöðu en það er enginn tími til þess. Við eigum stórleik gegn Liverpool á þriðjudaginn og það þýð- ir ekkert að hengja haus,“ sagði Mo- urinho sem ákvað að hvíla Frank Lampard og Didier Drogba en meiðsli Ricardos Carvahlos á 30. mín- útu urðu til þess að Lampard kom inn á og Drogba skipti við Shevchenko í hálfleik. 16. meistaratitillinn blasir við United Manchester þarf fjögur stig úr þremur síðustu leikjunum til að hampa titlinum MANCHESTER United þarf fjögur stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að hampa Englandsbikarnum í 16. sinn í sögu félagsins og í fyrsta sinn í fjögur ár. Manchester United náði fimm stiga forskoti í baráttunni við Chelsea um titilinn á laugardaginn með því að bera sigurorð af Everton á Goodison Park, í hreint ótrúlegum leik, en á meðan urðu Englands- meistarar tveggja síðustu ára, Chelsea, að láta sér lynda jafntefli og það á heimavelli gegn Bolton. AP Sjálfsmark Phil Neville fyrrum leikmaður Manchester United kom sínum gömlu félögum til hjálpar þegar hann jafn- aði metin fyrir þá í 2:2 í leik Everton og Manchester United á Goodison Park á laugardaginn. Í HNOTSKURN »Chelsea hefur nú leikið 61leik í röð á heimavelli án þess að bíða ósigur í úrvals- deildinni. Arsenal var síðasta liðið til að fagna sigri á Stam- ford, í febrúar 2004. »Manchester United á eftirað leika við Man. City og Chelsea á útivelli og gegn West Ham á heimavelli. »Chelsea á eftir að leika viðArsenal á útivelli og gegn Man. Utd. og Everton á heima- velli. »Didier Drogba, Chelsea, ermarkahæstur í deildinni með 19 mörk, Cristiano Ro- naldo, Man. Utd., hefur skorað 16 og Benni McCarthy, Black- burn, 15. SAM Allardyce sagði starfi sínu lausu sem knatt- spyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Bolton aðeins sólarhring eftir að hafa stýrt sínum mönnum í leik gegn Englandsmeisturum Chelsea á Stamford Bridge þar sem úrslitin urðu, 2:2. Á leið til City? Allardyce hefur verið við stjórnvölinn hjá Bolton í átta ár og sterkur orðrómur er í gangi að hann sé á leið til Manchest- er City þar sem Stuart Pe- arce er við stjórnvöl- inn. Fregnir herma að Ray Ran- son vænt- anlegur eigandi Manchester City hafi ákveðið að All- ardyce taki við stjórn liðs- ins.,,Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í mínu lífi. Ég hef verið hjá þessu félagi sem leikmaður og knatt- spyrnustjóri í 18 ár en ég tel tímabært að nýjir menn taki við. Það var gagnkvæmt samkomulag á milli mín og félagsins að betra væri að ég hætti þegar í stað til að gefa eftirmanni mínum tækifæri á að komast inn í hlutina áður en tímabilinu lýkur,“ sagði Allardyce sem hefur gert frábæra hluti með lið Bolton. Allardyce hættur hjá Bolton Sam Allardyce ROBBIE Keane, framherji Tottenham, er sjóðheitur þessa dagana en írski landsliðs- miðherjinn skoraði tvö marka Tottenham sem lagði Middlesbrough, 3:2, á Riverside í Middl- esbrough. Keane hefur þar með skorað átta mörk í síðustu fimm deildarleikjum og með sigrinum steig Tottenham skrefi nær UEFA- sæti á næstu leiktíð. Keane og Dimitar Berbatov komu Totten- ham í 2:0. Mark Viduka minnkaði muninn en Keane svaraði að bragði fyrir Tottenham áður en Emmanuel Pogatetz minnkaði muninn fyrir heimamenn. „Við gerðum okkur þetta fullerfitt enn og aftur en Robinson kom okkur til bjargar með frábærri markvörslu hvað eftir annað. Við þurfum svo sannarlega á sigri að halda og miðað við úrslit annarra leikja var þetta lífsnauðsyn- legur sigur. Ég get ekki ver- ið annað en ánægður með framlag framherja okkar. Keane og Berbatov hafa skorað 21 mark hvor og Defoe hefur skorað mörg mörk. Það er ekkert annað lið í landinu sem státar af svona öflugum framherjum þori ég að fullyrða,“ sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham. Keane sjóðheitur hjá Tottenham Robbie Keane

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.