Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 1
föstudagur 1. 6. 2007
bílar mbl.isbílar
Ferrari lofar sigri í Kanadakappakstrinum í Montreal næstu helgi » 7
FRÁBÆR TILFINNING
LÚXUSJEPPINN AUDI Q7 ER JEPPI SEM
FULLNÆGIR ÞEIM ALLRA KRÖFUHÖRÐUSTU » 2
BÍLAFRAMLEIÐSLA jókst um 6,3% í Japan á síð-
asta ári og með því tóku Japanir í fyrsta sinn við hlut-
verki Bandaríkjanna sem mesta bílaframleiðsluland
heims. Alls voru smíðaðar 11,43 milljónir farartækja
af öllum gerðum í Japan árið 2006, miðað við 11,26
milljónir í Bandaríkjunum. Þar í landi dróst fram-
leiðsla saman um 5,6% í fyrra á sama tíma og hún
jókst í Japan.
Samkvæmt upplýsingum heimssambands bíla-
framleiðenda, Organisation des Constructeurs
d’Automobiles (OICA), sem er með aðsetur í París, er
framleiðsla í bílsmiðjum japanskra, kóreskra og evr-
ópskra fyrirtækja í Bandaríkjunum taldar með í töl-
um yfir bandaríska bílaframleiðslu.
Þannig nemur bílasmíði erlendra bílafyrirtækja í
Bandaríkjunum um þriðjungi af þarlendri bílafram-
leiðslu. Og útlit er fyrir að það hlutfall eigi eftir að
hækka á næstu árum.
Þá tók Kína í fyrra við af Þýskalandi sem þriðja
mesta bílaframleiðsluland heims með 6,75 milljónir
bíla. Jókst smíðin þar um eina milljón bíla milli ára.
Í Þýskalandi stóð framleiðslan í stað, 5,8 milljónir
bíla. Af öðrum Evrópuríkjum voru smíðaðar 3,17
milljónir bíla í Frakklandi 2006 en var 3,54 árið áður
og á Spáni 2,75 milljónir bíla sem er sama framleiðsla
og 2005.
Bílsmíði í Bretlandi dróst saman um 8,6% árið
2006, eða sem svarar 154.721 bíl og nam 1,65 millj-
ónum bíla.
Alls nam velta bílsmiða í ríkjunum 40, sem eiga að-
ild að OICA, um 2.000 milljörðum evra. Jafngildir það
sjötta stærsta hagkerfi heims.
Reuters
Japan mesta
bílaframleiðslu-
land heims
FYRSTU sportbílarnir af gerðinni MG TF rúll-
uðu af færiböndum MG Rover-verksmiðjunnar
í Birmingham á þriðjudaginn var. Verk-
smiðjan hefur ekki verið í notkun síðan MG
varð gjaldþrota árið 2005. Misstu þá yfir 6.000
manns vinnu sína í Birmingham. Kínverski
bílaframleiðandinn Nanjing Automotives
keypti þá fyrirtækið og hóf framleiðslu MG-
bíla upp á nýtt. Mikil eftirvænting hefur ríkt
vegna opnunar verksmiðjunnar en MG Rover
voru á meðal stærstu ensku bílaframleiðend-
anna.
Reuters
Fyrstu MG TF-sport-
bílarnir renna úr hlaði
!!