Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
NÝVERIÐ kynnti Hekla nýjustu
kynslóð Q7 lúxusjeppans frá Audi.
Um er að ræða bifreið fyrir þá
allra kröfuhörðustu enda er vandað
til verka allt niður í minnstu smá-
atriði.
Bíllinn sem prófaður var er með
4,2 lítra V8 quattro dísilvélinni sem
er með beinni FSI-innspýtingu,
skilar 350 hestöflum og togar að
hámarki 440 Newton-metra. Þá er
vélin búin sex gíra tiptronic-sjálf-
skiptingu.
Bíllinn var prófaður í þrjá daga
og á þeim tíma var töluvert ekið
innan höfuðborgarsvæðisins, en
einnig austur yfir fjall.
Engir lyklar
Það fyrsta sem maður tekur eftir
varðandi Audi Q7 er hversu gæða-
legur hann er að öllu leyti.
Þegar komið er að bílnum þarf
ekki að taka lykilinn upp úr vas-
anum því skynjarar í hurðinni
„vita“ að viðkomandi er með lykla-
völdin. Þá þarf ekki heldur að nota
lykilinn til að setja bílinn í gang því
hann er búinn sérstökum ræsi-
hnappi líkt og margir bílar í þess-
um gæðaflokki. Loks þarf ekki að
nota lykilinn til að læsa bílnum,
nóg er að styðja á hnapp á hand-
fanginu. Einhverjir hugsa kannski
með sér að þetta sé búnaður fyrir
letingja og trúlega er eitthvað til í
því. Það er hins vegar óneitanlega
þægilegt að þurfa aldrei að leita að
lyklinum í vösunum, svo ekki sé
talað um þegar maður hefur báðar
hendur fullar.
Margir möguleikar
Í stuttu máli er frábær tilfinning
að keyra Audi Q7. Þrátt fyrir að
um jeppa sé að ræða hefur hann
klárlega aksturseiginleika sport-
bíls. Krafturinn og snerpan eins
og best verður á kosið, 350 hestöfl
og 7,4 sekúndur að koma sér upp
í 100 kílómetra hraða. Bíllinn er
búinn sex gíra tiptronic-sjálfskipt-
ingu sem er rennileg og mjúk og
maður tekur nánast ekki eftir því
þegar skipt er á milli gíra.
Rými í bílnum er sérstaklega
gott og geta sjö farþegar setið í
honum í þremur sætaröðum.
Hægt er að leggja báðar aftari
sætaraðirnar flatar niður og fá
þannig 2.035 lítra farangursrými,
án þess að fjarlægja sætin. Séu
fimm sæti í notkun er farang-
ursrýmið 775 lítrar. Alls er hægt
að raða sætum og hleðslurými upp
á 28 mismunandi vegu, en það
verður þó að viðurkennast að und-
irritaður prófaði ekki allar þær
leiðir.
Hækkað og lækkað
Í miðju mælaborðs er stór og
góður skjár sem sýnir allar aðgerð-
ir sem framkvæmdar eru. Þá sér
ökumaður aftur fyrir bílinn þegar
sett er í bakkgír, en bíllinn er bú-
inn myndavél að aftan sem kemur
sér ákaflega vel þegar bakkað er.
Hægt er að hækka og lækka bíl-
inn með einföldum hætti, og getur
hann verið allt frá 180 til 240 milli-
metra frá jörðu, þannig að bíllinn
kemst yfir mjög háar ójöfnur.
Þá er skottsyllan með þægileg-
um útbúnaði, en hægt er að lækka
hana til að setja þunga hluti
áreynslulaust inn í farangursrýmið.
Bíllinn er búinn 270 vatta hljóð-
kerfi frá Bose með 14 hátölurum,
og skilaði það frábærum hljómi,
Stórkostlegur lúxusjeppi
REYNSLUAKSTUR
Audi Q7
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Morgunblaðið/Eyþór
Voldugur Þrátt fyrir að vera stór og mikill er Audi Q7 mjúkur og þægilegur í akstri.
Gírar Sex gíra tiptronic-skipting.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
„HveR nenniR að Hanga
Í bænUM á SUMRin?“