Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 3
bæði á píanósónötum Beethovens
og Volta, nýjustu plötu Bjarkar.
Gera mætti langan lista yfir all-
an þann búnað sem Audi Q7 býður
upp á en ekki gefst pláss til þess
hér. Áhugasömum er bent á grein-
argóða lýsingu á audi.is.
Vekur athygli
Varla er hægt að setja út á
nokkuð varðandi Audi Q7, þótt
bíllinn sé auðvitað ekki fullkominn.
Svolítið flókið er að læra á alla
takkana, en það kemur eflaust
fljótt. Bíllinn er mjög langur, 5086
mm, sem veldur því að erfitt getur
reynst að leggja honum í stæði í
miðbæ Reykjavíkur. Að vísu hjálp-
uðu bæði fjarlægðarskynjarar og
bakkmyndavél mikið til við það.
Sjónsvið úr baksýnisspegli er
fremur lítið, en stórir hliðarspegl-
ar vega þó vel upp á móti því.
Þá þykir undirrituðum bíllinn
ekkert sérlega fallegur, og helst til
klossaður að framan. Það breytti
þó ekki því að horft var á eftir bíln-
um hvar sem honum var reynslu-
ekið.
Loks eyðir bíllinn töluverðu, 13,6
lítrum á hverja 100 kílómetra í
blönduðum akstri, enda er bíllinn
bæði stór og þungur.
Verð prófunarbíls er 12.528.000
en einnig er hægt að fá Audi Q7
með 3.0 TDI sex strokka dísilvél
sem skilar alls 233 hestöflum og
togi sem nemur 500 Newton-metr-
um. Sá bíll kostar 7.990.000.
Í stuttu máli er Audi Q7 stór-
kostlegur lúxusjeppi og þótt hann
sé nokkuð dýr fæst mikið fyrir
peningana.
Flott Aðstaða ökumanns er til fyrirmyndar og skjár er í miðju mælaborðs.
Afl Audi Q7 ber það með sér að vera mjög kraftmikill bíll.
Rúmgóður Farangursrýmið er stórt en þar eru einnig sæti fyrir tvo farþega.
jbk@mbl.is
Vél: 4,2 lítra V8-dísilvél
Hámarksafl: 350-440
Nm
Snerpa: 7,4 sek. upp í 100
km/klst.
Eldsneytisnotkun: 13,6
l/100 km í blönduðum
akstri
Stærð: L: 5.086 mm. B:
1.983 mm. H: 1.737mm
Eigin þyngd: 2.240 kg
Staðalbúnaður: 6 örygg-
ispúðar, ABS-bremsukerfi,
aksturstölva, Bi-Xenon
aðalljós með þvottasp-
rautum, Bluetooth-
handfrjáls símabúnaður,
Cricket-leðuráklæði, ESP-
stöðugleikastýring með
spólvörn og spyrnustýr-
ingu, fjarlægðarskynjari í
stuðurum (hljóðrænn/
sjónrænn), loftkældar
diskabremsur að framan
og aftan, rafdrifin fram-
sæti með mjóbaksstuðn-
ingi, rafdrifnir og upphit-
aðir útispeglar, regn-
skynjari fyrir framrúðu-
þurrkur, skyggðar
afturrúður, tímastillt um-
hverfislýsing, útvarp og
geisladiskamagasín, velti-
og aðdráttarstýri o.fl.
Verð: Frá 7.990.000 kr.
Umboð: Hekla
Audi Q7
Forester 2.590.000,- Forester PLUS 2.890.000,- Forester LUX 3.190.000,-
Subaru Forester sameinar það besta úr
fólksbíl og jeppa. Hann er lipur í akstri
eins og fólksbíll en hefur dráttar- og
drifkraft á við marga stærri jeppa.
„Mér finnst stundum eins og ég sé á
tveimur bílum. Ég kemst í þröng stæði
innanbæjar en dríf síðan í torfærum
á landsbyggðinni eins og ekkert sé.“
Forester liggur mjög vel á veginum en
er samt með mun meiri veghæð en aðrir
jepplingar. Hann er á svipuðu verði og
venjulegur fólksbíll þrátt fyrir að vera
með 158 hestafla vél, sem er mun meiri
kraftur en í mörgum stærri jeppum.
„Maður er orðinn of góðu vanur á
Forester. Það er í raun ótrúlegt hvað
maður fær rosalega mikið fyrir lítið.“
Subaru hefur verið seldur á Íslandi í yfir
30 ár. Reynslan af bílnum við þær erfiðu
og óvenjulegu aðstæður sem hér eru
hefur gert Subaru að samnefnara fyrir
endingu, hörku og úthald. Raunar er
hvergi selt meira af Subaru miðað við
höfðatölu en einmitt á Íslandi.
Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess
að koma fyrst og reynsluaka Subaru.
Spyrðu bara Subarueigendur. Þeir vita af
hverju Subaru eru sennilega gáfulegustu
bílakaup sem þú gerir:
„Hey, þetta er Ísland!“
Opið: Mán. 10 - 18, þri.-fös. 9 - 18, lau. 12 - 16.Sævarhöfða 2 Sími 525-8000
Akureyri
464-7940
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Umboðsmenn
um land allt
200.000 kr. ferðapakki fylgir öllum nýjum Forester.
innifalið: Upphækkun, heilsársdekk og dráttarbeisli.